Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 h ¦ -J—Jw'Js^ J—•„ Fyrsti íslenski internetbankinn: Ekki lengur í biðröð - lánsumsóknir gerðar beint úr tölvunni heima Fyrsti íslenski internetbankinn, Netbankinn www.nb.is hóf starfsemi sína 22. september. Samkvæmt frétta- tilkynningu bankans á netinu, þá býð- ur Netbankinn hærri innlánsvexti og lægri útlánsvexti en áður hefur þekkst á íslandi og ekki er krafist ábyrgðarmanna eins og áður hefur tíðkast í bankaviðskiptum. Þá segir að Netbankinn er án bankastjóra, enda má segja aö sérhver viðskipta- vinur sé sinn eigin bankastjóri. Að- gengi að bankanum er í gegnum Internetið, tölvupóst, síma, sjálfsaf- greiðslutæki (snertibanka og hrað- banka) og fax og hafa viðskiptavinir aðgang að bankanum allan sólar- hringinn. Fólk á því ekki lengur að þurfa að fara í biðraðir hjá banka- stjórum, það sækir einfaldlega um lán og önnur bankaviðskipti í tölvunni heima. / Geir Þórðarson, forsvarsmaður Netbankans, segir viðtökurnar við opnun bankans hafa verið mjög góð- ar. Beiðnir um viðskipti streymi inn í gegnum Internetið og hópur fólks sé nú að vinna úr þeim. Víst er að aðrir bankar fylgjast grannt með þessu útspili SPRON, en Njottu þægindanná fyrír aðeins: kr.17.400,- BRÆÐURNIR Lágmúla 9 • Sími: 530 2800 • Fox: 530 2820 BOSCH verslunín aðkeyrsla frá Háaleitisbraut Innlánsvextir á tékka- og debetkortareikningum I. sept. 1999 Lægstu innvextir Hæstu innvextir Búnaðarbankinn :9HHHÍ; 0,50% 3,75% Landsbankinn 0,40% Sparisjóðirnir 0,90% Netbankinn MHI 3.02% 3,80% 3,90% 8,02% Yfirlit yfir yfirdráttarvexti á almennum tékkareikningum (skv. vaxtatilkynningu banka og sparisjóða I. sept. 1999) Hæstu yfirdráttarvextir Búnaðarbankinn '.i 16,95% Landsbankinn____________________ 16,80% ÍibnrtThinlrtMHHlll^^ Sparisjóðirnir 17,00% Lægstu yfirdráttarvextir 15,95* ________^ 15,80% ¦HSHHHn-5,75% 15,00% 11,50% við skulum líta nánar á hvað Net- bankinn er. Lánamöguleikar Netbankans I upplýsingum frá Netbankanum segir að auðvelt sé að sækja um lán hjá bankanum. Þar séu í boði hagstæð kjör og þægilegt fyrirkomulag. Þar sé heldur engin bið eftir útibússtjóra eða þjónustufulltrúa. Viðskiptavinurinn fylli bara út umsókn i Netbankanum og sendi hana inn. Þá segir að ekki þurfi að sækja um aftur ef þörf sé á láni síðar, því við fyrstu úthlutun er úthlutað lánaheimild sem viðskipta- vinur á að geta gengið að vísri. Fólk Vextir á verðtryggð- um reikningum - 60 mán. Búnaðarbankinn 5.30% Landsbankinn islandsbanki 5,20% 5,30% Sparisjóðirnir Netbankinn 4,51% 6,01% þurfi aðeins að láta Netbankann vita um upphæð og lánstegund og málið er afgreitt. Hjá bankanum er boðið upp á yfirdráttarlán, netkort (eins konar veltukort), veðlán og lánaheimild. Einnig er boðið er upp á afborgun- arsamninga í 3 til 60 mánuði. Þá er umsamda upphæði lögð inn á Net- reikninginn viðkomandi og afborgun- in skuldfærð mánaðarlega á Netreikn- inginn. Samkvæmt upplýsingum bankans eru slíkir samningar alltaf hagstæðari en venjulegt skuldabréf, raðgreiðslur á kreditkorti eða bílalán. Veðlán eru verðtryggð jafngreiðslu- lán frá 5 til 30 ára. Vextir eru fastir á bilinu 6,20 - 8,50% Veðlán eru eingöngu veitt gegn veði í fasteign reikningshafa. Þegar tekin er ákvörun um lánveitingu og vaxtakjör er tekið mið af greiðslu- getu, veðsetningarhlutfalli, verðmati Samanburður vaxta á óverðtryggðum sparireikningum, skv. upplýsingum frá bönkum og sparisjóðum I. sept. 1999: Búnaðarbankinn Landsbankinn íslandsbanki Sparisjóðirnir Netbankinn Lægstu vextir 0,70% 0,90% 1,10% 9,02% Hæstu vextir Skilyrði fyrir innlánum á hæstu vöxtum. 8,52% Lágmark 20 milljónir, bundið I 10 daga. 8,03% Lágmark 5 milljónir, bundið í 7 daga. 8,02% ligmark 250 þús., bundið í 10 daga. 8,02% Lágmark 250 þús., bundið í 10 daga. 9,02% Lágmark 250 þús., úttektargjald ef tekið er út innan 30 daga. og seljanleika fasteignarinnar. Veðsetningarhlutfall getur verið allt að 70% af verðmæti fasteignarinn- ar. Netbankinn fer nýjar leiðir í lán- veitingum. í upphafi gefur viðskipta- vinurinn upplýsingar um sína hagi, tekjur, skuldir, eignir og helstu fjöl- skylduaðstæður. Netbankinn metur síðan greiðslugetu og eignastöðu og úthlutar síðan lánaheimild hjá Net- bankanum út frá því mati. Hægt er að ráðstafa lánaheimildinni á milli yfir- dráttarheimildar, heimildar á veltu- kreditkorti eða afborgunarsamnings. Til að viðhalda lánaheimildinni þarf að senda bankanum árlega afrit af skattskýrslu viðkomandi. Tryggingar fyrir lánum Forsvarsmenn Netbankans segja að þek vilji að þú standir sjálf(ur) undir skuldbindingum þínum en ekki vinir eða vandamenn og því láni Netbank- inn ekki með sjálfskuldarábyrgð. Til tryggingar lánaheimildar þarf því að þinglýsa tryggingarbréfi á fasteign- ina. Þegar tekin er ákvörun um lána- heimild er tekið mið af greiðslugetu, veðsetningarhlutfalli, verðmati og seljanleika fasteignarinnar. Veðsetn- ingarhlutfall getur verið allt að 80% af verðmæti fasteignarinnar. Þó getur þú fengið lánaheimild sem getur ver- ið allt að þrefóld mánaðarleg launa- innborgun (hámark 600.000 kr.) án nokkura trygginga. Vaxtasamanburður Vextir á netreikningi og sparnað- arreikningum eru frá 3,2% til 8,52%. Vextir á yfirdrætti á netreikningi eru frá 11,5-16%. Enn ein þjónustuleiðin: Símahanki Landsbankans - sjálfstæð eining til að þjóna þeim sem vilja gera öll peningaviðskipti í gegnum síma Þróun í peningaviðskiptum hér á landi hefur tekið miklum framför- um síðustu misserin. Nýlega var kynntur Netbanki sparisjóðanna sem á að gera fólki kleift að sinna öllum sínum peningaviðskiptum í gegnum tölvu. Þar er sú netþjónusta banka og sparisjóða sem tíðkuð hef- ur verið hér á landi um nokkurt skeið stigin til fulls. Ekki er lengur þörf á að fara í biðróðina hjá banka- stjóra til að sækja um lán, það gera menn einfaldlega heima hjá sér. Nýr angi af svipuðum toga er Símabanki Landsbanka íslands. Þar er líka hægt að sinna öllum peningavið- skiptum án þess nánast að stíga nokkurn tíma fæti inn fyrir bankans dyr. Menn einfaldlega slá á þráðinn og gera með símtali öll peningavið- skipti, hvort sem menn eru staddir úti á götu með GSM-símann sinn eða sitja heima við gamla símann með snúrunni (GSMS). Kristján Guðmundsson, forstöðu- maður markaðssviðs Landsbanka íslands, segir Landsbankann hafa rekið netbanka um nokkra hríð undir heitinu „Einkabankinn". Þar séu á annan tug þúsunda viðskipta- manna sem stunda flesta þætti bankaviðskipta í gegnu tölvuna sína. Kristján segir Netbankann því i raun ekkert nýtt fyrirbæri. „Við munum horfa á þetta í víðu ljósi, út frá því að allar dreifíleiðir bankans vinni saman í því að veita heildar fjármálaþjónustu. Markmið- ið er að bjóða upp á alla þætti bankaviðskipta. Það hefur sýnt sig að viðskiptavinir í dag nota símann mikið til bess að eiga bankavið- skipti. Það hefur orðið bylting í þeim efnum á síðustu árum. Fólk notar þetta tæki bæði til að fá upp- lýsingar úr bankanum og til að eiga viðskipti. Það vill geta gert milli- færslur um síma, ásamt því að stofna reikninga, fá yfirdrætti, kaupa og selja verðbréf o.s.frv. Við Kristján Guðmundsson, forstöðu- maður markaðssviðs Landsbanka íslands. erum í raun eini bankinn sem býð- ur upp á þennan valkost með Síma- bankanum. Þessi banki er alveg sjálfstæð ein- ing innan bankans og er banki án afgreiðslustaða. Það má ekki rugla honum saman við upplýsinga- og þjónustuver bankanna. Öll við- skipti í Símabankanum fara fram í gegnum símann, en það er einnig hægt með tölvupósti og faxsending- um. Þetta er banki fyrir þá sem eru mikið á hreyfingu og vilja ekki endilega vera bundnir við það að þurfa að setjast fyrir framan tölvu til að sinna peningamálunum. í Símabankanum bjóðum við svo hærri innlánsvexti og lægri útláns- vexti en Netbankinn gerir. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að við erum með lægri gjaldskrá á þjón- ustu en Netbanki sparisjóðanna," sagði Kristján Guðmundsson. -HKr. Öryggi í síma- og netbankaviðskiptum: Passið upp á leyninúmerin - forðist að nota hluta af kennitölu sem lykilnúmer Faxafeni B Öryggi i síma- og netbankavið- skiptum hefur mjög verið í umræðu eftir að upplýst hefur verið um ít- rekuð svindlmál. Þó að áfóll geti orðið, þá hafa bankar og sparisjóðir strangt öryggiseftirlit með öllum viðskipum hvort sem þau fara fram yfrr borð gjaldkera, um síma eða í gegnum Internetið. Helsta áhættan í slíkum viðskiptum er að fólk passi ekki nægjanlega vel upp á notenda- nöfn og lykilnúmer. Ekki á t.d. að vera hægt að framkvæma neinar. aðgerðir í netbönkum, nema við- komandi slái fyrst inn lykilnúmer eða leyninúmer. Sumir bankar hafa tvöfalt öryggiskerfi á þessu þar sem bæði þarf að gefa upp notandanafn og leyninúmer. Það er því afar mik- ilvægt að fólk liggi á slikum per- sónuupplýsingum eins og ormar á gulli. í þeim tilfellum þar sem menn hafa komist upp með að fram- kvæma millifærslur af reikningum óviðkomandi aðila, þá hafa þeir gert það með því að finna út lykil- númer reikningseigenda. Því eru bankar farnir að ráðleggja fólki að nota ekki hluta af kennitölu sem leyni- og reikningsnúmer. Öruggara sé að vera með númer sem ekki er hægt að finna með því einu að skoða fæðingardag eða kennitölu viðkomandi. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.