Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir Forsetinn finnur ástina á ný - kom nánum vinum skemmtilega á óvart „Dorrit er stödd í New York og verður ekki hér fyrr en eftir nokkra daga," voru svörin sem DV fékk í morgun á ritstjórnarskrifstofum breska tímaritsins Tatler þar sem kær vinkona Ólafs Ragnars Gríms- sonar forseta íslands starfar sem blaðamaður og ritstjóri. Forsetinn lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að hann hefði eignast vinkonu og óskaði eftir því að þjóð- in veitti sér tilfinningalegt svigrúm til að þróa með sér tilfinningar gagnvart annarri konu samfara óbreyttri ást sinni á Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur sem lést fyrir tæpu ári. Ástin í lífi forsetans heitir Dorrit Moussaieff, 49 ára, ítalskur gyðing- ur og hannar skartgripi samhliða blaðamannsstarfmu hjá tímaritinu Tatler. Dorrit hefur oftsinnis komin Bensíndælan gekk „Jú, ég veit allt um þetta en ætla ekki aö segja ykkur neitt," sagði úrillur Magnús Haraldsson vaktstjóri Esso í Borgartúni við DV í morgun. Magnús mun hafa gleymt að læsa einni dælunni á stöð sinni þegar hann lokaði klukkan hálfátta í gærkvöldi og var dælan opin fram til klukkan hálftólf. Á meðan var löng röð óheiðarlegra ökumanna við dæl- una og fylltu þeir bíla sína hver af öörum af bensíni. Þuríður Snorradóttir, vaktstjóri hjá Esso í Stóragerði, er yfirmaður Magn- úsar Haraldssonar og voru þau tvö í morgun einu starfsmenn Olíufélagsins sem vissu um at- burðinn. Komu yfirmenn þeirra því af fjöllum þegar leitað var upplýsinga hjá þeim. „Þetta voru mannleg mistök," sagði Þuriður í morgun. -GAR Dorrit Moussaieff, 49 ára gamall blaðamaður og rítstjóri í London (lengst til hægri) ásamt forseta íslands og dóttur hans við vígslu Bláa lónsins fyrir skemmstu. Innfellda myndin er af Dorrit Moussaieff. hingað til lands og verið við opin- berar athafnir ásamt forseta Islands þó leynt hafi farið um samband þeirra. Nánir vinir þeirra til margra ára höfðu ekki hugmynd um ástarsamband forsetans fyrr en hann ræddi það sjálfur í sjónvarps- fréttum í gærkvöldi. Eða eins og einn þeirra orðaði það: „Það má segja að þeta komi skemmtilega á óvart. Ég hafði ekki hugmynd um þetta." Dorrit fylgdi forsetanum við vígslu Bláa lónsins og sat einnig ha- ádegisverðarboð sen haldið var til heiðurs Richard A. Grasso forstjóra Kauphallarinnar í New York fyrr í þessum mánuði. Þar sat hún til borðs með Ólafi Jóhanni Ólafssyni rithöfundi og fyrrum Sony-forstjóra. í hádegisverðarborðinu var einnig Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- leikstjóri: "Ég tók eftir þessari konu en vissi ekki hver hún var og veitti ekki frekari athygli enda sat ég langt frá henni. Hins vegar get ég sagt að for- setinn hefur verið óvenju brattur að undanförnu í þau skipti sem ég hef átt við hann samskipti. Það kæmi mér ekki á óvart að hann væri ást- fanginn," sagði Friðrik Þór Frið- riksson i morgun. -EIR Andstaða við fyrirhugaða úthlutun byggðakvóta til fyrirtækis bæjarfulltrúa: Patró logar í ágreiningi Hugmynd bæjarstjórnar Vestur- byggðar um að úthluta nýju fyrir- tæki á Bildudal öllum 205 tonna byggðakvóta sveitarfélagsins hefur mætt kröftugri mótspyrnu meðal íbúa á Patreksfirði. Eins og kunn- ugt er mynda Bíldudalur og Pat- reksfjörður Vesturbyggð. Bæjar- stjórnin hafði leitað álits Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða um hvern- ig hagkvæmast væri að úthluta kvótanum og mun félagið telja best að setja kvótann allan á Bíldudal. Ætlunin mun sú að Þórður Jóns- son ehf. á Bíldudal og Oddþór ehf., sem er í eigu fyrirtækjanna Odda á Patreksfirði og Þórsbergs á Tálkna- firði, stofni ásamt fleiri aðilum, m.a. Byggðastofnun, nýtt útgerðarfyrir- tæki á Bíldudal og fá byggðakvót- ann til sín. Vísa öllum ágreiningi á bug Samkvæmt heimildum DV er gert ráð fyrir að Þórður Jónsson ehf. eigi 47% í nýja fyrirtækinu en Oddþór á bilinu 10 til 20%. Framkvæmda- stjóri Þórðar Jónssonar ehf. er Jón Þórðarson, sem er bæjarfulltrúi í Vesturbyggð fyrir Samstöðulista Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Andstæðingar fyrirætlana bæjarstjórnarinnar telja að Jón hafi misnotað aðstöðu sína sem bæjarfulltrúi til að ná for- skoti á aðra umsækjendur byggða- kvóta Vesturbyggðar á meðan málið var í undirbúningi af hálfu bæjaryf- irvalda. Það hafi þýtt að Jón hafi getað lagt fram umsókn sem sniðin var að hugmyndum bæjarstjórnar- innar. Sagt er að meirihlutasamstarf sjálfstæðismanna og samstöðu- manna, sem hvorir um sig ráða fjór- um fulltrúum i níu manna bæjar- stjórn Vesturbyggðar, sé við það að springa vegna málsins. Heba Harð- ardóttir, forseti bæjarstjórnar, vísar slikum sögusögnum algerlega á bug og það gerir einnig Haukur Már Sig- urðsson, formaður bæjarráðs. Þau segja sömuleiðis bæði að engin ákvörðun liggi fyrir í málinu af hálfu bæjarstjórnarinnar um að senda kvótann á Bíldudal. „Þetta er sagt á götunni en á við engin rök að styðjast. Við höfum farið yfir allar umsóknir og erum að leita eftir því sem er sveitarfélaginu sjálfu fyrir bestu en ekki einstaklingum og út- gerðum," sagði Haukur Már. Ástæðulaus undirskrifta- söfnun Dagana 9. og 10. september gengu andstæðingar þess að kvót- anum verði öllum ráðstafað til Bíldudals í hús á Patreksfirði og söfnuðu undirskriftum skoðana- systkina sinna. Að sögn Jón Her- manns Óskarssonar, fiskverkanda og umsækjanda um byggðakvóta, skrifuðu 94% þeirra 300 atkvæðis- bærra manna sem í náðist undir skjalið. Á milli 500 og 600 manns hafa atkvæðisrétt á Patreksfirði. Haukur sagðist draga gildi und- irskriftarsöfnunarinnar sem heim- ildar um skoðun bæjarbúa á Pat- reksfirði í efa og taldi ólíklegt að hún myndi hafa áhrif á ákvörðun bæjarstjórnar í málinu. „Söfnunin er ástæðulaus viðbrögð við röng- um sögusögnum um að bæjar- stjórn hampi einum umsækjanda umfram aðra. Það er ekki óeðlilegt að menn árétti skoðanir sínar á málinu og áminni bæjarstjórn um það að þeir telji að einhverjir eigi tiltekinn rétt umfram aðra. Það væri mjög óráðlegt ef pólitískt kjörnir fulltrúar létu undirskrift- arsöfnun hafa meiri áhrif á sig en hag bæjarsjóðs," sagði Haukur Már. „Það verður að játa að bæjarfull- trúinn Jón Þórðarson hefur ákveð- ið forskot því hann hafði unnið sína vinnu mjög vel áður en álit at- vinnumálafulltrúans lá fyrir og var til dæmis búinn aö kalla bæj- arstjórnina á sinn fund og fara ofan í saumana á sínum hugmynd- um. Það er deginum ljósara að bæj- arfulltrúar, sem sjá öll gögn og heyrá hljóðið í mönnum, njóta lyk- ilstöðu. Við stöndum ekki jafnfæt- is, Jón og Jón," sagði Jón Her- mann Óskarsson sem sjálfur teng- ist einum sex umsóknum um hlut af byggðakvótanum. Jón Hermann dró stórlega í efa hagkvæmni þess að úthluta öllum kvótanum á Bíldudal og vill að Patreksfjörður fái sinn skerf. -GAR Kemur ekki á óvart Jóhann Geirdal, varaformaður Alþýðubanda- lagsins, segir undirölduna hjá ótilgreindum hópi fólks i flokknum ekki koma sér á óvart. Hann segist telja víst að Samfylk- ingin verði gerð að formlegum stjórnmálaflokki. Dagur sagði frá. Kafað að El Grillo Byrjað verður að kafa niður að flaki breska oliuskipsins El Grillo í dag, fimmtudag, en Þjóðverjar skutu skipið niður í Seyðisfirði á stríðsárunum. Tilgangur þess að kafa niður, að sögn Dags, er að þétta rifur á skipinu sem olía lekur út um og upp í mengunarvarnar- girðingu. Nektardans Fyrirhugað er að bjóða gestum veitingastaðarins Ráðhúskaffis upp á að horfa á nektardans í nánustu framtíð. Það yrði þriðji staðurinn á Akureyri sem byði viðskiptavinunum upp á dans fá- klæddra eða óklæddra meyja. Dagur sagði frá. Gjaldþrotahrina Gjaldþrotaúrskurðir Héraðsdóms Norðurlands eystra á Akureyri eru alls orðnir 29 talsins það sem af er árinu 1999. Flestir gjaldþrotaúr- skurðanna snúa að einstaklingum en stærsta gjaldþrotið á árinu er hjá timburvinnslufyrirtækinu Ald- in á Húsavík, dótturfyrirtæki Kaup- félags Þingeyinga. Dagur sgði frá. Óheppileg tengsl? Árið 1992 bauð LÍN út auglýs- ingar fyrir sjóðinn og fékk fyrir- tækið Frjáls miðlun Verkefn- ið en það er í eigu stjórnar- formanns LÍN. Fyrirtækið hef- ur haldið þessu verkefni síðan þá og hefur ver- ið eytt um 10 milljónum króna í auglýsingar á þessum tíma. Vís- ir.is sagði frá. Rukkaöur Skattayfirvöld kröfðu 75% ör- yrkja um hundruð þúsunda króna aftur í tímann vegna þess að hann taldi ekki fram slysadagpeninga sem hann fékk. RÚV sagði frá. Ræningi tekinn Lögreglan í Kópavogi handtók síðdegis í gær mann sem grunaður er um aðild að ráninu í verslun- inni Strax við Hófgerði á fóstudag. Lögð verður fram krafa um gæslu- varðhald í dag. RÚV sagði frá. Gagnrýna óvissu . Stjórnarandstæðingar gagn- rýna mjög það sem þeir kalla óvissu í fyrirætlunum um sölu á Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins. Þeir telja það meðal annars dónaskap að bíða ekki í nokkra daga svo hægt verði að ræða mál- ið á Alþingi. Hrossabanki Á annað hundrað þusund ís- lenskra hrossa eru skráð í tölvu- tækan gagnagrunn Bændasamtak- anna. Nánast öll hross hérlendis eru skráð í grunninn en fyrirhug- að er að hefja skráningu á íslensk- um hrossum erlendis í janúar árið 2000. Mbl. sagði frá. Lyfjasamningur Lyfjabúðir hf., sem að stærstum hluta eru i eigu Baugs, hafa skrifað undir samning við norskt lyfja- fyrirtæki sem er eitt það stærsta á Norðurlöndum. Samningurinn á að geta leitt til þess að unnt verði að lækka verð á ákveðnum lyfjaflokkum og koma í veg fyrir hækkanir á öörum. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.