Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 Utlönd Pútín eyöir orðrómi um yfir- vofandi afsögn Vladímír Pútín, forsætisráð- herra Rússlands, sagði í morgun að orðrómur um að hann og Bórís Jeltsín forseti ætluðu að segja af sér hefði þann tilgang einan að skapa óróa í landinu á sama tíma og hryðjuverka- menn láta að sér kveða. Stjórn- völd í Moskvu hafa kennt róttæk- um múslímum frá Tsjetsjeníu um hryðjuverkaölduna. Þrálátur orðrómur hefur verið í Moskvu um að ríkisstjórnin, og jafnvel forsetinn, myndi segja af sér vegna ástandsins í öryggis- málum. Rússneskar herflugvélar gerðu tvisvar sinnum sprengjuárásir á Tsjetsjeníu í gær en Pútín bar á móti því að meiriháttar árás væri í bígerð. Míkhaíl Gorbat- sjov óhuggandi Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sovétleiðtogi, var óhuggandi þegar hann kvaddi Raísu, eiginkonu sína til meira en Qörutíu ára, hinstu kveðju í Moskvu í gær og kista hennar var látin síga of- an í gröfina, böðuð haustsól- inni. Gorbatsjov tók utan um höfuð Raísu og strauk andlit hennar og hár. Hann hvíslaði einhverju að henni áður en erkibiskup huldi hana, sönglaði bæn og stráði sandi á líkama hennar. Raísa lést síðastliðinn mánudag eftir erflða baráttu við hvítblæði. Gorbatsjov var þreytulegur og tekinn að sjá og hallaði sér að ungri dótturdóttur sinni til að leita huggunar. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Kóngsbakki 12, 137,9 fm íbúð á 1. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Þorsteinn Þorsteinsson, gerðarbeiðandi Tollstjóra- skrifstofa, þriðjudaginn 28. september 1999, kl. 16.00 Kötlufell 11, 2ja herb. íbúð á 3. h. í miðju m.m., Reykjavík, þingl. eig. Ástríður Dóra Kjartansdóttir, gerðarbeiðandi fbúða- lánasióður, þriðjudaginn 28. september 1999, kl. 15.30. Teigasel 7, 3ja herb. íbúð á 1. hæð, merkt 1-3, Reykjavík, þingl. eig. Klara Ólöf Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi íbúðalána- sjóður, þriðjudaginn 28. september 1999, kl. 16.30. Vesturberg 52, 82,2 fm íbúð á 4. hæð t.h. m.m. (áður tilgreint 81,9 fm t.v.), Reykja- vík, þingl. eig. Guðmundur Beck Alberts- son, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, B-deild, og Lífeyrissjóður verslunarmanna, þriðjudaginn 28. sept- ember 1999, kl. 14.00.____________ Ystasel 28, Reykjavík, þingl. eig. íslands- banki hf., útibú 513, gerðarbeiðandi Toll- stjóraskrifstofa, þriðjudaginn 28. septem- ber 1999, kl. 15.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Hljóöbandsupptökur frá Austur-Tímor: Herinn gaf víga- sveitum skipanir Vígasveitir á Austur-Tímor fengu daglega fyrirskipanir frá indónesískum sérsveitum, að því er kemur fram á hljóðbandsupptöku frá eyjunni. Á hverjum morgni og hverju kvöldi ræddu liðsforingjar í Kopassus-sérsveitunum við víga- sveitimar. Þá voru aðgerðir næstu klukkutíma skipulagðar og foringj- um vígasveitanna gefnar skipanir. Með aðstoð gagnnjósnara hjá yfir- völdum í Same fengu eftirlitsmenn hjá alþjóðlegum eftirlitssamtökum upptökurnar og dulmálið sem her- inn og vígasveitimar í Same not- uðu. „Við vissum að það væri mik- ilvægt að fá upptökur af samtölun- um. Margir hafa greint frá samvinnu hersins og vígasveitanna. Þetta eru beinar sannanir," segir norski mannréttindalögmaðurinn Christi- an Ranheim sem var einn eftirlits- manna samtakanna fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslunna á A-Tímor 30. ágúst síðastliðinn. Sameinuðu þjóð- Indónesískir hermenn búa sig undir brottför frá Austur-Tímor. imar hafa fengið hljóðbandsupptök- umar í hendur. í samtali nokkrum dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna spyr for- inga vígasveitar liðsforingja í Kopassus hvenær sækja megi riffla. Liðsforinginn segir að eiginlega þurfi að sækja rifflana sömu nótt. Hins vegar þurfl að sýna sérstaka varkámi þar sem menn Sameinuðu þjóðanna fylgist stöðugt með. Liðs- foringinn leggur því til að rifflarnir verði sóttir daginn sem þjóðarat- kvæðagreiðslan fer fram. Þá séu eft- irlitsmenn Sameinuðu þjóðanna væntanlega uppteknir. í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, var kyrrt í morgun en þó rikti enn spenna milli indónesískra her- manna og friðargæsluliða Samein- uðu þjóðanna. Talsmaður ástralskra friðargæsluliða tjáði fréttamönnum að einn leiðtoga vígasveitanna hefði verið handtekinn og yrði hann yfir- heyrður. Hjálparstofnanir hafa gagnrýnt friðargæslusveitimir fyrir að hafa ekki komið á lögum og reglu á Austur-Tímor. Vígasveitir era enn sagðar leika lausum hala í Dili. Jóhannes Páll páfi fékk skemmtilega heimsókn í gær þegar stórpopparinn og söngvarinn Bono úr írsku sveitinni U2 og fleiri góðir kfktu inn í Páfagarð. Bono gaf páfa sólgleraugun sín við þetta tækifæri. Bono og félagar hans úr 2000 hátíðarnefndinni vilja að ríkar þjóðir afskrifi skuldur hinna fátæku við aldarlok. Færeyskir og danskir jafnaðarmenn sammála: Enginn danskur ríkisstyrkur verði Færeyjar sjálfstæðar Ekki kemur til greina að danski ríkisstyrkurinn til Færeyja verði af- numinn smám saman á fimmtán til tuttugu áram ef Færeyingar ákveða að yfirgefa danska ríkjasambandið og verða sjálfstæðir. Þetta vom skilaboðin sem Ole Stavad, jafnaðarmaður og skatta- UPPBOÐ Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp að Þjóðbraut 13 (lögreglu- stöð), Akranesi, föstudaginn 1. október 1999, kl. 14. G26651 IK-076 KD-580 MA-527 OF-017 R9167 OS-818. Greiðsla við hamarshögg. SYSLUMAÐURINN A AKRANESI Högni Hoydal, ráðherra í færeysku landstjórninni, er ekkihrifinn af yir- lýsingu danska skattaráðherrans. málaráðherra Danmerkur, flutti færeyskum flokksbræðrum sínum á landsþingi færeyska jafnaðar- mannaflokksins um síðustu helgi. Joannes Eidesgaard, leiðtogi fær- eyskra jafnaðarmanna, sagði óraun- hæft að reikna með að Danir væru reiðubúnir að greiða styrkinn svona lengi ef sjálfstæðisleiðin væri farin. í nýrri hvítbók færeyskra stjóm- valda um sjálfstæðismálið er það ein frumforsenda sjálfstæðisins að ríkisstyrkurinn verði afnuminn á svona löngum tíma. Högni Hoydal, sem fer með sjálf- stæðismál í færeysku landstjórn- inni,' var lítt hrifinn af innleggi Stavads. Hann benti á að danski for- sætisráðherrann hefði lofað að Dan- ir myndu ekki blanda sér í sjálf- stæðisumræðuna. Stuttar fréttir r>v Snáði fannst á lífi Björgunarsveitarmenn á Taívan fundu sex ára gamlan snáða á lífi í húsarústum í morgun, rúmum þremur sólarhringum eftir jarð- skjálftann mikla sem varð rúmlega tvö þúsund að bana. Clinton vongóður Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær vera nokkuð vongóð- ur um að ísraelar og Sýrlendingar tækju á ný upp friðarviðræður. Meira en þrjú ár eru liðin síðan síð- ustu viðræður fóm út um þúfur. Helsta þrætuepli þjóðanna tveggja eru Gólanhæðir sem ísraelar hertóku í sex daga stríðinu 1967. Kosovo sjálfstætt Háttsettir bandarískir embættis- menn hafa látið af andstöðu sinni við að Kosovohérað í Serbíu verði sjálfstætt ríki. Þeir viðurkenna það þó aðeins í einkasamtölum. Verkó vinnur Breski Verkamannaflokkurinn fór með sigur af hólmi í tvennum aukakosningum í gær. Annar sig- urinn var. auðveldur en hinn mjög naumur. Norðmanni sleppt Norska friðargæslumanninum Audun Vestli var sleppt úr fangelsi í Makedóníu í gær. Vestli var handtekinn eftir að bíll hans hafði rekist á bíl makedónsks ráðherra. Ráðherrann, eiginkona hans og dóttir létust við áreksturinn. Stórleikari látinn Bandaríski kvikmyndaleikarinn George C. Scott lést á heimili sínu skammt frá Los Angeles á mið- vikudag þegar stór æð í kviðar- holi hans brast. Scott, sem var 71 árs, var þekktast- ur fyrir túlkun sína á mönnum sem vora að því komnir að springa. Þá vakti hann á sér athygli þegar hann neitaði að taka við óskarsverðlaununum. Fáir mótmælendur Stjórnarandstaðan í Serbíu varð aftur fyrir vonbrigðum i gærkvöld. Þá mættu aðeins 3 þúsund manns á útifund í Belgrad þar sem krafist var afsagnar Milosevics Júgóslavíuforseta. Engar kvittanir Gudrun Schyman, leiðtogi Vinstri flokksins í Svíþjóð, hefur notað krítarkort þingsins fyrir út- gjöldum upp á 2,5 milljónir ís- lenskra króna. Schyman hefur hins vegar ekki afhent neinar kvittanir heldur einungis greinar- gerð um ferðakostnað sinn. Kvitt- anirnar segir hún vera f umslagi í skúffu hjá sér. Dæmdur til dauða Kynþáttahatarinn Lawrence Russel Brewer var í gær dæmdur til dauða í Bryan í Texas. Brewer hafði ásamt tveimur félögum sínum dregið fatlaðan blökkumann á eftir bíl þar til hann lést. Annar félagi Brewers var dæmdur til dauða í febrúar síð- astliðnum. Hinn bíður enn eftir réttarhöldum. Með 123 fölsuð kort Tveir Svíar vora handteknir í Kaupmannahöfn eftir að lögregla hafði fundið 123 fólsuð krítarkort í bíl þeirra. Tóbaksrisar verjast Tóbaksfyrirtæki í Bandaríkjun- um segjast ekki ætla að láta undan þrýstingi dómsmálaráðuneytisins sem hefur stefnt þeim. Krefst ráðu- neytið milljarða dollara í bætur vegna kostnaðar af völdum sjúk- dóma tengdum reykingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.