Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 11 Utlönd ! Gæsluliöar SÞ á Austur-Tímor sakaðir um skothríð: Óttast meira ofbeldi Indónesískar hersveitir sökuðu friðargæsluliða Sameinuðu þjóð- anna á Austur-Tímor um að hafa skotið viðvörunarskotum yfir höfuð þeirra í morgun. Óttast er að ný of- beldisalda kunni að vera í uppsigl- ingu i landinu. Sagt er að gæsluliðarnir hafi hleypt af skotum upp í loftið þegar indónesískir hermenn hirtu skot- færi úr verslun í héraðshöfuðborg- inni Dili sem nú er nánast rústir einar. Gæsluliðarnir eiga að sjá til þess að friður og ró komist aftur á á Austur-Timor eftir skálmöld undan- genginna vikna, eftir að landsmenn höfnuðu áframhaldandi sambandi við Indónesíu. Talsmaður indónesíska hersins sagði fréttamönnum að verið væri að rannsaka það sem hann kallaði „misskilning". Breskur liðsforingi sagði að menn úr bresku gúrkaherdeildinni sem gætir bækistöðva S.Þ. hefðu hafið skothríð eftir að á þá var skot- ið. Grunur leikur á að þar hafi ver- ið á ferðinni menn úr vígasveitum hliðhollum Indónesíustjórn. Ekki er ljóst hvort um sama atvikið er að ræða. Vígasveitirnir, sem hafa notið stuðnings hópa úr indónesiska hemum, eru sakaðar um að hafa myrt þúsundir manna i tilraun sinni til að gera að engu úrslit þjóð- aratkvæðagreiðslunnar um sjálf- stæði í ágústlok. Vígasveitirnar sögðust í morgun vera reiðubúnar að heyja styrjöld við sveitir S.Þ. á Austur-Tímor. Hundruð vígamanna komu sam- Breskur hermaður handtekur mann sem grunaður er um að tilheyra vígasveitum andstæðinga sjálfstæðis Austur- Tímor. Friðargæslumenn heyrðu skothríð þegar þeir voru við reglubundið eftirlit í héraðshöfuðborginni Dili í morg- un og gripu þá til aðgerða. Ottast er að ofbeldisverk vfgamanna eigi eftir að aukast á næstunni. Fáir hlýddu kalli serbnesku stjórnarandstöðunnar Tilraunir serbnesku stjórnarand- stöðunriar til að efna til daglegra fjöldamótmæla gegn stjórn Slobod- ans Milosevics Júgóslavíuforseta virðast hafa farið út um þúfur. í gær komu aðeins um 5 þúsund manns á fjöldafund í Belgrad þar sem krafist var afsagnar Milosevics. Fjöldi mótmælenda í Belgrad á þriðjudaginn var hins vegar 20 þús- und. Hafði stjórnarandstaðan von- ast til að slá metið frá 19. ágúst þeg- ar 150 þúsund manns tóku þátt í mótmælafundum í Belgrad en þær vonir urðu að engu. Þátttakan var meira að segja meiri í öðram borgum. ÍNovi Sad og Nis tóku samtals 10 þúsund manns þátt í kröfugöngum. Stjórnmálaskýrendur telja að ágreiningur innan stjórnarandstöð- unnar hafi leitt til þess að margir ákváðu að sitja heima. Embættismenn, sem segja leið- toga stjórnarandstöðunnar vera verkfæri Atlantshafsbandalagsins, lýsa mótmælunum sem farsa. Tanjug-fréttastofan sagði lága þátt- töku sýna að stjórnarandstaðan nyti ekki stuðnings þjóðarinnar. an í Liquicia, fyrir vestan höfuð- borgina Dili, í felubúningum með rauðar húfur og létu ófriðlega með heimasmíðaðar byssur og gamal- dags riffla að vopni. „Við viljum stríð," sagði einn vígamaðurinn. íbúar Dili sem hafa snúið aftur til eyðilagðra heimila sinna síðustu daga sýndu fréttamönnum ummerk- in um ofbeldisaðgerðir vígasveit- anna. Rotnandi lík fannst í morgun ofan í branni á bak við heimili Manuels Carrascalos, eins leiðtoga sjálfstæðissinna. íbúar sögðu að fieiri lík kynnu að leynast þar. „Það era meira en tuttugu lík. Áður var vatnsyfirborðið mjög lágt en nú er það næstum komið upp að barminum," sagði Marian Soares Smit, íbúi í Dili. „Þeir vora drepnir í höfuðstöðvum vígasveitanna og siðan var þeim kastað hér." Ástralskir hermenn sem fara fyr- ir sveitum S.Þ. fundu þornað blóð og kjötkróka í garði nærri brunnin- um, að því er fjölmiðlar greindu frá. íbúarnir telja að fjórnarlömbin hafi verið hengd upp á krókana og að þau hafi síðan verið skorin á háls. Indónesíski herinn segir að ekki sé búið að staðfesta dauða nema tæplega eitt hundrað manna frá því þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin. Fyrsti vestræni blaðamaðurinn var skotinn til bana í Dili á þriðju- dag, hollenskur fréttaritari breska blaðsins Financial Times. Lík hans var flutt til Ástralíu í gær. Þúsundir kvöddu Raisu í Moskvu Þúsundir Moskvubúa biðu klukkustundum saman eftir því að kveðja Raisu, eiginkonu Mik- hails Gorbatsjovs, við minningar- athöfn í menningarstofnun í miðri Moskvuborg í gær. Opin kista Raisu var í stofnuninni, um- kringd blómum frá syrgjendum. Meðal þeirra sem vottuðu Raisu virðingu sína voru Vla- dimir Pútín, forsætisráðherra Sovétrikjanna, og nokkrir af fyrr- verandi samstarfsmönnum Gor- batsjovs. Naina Jeltsin, forsetafrú Rússlands, var einnig viðstödd. Gorbatsjov, Irina dóttir hans og dætur hennar tvær komu svart- klædd til afhafnarinnar sem varð tveimur klukkustundum lengri en gert var ráð fyrir til að allir sem vildu gætu séð hina látnu. ÍSLENSKI LÍEEYRISSJÓÐURINN Fundarboð Stjórn fslenska lífeyrissjóðsins boðar til almenns fundar sjóðfélaga. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 28. september 1999, kl. 17.00, á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavfk. 1 Ávarp stjórnarformanns 2 Kynnt tillaga um breytingar á samþykktum fyrir íslenska lífeyrissjóðinn 3 Kynnt samkomulag um örorkutryggingu sjóðsins 4 Kjör fulltrúa sjóðfélaga í stjórn sjóðsins 5 Kosningar 6 Önnurmál Stjórn fslenska lífeyrissjóðsins í Góöir bílar Grand Cherokee LTD 5,9, ek. 22 þús. km. Grand Cherokee Laredo 4,0 '95, ek. 99 Chrysler Sebring '95, ek. 60 þús. km. Ásett verð 4.690.000. þús. km. Ásett verð2.390.000. Asett verð 2.100.000. Tilboðsverð 4.490.000. Tilboðsverð 2.190.000. Tilboðsverð 1.890.000. VW Golf Syncro, 4x4, '98, ek. 43 þús. km. Ásett verð 1.590.000. Tilboðsver 1.390.000. Chrysler Intrepid ES '94, ek. 122 þús. km. Ásett verð 1.790.000. Tilboðsverð 1.590.000. Peugeot 406, 2-99 m/CD, álf., spoiler, ek. 14 þús. km. Ásett verð 1.830.000. Tilboðsverð 1.690.000. Peugeot 405 stw, dísil m/mæli, ek. 112 þús. km. Ásett verð 990.000. Subaru station '87, ek. 204 þús. km. Asett verð 290.000. Tilboðsverð 220.000. NYBYLAVEGUR 2 • SIMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 Ath. Bjóðum lán, til allt að 60 mán. Visa- eða Euro- raðgreiðslur Opið virka daga frá9-18og laugardaga frá 13-17. JOFUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.