Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 wnning 13 • B ico Saccani stjórnar Sinfóníuhljómsveit rf íslands í kvbld á öórum tónleikum henn- JL Var á starfsárinu. Hann er aðalstjórn- andi hljómsveitarinnar og listrœnn ráö- gjafi hennar - en hvað þýöir þaó? „Það er andstœóa við gestastjórnanda," svar- ar hann. „Slíkir menn koma, eru hér í þrjá - fjóra daga, stjórna einum tónleikum ogfara svo. Mitt hlutverk er að setja saman matseðil vetrar- ins, efsvo má segja, raða verkum á tónleikaraó- irnar, hafa samband reglulega vió stjórn hljóm- sveitarinnar og verkefnanefndina og gefa álit mitt á vali hennar. Ég á líka að koma með hug- myndir um gestastjórnendur og einleikara og vera almennt til taks þegar þarf aö taka ákvarð- anir í sambandi við hvaóeina sem viðkemur hljómsveitinni, ímynd hennar og starfsemi. Gestastjórnandi tekur að sjálfsögóu enga ábyrgð á slíku." Því ekki það? Rico Saccani ber italskt nafh og er italskur í útliti og fasi, dökkhærð- ur, grannur og kvikur. Faðir hans var ítali sem fluttist til Bandaríkj- anna á unga aldri en móðir hans er rússnesk. Sjálfur ákvað Saccani að fara öfuga leið á við föður sinn því hann fluttist búferlum til Verona á ítalíu fyrir um tveimur áratugum. En hvað olli því að hann kom til starfa á íslandi? „Ég kom hingað fyrst með Krist- jáni Jóhannssyni fyrir um áratug og stjómaði hljómsveitinni á fjáröflun- artónleikum fyrir Barnaheill. Mér féll undir eins afar vel andrúmsloft- ið í hljómsveitinni og tók því vel næstu ár þegar ég var beðinn að vera gestastjómandi. Svo einn góð- an veðurdag þegar ég var að hvíla mig fyrir tónleika á maíhátíðinni í Flórens þá hringdi síminn og þáver- andi framkvæmdasrjóri Sinfóníunn- ar spurði hvort ég vildi verða næsti aðalstjórnandi hennar. „Sure," sagði ég, því ekki það!" Rico Saccani keypti því ekki köttínn í sekknum. Hann þekkti hljómsveitina, vissi á hvaða leið hún var og virti hana mikils. Hann hafði lengi langað til að gegna starfi sem þessu eftir öll gestastjórnandaárin og það skemmtilega gerð- ist að á innan við tveimur mánuðum fékk hann tvö tilboð frá hágæða hljómsveitum, annað frá íslandi og hitt frá Ungverjalandi. Hann tók báðum og er nú einnig aðalstjðm- andi Fílharmóníusveitarinnar í Búdapest sem hefur aðsetur í Óperuhúsinu þar í borg, einu fegursta tónlistarhúsi Evrópu. - Er ekkert erfitt að vera á tveimur stöðum sem svona langt er á milli? spyr blaðamaður hissa. „Nei," segir Saccani og hlær innilega. „Flug- vélarnar koma og fara oft á dag!" Snillingur að austan Á tónleikunum í kvöld ætlar Rico Saccani að kynna píanóleikarann Kun Woo Paik sem mun leika fyrsta píanókonsert Tchaikovskys. „Ég heyrði til hans í fyrsta sinn fyrir tveimur árum þegar hann lék fyrsta píanókonsert Rachman- inoffs í Köln," segir Saccani. „Ég lærði sjálfur á píanó hjá sérfræðingi í Rachmaninoff og ólst upp við rússneska tónlist og var ansi vantrúað- ur á að Asíubúi gæti leikið þetta verk. Hann var varla kominn niður fyrstu nótnasíðuna þegar mér varð ljóst að þetta var einstæður við- burður. Þegar hann var búinn stökk ég bak- sviðs og spurði óðamála: „Hvar lærðir þú eig- inlega?" Þá reyndist hann hafa verið einn af síðustu nemendum Rhosinu Lhevine, eigin- konu Josefs Lhevines; bæði vora þau meðal fremstu píanóleikara Rússlands um miðbik ald- arinnar og bestu píanókennarar Julliard tón- listarskólans í New York þar sem Paik lærði. Þennan mann verð ég að fá til íslands, hugsaði ég. Og hér er hann kominn! Þetta er dásamleg byrjun á vetrinum fyrir mig því hitt verkið, Scheherazade eftir Rimsky-Korsakov, gefur Sigrúnu Eðvaldsdóttur konsertmeistara gott tækifæri til að láta ljós sitt skína." Sannarlega er reynt að koma til móts við sem flesta með fjölbreyttu úrvali í vetur, allt frá nútímatónlist til óperutónleika í Laugar- dalshóll. Næsta haust fer hljómsveitin svo i aðra tónleikaferð sína um Bandaríkin og það era aðeins hljómsveitir á heimsmælikvarða sem fá slík tækifæri. Saccani hvetur styrktar- aðila til að sýna hljómsveitinni sérstakan áhuga af því tilefni. Um tónlistarhús Ekki er hægt að ræða svo við aðalstjómanda Sinfóníuhljómsveitar islands að ekki sé minnst á tónlistarhús. Rico Saccani finnst Háskólabíó hafa verið hljómsveitinni gott skjól gegnum Ritþing Guðrúnar Rico Saccani var lúinn eftir langa æfingu þegar myndin var tekin og spurði Ijósmyndarann hvort hann gæti ekki borið vaselín á linsuna til að smyrja í hrukkurnar! DV-mynd Hilmar Þór Er sinfónían risaeðla - Gagnrýnendur voru mjög ánægðir með fyrstu tónleika vetrarins fyrir viku en hörm- uðu hve aðsóknin var léleg. Ætli sinfóníu- hljómsveitir séu orðnar eins konar risaeðlur í tónlistarlífi nútímans sem muni deyja út smám saman? „Það er stórhætta á því ef við vökum ekki á verðinum," segir Saccani. „Þess vegna er ekki nóg að auka gæðin stöðugt heldur verðum við að huga að markaðssetningu. Við framleiðum afurð sem er til dæmis í harðri samkeppni við sjónvarpið, máttugasta miðil samtímans, tölv- ur, net og aðra nútímatækni sem heillar ungt fólk. Við keppum við þessa miðla, ekki aðeins um peninga fólks heldur tíma og við verðum að sannfæra það um að það hafi sérstaka ástæðu til að kjósa okkur! Við verðum að taka mið af þessu þegar við setjum saman efnisskrá og vera handviss um að hvert einasta verk höfði til sem flestra áheyrenda okkar. Þó að mér finnist gular skyrtur fallegar væri fáránlegt af mér að reyna að selja þær í landi þar sem gul- ar skyrtur þykja ljótar!" segir Saccani og rífur í skyrtubrjóst sitt - sem reyndar er blátt. „Fólk- ið verður að fá það sem það vill heyra!" árin, en í vetur fagnar hún flmmtugsafmæli sínu og það er kominn tími á sérhannað hús fyrir hana. „Landið þarf tónlistarhús," segir hann, „og borgin þarfhast kennileitis - eins og óperuhúsið í Sidney er kennileiti þeirrar borg- ar." Blaðamaður stillir sig um að benda honum á Hallgrímskirkju, en Saccani heldur áfram og segir að nú sé ríkisstjómin búin að samþykkja að byggja tónlistarhús, aðeins sé óvíst hvar eigi að byggja það og hvenær. „Og svo skilst mér að eitt smáatriði enn sé óljóst, nefnilega hvernig eigi að borga fyrir það," segir Saccani og brosir. „En ég held að nauðsyn- legt sé að þetta verði fjölnota hús þar sem líka verði hægt að serja upp óperur. Þetta hús verður að heppnast vel því þegar það er komið upp þá verður ekki aftur snúið." - Heldurðu að þú lifir að sjá þetta hús?" „Ég veit auðvitað ekki hvort ég lifi til morguns," svarar Saccani og skellihlær. „En ef ég verð ennþá á róli í veröldinni og fær um að stjórna hljómsveit þá vona ég að mér bjóðist að stjórna þar. Af því ég þekki nú Háskólabíó svona náið, út í hvem kima í kjallaranum!" Fram í fingurgóma Það er boðið upp á fjölbreytt úrval tónleika í Tíbrár-tónleikaröðunum þremur í Salnum í Kópavogi. Á þriðjudagskvöldið hélt Einar Kristján Einarsson gítarleikari einleikstón- leika þar, en hann hefur um langt skeið verið einn okkar fremstu gitarleikara og haldið fjölda tónleika um land allt og víða um lönd. Efnisskrá tónleikanna var athyglisverð og kenndi þar ýmissa grasa. Þeir hófust á verki ítalska gítarsnillingsins Mauro Giulianis, Til- brigði um stef eftir Hándel, sem er án efa hans þekktasta tónsmíð. Einar fór í stuttu máli afar ástúðlegum höndum um hið vel kunna stef og lék útfærslur þess lipurlega. Jakobsstigi Haf- liða Hallgrímssonar fylgdi fast á eftir en þar sækir Hafliði sér efhiviðinn í draum Jakobs úr Gamla Testamentinu. Verkið er einkar vand- virknislega unnið af hendi höfundar en það var samið árið 1984 og frumflutt af Pétri Jónassyni. Verkið lætur ekki mikið yfir sér, fyrir utan síð- asta þáttinn, dreymandi og svífandi, þar sem hljómur gítarsins fékk notið sín til hins ýtrasta í meðhöndlun Einars. Hann flutti verkið af stakri kostgæfni og miklu öryggi í síðasta þætt- inum, þar sem englamir þustu um háloftin í miklu stuði. En ef eitthvað er himneskt þá er það tónlist Bachs; sá böggull fylgir þó skammrifi að ekkert má útaf bera ef svo á að vera. Verkið sem Ein- ar flutti var Prelúdía, Fúga og Allegro í Es dúr BWV 998 og var prelúdían einstaklega fagur- lega mótuð af yfirvegun, svo að virkilega jaðr- aði við það himneska. Fúgan fór einnig vel af stað en einstaka hnökrar virtust setja gítarleik- arann svolítið útaf laginu og missti hún við það flugið þótt í heild væri mótunin vel úthugsuð, Allegróið var ágætlega leikið þó tempóið væri heldur óstöðugt. Eftir hlé var komið að Sónatínu breska tón- skáldsins Lennox Berkeleys. Þetta er afar Tónlist Amdís Björk Ásgeirsdóttir áhugavert og áheyrilegt verk, samið árið 1957, og eru þar áhrif spænskrar gítartónlistar alls- ráðandi. Alltaf er jafn skemmtilegt að uppgötva sér áður óþekkt verk þegar þau eru af slikum gæðum og kynnt á þann hátt sem gert var á þessum tónleikum. Það á ekki síst við um verk- ið sem kom þar á eftir, Draum Merlins eftir rússneska tónskáldið Nikita Koshkin. Þar sæk- ir tónskáldið sér innblástur í goðsögnina um Arthúr konung og blandar saman við eigin tón- listararfleifð, því rússnesk nostalgia svífur yfir vötnum í draumi galdrakarlsins. Við þessa blöndu og stórkostlegan flutning Einars, þar sem hárfínar styrkleikabreytingar og blæbrigði hittu beint í hjartastað, var ekki laust við að maður færi að gruna að einhverjir álagafjötrar væru fólgnir í tónlistinni sjálfri. Þessi flutning- ur er að mati undirritaðrar óumdeildur há- punktur kvöldsins. Homenaje á Tarrega eftir Turina kom næst á eftir og var það ágætlega leikið þó flutningur- inn væri aðeins í daufari kantinum fyrir hið suðræna temperament, likt og sálin fylgdi ekki alltaf með. Svipaða sögu er að segja um Cor- doba eftir Albéniz; þótt spilamennskan hafi verið vonduð saknaði maður svolítið hitans. Hið seiðandi Asturias eftir sama höfund var aftur á móti snilldarlega leikið; ástin á tónlist- inni skein í gegnum öruggan flutninginn. í syrpu af snyrtilegum útsetningum Einars á nokkrum vel völdum lögum eftir Lennon og McCartney, eftir lok formlegrar efnisskrár, kom berlega í ljós að Einar Kristján er ekki bara snjall gítarleikari heldur músíkant fram í fingurgóma. Helgadóttur Ritþing Guðrúnar Helgadóttur verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á laugar- daginn kl. 13.30-16.00. Ritþing era hliðstæða við sjónþingin og hófu göngu sína fyrr í ár. Þeim er ætlað að veita innsýn í feril þekktra islenskra rithöfunda með það fyrir augum að líta á framlag þeirra og rifja upp farinn veg. Á ritþinginu mun Guðrún segja frá ferli sínum með aðstoð tveggja spyrla og stjórnanda, auk þess sem lesið verður úr verkum hennar. Guðrún er einn vinsæl- asti rithöfundur landsins og hefur verið það síðan hún kom eins og frískur gustur inn á íslenskt bók- menntasvið með sinni fyrstu bók, Jóni Oddi og Jóni Bjama, 1974. Meðal vinsælla bóka hennar síðan má nefha í afahúsi, Pál Vil- hjálmsson, Sitji guðs englar, Ástarsögu úr fjöllunum, Englajól, Ekkert að þakka og leik- ritið Óvita. Guðrún fékk verðlaun Fræðslu- ráðs Reykjavíkur fyrir sína fyrstu bók og hefur síðan fengið fjölmargar viðurkenning- ar bæði hér heima og erlendis. Stjómandi ritþingsins er fllugi Jökulsson rithöfundur, spyrlar eru Hildur Hermóðs- dóttir bókmenntafræðingur og Eyþór Am- alds, framkvæmdastjóri íslandssíma. Að- gangur er 500 kr. Nýr tónleikasalur á Isafirði Á sunnudaginn verður vígður nýr sér- hannaður tónleikasalur í viðbyggingu við Tónlistarskóla Isafjarðar, réttu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að bygging- unni. Hann er teiknaður af Vilhjálmi Hjáhn- arssyni, arkitekt hjá Teiknistofunni Óðins- torgi, en Stefán Einarsson verkfræðingur átti einnig aðild að hönnuninni varðandi hljóm- gæði hans. Ber öllum, sem reynt hafa hljóm- inn, saman um að hann sé mjög fagur. Salurinn mun rúma um 150 manns, þar er gert ráð fyrir fullkominni aðstöðu til hljðð- upptöku 1 framtíðinni, eða um leið og fest hafa verið kaup á stólum, tækjabúnaði og konsertflygli. Verður salurinn einnig leigður út til tónleika, funda og annarra viðburða. Söfhun fyrir flyglinum hefst strax og tekist hefur að afla fjár til kaupa á stólum i salinn. Til að flýta fyrir stólakaupum hefur stjórn Tónlistarfélagsins ákveðið að bjóða vinum og velunnurum að „kaupa" sér stól eða stóla fyrir 20.000 krónur stykkið. Vígsluhátíðin á sunnudaginn hefst kl. 13.30 með hátíðlegri vigsluathöfh þar sem flutt verða ávörp og tónlist og sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur bless- ar salinn og gefur honum nafn. Sunnukórinn og bamakór Tón- listarskólans syngja undir stjórn Margrétar Geirsdóttur, Hulda Bragadóttir og Beáta Joó leika saman á píanó og orgel, Herdís Jónasdóttir og Þórunn Kristjáns- dóttir syngja ný lög eftir Jónas Tómasson og þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter Maté pianóleikari flytja „Hjarðmeyna" eftir Ragnar H. Ragnar (á mynd). Um kl. 15.15 verður trúðasýning fyrir börn í salnum og er það leikhópurinn Morrinn sem þar kemur fram. Kl. 16, 17 og 18 verða svo þrennir mismunandi nemendatónleikar í salnum þar sem boðið verður upp á ýmiss konar söng og hljóðfæraleik. Hljómsveit skól- ans og lúðrasveit skólanna á ísafirði og Bol- ungarvik leika, söngnemendur flytja dúetta úr óperum, eldri píanónemendur og harm- ónikunemendur koma fram, unglingakórinn syngur ásamt ýmsum fleiri atriðum. Kl. 21.00 verða í salnum hinir árlegu minn- ingartónleikar um hjónin Sigríði og Ragnar H. Ragnar. Þar leikur einn fremsti kammer- tónlistarhópur landsins, Tríó Reykjavíkur, sem skipað er Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunnar Kvaran sellóleikara og Peter Maté píanóleikara. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis en takmarkaöur vegna sætafjölda svo að þeir sem vilja komast á tón- leikana þurfa að vitja miða á skrifstofu Tón- listarskólans sem fyrst. Hún er opin virka daga kl. 13-16, síminn er 456 3926. Tónlistar- skólinn og Tónlistarfélagið vonast til að sem flestir bæjarbúar og velunnarar skólans noti tækifærið, heimsæki skólann á sunnudaginn kemur og njóti þess sem þar er í boði. Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.