Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 25 Storkostlegustu dagar í lífi mínu - segir Dan Riva, forstjóri í Bandaríkjunum Eg er hér á íslandi af því ég elska íslenska hestinn sem hefur svo stórbrotið skap en er jafnframt auðveldur í tamningu og mikill vinur manns. Það að sjá hrossin hlaupa hér frjáls um fjöll og flrnindi er stórkostlegt, frjáls dýr í ósnortinni náttúru er ógleymanleg sjón,“ sagði Dan Riva, forstjóri úr miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þegar hann var spurður hvers vegna hann væri kominn til íslands til að taka þátt í hrossasmölun. „Síðustu tíu dagar hafa verið með þeim stórkostiegustu í mínu lífi, alltaf ný ævintýri tengd hestum og þessari stórbrotnu náttúru. Það er mikil guðsblessun að fá að njóta allrar þeirrar fegurðar sem ég hef séð þessa daga og að horfa á þessa góðu reiðmenn á svona öruggum hestum elta hross og kindur um hæðir og hóla er eitthvað sem ég hélt að væri ekki til. Ég er búinn að smala fé, fara í þriggja daga hesta- ferð, ríða yfir ár og stöðuvötn og nú síðast að taka þátt í að reka nokkur hundruð hross til réttar. Allt er þetta stórkostlegt. Ég mun örugg- lega minnast þessara daga meðan ég lifl og ég á eftir að koma oft hingað til lands, ferðast um það og sjá nýja fegurð í hverri ferð. Og mig langar til að kynna þessi ævintýri fyrir vinum mínum og koma þeim i kynni við íslenska hesta sem eru al- veg dásamlegar skepnur.“ Dásamlegir hestar Dan byrjaði ekki að ríða út fyrr en á síðasta ári en kona hans hefur átt hesta í nokkur ár. „Mér líkaði strax vel við íslenska hestinn en það var ekki fyrr en í þessari ferð sem ég uppgötvaði möguleika hans. Ég hef mikinn áhuga á að kynna ís- lenska hestinn fyrir löndum minum og þar eru ýmsir möguleikar en það eru margir sem aldrei hafa heyrt á þessi hross minnst og ef þeir sjá þau halda þeir að þarna sé eitthvert smáhestakyn sem lítið geti. En ef þeir fengju að kynnast því sem ég hef reynt í minni ferð hingað til lands kæmust þeir á aðra skoðun. Ég mun leggja mitt af mörkum svo sem flestir fái notið þessara dásám- legu hesta sem eiga engan sinn líka,“ segir Dan Riva, forstjóri frá Bandaríkjunum. -MÓ A vit ævintýranna Elisabeth Bertold var ánægð með að vera virkur þátttakandi í hrossasmöl- un í Húnaþingi. DV-mynd MS Þráði að komast aftur í hrossasmölun - sagði Elisabeth Bertold frá Þýskalandi Eg kom hingað til að heim- sækja systur mína sem er búsett hér. Mig langaði að koma í september til að geta farið í göngu en ég hef einu sinni áður farið í hrossasmölun í Skagafirði. Mér fannst það svo stórkostlegt að ég þráði að koma aftur,“ segir Elisabeth Bertold, frá Þýskalandi, en hún hefur að undanfomu dval- Um síðust helgi var hrossum smalað afLaxárdal í Austur-Húna- vatnssýslu. Þar voru nokkur hundruð hross rekin til réttar af fjölda manns, enda fer það sífellt vaxandi að innlendir sem erlend- ir áhugamenn um hesta komi og taki þátt í ævintýrum fjallanna. í Skrapatungurétt var rætt við þrjá erlenda ferðamenn sem tóku þátt í hrossasmöluninni. Allir komu til landsins vegna áhuga síns á ís- lenska hestinum og kynnum sínum afhonum og höfðu raunar all- ir dvalið hér á landi nokkra daga og farið áður í fjárleitir og lent í ýmsum öðrum ævintýrum. ið í Húnaþingi og tekið þátt i fjár- leitum og hrossasmölun. Sjálf á Elisabeth fimm íslenska hesta heima í Þýskalandi og þekkir kosti þeirra út og inn. „Við lögðum upp klukkan fimm að morgni í fögru veðri og náttúr- an var stórbrotin. Við fórum hátt í fjöllin og það var mjög gaman að vera virkur þátttakandi i smölun- inni.“ Elisabeth telur það mikið ævin- týri fyrir útlendinga að taka þátt I göngum hér í fjöllunum. „Fólk verður þó að hafa reynslu af hest- um því það er ekki fyrir óvana að fara svo hátt í fjöllin. Það er auð- veldara að smala hrossum og trú- lega skemmtilegra fyrir flesta." Aðspurð um réttarstörfin segir Elisabeth: „Það var sérlega ánægjulegt að sjá hrossin svo villt og frjáls þegar þau komu af fjafli. Þegar þau voru síðan komin í dilkinn mátti ganga að mörgum þeirra og gæla við þau. Mér hefur alltaf fundist sárt að hrossin heima I Þýsklandi geta ekki verið svona frjáls, það er í eðli þeirra að hlaupa um grænar grundir og ósnortið land,“ segir Elisabeth Berthold. -MÓ Hrossin eru líf mitt otj yndi - segir þýska stúlkan Sine Meinig Mér fannst alveg frábært að komast hátt upp í fjöll og smala fé og hrossum úr Tröllabotnum. Við eltumst við óþekkar kindur en skemmtilegast var að reka hrossin. Þau eru líf mitt og yndi og stórbrotið að sjá þau frjáls í faðmi fjallanna," segir Sine Meinig, sem kom frá heimalandi sínu, Þýska- landi, til þess að taka þátt í hrossa- smölun í Laxárdal og fara í Skrapa- tungurétt. Þetta er í þriðja skipti sem Sine sækir ísland heim en faðir hennar á vin í Reykjavík og í gegnum hann hefur hún kynnst íslenska hestinum. „íslenskir hestar eru stórkostlegir. Þeir eru svo harðir og fylgnir sér og afar öruggir í misjöfnu landi. Þessir hestar geta farið um allt og hika hvergi, hvernig sem landslagið er. í mínum huga er ólýsanleg reynsla að ríða góðum hesti í ósnortinni nátt- úru; vera ein með hestinum á fjöll- um,“ segir Sine Meinig. -MÓ íslenskir hestar eru stórkostlegir að mati þýsku stúlkunnar Sine Meinig sem er hér í sinni þriðju íslands- heimsókn. DV-mynd MÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.