Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, bla&aafgreiosla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIDJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við pá eða fyrir myndbirtingar af beim. Ógnvaldur beygir sig Forsætisráöherra varð að beygja sig. Fjárfestingar- banki atvinnulífsins verður seldur í opnu útboði, þar sem hver aðili eða hópur skyldra aðila má ekki kaupa meira en 6%. Þetta þýðir, að fleiri aðilar en kolkrabbinn einn geta tekið þátt í að bjóða í hlutabréfin. Forsætisráðherra hafði sagt, að skammta bæri aðgang að kaupunum með forvali og að selja bæri 51% bankans til samstæðs hóps. Þetta var ávísun á, að kolkrabbinn einn, undir forustu Eimskipafélagsins, hefði burði til að bjóða í bréfin. Þetta var gamla einkavinavæðingin. Skoðun forsætisráðherra var sett fram sem viðbrögð við sölu Kaupþings og sparisjóðanna á fjórðungi bankans til fyrirtækja utan kolkrabbans. Forsætisráðherra var að segja fjármálafólki, að hann gæti með handafli stýrt einkavæðingunni í farveg einkavinavæðingar. Það eina, sem situr eftir af innrás forsætisráðherra í bankageirann, er ákvörðun um að selja afganginn af Fjárfestingarbanka atvinnulífsins í einu lagi. Áður hafði verið gert ráð fyrir, að það yrði gert í áföngum til að fjölga bjóðendum og hækka tilboð þeirra. Athyglisvert er, að togstreitan um aðferðafræði einka- væðingarinnar snýst ekki um, hvernig megi fá sem mesta peninga í ríkiskassann, heldur hvernig megi haga handafli á þann hátt, að sumir hafi betri aðstöðu en aðr- ir til að bjóða í hlutina. Þannig er ísland enn. Forsætisráðherra hefur í vaxandi mæli leikið hlutverk ógnvalds. Hann vill hafa neitunarvald um skipun mikil- vægustu starfa atvinnulífsins og geta skipað fyrirtækjum landsins til sætis við veizluborð leifanna af skömmtunar- kerfi fyrri áratuga. Annars reiðist hann. Margir skjálfa af tilhugsun um reiði forsætisráðherra. Þeim fer þó fjölgandi, sem kæra sig kollótta um, hvort þeir séu í náðinni eða ekki. Atvinnulífið er orðið svo fjöl- breytt, að einn kolkrabbi og einn forsætisráðherra geta ekki lengur ráðið ferðinni í stóru og smáu. Samkvæmt skoðanakönnunum er almenningur ánægður með núverandi forsætisráðherra, sem samein- ar hlutverk landsfoður og ógnvalds. Þess vegna er ekkert því til fyrirstöðu, að Davíð Oddsson geti skipað þetta virðingarsæti eins lengi og hann kærir sig um. Þjóðfélagið hefur hins vegar breytzt svo mikið, að allt vald er ekki lengur á einum stað. Landsfeður geta ekki lengur skammtað aðgang að öllum kjötkötlum, sem máli skipta. Þeir geta ekki stýrt umræðunni í þjóðfélaginu. Þeir geta bara ráðið vini sína í opinber embætti. Hlutfallslegt vægi ríkisvaldsins hefur minnkað. Menn geta leyft sér að sitja ekki og standa eins og forsætisráð- herra skipar fyrir. Auðvitað reiðist hann, þegar valdið sáldrast niður milli fíngra hans og hótanir um handafl ganga ekki lengur upp. En lífið heldur áfram. Valddreifíngin í þjóðfélaginu minnkar ekki einokun og fáokun á hverju sviði fyrir sig. En hún dregur þræð- ina úr höndum hinna fáu útvöldu og dreifir þeim á fleiri hendur. Lýðræði skánar og þjóðarhagur eflist við fjölgun á miðstöðvum valda og ákvarðana í þjóðfélaginu. Opið útboð og reglur um hámarkskaup skyldra aðila í sölu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins er dæmi utn, að stjórnmálin eru að missa tökin á fjármálunum og að hugsanlegt er orðið, að einkavinavæðingin breytist smám saman í einkavæðingu að útlendum hætti. Menn hafa heyrt hótanir landsföðurins um beitingu handafLs og dregið sínar ályktanir. Þegar brestir hlaupa í ógnvaldið, hljótast af því keðjuverkanir. Jónás Kristjánsson „Á lánum í evrum er ekki vísitala. Þau hækka því ekki þótt veróbólga sé einhver, en auk þess er evran mjög stöð- ugur gjaldmiðill." Tökum upp evru Seinustu verð- hækkanir og verð- bólga upp á 5 eða 6%, jafnvel meira, eru alvarlegir hlut- ir. í nágrannalönd- um okkar er lítil sem engin verð- bólga. Þangað selj- um við okkar vör- ur og verðum því að gæta okkar. Ef verðlag hækkar hér mikið, umfram það sem gerist í þessum löndum, þá fellur gengi okkar vesælu krónu. Svo einfalt er það. Kjallaiinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður 11 Falskt gengi Halda má uppi fólsku gengi með erlendum lántök- um um stundar- sakir eins og bank- arnir og fjármála- fyrirtæki gera raunar í dag. Þá taka menn erlend lán á 6 til 7% vöxt- um, t.d. í evrum, en vextir á því svæði eru lágir. Svo er þetta fé end- urlánað til skuldugu heimilanna hér á landi með allt að 16 og 17% vöxtum. Mismunurinn er 10% og gefur auðtekinn hagnað í bili. Út úr slíkri féflettingu þurfa heimilin að sleppa. Ein leiðin gæti verið að leggja niður okkar veik- burða og vesælu krónu og taka upp evruna. Þá fengi fólk lán í evr- um og á evruvöxtum. Þá væru heimilin laus við að borga ein- hverjum millilið allt upp í 10% vaxtamun fyrir að flytja pening- ana og lánið til íslands. Fimm hundruð þúsund Sagt var frá því í fréttum þessa dagana, að skuldir venjulegs heim- ilis hefðu lækkað um 500 þúsund krónur á einu bretti vegna vísitölu- tengingar lána. Lánin hækka um leið og verðbólgan fer upp um 5 til 6%. Nú er það þannig að venjulegt heimili hefur minna fé til að borga af lánum þegar bensín, matvara og húsnæði hækkar og verður dýrara. Samt hækka lánin. Á lánum í evrum er ekki visitala. Þau hækka því ekki þótt verðbólga sé einhver, en auk þess er evran mjög stöðugur gjaldmiðill. Við værum því á mjög öruggum sjó fjárhagslega ef við hefð- um evruna, og heimili hér myndu ekki fá á sig 500 þúsund króna skuldahækkun allt í fHeð okkar veiku krónu veroum við oft að greida mikio fé vegna skipta á henni í annan gjaldmid- //. Viðskipti eru gerð eriendis en þeim er oft fyrst skipt í dollara, og síðan i íslenskar krónur. Alltaf kroppar milliliðurinn þókn- un eða gengismun." einu og án frambærilegs tilefnis. Hækkun á heimsmarkaði á bensini og hækkun matvóru hér vegna aukinnar fákeppni í bili er siðlaus grundvóllur til hækkunar heimilis- skulda - sem sé: „lóglegt en sið- laust". Bankakostnaður Með okkar veiku krónu verðum við oft að greiða mikið fé vegna skipta á henni í annan gjaldmiðil. Viðskipti eru gerð erlendis en þeim er oft fyrst skipt í dollara og síðan í íslenskar krónur. Alltaf kroppar milliliðurinn þóknun eða gengismun. Ef gjaldmiðill okkar væri evra slyppum við framhjá öllum þessum milliliðum og við- skiptin yrðu sem um viðskipti inn- anlands væri að ræða. Það sparar okkur þvi óhemiumikinn og óþarfa kostnað, tækjum við upp evru, sem okkar eina gjaldmiðil. Sparnaður Frægir eru íslendingar víða er- lendis, þar sem þeir haga sér sem nýríkir og fleygja fé í allar áttir og kalla ferðir sína „innkaupaferðir". Okkar ágætu landsfeður segja okk- ur að spara. Þenslan sé of mikil (eins og dæmi eru um einmitt þessa dagana). Sparnaður sé upphaf auðs. Þetta er rétt og viturlega mælt. En svo tala sömu landsfeður mikið um „góðæri". Þetta misskil- ur venjulegt fólk þannig, að „góð- æri" merki, að hægt sé að kaupa allt með greiðslukorti, eða þá á bílaláni með allt upp í 17% vöxt- um. „Góðærið" muni sjá til þess að lánið þurfi aldrei að borga. Þetta eru blekkingar, enda eru skuldir heimila okkar að nálgast heimsmet. Vandræðin eru byrjuð að koma í ljós eins og verðbólga upp á 5 til 6% nú sýnir ljóslega. Svo hækkar Seðlabankinn hér, í ráðleysi þessa dagana, enn vexti en þeir voru of háir fyrir. Það verður enn meiri þrýstingur á að taka auðfenginn og skjótan gróða með því að endurlána fé sem tekið er erlendis með allt að 7% vöxtum og síðan sett í eyðslu hér, t.d. á greiðslukortum með 16 og 17% vöxtum. Þessari þróun verður að snúa við. Raunar verður það ekki gert meðan við höfum hina aumu krónu sem of stór hópur vill fleygja frá sér. Annað væri uppi á teningnum tækjum við upp evruna, þá sæju íslendingar að þeir hefðu raun- verulegan alvöru gjaldmiðil í höndunum. Við yrðum líklega hæfilega nískir og myndum leggja fyrir og spara okkar evrur og hætta að fleygja frá -okkur krón- unni sem hefði verið lögð til hlið- ar og evran komin í staðinn. - Nýr sparnaður myndi hefjast í evrum, sem emahagskerfi okkar stórlega vantar, ef það á að þróast áfram á farsælan hátt. Lúðvík Gizurarson Skoðanir annarra Lántakendur leita eriendis „Vextir eru orðnir mun hærri hér á landi en i ná- grannalöndunum og því má segja, að líkur aukist á því, að stórir lántakendur leiti fyrir sér hjá erlendum bönkum. Hlns vegar er brýn nauðsyn að grípa til að- gerða til að draga úr verðbólgunni og útlánaaukning bankakerfisins hefur verið mjög mikil það sem af er árinu...Á rúmu ári hefur Seðlabankinn hækkað vexti fjórum sinnum, síðast um 0,5% í júnímánuði sl. Þær aðgerðir báru ekki nægilegan árangur, hvað sem ger- ist nú. En það er allra hagur, ekki sizt launþega, að verðbólguófreskjunni sé haldið í böndum eins og úlf- inum forðum." Úr forystugreinum Mbl. 22. sept. Vaxtahækkun gegn gengi krónunnar „Vaxtahækkun Seðlabankans hefur verið beint að gengi krónunnar. Háir vextir hafa dregið fé til lands- ins og hækkað gengi krónunnar. Hækkun hennar er ætlað að hafa bein áhrif á verðlag vegna áhrifa á verð innfluttra vara en einnig og til lengri tíma með þvi að rýra afkomu útflutnings- og samkeppnisgreina og getu þeirra til að keppa um aðfóng og vinnuafL.Skamm- tímavextir eru orðnir lýsandi fyrir þau vandamál sem við er að etja og senda í sjálfu sér varúðarmerki um það sem gerst getur. Þetta útilokar þó síður en svo það að vextir hækki meira. Það er í reynd sjálfgefið ef verðbólgan eykst." Ingvi Harðarson í Viðskiptablaðinu 22. sept. Mótvægi við höfuðborgarsvæðið „Um þessar mundir eru Akureyringar um 15.000. Stóriðja sem hefði 500 starfsmenn á launaskrá er ekki eins risavaxin og mönnum virðist í fyrstu, en áhrifin á atvinnulífið verða mikil. Starfsmannafjöldi slíkrar verksmiðju yrði þó ekki nema 3,3% af öllum íbúum Ak- ureyrar...Ný stóriðja við Eyjafjórð myndi á sama hátt draga með sér annan iðnað og aðrar atvinnugreinar, sem til dæmis byggðist á þekkingariðnaði, með Háskól- ann á Akureyri í broddi fylkingar...Eina landssvæðið sem hefur möguleika á að mynda byggðakjarna, sem væri mótvægi við höfuðborgarsvæðið og draga myndi úr fólksflótta þangað, er Eyjafjarðarsvæðið." Svanbjörn Sigurðsson í pistli sínum í Degi 22. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.