Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
15
Tíska
Ofurfyrsætan Eva Herzigova skartar hér hvítum
kvöldkjól eftir ítalska hönnuðinn Marchese
Coccapani á tfskuvikunni f Mílanó. Kvenleg
snið og Ijósleit efni voru áberandi í sumarlínu
Coccapanis fyrir árið 2000.
Stuttir toppar og pínupils
halda greinilega áfram að
vera f tísku næsta sumar.
Fötin koma úr smiðju tísku-
hönnuðanna Stefanos
Gabbana og Domenicos
Dolce en þeir voru að
sjálfsögðu mættir með vor-
og sumarlínuna fyrir árið
2000 á tískuvikuna sem nú
stendur yfir í Mílanó á Ítalíu.
Alþjóðleg hársýning var haldin í Sofíu f
Ungverjalandi um helgina og voru brúðar-
greiðslur áberandi. Greiðslan hér að ofan
er verk hins virta hárgreiðslumeistara,
Tamöru Mihalevu.
■ -
áfk
Plastefni voru áberandi í
sumarlfnu japanska tísku-
hönnuðarins Michíko Koshin-
os sem var síðastur til að
kynna fatnað sinn f tfskuvik-
unni í London.
Koshino hefur alltaf þótt
djarfur í hönnun sinni og olli
aðdáendum sínum svo sann-
arlega ekki vonbrigðum í
þetta sinn. Framtíðarfatnaður
var hins vegar lítt áberandi á
tískuvikunni í London og
þótti Koshino skera sig
skemmtilega úr.
|P' •: >
,
Tískuvika í London og Mílanó:
Svart ekki
lengur 1
tisku
Ofinn toppur í flegnari
kantinum var meðal
þess sem tískuhönnuð-
urinn Copperwheat
Blundell vill sjá konur
skarta sumarið 2000.
Fatalína Blundeils var
kynnt á tískuvikunni í
London sem nú er ný-
lokið.
Tískuvikunni í London er nýlokið en tískuvikan í
Mílanó er nýhafin. Það er vor- og sumartískan fyrir
árið 2000 sem er í brennidepli og sjaldan ríkt jafnmik-
il eftirvænting og nú enda árþúsundaskipti í vændum.
Það er álit margra þeirra sem fjalla um tísku að
ekki hafi áður jafhmargir hönnuðir leitað hugmynda í
fortíðinni. Svokallaður framtíðarfatnaður hefur verið
ótrúlega litið áberandi, helst hjá japanska hönnuðin-
um Koshino, en þess í stað hafa kvenlegar
línur, mildir litir og áferðafalleg efni
verið látin njóta sín. Þá þykir það tíð-
indum sæta að á tískuvikunni í
London har óvenjulítið á svörtum
fatnaði. Haft var eftir tískuhönnuð-
inum Paul Smith að löngu og erf-
iðu tímabili svarta litarins væri
nú loks lokið. Bjartir litir bæru
vott um bjartsýni við upphafi
nýrrar aldar. Bjkinj og peysa ættu að henta
vei hér á landi en hugmyndin er
ættuð úr Blumarine-tískuhús-
inu. Sundfatatíska Blumarine
þykir afar glæsileg og hlaut
mikið lof í Mílanó.