Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 Spurningin Trúirðu kosningaloforðum stjórnmálaflokka fyrir kosningar? Andrés Bertelsen sjómaður: Nei. Örn Magnússon framkvæmda- stjóri: Hreint út sagt, nei. Pálmi Þór Jónsson nemi: Nei. Birgir Bertelsen sjómaður: Nei, sammála Andrési bróður mínum. Stefán Kristinsson hjólbarðasól- ari: Nei, hef orðið fyrir vonbrigðum þar. Hrafnhildur Hrund Helgadóttir afgreiðsludama: Nei, engan veg- inn. Lesendur Efnahags- og verðlagsþróunin - tækifæri til uppstokkunar Þórður Guðmundsson skrifar: Þar sem nú er svo komiö að lítið er til ráða annað en að hægja á efnahagsstarfseminni til að komast hjá verðbólguskriðu með tilheyr- andi afleiðingum sem yrðu þjóðar- búinu og landsmönnum öllum hinn mesti skaðvaldur um árabil, gefst okkur kærkomið tækifæri til að stokka upp í efnahagslífinu á svip- aðan hátt og gert var um áramótin 1980/1981. Munurinn er þó sá núna og þá, að um áramótin 1980 var hér alltof mikil verðbólga til þess að almenn- ingur áttaði sig á aðgerðunum. Myntbreytingin; að taka tvö núll aftan af krónunni varð eitt allsherj- ar íiaskó, því ekki var nægilega gengið frá öllum hnútum fyrirfram. Kaupmenn fóru þar fremstir í flokki með því að hækka vöruverð óhóf- lega. Með nýju myntinni og nýja- bruminu tók fólk ekki eftir þessum blekkingum fyrr en of seint. Nú hefur fólk vanist lágri verð- bólgu um árabil, þannig að mynt- breyting með svipuðum hætti og 1980 myndi verka fullkomlega. Ekki þyrfti að taka nema eitt núll af krónunni, svo að við stæðum jafnfætis ná- grannaþjóðum okkar í verðgildi pen- inganna. Einhveijir munu segja að engin þörf sé á myntbreytingu núna, heldur þurfl fyrst og fremst að stöðva verðbólguhvata, hægja á hagvextin- um og tryggja samkeppni í verslun og þjónustu. Það er þó ekki hægt með neinum einstökum aðgerðum, svo sem vaxtahækkun og nýjum kjara- samningum sem miði að „hóflegum" launahækkunum. Með peningakerfi og mynt sem fer sífellt rýrnandi, jafnt í höndum fólks sem á innistæðureikningum, verður enginn hvati til að spara peninga. Sparnaður verður ekki fyrr en fólk finnur að það er með alvöru mynt á milli handanna. Myntbreyting er því raunhæf við þessar aðstæður. Setja síðan gengið fast og miða það við traustan gjaldmiðil eins sterkasta viðskiptalands okkar, Bandaríkjanna. Forsætisráðherra hefur haft for- göngu að umræðu um verðlag'sþróun hér og hann hefur þannig aukið trú fólks á því að núverandi ríkisstjórn geti staðið að raunhæfum umbótum í efnahagsmálum, áður en þau taka al- varlega kollsteypu, t.d. með skyndi- legri og umtalsverðri hækkun verð- bólgunnar. Og það er ekki af engu sem forsætisráðherra fær verulegt traust landsmanna umfram aðra stjómmálamenn hér. Þetta traust á ráðherrann að nýta sér til uppstokk- unar á efnhagskerfinu á meðan að- stæður eru enn viðráðanlegar. Stuðn- inginn vantar ekki. 50 40 30 20 10 0 -10 -20 -30 -40 Halldor Steingrimur J. Ásgrímsson Sigfússon Margrét Frímannsd. Jóhanna Siguröard. Gísladóttir Vinsælustu og óvinsælustu stjórnmálamennirnir - samkvæmt skoðanakönnun DV 13. september 1999 - u Rnnur ingólfsson 14,5 Inglbjörg Pálmadóttir Siv Friöleifsdóttir .EEd Boraar eru saman vin- sældir og óvinsældir tíu umdeildustu stjómmála- mannanna samkvæmt skoðanakönnun DV. Grænu súlumar sýna niðurstööu siðustu skoöanakönnunar en hún var gerö í janúar '99 2,0 Davíö Oddsson Það er ekki af engu sem forsætisráðherra fær verulegt traust landsmanna umfram aðra stjórnmálamenn hér, segir m.a. í bréfinu. - Nýtir hann sér það til uppstokkunar á efnahagskerfinu? Nýbúavandamál á íslandi Kristófer skrifar: Við Islendingar höfum ávallt ver- ið stoltir af uppruna okkar og menningararfleifð og sagt hefur ver- ið, og mjög haldið á lofti af hverjum menningarfrömuðinum eftir annan, að við eigum að standa vörð um menningu okkar og tungumál. En það verður ekki bæði hægt að sleppa og halda. Með auknum inn- flutningi erlendra einstaklinga til þessarar fámennu þjóðar skapast vandamál sem mörg verður erfitt að leysa. Dæmin hafa þegar sannað það. Vissulega geta nýbúar verið ágætir, jafnvel til fyrirmyndar á sumum sviðum. Ég hef alls ekkert á móti þessu fólki og er því síður kyn- þáttahatari, en menningarheimarn- ir eru gjörólíkir og fáránlegt að blanda þeim saman. Asíubúar sem flýja fátækt og eymd í sínum löndum vegna sið- lauss stjómarfars hafa enga hug- mynd um sögu íslands eða menn- ingu en lifa áfram í menningar- heimi sinna heimaslóða. Margir út- lendingar, t.d. af arabiskum upp- runa, líta á ísland sem kynlífspara- dís og þar fer þjóðarstolt íslendinga fyrir lítið. Það er ekki til farsældar fyrir okkur að hrúga hér inn nýbú- um, jafnvel ekki í góðæri. Það er óþarfi að búa til vandamálin með aðfluttum einstaklingum. Hardangervidda og hydroaluminium íslendingur í Noregi skrifar: Nú er hart barist á íslandi fyrir því að koma upp álbræðslu á Reyðar- firði, að hætti Norðmanna í Noregi. Eru þessar framkvæmdir mikið ræddar i blöðum og öðrum fjölmiðl- um. Norðmenn hafa nefnilega hörmulega reynslu af virkjunar- framkvæmdum í landi sínu. Gro Harlem Brundtland, fyrrv. forsætis- ráðherra Noregs, og ríkisstjórn hennar hófu virkjunarframkvæmdir i Alta í Norður-Noregi sem er mesti skaði sem orðið hefur á mestu nátt- úruperlu landsins. Vatnagljúfrin í Alta voru virkjuð og við það hurfu ILd^tllRQ®^ bfónusta allan sólarhringinn r-1 r-1 rAss-r-1 -O !ý\ J'J Lesendur geta sent mynd af Sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Séð yfir Alta-dalinn í Norður-Noregi sem bréfritari minnist á í bréfi sínu. hreindýrahjarðirnar af landsvæðun- um í kringum vatnasvæðin. Og þess- ar hjarðir sneru aldrei til baka. Öllu verri var skaðinn á fuglateg- undunum. Þær ekki aðeins hurfu af vatnasvæðunum, heldur máðust hreinlega út úr dýralífi heimsins. Og gróðurinn í Alta sem óx þarna villtur eyddist gersamlega. Ríkis- stjórnin ásamt þáverandi forsætis- ráðherra, Gro Harlem Bruntland, viðurkennir nú að þessar framkvæmdir hafi verið fljótfærnisverkn- aður sem aldrei verði end- urbættur. Það sem talað er um í Noregi nú er að ef íslend- ingar muni byggja og stand- setja að forskrift Norð- manna álverksmiðju í Reyð- arfirði muni áhrif þeirrar virkjunar verða sýnu verri en áhrif þeirrar sem fram- kvæmd var af ríkisstjórn Noregs í Alta í Norður-Nor- egi á sínum tíma. Og sú skoðun rík- ir hér að ef Islendingar ætli að virkja fallvötnin á Fljótsdalshéraði verði óbyggðir íslands ekki lengur stærstu óbyggðir Norðurlanda, og þótt víðar verði leitað í heiminum. Stærsta óbyggðin verði þá Hardan- gervidda i Noregi, þar sem er einn jökull, fjöU með snjó og ágætis skíðalönd. DV Netbanki ÞorkeU hringdi: Ég get ekki séð annað en að hinn nýi Netbanki valdi aukinni spennu í þjóðfélaginu hjá þeim sem sækjast eftir sífellt meiri lánum og hlaða á sig skuldbindingum vegna óþarfa eyðslu. Með afnámi ábyrgðarmanna hjá þessum nýja hanka má ætla að eftirspurnin eftir lánum aukist líka verulega. Ég veit ekki betur en að forráðamenn í bankakerfinu, þ.m.t. í Seðlabankanum, leggi áherslu á að viðskiptabankarnir dragi úr útlán- um sínum sem mest þeir mega. Nú hafa Sparisjóðirnir sameinast um að efla útlánastarfsemina með því að bjóða lægri vexti á Netbanka. Borgarfulltrúar oftaka laun Hólmiríður skrifar: AUtaf er eitthvað að gerast í hinu opinbera kerfi sem verður að hneykslismáli. Eitt það nýjasta er að borgarfulltrúar fá greidd laun fyrir setu í einni hinna mörgu vinsælu og fjárútausandi nefnda - ferðamála- nefnd - mörgum mánuðum eftir að hún hefur veriðTögð niður. Enginn þeirra borgarfuUtrúa sem í nefnd- inni voru, utan einn, hefur afþakkað „nefndarlaunin", sem eru 30.000 kr. á mápuði, en formaður fær 60.000 krónur! Einn nefndarfulltrúinn, Guðlaugur Þór Þórðarson, á þó hrós skilið fyrir að afþakka launin. Hinir ætla líklega að fara að fordæmi kennaranna sem halda eftir of- greiddum launum frá borginni. Það eru dálaglegir einstaklingar sem við kjósum sem opinbera þjóna okkar í borgarmálum! Davíð ástfóstur Dags Björn Jónsson hringdi: Mér er óskUjanlegt hvers vegna dagblaðið Dagur hefur hamast á for- sætisráðherra dag eftir dag með for- síðugreinum og myndbirtingu og reynt, að mínu mati, að ófrægja ráð- herrann eftir bestu getu. Og orð- bragðið hefur satt að segja vakið óhugnað margra. Ég er ekki áskrif- andi að Degi, en kaupi það gjarnan í lausasölu vegna þess að það er mik- U1 texti í blaðinu og fréttir af lands- byggðinni mun meiri þar en annars staðar. Það er hins vegar eins og blaðið geri í því að hrinda frá sér lesendum með því að ófrægja mann og annan. En það hefur augsýnilega tekið ástfóstri, eða hitt þó heldur, við Davíð forsætisráðherra og hans nánustu samstarfsmenn. Steinrunninn sjónvarpsþáttur Þórður Sigurðsson hringdi: Ég las nýlega í DV pistU um sjón- varpsþáttinn, Maður er nefndur, þar sem þættinum var lýst sem lltilfjör- legum og leiðinlegum. Þátturinn væri nánast einungis útvarps en ekki sjónvarpsefni. Þetta tek ég heilshugar undir. Og ekki bætti síð- asti þátturinn á mánudagskvöld úr. Þátturinn var nánast steinrunninn í þess orðs fyUstu merkingu. Þátttak- endur lífguðu ekki upp á sjónvarps- skerminn þetta kvöld, enda lítil tU- þrif i þá átt að glæöa þáttinn því lífi sem sjónvarpsþáttur gerir tilkall tU. - Beint í útvarpið með þættina. Týndir menn á jöklum Hansína hringdi: Enn eru tugir manna sendir á fjöh til að leita týndra. Týndir menn á jöklum eru.ekki lengur fátíð fyrir- bæri. Sífellt eru björgunarmenn til reiðu að fara á fjöU, dagfari og nátt- fari, til að leita þeirra garpa sem eru þarna á ferð. Flestir tU að skemmta sér með eða án fjölskyldunnar. Á jeppum eða öðrum dýrum farartækj- um sem standast svo náttúrunni ekki snúning þegar á reynir. Á fréttamyndum sýndust mér þær framlágar konurnar sem endur- heimtu sína heittelskuðu úr heljarg- reipum jöklanna með ærinni fyrir- höfn björgunarmanna og ómældum kostnaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.