Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 5 Fréttir Haukur Garðarsson verðandi ferðaþjónustu- og hrossabóndi: Útlendingar vilja lenda í slarkinu í kringum hrossin DV, Húnaþingi: „Það er ekki spurning að hægt er að markaðssetja ferðir fyrir erlenda áhugamenn um íslenska hestinn. Ferðirnar yrðu í tengslum við margs konar vinnu, t.d. við að marka folöld, raga í hrossum á vor- in, reka þau í afrétt og smala, taka þátt í réttarstörfum og þar fram eft- ir götunum. Allt er þetta hluti af lif- inu í kringum hrossin og á því hafa útlendingar mikinn áhuga,“ segir Haukur Garðarsson, verðandi bóndi á Röðli í Austur-Húnavatnssýslu, í samtali við DV. Haukur þekkir vel til í Þýska- landi enda hefur hann undanfarin ár stundað þar nám í landafræði með áherslu á ferðamál, viðskipta- fræði og tungumál. Hann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga fólks á að kynnast því hvernig íslenski hesturinn lifir í upprunalandinu. „Útlendingar vilja lenda í öllu slark- inu í kringum hrossin og vera bein- ir þátttakendur. Það er miklu meiri möguleikar í kringum íslenska hest- inn en felast í sölunni á honum. Menn selja auðvitað alltaf einhver hross í kringum svona ferðir en þar búum við við mikla samkeppni frá erlendum ræktendum, t.d. í Þýska- landi. Þeir geta hins vegar aldrei keppt við okkur á heimavelli. Þeir hafa ekki stórbrotið landslag og víð- áttu eins og við og þeir geta ekki gefið hrossunum sama frelsi og við.“ sem er mikil áhugakona um ís- lenska hesta og hefur rekið reiðskóla ytra. „Við Þýskalandi og höfum komið með hópa hingað í þeim tilgangi að taka þátt í störfunum í kringum hrossin. Með þessu höfum við myndað tengsl en þetta snýst mkið um það að þekkja mann sem þekkir mann. Þannig fær maður viðskiptavini," segir Haukur Garðarsson. -MÓ Maður þekkir mann Haukur er i þann mund að taka við búskap á bænum Röðli en þar hefur hann dvalið langdvölum hjá afa sínum og ömmu og þekk- ir allar aðstæður. Hann er kvæntur þýskri konu höfum verið í góðu sambandi við áhugafólk um íslenska hesta í Haukur Garðarsson er sannfærður um að hægt sé að markaðssetja ferðir þar sem útlendingar taka þátt í ýmsum störfum tengdum íslenska hestinum. DV-mynd GVA Auglýsingamál LÍN: Gunnar tengist okkur ekkert - segir eigandi Frjálsrar miölunar „Gunnar Birgisson á ekkert í Frjálsri miðlun og kemur ekki og hefur aldrei komið að rekstri þess með nokkrum hætti. Fyrirtækiö annaðist auglýsingar fyrir Lánasjóð ísl. námsmanna þar til fyrir tæpum tveimur árum er viðskiptunum lauk,“ segir Guðjón Gísli Guð- mundsson, framkvæmdastjóri og að: aleigandi auglýsingastofunnar Frjálsrar miðlunar. Guðjón Gísli segir í samtali við DV að eftir að fréttir tóku að birtast í fjölmiðlum af meintum tengslum Gunnars I. Birgissonar, stjórnarfor- manns LÍN, við Frjálsa miðlun hafi bæði fyrirtækið sem og hann sjálfur og eiginkona hans orðið fyrir mikl- um óþægindum. Eiginkona hans er dóttir Gunnars I. Birgissonar og hún er skráð fyrir 2,25% eignarhlut i fyrirtækinu. Samskipti Fijálsrar miðlunar og LÍN hófust að sögn Guðjóns Gísla áður en hann og eiginkona hans kynntust og þeim lauk fyrir um tveimur árum eins og áður segir. Það sé því einfaldlega rangt að Frjáls miðlun hafi notið eða njóti á nokkurn hátt fjölskyldutengsla Gunnars I. Birgissonar og konu hans. Þessi umræða hafi hins vegar náð að skaða starfsemi fyrirtækisins að ósekju. -SÁ Það er ekki um að villast, haustið er komið. Þegar Akureyringar fóru á stjá í gær blöstu við hvít fjöll beggja vegna Eyjafjarðar. Eins og sjá má á myndinni var Vaðlaheiðin hvít niður fyrir miðjar hlíðar en fallegt haustveður var í Eyja- firði í gær. DV-mynd gk. FO-4500 • Prentar á A4 pappír • Laserprentun • 1 mb í minni (ca 50 síður) • 50 blaða frumritamatari • 650 blaða pappírsgeymsla ^ v - k V? \ F-3600M • Faxtæki, sími, Windows- prentari, skanni, tölvufax, og Ijósriti f einu tæki • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Laserprentun • Prentar á A4 pappír • 30 blaða frumritamatari • 100 blaða pappírsbakki FO-2600 • Innbyggður sími • Prentar á A4 pappír • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Símsvara tengimöguleiki • Laserprentun • 512 kb minni • 20 blaða frumritamatari • 100 blaða pappírsbakki UX-370 • Innbyggður sími • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Símsvara tengimöguleiki • Hitafilmu prentun • Prentar á A4 pappír • 10 blaða frumritamatari • 60 blaða pappírsbakki Betni faxtæki eru f vandfundinl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.