Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 33 fí CÖ N U (ð E- u i—i i—i O u 3 Myndasögur Veiðivon £g bjó þessa geistabyssu til i þeím nlgangiað skjóta niður ails konarffutninga- , vólar! Geirlandsá: Úff! Við sjáum örugglega aldrei aftur dótið okkar sem var stoliö frá okkur. Mikið af f iski víða í ánni - veiddu 12 punda sjóbirting „Við erum mjög hress með veiðitúr- inn, hjónin, en við fengum 7 sjóbirt- inga og sá stærsti var 12 pund. Hollið veiddi 12 fiska en veiðin hefur verið fín í ánni síðustu vikuna," sagði Bald- ur Waage en hann og eiginkona hans, Drífa Garðarsdóttir, voru að koma úr Geirlandsá í Vestur-Skaftafellssýslu. En tími sjóbirtings er að koma þessa dagana, eins og í Geirlandsá, þar virðist hann vera mættur. Árið í fyrra var alls ekki gott en annað virð- ist vera upp á önglinum núna. „Það var mikið af fiski víða en hann var tregur. I Ármótahylnum er mikið af flski og sumir þar eru vænir en hann var mjög tregur að taka. Þar var hann alltaf að stökkva um allan hyl. Þennan 12 punda sem konan veiddi fékk hún i Fjárhúsabakka á spún. Þetta var afmælistúr hjá henni en hún á afmæli á fimmtudaginn og þess vegna var gaman að hún skyldi veiða stærsta fiskinn í ferðinni. Síð- asta vika gaf 72 sjóbirtinga, en veiðin í ánni hefur verið mjög góð. Mér sýndist að ekki hefðu veiðst margir laxar i ánni í sumar," sagði Baldur enn fremur. Ii wi Umsjón Gunnar Bender Við fréttum af ungum og efnilegum veiðimönnum sem voru í Brúará og Laxá fyrir austan Kirkjubæjarklaust- ur fyrir skömmu. Þeir fengu laxa og sjóbirting; laxinn var 4 pund en sjó- birtingurinn 3 pund. Eitthvað hefur Baldur Waage með tvo sjóbirtinga úr Geirlandsá en veiðin þar hefur verið góð síðustu vikurnar. DV-myndir BWW veiðst meira af fiski þarna um slóðir. í Tungufljóti hefur verið ágæt veiði og sumir sjóbirtingarnir eru vænir; sama er hægt að segja um Greníæk- inn. Svo virðist sem sjóbirtingsveiðin sé betri núna en fyrir ári og eru veiði- menn, sem við höfum rætt við, sam- mála um það. Besti tíminn er að koma þessa dagana og stórir sjóbirtingar eiga vonandi eftir að bíta á næstu daga og vikur. Mýrarkvísl Veiði í Mýrarkvísl er lokið og veiddust 122 laxar; tveir stærstu fisk- arnir voru 17 punda. Flugan Dimmblá gaf best, en veiðin hefur oft verið betri í Kvíslinni en þetta. Blaðbera vantar í Fákafen - Faxafen - Skeifuna Laugaveg - Bankastræti. ^l Upplýsingar á afgreiðslu DV w ' í síma 550 5000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.