Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 30
k. 34 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 Afmæli Sigurður Einarsson Sigurður Einarsson, trésmiður og trúboði, ScMieper str. 46, D-13507 Berlín, er fimmtugur i dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum, auk þess sem hann var i sveit á sumrin í Mýrdalnum. Hann hóf nám í Iðn- skólanum í Reykjavík 1965, lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði 1970 og sveinsprófi í húsasmíði 1972, en prófi frá Meistaraskólanum lauk hann 1981. Sigurður hefur starfað við tré- smíðar í Reykjavik síðan hann lauk iðnnáminu. Hann sat um skeið í trúnaðarráði Trésmiðafélags Reykjavíkur. Sigurður hefur verið mikiÚ áhugamaður um siglingar, en hann er einn af stofnendum Sigl- ingaklúbbsins Brokeyjar i Reykja- vík og sat þar í stjórn í sjö ár, þar af formaður í tvö ár. Einnig starfaði hann í fjölmörg ár með ferðafélag- inu Útivist. Árið 1993 endurfæddist Sigurður til lifandi trúar á Jesú Krist og er virkur safnaðarmeðlimur í Fríkirkj- unni Veginum. Hann stundar nú andlegt nám í Berliner Bibelschulen hjá Gemeinde auf dem Weg í Berlín. Sigurður á þrjú börn með fyrrv. konu sinni, Hildi Skarphéðinsdóttur, fóstru í Reykjavík. Þau eru Eirún, f. 1971, mynd- listarmaður, en eigin- maður hennar er Magnús Þór Þorbergsson, f. 1971, leikhúsfræðingur; Vaka, f. 1974, búfræðingur og stúdent, en sambýlismað- ur hennar er Haraldur Jónsson, búfræðingur og &|9urour vélsmiður; Tinna, f. 1979, stúdent. Auk þess á Sigurður dóttur frá því fyrir hjónaband, Ásu, f. 1969, húsmóður í Noregi, en eiginmaður hennar er Bjarni Þór Sigurðsson, f. 1964, trésmiður og eru börn þeirra Atli Þór, f. 1989, íris Arna, f. 1991 og Kristí Ósk, f. 1996. Sigurður á fimm systkini. Þau eru Jón Reynir, f. 1940, múrara- meistari og bóndi að Steinsmýri í Meðallandi; Jóhann Þór, f. 1947, veggfóðrarameistari í Kópavogi; Sigriður, f. 1951, húsmóðir í Reykja- vík; Brandur, f. 1953, stýrimaður í Reykjavík; Einar, f. 1955, bílstjóri í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar: Einar Jóns- son frá Reyni í Mýrdal, f. 29.7. 1913, Einarsson. fyrrv. aðalgjaldkeri SÍS í Reykjavík, og k.h., Sig- rún Þórðardóttir, f. 24.8. 1916, d. 21.1. 1982, hús- móðir. Ætt Foreldrar Einars voru Jón Ólafsson, skólastjóri og sýsluskrifari í Vík í Mýrdal, og k.h., Sigríður Einarsdóttir. Jón var sonur Ólafs Ólafssonar, b. að Lækjarbakka í Mýrdal, og k.h., Ingibjargar Jóns- dóttur frá Suður-Götum í Mýrdal, Guðmundssonar. Sigríður var dóttir Einars, b. í Reyni, Brandssonar, í Reynishjá- leigu, Einarssonar. Móðir Einars var Kristín Einarsdóttir, hrepp- stjóra í Þórisholti, Jóhannssonar, föður Gísla, langafa Jóns Þórs Þór- hallssonar, forstjóra SKÝRR. Bróðir Kristínar var Jón, faðir Eldeyjar- Hjalta, afa Hjalta Geirs Kristjáns- sonar forstjóra. Annar bróðir Krist- ínar var Gunnlaugur Fossberg, afi Einars Thorlacius forstjóra. Móðir Sigríðar var Sigríður Brynjólfsdóttir, frá Litlu-Heiði í Mýrdal, Guðmundssonar, bróður Jóns, afa Erlends Einarssonar, fyrrv. forstjóra SÍS. Móðir Brynjólfs var Guðrún, systir Helgu, ömmu Þorsteins Erlingssonar skálds. Guð- rún var dóttir Hallgríms, b. á Neðra- Velli, Brynjólfssonar og Guðrúnar Ögmundsdóttur, systur Sæmundar, fóður Tómasar Fjölnismanns. Guð- rún var dóttir Ögmundar, pr. á Krossi, Högnasonar og Salvarar Sig- urðardóttur, systur Jóns, afa Jóns forseta. Foreldrar Sigrúnar voru Þórður Jóhannsson, sjómaður i Reykjavík, og s.k.h., Jóhanna Sigríður Eiríks- dóttir. Móðir Þórðar var Guðbjörg, systir Eiríks, föður Jóhönnu Sigríð- ar. Eiríkur og Guðbjörg voru börn Filippusar, b. á Bjólu í Holtum, Þor- steinssonar, b. í Kumla, Vigfússon- ar, lrm. á Leiðólfsstöðum, Nikulás- sonar, b. á Suður-Reykjum í Mos- fellssveit, Jónssonar. Móðir Fil- ippusar var Styrgerður Jónsdóttir, b. í Brekkum í Holtum, Filippusson- ar, pr. í Kálfholti, Gunnarssonar. Móðir Eiríks var Sigríður Jónsdótt- ir. Sigurður verður í vinnunni í dag en í kvöld þiggur hann andlegt fæði af nægtaborði Drottins hjá Veginun í Kópavogi. Hólmfríður Sigurðardóttir Hólmfríður Sigurðardóttir (Lilla frá Fosshóli), símavörður við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, er sex- tug í dag. Starfsferill Hólmfríður fæddist á Akureyri og ólst upp á Fosshóli í Bárðardal í Þingeyjarsýslu. Hún stundaði nám við Héraðsskólann að Laugum i Þingeyjarsýslu og við Húsmæðra- skólann að Laugum. Hólmfríður starfaði hjá Lands- síma íslands um árabil, á Akureyri og í Reykjavík. Þá starfaði hún við Sjúkrahúsið á Húsavík, við Klepps- spitalann í Reykjavík og starfar nú við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Fjölskylda Hólmfríður giftist 9.6. 1972 Sig- urði Þórarinssyni, f. 16.1. 1944, pí- anóleikara og gæslumanni við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hann er sonur Þórarins Sigurðsson- ar og Laufeyjar Bjarnadóttur í Reykjavík. Börn Hólmfríðar frá því áður eru Guðbjörg Birgisdóttir, f. 27.7. 1958, verkakona í Reykjavík, en börn hennar er Lína Súsanna, Árni Kristján og Gyða Lóa; Sigurður Lúther Vigfússon Gestsson, f. 17.1. 1970, starfsmaður við Kleppsspítal- ann í Reykjavík, en sambýliskona hans er Valgerður Guðbjörnsdóttir og er sonur hans Birgir Þór en dótt- ir Sigurðar Lúthers og Valgerðar er Valgerður Selma. Dætur Hólmfríðar og Sigurðar eru Svava Sig- urðardóttir, f. 21.8. 1971, starfsstúlka við dvalar- heimilið Hlíð á Akureyri, en maður hennar er Hilmar Sæmundsson sjó- maður og er dóttir þeirra Harpa Ýr; Sif Sigurðar- dóttir, f. 29.6. 1973, nemi við VMA, en dóttir henn- ar er Hólmfríður Brynja. Hálfsystkini Hólmfríð- ar, sammæðra: Jóhannes Pétur Leósson, nú látinn, verkamaður á Akureyri; Benedikt Gissur Leósson, kranamaður á Ak- ureyri; Hreiðar Leósson, verkamað- ur í Reykjavík; Ólafur Jón Leósson, bifreiðarstjóri í Reykjavík; Gyða Hólmfríður Sigurðardóttir Sólrún Leósdóttir, nú lát- in, yar húsmóðir og verkakona í Keflavík; Leó Viðar Leósson, verkamaður á Akureyri; Friður Leósdóttir, verka- kona á Akureyri; Krist- ján Snær Leósson, verka- maður á Akureyri. Foreldrar Hólmfríðar: Sigurður Lúther Vigfús- son, f. 30.9. 1901, d. 13.11. 1959, bóndi og veitinga- maður á Fosshóli, og Gyða Jóhannesdóttir, f. 14.8. 1914, húsmóðir og fyrrv. starfs- maður við MA. Stjúpfaðir Hólmfriðar: Leó Guð- mundsson, f. 24.11. 1910. Þau hjónin eru að heiman. Fréttir Norskir dagar í „norskum bæ" - forseti íslands heimsækir Seyöfirðinga í dag DV, Seyðisfirði: Tengsl Noregs og Seyðisfjarðar hafa frá upphafi verið sterk og má víða sjá þess merki í kaupstaðnum. Nægir að nefna í því tilliti Otto Wathne, Norsk Fiskarheim, síldarárin og timburhús innfiutt frá Noregi sem dæmi. Á Seyð- isfirði er starfandi norskur konsúll, Birgir Hallvarðsson. Hann hefur ásamt ýmsum öðrum haft veg og vanda af Norskum dögum 1999 á Seyð- isfirði sem lýkur á morgun, fóstudag. Þá mun forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, koma i heimsókn í Skafta- fell, menningarmiðstöð bæjarins, og njóta síðustu atriða dagskrárinnar. Dagskrá hefur verið alla daga síðan á sunnudag og hún fjölbreytt. Farið hefur fram ferðakynning, tengsl ís- lenska og norska þjóðdansins rifjuð upp, kenndur var norskur þjóðdans af félógum úr Fiðrildunum á Egilsstöð- um. Sýning hefur staðið á fágætum norrænum bókum og góðir gestir frá Noregi halda uppi kaffihúsastemn- ingu í Herðubreið á fimmtudagskvöld. Á morgun er lokadagskrá Norskra daga og formleg lok listahátíðarinnar Á seyði '99. Þar er aukasýning á verk- um Bernd Koberling og Björns Roth, Loðmundarfjörður - haust. í kjallara getur að líta verk hins heimsfræga Dieters Roth. -JJ Fallbyssuskothríð frá Norsk Fiskarheim, norska fiskimannaheimilinu á Seyðisfirði. Skotið var í síðustu viku vegna kynningar á Netbankanum, sem fram fór í bænum, frá norska fiskimannaheimilinu, menníngarhúsi bæjarins. Fall- byssustjóri bæjarins er Jóhann Sveinbjörnsson bæjargjaldkeri og sagt að hann hafi próf á fallbyssu. DV-mynd Jóhann Jóhannsson Tll hamingju með afmælið 23. september 95 ára________________ Teitný Guðmundsdóttir, Flúðabakka 4, Blönduósi. 90 ára________________ Axel Helgason, Hjallaseli 55, Reykjavík. Hulda Long Ingibergsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. 85 ára________________ ísabella Baldursdóttir, Akurgerði 10, Akranesi. Laufey Sigurðardóttir, Bleiksárhlíð 56, Eskifirði. Snjólaug Karlsdóttir, Kili, Aðaldælahreppi. 75 ára________________ Auður Sigurðardóttir, Þangbakka 8, Reykjavík. Gunnar Helgason, Lundi, Höfðahreppi. Hjalti Stefánsson, Eldshöfða 10, Reykjavík. 70ára Guðmundur Jónsson, Bjarnastöðum, Hvítársíðuhreppi. Sigurrós Magnúsdóttir, Laufbrekku 27, Kópavogi. Svanur Jóhannesson, Fellsmúla 8, Reykjavík. Tómas Lárusson, Eik, Mosfellsbæ. 60 ára Benedikt Erlingur Guðmundsson, skipaverkfræðingur og fyrrv. siglingamálastjóri, Víðigrund 18, Akranesi. Eiginkona hans er Sigurlaug Jónsdóttir röntgentæknir. Hann er að heiman. Bjarni Geirsson, Barmahlíð 2, Reykjavík. Guðný Jóhannsdóttir, Suðurbraut 2, Hofsósi. Guðrún O. Jónsdóttir, Snorrabraut 56, Reykjavík. Sigríður D. Ólafsdótttr, Klébergi 5, Þorlákshöfn. 50 ára Ásdís Jónsdóttir, • Hjallabrekku 19, Kópavogi. Guðjón Þorvaldsson, Marbakkabraut 32, Kópavogi. Páll E. Krisrjánsson, Austurbraut 5, Höfn. Sigurður Árni Sigurðsson, Miðleiti 10, Reykjavík. 40 ára Bára Garðarsdóttir, Mánagötu 19, Reyðarfirði. Elín Guðbjartsdóttir, Holtagerði 36, Kópavogi. Erlendur Steinþórsson, Víghólastig 7, Kópavogi. Guðlaugur Smári Jósepsson, Faxabraut 34 C, Keflavík. Guðrún Ágústa Bjarnþórsdóttir, Laufengi 72, Reykjavík. Jóna Thors, Lyngbrekku 7, Kópavogi. Kristín Gunnarsdóttir, Stórahjalla 1, Kópavogi. Lúðvík Kristinn Helgason, Hraunbæ 136, Reykjavík. Skæringur Markús Baldursson, Logafold 5, Reykjavlk. Sólveig Birna Jósefsdóttir, Sólbergi 2, Hafnarfirði. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.