Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 Fréttir sandkorn Ástandiö á E1 Grillo verra en talið var: Þrjú lekasvæði - verðum að losna við þessa vá, segir bæjarstjóri „Lekasvæðin virðast vera þrjú, að sögn kafaranna. Þetta lítur því verr út en menn áttu von á,“ sagði Ólafur H. Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðis- firði, er DV spurði hann hvernig vinnu Áma Kópssonar og félaga við E1 Grillo miðaði. Kafararnir eru nú að háþrýstiþvo lekasvæðin og síðan verður hafist handa við að þétta þau. Þeir eru farnir að senda neðan- sjávarmyndavélina um, að því er Ólafur sagði, til að átta sig á því hvort olía leki úr flakinu á fleiri stöðum. Ólafur sagði að olia, eins og sú sem er í skipsflakinu, byrji að renna við níu gráðu hita. Hún hefði farið að renna i einhverjum mæli síðari hluta júlí og ágúst. Nú væri mikið magn komið upp. „Við erum alltaf hræddastir við að það gerist eitthvað meira og olían byrji að streyma upp. Það er ekki gott að átta sig á hvenær kominn er dauðatími á þetta. Ég vona að þessi rannsókn kafaranna leiði í ljós hvaða tíma við höfum. Einhvern veginn verðum við að losna við þessa endalausu vá. Það er búið að tala alltof lengi um þetta án þess að eitthvað gerist. Ég held að ekki sé eftir neinu að bíða með að stíga skrefið til fulls. Þetta kostar pen- inga, en það má líka spyrja hvað það komi til með að kosta ef olía fer að sullast hér upp í stórum stíl.“ -JSS Akureyri: Farið að móta fyr- ir skautahöllinni DV, Akureyri: Það verða miklir dýrðardagar hjá skautamönnum á Akureyri næsta vetur þegar þeir fá til ráð- stöfunar nýja glæsilega skauta- höll sem framkvæmdir eru nú hafnar við i Innbænum. Skautamenn á Akureyri hafa búið við gjörsamlega óviðunandi aðstæður árum og áratugum sam- an en þrátt fyrir það haldið uppi merki skautaíþróttanna hér á landi. Þegar brottfluttir Akureyr- ingar hófu að beita sér fyrir því að farið var að iðka íshokkí í höf- uðborginni komu fljótlega fram kröfur um byggingu skautahallar þar en hún reis fyrir nokkrum árum. Enn sátu Akureyringar eft- ir, og sl. vetur máttu þeir svo horfa á eftir íslandsmeistaratitl- inum í íshokkí suður yfir heiðar í fyrsta skipti. Framkvæmdir við íþróttahöll- ina á Akureyri hafa staðið yfir undanfarna mánuði og er þegar búið að steypa talsvert. Grind hússins sjálfs er hins vegar inn- flutt og þegar komin á staðinn og mun verða hafist handa við að reisa burðarbitana á næstu dög- um. -gk Skautahöllin á Akureyri er að „koma upp úr jörðinni" þessa dagana. DV-mynd, gk. Jarðboranirnar í Öxarfirði: Borholan dýpkar og eftirvæntingin vex DV, Akureyri: Bormenn Jarðborana hf. hafa nú borað rétt tæpan kílómetra niður í jörðina á Austursandi í Öxarfirði, eða um helming af þeirri dýpt sem áætlað var að bora þar að þessu sinni í leit að heitu vatni. Boranir hafa gengið ágætlega, að sögn Franz Ámasonar, formanns stjórnar Orku ehf. sem stendur að boruninni. Byrj- unarerfiðleikar hafa þó komið upp með borinn sem notaður er en hann er nýr af nálinni. Þeir aðilar sem standa að Orku ehf. eru Hita- og vatnsveita Akur- eyrar, Jaröboranir ehf., Keldunes- hreppur, Öxarfjarðarhreppur, Raf- veita Akureyrar, Rafmagnsveitur ríkisins, Orkuveita Húsavíkur og Landsvirkjun. Áform eru uppi um að fyrsta holan sem boruð verður og nú er unnið að í Öxarfirði verði 1600-2000 metra djúp. „Nú þegar boraðir hafa verið tæpir 1000 km er berghitinn orðinn 240-280 gráður en það er enn ekkert vatn komið inn í holuna. Jarðvísindamenn segja það vera af hinu góða, þeir vilja fá vatn- ið inn þegar holan er orðin nokkru dýpri, eða meira en 1000 metrar," segir Franz Árnason. Hann segir menn ekki reikna meö þvi að finna olíu eða gas á því svæði þar sem nú er verið að bora enda eigi það ekki að gerast ef menn eru á réttu róli varðandi það að fá upp heitt vatn til að breyta í gufu. Menn hafa þó væntingar um að gas eða olíu geti verið að finna á öðrum stöðum í Öxarfirði en engar áætlanir hafa verið fullgerð- ar um að hefja leit að því. -gk Tilfinningalegt svigrúm Fjölmiðlar hafa að undanfórnu farið ham- förum vegna hrein- skilni forseta íslands sem upplýsti í sjónvarpsviðtali að hann vildi fá frið til að þróa ástarsamband við konu. Forsetinn taldi sig þurfa svokallað til- finningalegt svigrúm til að þróa ástarsam- band sitt og breskrar yfirstéttarkonu sem hugsanlega myndi þá sóma sér vel sem bú- stýra á Bessastöðum. Þar sem þróunarferlið hafði staðið um nokk- urra mánaða skeið og ástmærin hafði komið fram með með forset- anum við opinberar at- hafnir vissi hálf þjóðin að hann var kominn á sjéns. Því var ekki annað að gera hjá honum en biðja þjóð sína um að fallast á að þetta væri ást í leynum en ekki í meinum. Svo kom babb í bát- inn. Forsetinn, sem nú er álitinn tilfinningar- vera, hafði vart gert ástarjátningu sína í sjón- varpi þegar erlend stórblöð fóru að velta sér upp úr málinu. Þannig sagði blaðið The Times að verðandi drottning íslendinga elskaði ekki for- seta vorn. „Mér líkar vel við hann og dái ísland, en það er allt og sumt,“ segir hin verðandi ís- drottning kuldalega við Times um sambandið við forsetann og meintan bónda á Bessastöðum. Þessi yfirlýsing kemur flatt upp á forseta og þjóð sem bundist hafa þöglu samkomulagi um að veita til- fmnanlegt svigrúm svo ástin megi dafna og þroskast í öruggu skjóli forsetabústaðarins á Bessastöðum við undirleik sjófugla á hrímköldu hausti. Það að verðandi drottning elski ekki sjálf- an þjóðhöfðingjann er auðvitað fráleitt og rit- stjóm Times skilur ekki málið. Það að konan seg- ist dá ísland og bara líka vel við forsetann er auð- vitað dulmál. Þegar frægt fólk segir við fjölmiðla á krítískum tímapunkti að um sé að ræða vináttu en ekki ástarsamband þá meinar það öfugt. Að vera vinir þýðir ástvinir hjá þotuliðinu. Nú þeg- ar forseti vor er kominn með annan fótinn inn í heim þotuliðsins er hann því að sama skapi háð- ur þeim lögmálum sem þar gilda. Dagfari hefur það á hreinu að hin breska hástéttarstúlka elsk- ar forsetann og það meira en lítið. Hann er sómi sinnar þjóðar, sverð og skjöldur svo það hlýtur bara að vera. The Times veit bara ekki betur og heldur að forseti íslands sé einhver ótindur bóndi sem drottning þotuliðsins hafi hirt upp af vegi sínum. Sú var tið að ítalski stærðfræðingurinn Galíleó var dæmdur fyrir að halda fram þeirri firru að jörðin snerist I kringum sólu en sólin væri ekki á fleygiferð í kringum jörðina eins og almennt var talið í þá daga. Hann sagði þá með þunga á leið úr réttarsalnum. „Hún snýst nú samt.“ Dagfari sér forsetann í sporum ítalans mis- skilda þar sem hann slítur blöð £if baldursbrá á hlaðinu á Bessastöðum: „Hún elskar mig nú samt.“ Dagfari Sundlaug Eins og áður hefur komið fram í Sandkorni eru afdrif Eyjabakka og heimsókn Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra þangað mörgu tækifær- isskáldinu hug- stæð. Gunnar Thorsteins- son yrkir: Efperlunum fœkkar um Fróniö finnst mörgum þaó Ijóta tjónid. Af Eyjabökkum er eftirsjá hér. Skyldi Siv œtla aö synda um lónið? Kjarkurinn brást Framsóknarkonur hugðust halda ársþing sitt síðastliðna helgi í Vík í Mýr- dal. Eithvað • brást þeim kjarkurinn rétt áður en þær skunduðu til Mýrdals eftir að Jóhanna Engilberts- dóttir for- maður hafði fregnað að þar fyrir austan væri vá fyrir dyrum og Kötlugos yfirvofandi. Fram- sóknarmönnum þar austur frá þykir lítið hafa lagst fyrir val- kyrjurnar og bíða nú í ofvæni eftir því að sjá hvað stendur í byggðamálaályktun þings sem treysti sér ekki til að dvelja og gista á þeim stað landsins sem er hvað mest undir smásjá allra helstu jarðvísindamanna þjóðarinnar. r Iskugganum Húmanistaflokkurinn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og ætlar að afnema fá- tækt, hvorki meira né minna, og byrj- aði raunar á því verki kl. 16.45 á fóstu- daginn var með því að kynna verká- ætlun flokksins fyrir fréttamönnum við klukk- una á Lækjartorgi. Eitthvað virtust fréttamenn áhugalitlir um málið því að þeir fáu sem komu til fundarins rúmuðust vel með Júlíusi Valdimars- syni, talsmanni flokksins, í skugganum af klukkunni... Tekið í nefið Nýlega var sagt frá því í fréttum að ungir menn höfðu sprengt upp kamar á íþrótta- vellinum í Þor- lákshöfn. í frétt RÚV af málinu var vitnað i Þröst Brynj- ólfsson, yfir- lögreglu- mann í Ár- nessýslu, sem sagði að hægt væri að taka kamarinn í nefið eftir spreng- inguna. Þessi útskýring er æði skondin og margir sáu atvikið fyrir sér í öðru ljósi. Góður hagyrðingur á Suðurlandi orti af þessu tilefni: Nú er alvég oröiö tryggt aö aldrei fá þeir kvefiö. Bœöi kamri og kukalykt kemur lögga í nefiö. Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.