Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 28
M 44 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 I>V s©onn Ummæli Guðs útvöldu „Sumir útgerðarmenn eða erfmgjar þeirra telja sjálfum sér trú um að almættið hafi af gæsku sinni | valið þá sérstaklega úr sem guðs út- valda til þess aö þeir einir og sér geti ákveðið örlögl annarra íbúa sjávarbyggða við ís- land.“ Guðjón A. Kristjánsson, form. Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands, ÍDV. Ætla að gera eitthvað af viti „Nú tekur atvinnumennskan við hjá mér. Ég ætla að reyna að gera eitthvað af viti þarna úti en ég myndi samt ekki gráta það að koma heim og spila með KR.“ Bjarki Gunnlaugsson knatt- spyrnumaöur, í DV. Einkavæðingar- stefnunni rústað „Forsætisráöherra sagði að búið væri að eyðileggja einka- væðingarstefnu rík- isstjórnarinnar en hún hefur sjálf rú- stað stefnunni al- veg ein og óstudd." Guðmundur Árni Stefánsson alþingis- maður, í DV. Kona á milli tveggja karla „Samfylkingin virkar á mig eins og kona á milli tveggja karla - góð við báða en hvorugum trú, gömul saga sem endar þannig að karlinn fær sér nýja konu.“ Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stj. Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, í Degi. Duelering „Þetta er „duelering“ sem hvorki ég sem formaður eða ílokkurinn í heild skipta sér nokkum hlut £if. Ég geri mér engin læti þess vegna og ekki síst þar sem mér þyk- ir málið afar ómerkilegt." Sverrir Hermannsson, form. Frjálslynda flokksins, um væringar tveggja liðsmanna sinna, í Degi. Flott og flottastir „Nú eru til þijú hundrað hug- tök yfir misþroska. Greiningin j er orðin svo flott og þeir sér- fræðingar sem skrifa mest um greininguna eru flottastir. Hinir sem skella sér út í vinnuna eru jú sniöugir en fá ekki gæða- stimpil." Gyða Stefánsdóttir kennari, ÍDV. i Páll Guðlaugsson; nýráðinn þjálfari meistaraflokks Keflavíkur: Læri tungumál í írístundum DV, Suðurnesjum: „Mér líst alveg frábærlega á það að gerast þjálfari Keflavíkur en þetta verður mikil vinna og ýmislegt sem þarf að lagfæra," segir Páll Guðlaugs- son, nýráðinn þjálfari meistaraflokks Keflavíkur. „Ég held að það sé mikiU hugur í Keflvikingum um að lyfta liðinu upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í og það hefur aUtaf verið mikili áhugi á knattspymu í Keflavík. Það hefur sýnt sig, nú síðast í vesturbænum í Reykjavík, að stuðningur og áhugi fólksins skiptir mjög miklu og er stór hluti af því að ná ár- angri. Hér á Suðurnesj- um hefur verið mjög öflugt unglingastarf og ég held að það komi meistarflokkn- um til góða. Þaö er fastur kjarni í Kenavíkurliðinu og margir ungir menn að vaxa upp.“ Páll hefur undanfarin tvö ár verið þjálfari Leifturs á Ólafsflrði. „Það var gott að vera á Ólafsfirði. Þetta var gífurleg vinna en Ólafsfjöröur er einn besti staður sem ég hef verið á og ég held að ég hafi aldrei fengið annan eins stuðning og þar. Það voru þó miklar mannabreytingar i Leiftri milli ára og fyrra árið sem ég starfaði hjá félaginu komu þrettán nýir leik- menn inn. Það var m.a. ástæðan fyr- ir því að mig langaði til að skipta um og Keflavík hefur alltaf verið stórt félag og mikill hugur í fólki og ég vildi vera þátttakandi í því að ná þessu liði upp.' Páll er læröur skipasmiður og starfaði við smíðarnar í fimm ár í Færeyjum. „Það var ákveðin til- breyting í því að vinna við þær en ég ætla mér ekki í þær aftur.“ Páll hefur verið við þjálfun i mörg ár og lærði til þeirra meðal annars í Englandi, Hollandi og Skotlandi og talar sex tungumál og lærir nú bæði portúgölsku og spænsku i frístund- um. „Áhugi á tungumálum hefur alltaf verið fyrir hendi hjá mér. Ég hef ferðast til þrjá- tíu og fjögurra landa og mér þykir lítið mál að skipta á milli tungu- mála ef þannig ber undir. Núna síðast fór ég til Brasilíu að sækja þrjá leikmenn sem spila með Leiftri. Þá hef ég áhuga á allri líkamsrækt og að lifa heilbrigðu lífi." Páll er alinn upp í Vestmannaeyjum og var þar til átján ára ald- urs. „Eyjar eiga hug minn og hjarta og þar átti ég mjög góð uppvaxtarár. Þar lærði maður að leggja sig allan fram við það sem maður tekur sér fyrir hendur. Það er mikið af dugn- aðarfólki í Vestmannaeyjum sem háir harða lífsbaráttu bæði á sjó og landi og þar kynntist ég því að það fæst ekkert án fyrirhafnar og hef haft það að leiðarljósi síðan. Það sama á við um íþróttirnar, þar þarf að leggja fram alla sína orku tU að ná árangri." Eiginkona Páls er fær- eysk, Maigun Sol- mund. Hún er versl- unareigandi í Fær- eyjum og eiga þau einn son, Ómar sem er 18 ára. Fyrir á PáU soninn Berg sem er í verkfræðinámi í Svíþjóð. „Þeir eru báðir miklir áhugamenn um fót- bolta og spUuðu báð- ir á síðasta ári með Leiftri, annar í meist- araflokki og hinn í öðr- um flokki." -A.G. Maður dagsins DV-mynd Arnheiður Kári Þormar leikur á orgelið í Sel- foss- kirkju. Orgeltónleikar í Selfosskirkju Septembertónleikaröð- inni í Selfosskirkju lýkur í kvöld með orgeltónleikum Kára Þormars. Á efnisskrá ttónleikanna hef- ur Kári sett fjög- ur þekkt stór- verk mikiUa org- eltónleika og tvö styttri verk þeirra á miUi. Verkin eru eftir Buxtehude, Franck, Lindberg, Bach, GuUmant og Widor. Kári Þormar er fæddur 1968. Hann lærði orgelleik hjá Herði Áskelssyni sam- hliða píanónámi. Hann hélt til framhaldsnáms tU Þýska- lands í kirkjutónlist við Ro- bert Schuman Hochschule í Dússeldorf og lauk þaðan prófi 1998. Kári hefur haldið fjölmarga tónleika bæði hér heima og erlendis, þar á meðal á skandinavískri menningarhátíö í Essen og alþjóðlegri tónleikaröð í Múhlhausen í Þýskalandi. Hann spUaði einnig i tón- leikarööinni Sumarkvöld við orgelið í HaU- grímskirkju. Hann starfar nú sem organisti og kórstjóri við Fríkirkjuna í Reykjavík. Aðgangur að tónleikun- um í Selfosskirkju sem hefj- ast kl. 20.30 er ókeypis. Tónleikar Myndgátan Lausn á gátu nr. 2513: Karl í krapinu , ^ .. honom Pyk/X Grorr STANDA / Btor/PO \ VArni oct sa/jo ,!*/ Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Frá viður- eign Kefl- vfklnga og Njarð- víkinga um Is- lands- meistara- titilinn í fyrra. Keflavík-Njarð- vík í körfunni Tvö sterkustu lið landsins i körfuboltanum, Reykjanesliðin KeUavík og Njarðvík, leika góð- gerðarleik í Keflavík í kvöld sem einnig á aö skera úr um það hvort liðanna er meistari meistaranna, en KeUavík er íslandsmeistari og Njarðvík bikarmeistari og það voru þessi lið sem léku tU úrslita í báðum keppnunum. Leikurinn í kvöld er, eins og áður segir, fyrst og fremst góðgerðarleikur og renn- ur ágóðinn til samtaka flogaveikra. Nú fara í hönd fyrstu umferðirn- ar í íslandsmótinu í körfubolta og er leikur þessi forspUið að því sem koma skal. Öruggt er að þessi tvö lið eiga eftir að vera í toppbarátt- unni eins og undanfarin ár og erfitt að spá um jj" “ " hvort verður IþrOttir sterkara í vetur. _________ Þau tóku þá skynsamlegu ákvörð- un að senda sameinað lið í Evrópu- keppni meistaraliða og er árangur þess liðs þegar orðinn glæsilegur. Unnu hér heima hið sterka enska lið, London Leopards, með því lik- um yfirburðum að enska liðið átti aldrei möguleika á heimaveUi. Leikurinn í kvöld hefst kl. 20. Bridge Níunda Homafjarðarmótið fór fram um síðustu helgi og var þátt- taka óvenju dræm. Aðeins 22 pör mættu tU leiks í þetta skemmtúega mót og er það miður. Ef þátttaka verður ekki betri gæti farið svo að mótið féUi niður. Erlendur Jónsson og Sigurjón Tryggvason náðu fyrsta sætinu í mótinu (+234), á hæla þeirra komu Þröstur Ingimars- son-Þórður Björnsson (+204) og Sveinn Rúnar Eiríksson-Jakob Kristinsson í þriðja sæti (+141). Sveinn og Jakob fengu skemmtUeg- an topp i þessu spUi í fimmtu um- ferð mótsins. Sveinn er þekktur fyr- ir að opna á einu grandi án þess að eiga : tilskUda skiptingu og hann græddí vel á því í þessu spili. Vest- ur gjafari og aUir á hættu: * 1075 M 10632 * ÁK3 * Á94 4 D82 M 874 ♦ G109 * 7652 4 ÁK9643 M KD9 * 875 * D Vestur Norður Austur Suður 1 grand pass pass 2 m ■ pass 2 4 pass pass 2 grönd dobl 34 3 4 pass 4 spaðar p/h Grandopnunin lofaði 12-14 punkt- um og suður ákvað að sýna spaðalit sinn með yfirfærslu í litinn. Norður vissi ekki hvort hann gæti gefið áskorun með sín spU en lét 2 spaða duga. Sveinn Rúnar gat passað samn- inginn út og fengið toppskor því nán- ast aUir spiluðu 4 spaða á hendur NS og unnu. En Sveinn ákvað að sýna lengd í láglitum með tveimur gröndum. Þá gat norður sýnt styrk sinn með dobli og NS náði að segja sig upp í 4 spaða. Það var skammgóð- ur vermir því austur átti auðvelt út- spU í tígli sem er það eina sem setur samninginn í hættu. Sagnhafi drap á ásinn, lagði niður ás í spaða og gat ekki annað en lagt niður kónginn (grandopnun lofar jú jafnri skiptingu og a.m.k. 2 spöðum!). Þegar trompið brást sagnhafa var eini möguleiki sagnhafa sá að hjartagosi lægi fyrir svíningu. Sú von brást og AV fengu toppskor. ísak Örn Sigurðsson 4 G M ÁG5 ♦ D642 * KG1083

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.