Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 26
42 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 Afmæli Jón Jón Guðlaugsson, Sogavegi 98, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Jón fæddist í Vík í Mýrdal, ólst þar upp og átti þar heima til 1961. Hann fór ungur að vinna almenn sveitastörf og stundaði auk þess ver- tíðir í Vestmannaeyjum eins og þá tíðkuðust. Jón var bifreiðarstjóri hjá Kaup- félagi Vestur-Skaftfellinga i Vík í Mýrdal 1944-61 er hann og fjöl- skylda hans fluttu til Reykjavíkur þar sem hann hefur átt heima síðan. í Reykjavík var Jón bifreiðar- stjóri hjá ísbirninum til 1970. Hann hóf þá störf hjá Áburðarverksmiðju ríkisins og var þar bifreiðarstjóri þar til hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir 1990. Guðlaugsson Fjölskylda Jón kvæntist 24.5. 1945 Margréti Ögmundsdóttur, f. 9.8. 1925, húsmóður. Hún er dóttir Ögmundar Ólafssonar, vélstjóra í Vestmannaeyjum, og k.h., Guðrúnar Jónsdóttur hús- móður. Böm Jóns og Margétar em Guðrún Jónsdóttir, f. 15.3. 1948, skrifstofumað- ur, búsett í Mosfellsbæ, gift Oddi Þórðarsyni, f. 27.10. 1944, starfsmanni hjá Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins, og eiga þau fjögur böm; Jóna Jónsdóttir, f. 6.11. 1949, skrifstofu- maður, búsett á Selfossi en sambýl- ismaður hennar er Pétur Eiríksson, f. 8.1. 1952, bifvélavirki, og eiga þau fjögur böm; Guðlaugur Gunnar Jónsson, f. 27.2. 1951, bifreiðarstjóri, bú- settur í Þykkvabæ, kvæntur Sigríði Ingunni Ágústsdóttur, f. 8.4. 1959, húsmóður, og eiga þau fjögur börn. Systkini Jóns era Jakob, f. 1917, d. 1992, bóndi og póstur í Skaftafelli í Ör- æfúm; Valgerður, f. 1918, húsmóðir, nú á Hrafn- istu í Hafnarfirði; Anton, f. 1920, d. 1993, bifreiðar- stjóri í Vík í Mýrdal; Guðrún, f. 1922, d. 1999, húsmóðir í Reykjavík; Guðfinna, f. 1923, d. 1998, húsmóðir í Reykjavík; Sólveig, f. 1924, hús- móðir í Reykjavík; Guðlaug Sigur- laug, f. 1926, húsmóðir í Vík í Mý- dal; Einar, f. 1927, d. 1996, starfsmað- ur hjá Isal, búsettur í Mosfellsbæ; Guðbjörg, f. 1929, húsmóðir á Sel- fossi; Ester, f. 1931, húsmóðir í Vík í Mýrdal; Ema, f. 1932, húsmóðir í Reykjavík; Þorsteinn, f. 1933, d. 1999, bifreiðarstjóri í Reykjavík; Svavar, f. 1936, bóndi að Fagrahóli í Fljótshlíð; Guðlaug Matthildur, f. 1938, húsmóðir í Vík í Mýrdal. Foreldrar Jóns voru Guðlaugur G. Jónsson, f. 1894, d. 1984, pakkhús- maður hjá Kaupfélagi Vestur-Skaft- fellinga í Vik í Mýdal, og k.h., Guð- laug Matthildur Jakobsdóttir, f. 1892, d. 1938, húsmóðir. Jón og Margrét og böm þeirra taka á móti gestum í Harðabóli í Mosfellsbæ, félagsheimili hesta- manna, sunnudaginn 3.10. frá kl. 14.00-18.00. Jón Guðlaugsson. Jón Gunnar Guðmundsson Jón Gunnar Guðmundsson, fyrrv. stýrimaður og skipstjóri, nú lager- stjóri, Furabergi 7, Hafnarfirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jón Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til 1960 og síðan i Kópavogi. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Kársnesskóla, hóf nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan farmannaprófi 1974. Jón Gunnar var stýrimaður á Bergþóri frá Keflavík að námi loknu og var auk þess á loðnuveið- um. Jón Gunnar og fjölskylda hans fluttu til Akureyrar 1978 og vom þar búsett til 1993. Þar var Jón Gunnar stýrbnaður og skipstjóri á togurum Útgerðarfélags Akureyr- inga. Þau flutti síðan aftur suður 1993. Jón Gunnar hætti til sjós um það leyti og er nú lagerstjóri hjá fyr- irtækinu Samhentir í Hafnarfirði. Fjölskylda Jón Gunnar kvæntist 29.5. 1971 Margréti Völu Grétarsdóttur, f. 16.7. 1951, húsmóður og starfsmanni við Setbergsskóla. Hún er dóttir Grét- ars Óttars Gíslasonar, f. 1932, og Kristínar Baldvinu Jónsdóttur, f. 1929. Böm Jóns Gunnars og Margrétar Völu eru Bald- vina Guðrún Jónsdóttir, f. 26.2. 1972, hárgreiðslu- kona í Hafnarfirði, en maður hennar er Gutt- ormur Pálsson og era böm þeirra Andrea og Valmar; Jón Daníel Jóns- son, f. 21.8.1975, sjómaður í Hafnarfirði en dóttir hans er Daníela Líf; Am- ar Valur Jónsson, f. 21.5. 1988, nemi. Systkini Jóns Gunnars em Kristinn Guðmundsson, f. 1954, búsettur í Danmörku; Ólafur Sveinn Guðmundsson, f. 1958, starfsmaður Tölvu- mynda í Reykjavík; Guð- rún Hrefna Guðmunds- dóttir, f. 1960, sölumaður í Reykjavík. Foreldrar Jóns Gunnars: Guðmundur Karlsson, f. 1919, d. 1979, blaðamaður við Vísi og slökkviliðs- maður hjá Slökkviliði Reykjavíkur, og Anna Guðný Jónsdóttir, f. 1930, húsmóðir. Jón og Vala taka á móti ættingjum og vinum að heimili sínu, Furubergi 7, Hafnar- firði, laugardaginn 2.10. eftir kl. 19.00. Jón Gunnar Guðmundsson. Andlát Ingvar J. Helgason Ingvar Júlíus Helgason forstjóri.Vonarlandi við Sogaveg, Reykjavík, lést í Reykjavík 18.9. sl. Jarðarför hans fer fram frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 28.9. kl. 13.30. Starfsferill Ingvar fæddist að Vífils- stöðum 22.7. 1928 og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1948. Ingvar hóf þá störf hjá Helga Lámssyni frá Klaustri, sem rak Packard-umboðið, Fataverksmiðj- una Sunnu og sá um útgáfu tímarits Jónasar Jónssonar, Ófeig. Hann starfaði síðan hjá Innkaupastofnun ríkisins 1951-60. Ingvar sneri sér alfarið að rekstri eigin fyrirtækis, Ingvar Helgason hf., 1960 sem þá flutti inn leikföng og gjafavöra og seldi í heild- sölu. Fyrirtækið hóf síð- ar innflutning og sölu bifreiða 1963, fyrst Trabant en síðan bættust við Wartburg, Nissan og Subaru. Einnig flytur fyrirtækið inn landbún- aðarvélar og tæki, þ.á m. Massey Ferguson drátt- arvélar, Linde lyftara o.m.fl. Árið 1993 stofnaði Ingvar og fjöl- skylda hans fyrirtækið Bílheima ehf. sem flytur inn Opel, Isuzu, Saab og GM bifreiðar. Ingvar var meðal stofnenda Junior Chamber á íslandi og var fyrsti forseti sambandsins 1960-61. Hann átti sæti í stjóm BU- greinasambandsins 1984-88. Ingvar var sæmdur riddarakrossi fálka- orðunnar 1999. Fjölskylda Ingvar kvæntist 13.11. 1948 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Guðmundsdóttur, f. 19.6. 1926, for- stjóra Bjarkeyjar ehf. Hún er dóttir Guðmundar Ágústs Jónssonar og Elísabetar Einarsdóttur. Böm Ingvars og Sigríðar era Helgi, f. 9.4. 1949, framkvæmda- stjóri, kvæntur Sigríði Gylfadóttur en fyrri kona hans var Halldóra G. Tryggvadóttir sem er látin; Guö- mundur Ágúst, f. 13.4. 1950, fram- kvæmdastjóri og formaður HSÍ, kvæntur Guðríði Stefánsdóttur; Júl- íus Vifill, f. 18.6.1951, framkvæmda- stjóri og borgarfulltrúi, kvæntur SvanhUdi Blöndal; Júlía Guðrún, f. 7.8. 1952, sérkennari, gift Markúsi K. MöUer; Áslaug Helga, f. 21.6.1954, kennari; Guðrún, f. 20.7. 1955, sölu- stjóri Bjarkeyjar ehf., gift Jóhanni G. Guðjónssyni; Elísabet, f. 20.7. 1955, d. 24.6. 1958; Elísabet, f. 5.9. 1957, framkvæmdastjóri Bjarkeyjar ehf., gift Gunnari Haukssyni; Ingv- ar, f. 5.6. 1960, læknir, kvæntur Helgu H. Þorleifsdóttur. Bamaböm Ingvars og Sigríðar em nú tuttugu og fimm talsins. Systkini Ingvars: dr. Guðrún Pálína, f. 19.4. 1922, fyrrv. skóla- stjóri; dr. Láms Jakob, f. 10.9. 1930, yfirlæknir; Sigurður, f. 27.8.1931, d. 26.5.1998, fyrrv. sýslumaður á Seyð- isfirði; Júlíus f. 24.12. 1936, d. 27.2. 1937; Júlía, f. 14.7. 1940, d. 17.6. 1950. Foreldrar Ingvars vom dr. Helgi Ingvarsson, f. 10.10. 1896, d. 14.4. 1980, yfirlæknir á Vífilsstöðum, og k.h., Guðrún Lárusdóttir, f. 17.3. 1895, d. 4.3. 1981, húsmóðir. Ætt Systur Helga vom Ingunn, amma Vigfúsar Ingvarssonar, pr. á EgUs- stöðum, og Soffia, borgarfuUtrúi í Reykjavík, amma Sveinbjamar I. Baldvinssonar rithöfundar. Helgi var sonur Ingvars, pr. á Skeggja- stöðum, Nikulássonar. Móðir Ingv- ars var Oddný, systir Jóns, langafa Jónatans, föður HaUdórs, fyrrv. for- stjóra Landsvirkjunar. Oddný var dóttir Jóns dýrðarsöngs í Hauka- tungu, Pálssonar. Móðir Helga yfirlæknis var Júlía, systir Páls á Þingskálum, afa Magn- úsar Kjaran stórkaupmanns, foður Birgis alþm. Júlía var einnig systir Jóns, afa Jóns Helgasonar, skálds og prófessors. Júlia var dóttir Guð- mundar, ættfoður Keldnaættarinn- ar, Brynjólfssonar, b. á Vestri- Kirkjubæ, Stefánssonar, b. í Árbæ, Bjamasonar, ættföður Víkingslækj- arættar, HaUdórssonar. Guðrún Lárusdóttir var systir Páls, föður Lámsar leikara. Guðrún var dóttir Lámsar, smáskammta- læknis í Reykjavík, Pálssonar, b. í Amardrangi í Landbroti, Jónsson- ar, pr. á KálfafeUi, Jónssonar. Móð- ir Páls var Guðný Jónsdóttir, eld- prests, Steingrímssonar. Móðir Guðrúnar Lárusdóttur var Guðrún Þórðardóttir frá Höfða á Vatnsleysuströnd. Móðir Guðrúnar var Sesselja Þórðardóttir. Áskrifendur fá I im< i: aukaafslátt af Smáauglýslngar smáauglýsingum DV Ingvar J. Helgason. Hl hamingju með afmælið 28. september 85 ára Kristín Grímsdóttir, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. 80 ára Ástdís Aradóttir, Kárastíg 6, Reykjavík. Guðmundur Sigurðsson, Ósi, Breiðdalshreppi. Ingólfur Hallsson, Steinkirkju, Hálshreppi. Margrét Sveinbjömsdóttir, VíðUundi 25, Akureyri. Nikulás Guðmundsson, Sólheimum 25, Reykjavík. Þuríður Briem, Mánagötu 11, Reyðarfirði. 75 ára Elísabet Eggertsdóttir, Garðavegi 19, Hvammstanga. 70 ára Gunnþórunn Friðriksdóttir, Lækjarósi, Dýrafirði. Eiginmaður hennar var Jón K. Valgeirsson, bóndi að Lækjarósi, sem lést í vor. Anna Pálsdóttir, Lundargötu 4, Reyðarfirði. Hans Randversson, Norðurgötu 54, Akureyri. Magnús Jónasson, Hjallastræti 25, Bolungarvík. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Öxl I, Sveinsstaðáhreppi. 60 ára Eðvarð Guðmundsson, Stórateigi 29, MosfeUsbæ. Halldór Bemódusson, Helgubraut 17, Kópavogi. Kristín Guðbjartsdóttir, Neðstaleiti 2, Reykjavík. Pálína Gústafsdóttir, Fossvegi 6, Siglufirði. Sigrún Andrewsdóttir, Brúnastekk 11, Reykjavík. Sigurbjörg Forberg, Grjótaseli 9, Reykjavik. 50 ára Einar K. Sigurgefrsson, Marargrund 14, Garðabæ. Kolbrún M. H. Jónsdóttir, Esjugmnd 44, Reykjavík. Kristinn Valdimarsson, Ránargötu 19, Reykjavík. Margrét MöUer, Húsalind 22, Kópavogi. Ragnheiður Einarsdóttir, Álftárósi, Borgarbyggð. 40 ára Anges Kragh Hansdóttir, Brekkubyggð 14, Garðabæ. Brigitte Bjamason, SólvöUum 15A, Austur-Héraði. Elínborg Gísladóttir, Barmahlíö 38, Reykjavík. Erna Gísladóttir, Bogaslóð 20, Höfn. Guðmundur Jóhannesson, Hrísateigi U, Reykjahreppi. Guðmundur Guðlaugsson, Svarfaðarbraut 22, Dalvík. Jóhann Pétur Guðjónsson, Grundarbraut 41, Ólafsvík. Karl Friðrik Thomsen, Keflavíkurgötu 23, HeUissandi. Katrín Hulda JúUusdóttir, Austurströnd 10, Seltjamamesi. Kristín G. Klemensdóttir, Botnahlíð 29, Seyðisfirði. Láms G. Valdimarsson, Aðalstræti 27, fsafirði. Sesselja I. Jósefsdóttir, Teigagerði 17, Reykjavík. Þorvaldur S. Benediktsson, Eiðum, Austur-Héraði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.