Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 Viðskipti Þetta helst: -Viðskipti á Verðbréfaþingi alis 398 m.kr.,. -Viðskipti með hlutabréf námu 250 m.kr. Mest með bréf íslandsbanka fyrir 70 m.kr., Marel 34 m.kr Opin kerfi 31 m.kr.,, .Nýherji hækkar um 5,6%. íslenskir aðalverktakar lækka um 5,5%,,»Úrvalsvísitala lækkaði um 0,50% og er nú 1.376 stig..., Hlutabréfaviðskipti á árinu orðin 26 milljarðar Markaðsvirði IS og SÍF 9,2 milljarðar í gær voru öll viðskipti með hlutabréf í ÍS og SÍF stöðvuð á Verð- bréfaþingi íslands. Ástæðan er sú að frétta er að vænta í dag frá félög- unum. Talið er líklegt að sameining félaganna sé í vændum eða mjög víðtækt samstarf en það verður ekki ljóst fyrr en eftir hádegi í dag. Fyrirtæki í dreifbýlinu: Njóta ekki jafnréttis í símamálum DV, Vesturlandi: Nýverið sendi Markaðsráð Borgfirðinga bréf til Landssímans og þingmanna Vesturlands varð- andi úrbætur í síma- og sam- göngumálum. „Tilefni bréfanna var það að Markaðsráð hefur að undanfömu unnið að gerð mark- aðsáætlunar fyrir Borgarfjörðinn, í samvinnu við Atvinnuráðgjöf Vesturlands og þróunarsvið Byggðastofnunar. Myndaður var stýrihópur sem var að störfum í vetur og meðal þess sem þar var rætt um voru samgöngumál. Menn ræddu ekki einungis um nauðsyn bættra samgangna fyrir fyrirtæki heldur líka nauðsyn þess að símasamskipti séu greið. Þau eru með mikilvægari sam- gönguleiðum nútimans. Greið símasamskipti teljum við vera eitt grundvallaratriði þess að fólk geti notið kosta þess að búa í dreifbýli án þess að búa við sam- skiptalega einangrun. Ég nefni sem dæmi að ýmiss konar atvinnurekstur geti auð- veldlega verið hvar sem er á land- inu væru símasamskipti það góð að fyrirtækin nytu jafnréttis á við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Staðan er hins vegar slík í dag að viða vantar ISDN-tengingarmögu- leika og línur eru of fáar, auk þess sem verðlagning er fjarlægðar- tengd svo að samskiptakostnaður er meiri fyrir þá sem búa í dreif- býlinu. Við bárum okkur upp við Landssímann vegna þessa og nefndum þar sérstaklega eitt fyr- irtæki sem dæmi sem er Teikni- stofan Jaðar sem starfrækt er í Bæjasveit hér í Borgarfirði. Sam- skiptaörðugleikar höfðu valdið því fyrirtæki verulegum vand- ræðum. Landssíminn svaraði okkur fyrst á þann veg að erfitt væri að leggja út I mikinn kostn- að eins og þann að leggja linur langa leið þegar bara um eitt fyr- irtæki veri að ræða. Síðan fékk Jaðar loforð um úrlausn sinna mála í sumar og það var auðvitað þakkarvert, sagði Guðrún Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Mark- aðsráðs Borgfirðinga, við DV. -DVÓ Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Sími: 568 3330 ht I p://w w w, vort e x.is/-sklp/ - stærstu sölusamtök landsins í bígerð? Hins vegar hefur þrálátur orðrómur um sameiningu verið á kreiki og á fóstudaginn hækkaði gengi félag- anna mikið. Samkvæmt útreikningum Við- skiptablaðsins yrði markaðsvirði sameinaðs fyrirtækis um 9,2 millj- arðar króna, miðað við núverandi gengi bréfa félaganna á VÞÍ. Fyrir- tækið yrði 9. verðmætasta félagið á VÞÍ. Síðasta viðskiptagengi bréfa SÍF var 6,20 og markaðsvirði sam- steypunnar þvi 6,5 milljarðar. í kjöl- far hækkunar á markaðsvirði um liðlega 30% i lok síðustu viku er markaðsvirði ÍS nú 2,7 milljarðar króna. Telja verður líklegt að sú hækkun sé tilkomin vegna þessa orðróms um sameiningu félaganna. Samanlögð velta 24,5 milljarðar Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var samanlögð velta félaganna 24,5 milljarðar króna. Þar af var velta ÍS 14,9 millj- arðar og SÍF 9,6. Hagnaður SÍF var 51 milljón króna á fyrri helmingi árs- ins og ÍS hagnað- ist um 39 milljón- ir. Samanlagður hagnaður nam því um 80 milljónum króna. Miðað við það yrði V/H-gildi sameinaðs félags 58. Eigið fé SÍF var um mitt þetta ár 2,9 milljarðar króna og eigið fé ÍS var 0,9 milljarð- ar. Þann 30. júni sameiginlegt eigið íslenskar sjávarafurðir milljarðar króna. Verði af sameiningu fé- laganna tveggja verða, miðað við veltu, eigið fé og mark- aðsvirði, til stærstu sölu- samtök sjávar- afurða á ís- landi, en nú- verandi mark- aðsvirði Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna hf. er 6,7 milljarðar króna. Velta SH á fyrri hluta ársins var 19,3 milljarðar og eigið fé fyrir- tækisins 3,1 milljarður króna. Stærstu fisksölusamtök iandsins verða til ef af sameiningu ÍS og SÍF verður. síðastliðinn var fé tæplega 3,9 EFA fjárfestir í sólarorku Allied Efa hf., sem er í eigu Eign- arhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. og Allied Resom-ce Corporation, hefur ásamt Alþjóðafjárfestingar- samlagi Efa og Safeguard International Fund keypt 48% hlutafjár i norska fyrirtækinu Renewable Energy Company (REC). REC á nokkur fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í framleiðslu á sólarsell- um og kerfum til þess að að fram- leiða raforku úr sólarorku. Fram kemur í frétt frá Allied Efa að sólar- sellur eru framleiddar úr mjög hreinum kisilmálmi. Hver fram- leiðslueining er tiltölulega lítil en orkufrek og getur hentað vel fyrir ísland. Með þessari fjárfestingu hafa ofangreindir fjárfestar öðlast aðgang að mjög þróaðri tækni til að vinna hátækniafurðir úr kísil- málmi. Viðskiptavefurinn á Vísi greindi frá. Ekki samkeppnishæf Raforka sem framleidd er úr sól- arorku sé enn sem komið er ekki samkeppnisfær við raforku sem framleidd er úr öðrum orkugjöfum. Sólarorkan er mjög hagkvæm þar sem ekki er til staðar annað raf- orkudreifikerfi, t.d. við merkjasend- ingar frá afskekktum stöðum, end- urvarp sjónvarps og í sumarhúsum. Stærsti markaðurinn er þó í þróun- arlöndum þar sem um tveir millj- arðar manna hafa engan aðgang að raforku, en í þessum löndum er mikill vöxtur 1 rafvæðingu heimila, skóla, opinberra stofnana og versl- unarmarkaða með hjálp sólarorku. Bent er á að um 20% vöxtur, að meðaltali á ári, hafi verið í nýtingu sólarorku á undanförnum árum og spáð sé áframhaldandi vexti á því sviði. Það muni leiða til þess að sól- arorkan verði meðal mikilvægustu orkugjafa á jörðinni á fyrri hluta næstu aldar. Stefnt er að því að skrá REC á markað innan tveggja ára. Verðmæti botnfiskaflans stóreykst Verðmætaaukning botnfiskafla er um tveir milljarðar. Heildarverðmæti fiskaflans á fyrri helmingi þessa árs var 32.372 milljónir króna sem er liðlega tveggja milljarða aukning á verð- mætum frá sama tímabili í fyrra, samkvæmt frétt Hagstofunnar sem birt var á föstudaginn. Aukning skýrist eingöngu af auknu verð- mæti botnfískafla. Heildarverðmæti botnfiskaflans nam 21.133 milljónum króna á fyrri hluta ársins, samanborið við 26.110 milljónir á sama tímabili árið á undan. Verðmæti þorskafla jókst úr 10.262 milljónum i 13.692 milljónir á fýrri hluta þessa árs. Þá jókst verð- mæti ýsuaflans úr 2.045 milljónum króna árið 1998 í 3.011 milljónir króna árið 1999. Verðmæti uppsjávarafla dróst saman milli ára. Á fyrri helmingi síðasta árs nam það 5.330 milljónum en á þessu ári 4.110 milljónum króna. Verðmæti skel- og krabbaafla dróst einnig verulega saman milli ára, úr 3.876 milljónum i 2.145 millj- ónir á fyrri helmingi þessa árs. Samdráttur í júní Heildarverðmæti fiskaflans í júní sl. var 4.760 milljónir króna saman- borið við 5.774 milljónir króna í júní 1998. í frétt Hagstofunnar kemur fram að verðmæti botnfiskaflans í júni á þessu ári var 3.608 milljónir króna sem er 210 milljónum minna en í sama mánuði í fyrra. Verðmæti uppsjávaraflans dróst verulega sam- an, fór úr 1.271 milljón króna í 775 milljónir i júni á þessu ári. Þá minnkaði heildarverðmæti skel- og krabbaafla um 306 milljónir frá ár- inu á undan og nam 378 milljónum króna í júní síðastliðnum. Bókaverslanir semja við Heildsölu Pennans Fjórar bókaverslanir utan höf- uðborgarsvæðisins undirrituðu á fostudaginn samstarfssamning við Heildverslun Pennans. í frétt frá Pennanum kemur fram að samn- ingurinn feli í sér að verslanirnar fái beinan aðgang að vörudreifing- armiðstöð Heildverslunar Penn- ans. Þær bókaverslanir sem um ræðir eru: Bókabúð Andrésar Ní- elssonar Akranesi, Bókhlaðan ísa- firði, Bókabúðin Heiðarvegi Vest- mannaeyjum og Bókabúð Keflavík- ur. Samningurinn mun einfalda lagerhald og koma viðskiptavinum búðanna til góða. Búnaðarbankinn eignast 7,4% í Samvinnusjóðnum Búnaðarbankinn hefur fest kaup á 7,4% hlutaijár í Samvinnu- sjóði íslands hf. Fyrir átti Búnað- arbankinn ekki bréf i sjóðnum. Miðað við gengi bréfa Samvinnu- sjóðsins á VÞÍ er markaðsvirði hlutarins rúmlega 140 milljónir króna. f síðustu viku keypti FBA stóran hlut i Samvinnusjóðnum og hefur gengi félagsins hækkað veralega. f síðustu viku nam hækkunin 20%. Rekstrarbati Hólmadrangs Hagnaður Hólmadrangs hf. var fjórar milljónir kr. á fyrstu sex mán- uðum þessa árs, en Hólmadrangur var rekinn með 61 milljónar kr. tapi allt árið í fyrra. Viðskiptavefurinn á Vísi.is greindi frá. Veltan fyrri hluta þessa árs nam tæpum 359 milljónum króna, samanborið við 710 milljónir allt árið 1998. Lifandi rauntími í gær tók Kauphöll Landsbréfa í notkun nýjung á Wall Street hluta Kauphallarinnar. Nýjung þessi felur í sér að viðskiptavinum Kauphallarinnar býðst að fylgjast með „lifandi" rauntíma gengi fé- laga skráðum á Wall Street. Geng- islisti þessi er „lifandi" sem gerir það að verkum að allar gengis- breytingar birtast jafnóðum og þær eiga sér stað. Ný efnahagsstjórn í Japan Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, sagði í gær að f— hann vonaðist til að kSB skipuð yrði ný stjórn jj" efnahagsmála fyrir kj*. vikulok. Nýrri stjórn M er ætlað að koma á fót umtalsverðum efhahagsumbótum. —Æ Eitt af verkefnum nýrrar stjórn- ar verður að skipuleggja ný fjárlög sem eiga örva efnahag landsins. Barist við jenið Á fundi leiðtoga sjö helstu iðn- ríkja heims, sem haldin er um þess- ar mundir, hefur mikið verið rætt um sterka stöðu jens gagnvart doll- ar. Undanfarnar vikur hefur heyrst orðrómur um að á fundinum verði tekin ákvörðun um ákveðnar að- gerðir til að koma í veg fyrir frek- ari styrkingu á jeninu. Það eru ekki miklar líkur á því að gripið verði til sameiginlegs inngrips en fjárfestar hafa þó varan á og ólík- legt er að miklar sveiflur verði á gengi jens á móti dollara þar til nið- urstöður fundarins liggja fyrir. Styttist í vaxtaákvörðun A fostudaginn verður birt fram- leiðsluvísitala í Bandaríkjunum. Hún er talin vera lokaáhrifaþátt- urinn fyrir fund Seðlabankaráðs Bandaríkjanna þann 5. október. Menn vilja meina að lítil hreyfing muni verða á markaðnum þar til NAPM-framleiðsluvísitalan hefúr verið kynnt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.