Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 Fréttir Ólafur Ragnar Grímsson axlarbrotnaði er hann féll af hestbaki i Landsveit i gær: Dorrit felldi tar er hún hlúði að forsetanum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, féll af hestbaki og slasaðist á öxl í útreiðartúr í Landsveit um kvöldmatarleytið í gær. I hópi fylgd- arfólks hans var Dorrit Moussaieff, margfræg vinkona forsetans frá London sem kom hingað til lands á laugardag og hefur dvalið hjá forset- anum síðan. Dorrit varð fyrst til að hlúa að forsetanum þar sem hann lá á jörðinni, kvalinn í öxl eftir fallið, sveipa hann yfirhöfn sinni og búa um hann sem hún best gat. Við- staddir urðu vitni að því að Dorrit felldi tár þar sem hún sat með höf- uð forsetans í kjöltu sér og strauk hár hans. Tvær klukkustundir á kaldri jörð Slysið varð með þeim hætti að hestur forsetans hnaut í aflíðandi brekku. Við það rann hnakkurinn til og forsetinn missti jafnvægið. Eftir fcdlið reis hann ekki upp heldur lá og beið aðstoðar. Með forsetanum og Dorrit vinkonu hans í þessum reiðtúr, sem því miður endaði öðruvísi en ætlað var, voru Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri í Andra, Gunn- ar V. Andrésson ljósmyndari og Sveinn R. Eyjólfsson, útgáfustjóri DV og eigandi Leirubakka, þaðan sem hrossin voru og reiðtúrinn hófst. Strax og ljóst varð að forsetinn myndi ekki komast hjálparlaust til bæja eftir fallið af hrossinu var riðið eftir hjálp og von bráðar birt- ist Þórir B. Kolbeinsson, heilsu- gæslulæknir á Hellu, með sjúkra- bifreið. Eftir stutta læknisskoðun Þórir B. Kolbeinsson, heilsugæslu- læknir á Hellu, veitir forsetanum fyrstu læknisaðstoð á slysstað. Forsetinn dúðaður f allt tiltækt á kaldri jörðinni, skrámaður í andliti og brotinn á öxl. Þyrla Landhelgisgæslunnar komin á vettvang. Hún lenti eins nærri for- setanum og unnt var. Dorrit Moussaieff strýkur hár forsetans skömmu eftir fallið. Hún vék ekki frá hlið hans meðan þyrlunnar var beðið frá Reykjavík. Saman biðu þau ein í hálftíma eftir hjálp. DV-myndir gva. var gripið til þess ráðs að biðja um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og fljúga með forsetann á Sjúkra- hús Reykjavikur. Hafði forsetinn þá legið í tvær klukkustundir á kaldri jörð án þess að geta hreyft sig og var farinn að kólna. Dimmt var orðið þegar þyrlan lenti rétt hjá slysstað og um hálftíuleytið í gærkvöldi lenti hún með forsetann og Dorrit Moussaieff, vinkonu hans, á þyrlusvæðinu við Sjúkra- hús Reykjavíkur þar sem forset- inn var lagður inn. Við skoðun kom í ljós að forsetinn var illa axl- arbrotinn og líðan hans eftir atvik- um. Einn með Dorrit í silfurlituð- um BMW Ólafur Ragnar Grímsson og Dor- rit, vinkona hans, komu að Leiru- bakka í Landsveit síðdegis í gær á nýrri, silfurlitaðri BMW-bifreið for- setans. Forsetinn ók sjálfur með Dorrit sér við hlið. Við komuna á Leirubakka þáðu þau kaffi og pönnukökur hjá staðarhöldurum og Dorrit heilsaði fólki á íslensku auk var auk þess mjög hrifin af pönnukökunum. Að því loknu var haldið í reiðskemmu þar sem gæð- ingar voru beislaðir, lagt á og hald- ið í reiðtúr sem ekki stóð nema í um 20 mínútur vegna þeirra at- burða sem fyrr var frá greint. Dor- rit Moussaieff sýndi að hún er vön reiðkona og lét gæðing sinn renna á tölti þó svo hún hefði aldrei fyrr sest á íslenskan hest. Þótti henni sem fákur forsetans væri ekki nógu Dorrit Moussaieff fylgist grannt með öllum aðgerðum á slysstað. Verið er að koma forsetanum fyrir á börum fyrir flutning til Reykjavíkur. viljugur og lánaði honum því písk. Forsetinn var ekki fyrr búinn að fá pískinn en hrossið hnaut og hann féll af. Það fyrsta sem hann sagði eftir fallið þar sem hann lá á kaldri jörðinni í ljósaskiptunum var: „Ætli hrossið hafi ekki kunnað að meta pískinn sem Dorrit færði mér.“ Kom með leynd Dorrit Moussaieff kom fljúgandi til landsins með mikilli leynd á laugardaginn. Var henni fylgt frá borði fram hjá hefðbundinni leið komufarþega og ekið á fund forset- ans með leynd. Á Leirubakka höfðu þau hins vegar fallist á að hitta ljós- myndara DV og veitt honum heim- ild til að mynda þau að vild í góð- um félagsskap og í fallegu lands- lagi. En margt fer öðruvísi en ætlað er - því kynntust forseti íslands og Dorrit Moussaieff í Landsveitinni í gær. -EIR/-GVA Stuttar fréttir i>v Einokunarveldi Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir einokunarfyrir- tæki urða græn- meti til að halda verðlagi uppi. Georg Ottóson, stjóm- arformaður Sölufélags garð- yrkjumanna, segir þetta rakalausan þvætting. Dýrara grænmeti Verð á grænmeti hefur hækkað mun meira en neysluverðsvísitala undanfarin ár, þrátt fyrir tækninýjungar, hagræðingu og framleiðsluaukningu í fram- leiðslu á grænmeti. Þetta er ein af meginniðurstöðum í lokaritgerð Kristjáns Gíslasonar við við- skiptafræðideild HÍ. Stöð 2 greindi frá. Jaröskjálftar í nótt Fimm litlir jarðskjálftar sem mældust um og undir 1 stig á Richter voru í nótt á Suðurlandi. Upptök þeirra vora við Oddgeirs- hóla í Hraungerðishreppi þar sem 4,3 stiga jarðskjálfti mældist um fjögurleytið í gær. Einn karl 28 manns hafa tilkynnt sig af ís- lands hálfu til að sitja alþjóðlega kvennaráðstefnu á íslandi um konur og lýðræði um aðra helgi. Af þeim er aðeins einn karlmað- ur. Upphaflega var reiknað með 15 þátttakendum af hálfu íslands. Vísir.is sagði frá. 70 missa vinnuna Fátt bendir til annars en að þeir starfsmenn sem sagt var upp störfum hjá fiskvinnslufyrirtæk- inu Sæunni Axels fyrr í sumar, hætti störfum næsta fóstudag, 1. október, alls um 70 manns. Enn á ný virðist því stefna í það að mik- ið atvinnuleysi verði hlutskipti Ólafsfirðinga. Vísir.is sagði fi-á. Ekki í fylkingarbrjóst Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra ís- lands í Wash- ington, sagðist í samtali við fréttastofu Sjón- varpsins ekki verá á heimleið til að leiða Samfylkinguna. Hann hafi ekki veriö beðinn um slíkt. Sameina og selja í viðtali í nýjasta tölublaði SÍB- blaðsins, málgagni bankastarfs- manna, segist Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra vera þeirrar skoðunar að sameina eigi ríkis- bankana og að því loknu komi til greina að selja þá. Gómaður á bikarleik Á bikarúrslitaleik KR-inga og Skagamanna á Laugardalsvelli handtók lögregla eftirlýstan af- brotamann i hópi átta þúsund áhorfenda. Fíkniefni fundust á honum við handtöku. Betri lífeyrir Ellilífeyrisþegi, sem hefur 90 þúsund króna fjármagnstekjur, hefur næstum 40 þúsund krónum meira úr að spila á mánuði held- ur en sá sem hefur 90.000 kóna líf- eyris- eða atvinnutekjur á mán- uði. Dagur greindi frá. Kæra kannski Náttúruverndarsamtök íslands lýsa miklum vonbrigðum með það að Skipulags- stofnun ríkisins hafi fallist á að lagður verði veg- ur yfir Vatna- heiði á Snæfells- nesi. Árni Finns- son, talsmaður Náttúruverndar- samtakanna, segir við Dag að sam- tökin kæri líklega úrskurðinn. Svo virðist sem stofnunin þori ekki að taka af skarið og vísi kaleiknum því til ráðherra. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.