Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Rússar geröur loftárásir á Grozní í nótt Rússneskar orrustuflugvélar héldu loftárásum sínum á Grozní, hofuðborg Tsjetsjeníu, áfram í nótt og morgun. Þær vörpuðu sprengjum sínum á olíuvinnslu- stöðvar og orkuver í eigu ís- lamskra uppreisnarmanna. Fréttastofan Interfax hafði eftir embættismönnum í morgun að fimmtán árásarferðir hefðu veriö famar. Talsmaður landvamaráðuneyt- is Rússlands sagði í morgun að hermenn hefðu verið sendir til að styrkja vamir á landamærunum að Tsjetsjeníu. Stjórnvöld í Moskvu saka Tsjetsjena um að skjóta skjólshúsi yfir uppreisnar- menn sem stóðu fyrir mannskæð- um sprengjutilræðum í nokkrum rússneskum borgum. Framboðsbrölt Quayles félaust Dan Quayle, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við að keppast eftir forsetaefnisútnefn- ingu Repúblikanaflokksins. Bæði er að kosningasjóður Quayles er nærri tómur og svo hefur varafor- setinn fyrrverandi ekki átt mikilli velgengni að fagna í skoðana- könnunum. Ekki bætir úr skák að Quayle hefur enn ekki tekist að fá þjóðina til að gleyma því að hann flaskaði einhvern tíma á því hvemig skrifa ætti orðið fyrir kartöflu á ensku. George W. Bush, líklegur fram- bjóðandi repúblikana, óskaði Quayle alls hins besta. Vígasveitir á Austur-Tímor áforma skæruhernað: Gæsluliðar létu til skarar skríða Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna beittu árásarþyrlum þegar þær létu til skarar skríða gegn víga- sveitum á bandi Indónesíu á Aust- ur-Tímor í gærkvöld. Fimmtán menn vom handteknir í þessari annarri árás gæsluliða á bækistöðv- ar vígamanna á einum degi. Ekki kom til átaka og var engu skoti hleypt af. Gæsluliðarnir réðust til atlögu gegn bænum Com, sem er austan við héraðshöfuðborgina Dili, eftir að fregnir bárast um að vígasveitir gengju berserksgang á þessum slóð- um, myrtu og kveiktu í. Mark Kelly, herráðsstjóri friðar- gæslusveitanna, sagði að lagt hefði verið hald á nokkurn fjölda vopna í árásinni í gærkvöld. Indónesísk fréttastofa greindi frá því í morgun að vígasveitirnar, sem eru andvígar sjálfstæði Austur- Tímor, hafl uppi áform um að efna til skæruhernaðar gegn friðar- gæslusveitunum. Að sögn fréttastof- unnar sögðu foringjar vígasveit- Ástralskur hermaður beinir byssu sinni að meintum liðsmanni víga- sveitanna á Austur-Tímor. anna frá því á fundi með þúsundum stuðningsmanna sinna rétt innan landamæra Vestur-Tímor í gær- kvöld. Fundurinn var haldinn í bænum Atambu þar sem sagt er að víga- sveitirnar hræði liftóruna úr þús- undum flóttamanna frá Austur- Tímor með dólgshætti sínum. Eurico Guterres, leiðtogi víga- sveitanna, sagði fundarmönnum að skæruhernaðurinn myndi hefjast innan fárra daga. William Cohen, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna, tók í gær undir kröfur sem margir hafa gert að undanförnu um að rannsaka ætti voðaverkin á Austur-Tímor. Tveir helstu leiðtogar sjálfstæðis- sinna á Austur-Tímor, þeir Xanana Gusmao og José Ramos-Horta, eru i New York þar sem þeir hitta Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, að máli í dag. Þar munu þeir ræða um aðdragandann að því að Austur- Tímor verði sjálfstætt ríki, eins og meirihluti íbúanna vill. Kínverjar eru í óðaönn að búa sig undir að halda upp á fimmtíu ára afmæli alþýðulýðveldisins. Það var stofnað 1. október 1949. Þessi glæsilega búna kona frá Innri-Mongólíu sótti sérstaka hátíðarveislu fyrir þjóðernisminnihluta kínverska ríkisins sem haldin var í Peking í morgun. Mótmælendur retta yfir Milosevichjónunum Um 15 þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Belgrad í gær- kvöld og kröfðust afsagnar Slobod- ans Milosevics Júgóslavíuforseta og stjórnar hans. Hélt mannfjöldinn gerviréttarhöld yfir forsetanum og eiginkonu hans, Mirjönu Markovic. Vora þau sökuð um að hafa lagt rík- ið í rúst. Mannfjöldinn réttaði einnig yfir bandamanni Milosevics, Vojislav Seselj, og forsætisráðherra Serbíu, Mirko Marjanovic. Vora fjórmenningamir fundir sekir og af- sagnar þeirra krafist. Áður höfðu mótmælendur gengið fram hjá aðalstöðvum lögreglunnar og krafist þess að tæknistjóri óháðr- ar útvarpsstöðvar yrði látinn laus. Hann var handtekinn á sunnudags- kvöld. Samkvæmt upplýsingum lög- manns tæknistjórans var hann dæmdur í vikufangelsi í gær fyrir Konur í Belgrad mótmæla gegn Milosevic Júgóslavíuforseta. að hafa notað hátalara sina í mót- mælagöngunni á sunnudagskvöld. Þá tóku um 50 þúsund manns þátt í mótmælum í Belgrad. Stjórnarerindrekar segjast ekki sjá þess nein merki að mótmælagöng- umar séu það fjölmennar að þær ógni veldi Milosevics. í gær tóku um 6 þúsund manns þátt í mótmælagöngu í borginni Novi Sad og um 8 þúsund í Nis. Vuk Draskovic, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, ítrekaði í gær að hann sæi lítinn tilgang í mótmælunum. Koma yrði Milosevic frá í frjálsum og réttlátum kosning- um. Draskovic benti á að hann hefði skipulagt fjöldamótmæli i 10 ár án nokkurs árangurs. „Það er ljóst að ekki er hægt að sigra Milosevic með tónleikum og göngum um götur og torg,“ sagði Draskovic. 500 teknir af lífi íraski kommúnistaflokkurinn, sem er í útlegð, fullyrti í gær að íraskar öryggissveitir hefðu tekið um 500 manns, að mestu ung- menni, af lífi í kjölfar tilraunar til uppreisnar í mars síðastliðnum. Loftsteinn í rúmið Talið er að það hafi verið loft- steinn sem hrapaði á hús fjöl- skyldu í vesturhluta Japans á sunnudagskvöld. Steinninn fór í gegnum þakið og splundraðist í marga hluta sem höfnuðu í rúmi heimasætunnar. Friðarverðlaun Ezer Weizman, forseti ísraels, varð undrandi og glaður í gær er hann frétti að ýmsir þjóðar- leiðtogar hefðu tilnefnt hann til friðarverð- launa Nóbels. Weizman kvaðst ekki myndu verða vonsvikinn fengi hann ekki verð- launin þar sem hann hefði ekki átt von á tilnefningu. Styöur samkynhneigða Mannréttindadómstóllinn í Strasbourg lýsti því yfir í úr- skurði í gær að það hefði verið rangt af yfirmönnum í breska hemum að reka þrjá menn og eina konu vegna samkynhneigðar þeirra. Kemur peningum undan Belgíska fyrirtækið Verkest, sem á þátt i díoxinhneykslinu, hefur sett yfir milljarð islenskra króna á bankareikning í Lúxem- borg. Fyrirtækið hefur átt í efna- hagsvanda og því er hluti fjárins talinn svartir peningar. Venjuleg morð Yfirvöld í Jórdaniu ráðgera nú að breyta lögum svo að dæmt verði fyrir morð, sem framin eru til að bjarga fjölskylduheiðri, eins og venjuleg morð. Karlar sem myrða konur sínar vegna fram- hjáhalds hafa verið dæmdir i 3 mánaða til 1 árs fangelsi. Réttarhöldum frestað Réttarhöldunum yfir Anwar Ibrahim, fyrrverandi aðstoðarfor- sætisráðherra Malasíu, var frestað í morg- un eftir að hann hafði kvartað um vanlíðan. An- war, sem er ákærður fyrir samkynhneigð og spillingu, var fluttur á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum í kjölfar fullyrðingar hans um að honum hefði verið gefið arsenik í fangelsinu. Brúðurin skotin til bana Brúður í New Jersey í Banda- ríkjunum var skotin til bana þeg- ar hún stillti sér upp fyrir mynda- töku á brúðkaupsdaginn. Morð- inginn var fyrrverandi unnusti brúðarinnar. Vilja flýta kosningum Helstu stjómmálaflokkar Indónesíu vilja flýta forsetakosn- ingunum, sem fram eiga að fara í nóvember, vegna veikrar stjómar Habibies forseta. Friöarferli í gangi Mo Mowlam, ráðherra N-ír- landsmála í bresku stjórninni, hélt því fram í gær að friðar- ferlið væri enn í gangi. Lýsti ráðherrann því yfir að mörgum lífum hefði ver- ið þyrmt vegna vopnahlés írska lýðveldishersins, IRA. Ofbeldið væri miklu minna en áður. Það vissu allir N-írar. Mowlam neit- aði því að friðarferlið væru rann- ið út i sandinn vegna pólitísks karps.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.