Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 Messur Árbæjarkirkja: Almenn guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Barnaguðsþjón- usta kl. 13. Prestamir. Áskirkja: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Ólafur Skúlason biskup messar. Sóknar- nefnd. Breiðholtskirkja: Bamaguðsþjón- usta kl. 11. Messa á sama tíma. Alt- arisganga. Kafíisopi í safnaðar- heimilinu að lokinni messu. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Kl. 11. Messa. Prestur sr. Gunnar Sigunónsson. Sunnudagaskóli á sama tíma í um- sjón sr. Gunnars Sigurjónssonar og Þórunnar Arnardóttur. Elliheimilið Grund: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Sr. Hreinn S. Hákon- arson. Eyrarbakkakirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Bamaguðsþjónusta á sama tíma. Umsjón Margrét Ólöf Magnúsdóttir. Prestamir. Fríkirkjan í Reykjavík: Bama- starfið hefst kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhanns- son. Garðakirkja: Helgiganga frá Garðakirkju. Bænastund þar kl. 16. Komið við í Frikirkjunni. Bæna- stund þar. Bænastund í Hafnar- fjarðarkirkju um kl. 18. Prestar Garðakirkju, Fríkirkjunnar og Hafnarfjarðarkirkju þjóna. Grafarvogskirkja: Sunnudaga- skóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Sunnudagaskóli i Engjaskóla kl. 11. Prestur sr. Sigurður Arnarson. Guðsþjónusta i Grafarvogskirkju kl. 14. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Prestarnir. Grensáskirkja: Bamastarf kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jó- hannsson. Grindavíkurkirkja: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Kirkjan var vígð þann 26. september 1982. Hafnarfjarðarkirkja: Sunnudaga- skólar í Hafnarfjarðarkirkju og Hvaleyrarskóla kl. 11. Rúta ekur til og frá kirkjunni. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Hallgrímskirkja: Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni. Hjallakirkja: Messa kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Barna- guðsþjónusta í kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla kl. 11. Prestarnir. Háteigskirkja: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffia Konráðsdóttir Messa kl. 14. Sr. Helga Soflia Kon- ráðsdóttir. Kópavogskirkja: Bamastarf í safnaðarheimUinu Borgum kl. 11. Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Éyjólfsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. María Ágústsdóttir. Langholtskirkja: Kirkja Guð- brands biskups. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Laugarneskirkja: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Neskirkja: Sunnudagaskólinn kl. 11. Átta tU níu ára starf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Öm Bárður Jónsson. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Messa. Altarisganga kl. 14. Selfosskirkja: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sóknarpestur. Seljakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Ágúst Einarsson prédik- ar. Guðsþjónusta kl. 16 í Skógarbæ. Sr. Ágúst Einarsson predikar. Sóknarprestur. Seltjamarneskirkja: Kynningar- guðsþjónusta fyrir fermingarböm kl. 11. Bamastarf á sama tíma. Prestar sr. Sigurður Grétar Helga- son og sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Skálholtskirkja: Messa verður kl. 11. Sóknarprestur. Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 14. Sóknarprestur. Torfastaðakirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 14. Óháði söfnuðurinn: Guðsþjón- usta kl. 14. Bamastarf á sama tíma. Gengi úr Gideonfélaginu kemur og kynnir starfsemina. Ársæll Aðal- bergsson, fyrrv. kjailarkaupmaður, tlytur orð Drottins. Maul eftir messu. Afmæli Sigurveig Árnadóttir Sigurveig Árnadóttir ellilífeyrisþegi, Dvalar- heimilinu Hlíð, Akureyri, er áttræð í dag. Sigurveig fæddist að Þverá í Svarf- aðardal og ólst þar upp til tíu ára aldurs en þá flutt- ist hún til Akureyrar. Starfsferill Sigurveig lauk grunn- skólaprófi sem unglingur. Að grunnskólanum lokn- Sigurveig Árnadóttir. um gekk hún í hús- mæðraskóla og vann síð- an við húsmóðurstörf og barnauppeldi til nokk- urra ára. Þá vann hún á prjónatofunni Heklu meðan hún var og hét. Sigurveig tók enn fremur þátt í félagsstörfum inn- an Frímúrarareglunnar til margra ára, eða allt þar til hún fluttist á dval- arheimilið þar sem hún er búsett nú. Fjölskylda Sigurveig giftist Jóni Halldóri Oddssyni húsgagnasmiði 24. júlí 1912 en hann lést 30. ágúst 1986. Böm þeirra eru Árni Jónsson, sem lést 28. mars 1942, Árni Sævar Jóns- son og Sigríður Jónsdóttir. Systkini Sigurveigar eru Lovísa Árnadóttir, látin, Jón Árnason, lát- inn, og Elín Árnadóttir, sem er bú- sett á ísafirði. Foreldrar þeima voru Árni Jóns- son og Dorothea Þórðardóttir sem nú eru bæði látin. Jóhanna Guðlaugsdóttir Jóhanna Guðlaugsdóttir, Álfa- skeiði 64, Hafnarfirði, er sjötug í dag. Starfsferill Eftir að Jóhanna gifti sig starfaði hún við húsmóðurstörf í nokkur ár. Síðar réð hún sig sem ráðskonu að Nesjum í Hafnarfirði og vann þar í tuttugu ár. Þá hóf hún störf í Reykjavík hjá Elliheimilinu Grund og starfaði þar sem vökukona í tíu ár en eftir að hún lauk störfum þar stóð Jóhanna fyrir eigin verslunarrekstri í þrjú ár. Hún er nú komin á eftirlaun. Fjölskylda Jóhanna fæddist í Mýr- arkoti við Dalvík. Hún ólst upp í Skíðadal og Svarfaðardal. Foreldrar Jóhönnu voru Guðlaugur J. Þorleifsson skipstjóri, fæddur 5. janúar 1894, lát- inn 31. mars 1979, og Andrea K. Bessadóttir, fædd 5. maí 1983, látin 7. júlí 1932. Jóhanna er ein af níu systkinum en af þeim eru fiögur látin. Jóhanna var gift Þór- katli Sigurðssyni bygg- ingarmeistara, fæddum 25. júlí 1930, látnum 24. október 1995. Foreldrar Þórketils voru Sigurð- ur Jóhannesson og Krist- ína Jónsdóttir. Dætur Jóhönnu og Þór- ketils eru Kristín Hólm- fríður, fædd 18. október 1950; maður hennar er Stephen D. Cato og dætur þeirra eru Sally Freyja og Þorbjörg Emma. Þau eru búsett í Englandi. Stein- unn Margrét, fædd 1. jan- úar 1957; sambýlismaður hennar er Ingimar Örn Jónsson. Jóhanna fagnar afmælinu á heimili sínu og tekur þar á móti gestum til klukkan 17 í dag. Jóhanna Guðlaugsdóttir. Fréttir______________________________________ Clic On á Króknum gengur vel: íhuga farsímatöskur úr íslensku sjávarleðri Birgir Guðjónsson framkvæmdastjóri og Monika Borg- arsdóttir, ein starfsstúlknanna í Clic On, með sýnishorn af framleiðslunni. DV-mynd Þórhallur „Við sjáum mikla fram- tíðarmöguleika þessa fyrir- tækis. Markaðsspár segja okkur að á næstu þremur árum verði fimmfóldun á notkun farsíma, bara í Evr- ópu, og þó tæknin sé að breytast og þjappast í far- símatækinu, þá sjáum við fram á að geta hannað tösk- ur fyrir tækin í framtið- inni,“ segir Birgir Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Clic On ísland sem framleiðir töskur utan um farsíma. Starfsemi fyrirtækisins hófst í apríl síðastliðnum og gengur vel. Framleiðniaukningin gengur framar vonum og einnig útvegar þessi starf- semi fleira fólki vinnu en gert var ráð fyrir í upphafi. Nýbúið er að ræða þrjá starfsmenn til viðbótar og verða þeir um næstu mán- aðamót orðnir nítján talsins, en í fyrstu var reiknað með 10-15 manna vinnustað. „Við erum að auka framleiðnina dag frá degi, núna komnir í 12 þúsund einingar á mánuði og um áramótin er stefnt að því að framleiðslan verði orðin 14 þúsund stykki eða 168 þús- unda ársframleiðsla. Þetta er mikil handavinna og þjálfun fólksins hefur gengið vonum framar, en við erum að búa til töskur fyrir um 100 tegundir af símum. Við komum til með að auka framleiðnina enn frekar á næstunni með því að vélvæða einstaka þætti vinnuslunnar og t.d. munum við kaupa vél til að skera leðrið. Þá er vöruþróun í gangi og markaðsátak í undirbúningi á innlenda markaðnum, en einungis 8% sölunnar í dag er inn- anlands, 92% er útflutningur aðallega á Evrópumarkaðinn," segir Birgir Guðjónsson framkvæmda- stjóri. En væntanlega eru þetta ekki einu farsímatöskurnar sem framleiddar eru i heiminum? „Nei, við erum í hörkusam- keppni. Það eru framleiddir nokkrir gæðaflokkar af tösk- um í heiminum og mér skilst að við séum með vönduðustu framleiðsluna. Hráefnið er dýrt ítalskt leður, en við bind- um líka vonir við íslenskt sjávarleður sem framleitt er úr fiskroði hér á Sauðárkróki. Markaðsvinna er mjög stutt á veg komin, hingað til er það einungis innanlandsmarkað- urinn sem tekur við flskroð- inu, en þetta er svo nýtt að væntanlega á salan eftir að taka kipp við frekari mark- aðssetningu." Birgir segir að vel hafi gengið að fá mannskap til starfa og hafi 34 einstak- lingar sótt um þrjár lausar stöður sem auglýstar voru nýlega. DV hefur líka fregnað að starfsfólk í Click On sé ágætlega ánægt, til dæmis með launa- kjörin, og er þá samanburðurinn við laun almennt á svæðinu. Þrátt fyrir það mun aðalástæðan fyrir því að unnt var að flytja þessa starfsemi frá Svíþjóð til íslands sú að kaupgjald er lægra hér á landi en þar. -ÞÁ Náttúrufræði útií náttúrunni DV, Skagafirði: Þegar hitabylgja gekk yfir norð- anlands um daginn, og hitinn fór upp í 20 stig í Skagafirði, fór 3. bekkur Árskóla á Sauðárkróki í fjöruferð. Hvað var eðlilegra og betra en að fara út í náttúruna og læra náttúrufræðin þar með Alfreð Guðmundssyni kennara? Hann sagði ómögulegt að láta börnin hír- ast inni og námsefnið yrði ljóslif- andi í svo góðu veðri og úti undir Bekkjarmynd af þriðja bekk, plús kennurum, í upphafi skólaársins berum himni. -ÞÁ 1999-2000. Glæsileg byrjun þetta. DV-mynd Þórhallur Tll hamingju með afmælið 24. september 85 ára Ingibjörg Guðjónsdóttir, Kleppsvegi, Hrafnistu, Reykjavík. Sigurbjörg Jónsdóttir, Auðnum, Laxárdal. 80 ára Bergur Ólason, Selási 10, Egilsstöðum. Hermína Marinósdóttir, Aðalstræti 4, Akureyri. Valgarð J. Ólafsson, Ástúni 2, Kópavogi. Þorvaldur Björnsson, Litla-Ósi,V-Húnavatnssýslu. 75 ára Gróa Finnsdóttir, Strandgötu 85, Hafnarfirði. Hrefna Bjarnadóttir, Skúlagötu 20, Reykjavík. 70 ára Erling Sörensen, Engjavegi 25, ísafirði. Gísli Eyjólfsson, Hraunbraut 47, Kópavogi. Guðmundur Guðlaugsson, Hamraborg 26, Kópavogi. 50 ára Björn Vignir Bjömsson, Heiðarási 6, Reykjavík. Fanney Kristbjarnardóttir, Sævangi 28, Hafnarfirði. Guðmundur Ingólfsson, Lynghrauni 9, Reykjahlíð. Hildur Baldursdóttir, Móabarði 28, Hafnarfirði. Hlöðver Hlöðversson, Funafold 15, Reykjavík. Kerstin JofjeH, Kaupvangsstræti 23, Akureyri. Sóley Jónsdóttir, Nýbýlavegi 98, Kópavogi. Sveinn Viðar Stefánsson, Akurgerði 46, Reykjavík. Þórir Þórarinsson, Birkihvammi 15, Kópavogi. Þuríður Georgsdóttir, Kötlufelli 9, Reykjavík. 40 ára Anna Steinsen, Borgarbraut 28, Borgarnesi. Dusko Daði Savic, Laufengi 15, Reykjavík. Edda Haraldsdóttir, Kjarrmóum 18, Garðabæ. Geir Þóroddsson, Hermundarfelli, N-Þing. Gestur Þorláksson, Skagabraut 46, Garði. Guðmundur Hagalín Lámsson, Bollagörðum 25, Seltjamamesi. Gunnar Einarsson, Víkurbraut 18, Grindavík. Hannes Petersen, Skothúsvegi 15, Reýkjavík. Hugrún Aðalsteinsdóttir, Heiðarvegi 6, Reyðarfirði. Jóhann Helgi Helgason, Tunguseli 5, Reykjavík. Jóhanna Harðardóttir, Heiðarbóli 11, Keflavík. Laufey Erla Jóhannsdóttir, Grandavegi 5, Reykjavík. Láms Ágúst Bragason, Miðhúsum, Hvolsvelli. Magnús Þórarinsson, Lækjasmára 54, Kópavogi. Stefán Ómar Oddsson, Lyngrima 1, Reykjavík. Susanne Beug, Fomasandi 2, Hellu. Vigfús Már Sigurðarson, Hraunteigi 15, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.