Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir r>v Forsetinn á Austurlandi og vinkonan í New York: Þjóðin eignast tengdadóttur Allt var með kyrrum kjörum á skrifstofu forseta íslands við Sóleyj- argötu I gær þrátt fyrir fréttir þess efnis að ný kona hefði spunnist inn í líf þjóðhöfðingjans. „Hér hafa eng- ar fyrirspurnir komið erlendis frá,“ var svar starfsmanna forsetaskrif- stofunnar þegar þeir voru inntir eft- ir viðbrögðum. Sjálfur er forsetinn í opinberri heimsókn á Austurlandi og fer víða um héruð og firði. Dorrit Moussaieff, kær vinkona hans, er stödd í New York og ekki væntanleg aftur til vinnu sinnar við tímaritið Tatler í London fyrr en eftir nokkra daga, að sögn samstarfsmanna hennar ytra sem DV ræddi við. Þeim var alls ókunnugt um vinfengi Dorrit við forseta íslands en tóku fregnunum fagnandi og sögðust gleðjast fyrir hennar hönd. „Þetta er náttúrlega einkamál hennar og um þau ætlum við að sjálfsögðu ekki að tjá okkur. En þetta er gleðilegt að heyra,“ sagði einn af blaðamönnum tímaritsins Tatler í gærmorgun en tímaritið er gefið út af fyrirtækja- samsteypu sem einnig hefur tímarit eins og Vanity Fair, GQ, Vogue og Interior á sinni könnu. Frjálslynt kvennatímarit Tatler mun vera vel séð og virt á breskum tímaritamarkaði og þykir góður kostur fyrir aug- lýsendur. í nýjasta hefti tímaritsins er að finna greinar og skrif sem gefa glögga mynd af þeim markhópi sem stjórnendur blaðsins, þar með talin Dorrit Moussaieff, reyna að höfða til. Martin Vander Weyer skrifar um konur sem hafa leyfi til að eyða peningum að vild (Women with a licence to spend). Syrie Johnson skrifar um hvernig best sé að koma sér í samkvæmi án þess að þurfa að sofa hjá (No sex - just plenty of invitations) og Karine Molin reynir að finna þann lýta- lækni í London sem er flinkastur við að lagfæra nef kvenna. Forsíð- una prýðir ofurfyrirsætan Elle MacPherson. Vinirnir hissa Dorrit Moussaieff er 49 ára og komin af ítölskum gyðingum sem fengist hafa við skartgripagerð og verslun í marga ættliði samkvæmt heimildum DV. Þrátt fyrir tíðar ferðir hennar hingað til lands á fund forseta íslands hefur hann aldrei kynnt hana fyrir nánustu vinum og kunningjum eftir því sem best verður séð. Allir í vina- og kunningjahópi forsetans sem DV „Já, það er rétt. Forsetinn fékk lánaðar hjá mér bækur um forn- leifafræði Landsins helga sem veitir innsýn í Gamla testamentið og sögu gyðinga. Sagði að áhugi sinn hefði nýverið vaknað á þeirri fræðigrein og þarna væri eitthvað sem honum hefði láðst að kynna sér,“ sagði Gunnlaugur A. Jóns- son, prófessor í guðfræði og rit- skýringum Gamla testamentisins við Háskóla íslands. „Ég tók sam- an töluverðan stafla af bókum um efnið, sumt héðan af safninu og annað sem ég átti sjálfur, og úr þessu valdi forsetinn af kostgæfni „Ég ók samkvæmt aðstæðum og það sannast af því að ég gat stoppað áður en ég fór í þvöguna," segir Eirík- ur Sigfússon flutningabílstjóri en engu munaði að hann æki bíl sínum aftan á bílalest forseta íslands á Fagradal á þriðjudag. Undir það tekur Jónas Vilhelmsson, lögreglufulltrúi á Eskifirði, sem rannsakar atvikið. „Við vitum upp á okkur skömmina og ég vil ekki að almennur vegfarandi sé gerður að blóraböggli," segir Jónas. BUalest forsetans hafði staðnæmst þar vegna móttöku á sýslumörkum ■Nörðúr- ög Suður-Múlasýslu. Lögrégl'- hefur rætt við komu af fjöllum þeg- ar þeir heyrðu af ósk forsetans um að þjóðin veitti sér svigrúm til að þróa með sér tilfinningar gagnvart annarri konu samfara óbreyttri ást sinni á Guðrúnu Katrínu Þorbergs- dóttur. Er hér þó um að ræða ein- staklinga sem verða að teljast mjög nánir forsetanum og jafnvel trúnað- arvinir. Einn þeirra orðaði það svona: „Ég samgleðst forsetanum en mér finnst óneitanlega skrýtið hversu leynt þetta gat farið. Svo er það annað mál aö það getur reynst manni eins og forseta íslands örðugt að þróa tilfinningasamband við konu í öðru landi í ljósi þeirra anna sem fylgja forsetaembættinu og því kastljósi fjölmiöla sem á honum hvílir.“ og auðséð að þar fór gamall pró- fessor,“ sagði Gunnlaugur sem var mjög ánægð- ur með áhuga forsetans á fræði- grein sinni. Lík- legt má telja að éihugi forsetans á gyðingdómi og fornleifafræði Landsins helga hafi kviknað þegar hann kynntist Dorrit Moussaieff en hún er einmitt af gyðingaætt- um. -EIR an á Eskifirði hafði lagt tveimur lög- reglubDum með blikkandi Ijósum með 50 metra millibili sem bílalest forset- ans átti að stöðvast í. Fóru allir bíl- arnir í forsetalestinni inn á svæðið milli lögreglubilanna tveggja nema sá síðasti af þremur lögreglubílum lest- arinnar sem lagði aftan við lögreglu- bílinn með blikkljósin og skyggði al- gerlega á hann. „Það var fólk um allan veg og ég sá bara bjarmann úti í sortanum," segir Eiríkur en ökuritinn í bílnum sýnir að flutningabíllinn var innan löglegs hámarkshráða'...................-GAR Snjóflóðavarnir Snjóflóða- varnarmann- virkin í hlíðinni ofan byggðar- innar á Siglu- firði verða vígð í dag. Við at- höfnina mun samgönguráð- kerra, Siv Friðleifsdóttir, flytja ávarp. Dagur sagði frá. Skattbyrðar aukist Með miklu minni hækkun skatt- leysismarka en launa síðustu árin hafa skattbyrðar aukist hlutfalls- lega mest á hinum launalægstu og tekjumunurinn í samfélaginu þar með aukist. Þetta kemur fram í um- fjöllun Dags um skýrslur ASÍ og BSRB um skattamál á íslandi. Sigur í málinu „Mér finnst þessi niðurstaða ákveðinn sigur í málinu. Niðurstað- an er allt annað en Davíð Oddsson forsætisráðherra hafði talað um og við vorum að mótmæla," sagði Ámi Gunnarsson, formaður FUS, við Dag eftir að deila stjómarflokkanna um hvemig staðið skuli að sölu á 51% hlut ríkisins í FBA hefur verið leyst. Dómur fyrir ofbeldi Hæstiréttur hefur staðfest 45 daga fangelsisdóm yfir manni úr Reykjavík sem ákærður var fyrir likamsárás aðfaranótt sunnudags- ins 19. júlí 1998 fyrir utan félags- heimilið Njálsbúð í Vestur-Landeyj- um. Þar réðst hann á ungan mann og veitti honum hnefahögg á hnakka svo að hann féll i götuna og hlaut skurði á varir og höku. Rýmið hótelið Radisson SAS Hótel Saga fékk beiðni frá Hvíta húsinu í Was- hington um að rýma hótel sitt, öll 216 herberg- in, vegna mögu- legrar komu Hillary Clinton, eiginkonu Bandaríkjafor- seta, og fylgiliðs á kvennaráöstefnuna 9.-10. októ- ber. 19-20 greindi frá. Launahækkun Launamenn á landsbyggðinni geta átt von á allt að 60 þúsund króna launahækkun með því einu að flytjast til höfuðborgarinnar og taka- upp störf þar, að sögn RÚV. Lítið hlaup Lítið hlaup kom i Jökulsá á Sól- heimasandi í fyrradag, að sögn Snorra Zóphóníassonar, jarðfi’æð- ings á Orkustofnun. Mbl. sagði frá. Gildi ökurita Bifreiðastjórafélagið Sleipnir hefur sent íslenskum stjómvöld- um og Eftirlitsstofiiun EFTA bréf þar sem beðið er um svör við spumingum um tilgang og gildi ökurita í bifreiðum. Mbl. sagði frá Dæmdar skaðabætur Hæstiréttur dæmdi í dag Sjúkrahús Reykjavíkur til þess að greiða manni 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna örorku sem maðurinn hlaut eftir aðgerð á St. Jósefsspítala árið 1991. Fresti heimsókn Fulltrúar Úkrainu á þingi Evr- ópuráðsins óska eftir því að Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráð- herra fresti op- inberri heim- sókn til lands- ins í næsta mánuði. Hún verði túlkuð sem stuðningur við Kútsma forseta og ólýðræðis- lega stjómarhætti. RÚV sagði frá. Sami rækjuafli Heildarrækjuaflinn á Flæm- ingjagrunni veröur sá sami á næsta ári og á þessu, það er 30.000 tonn. RÚV sagði frá. -hlh Dorrit Moussaieff - samstarfsmenn hennar í London gleðjast yfir fréttunum frá íslandi. DV-mynd Halldór Levy Björnsson -EIR Forsetinn kynnir sér gyðingdóm Lögreglan nær tali af Eiríki í Fáskrúðsfirði á miðvikudag. Flutningabíl nær ekið yfir forsetann: Vitum upp á okk- ur skömmina - segir lögreglan á Eskifirði Gunnlaugur A. Jónsson pró- fessor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.