Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Síða 24
40 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 Hringiðan Hönnuðurinn Jeremy Scott tók sér frí frá annasamri vinnu í Parfs til að geta verið viðstaddur kynningu Fut- urice sem er eitt viðamesta verkefni menn- ingarborga Evr- ópu árið 2000. Futurice, tfskuhönnunar- og margmíðlunarverkefni fyrir Reykjavík, menningarborg árið 2000, var sett af stað á Rex á laugardaginn. Þar voru kynntir þeir sem valdir voru til að standa að sýningum á næsta ári. Daníel Ágúst söngvari óskar hönnuðunum til hamingju með árangurinn. ■ Magnús Kjartansson opnaði sýningu í Galleríi f Sævars Karls á laugardaginn. Sýninguna nefnir I hann „Uppstiliingar" og er það önnur sýning hans hjá Sævari Karli á þessu ári. Sigurður Páls- son og lístamaðurinn rabba saman á opnuninni. Þórunn Lárusdóttir leikkona og Helena Jónsdóttir danshöf- undur röbbuðu sam- an i hléi á leikritinu Vorið vaknar eftir Frank Wedekind sem frumsýnt var í Borg- arleikhúsinu á laug- ardaginn. Tónlistarmenn munu setja ^^gaslllPy-al mark sitt á Futurice-hönnunar- verkefnið á næsta árið. Björk, Móa og GusGus eru meðal þeirra sem taka þátt í verkefninu. GusGus-mennirnir Stefán Baidursson og Magnús Jónsson spá í spilin á Rex. Ellý, sem eitt sinn var kennd við hljómsveitina Q4U, opnaði sýningu á málverkum í Gallerí Horninu á laug- ardagskvöldið. Að sjálfsögðu voru hinir meðlimirnir í hljómsveitinni mættír á staðinn. Listakonan er hér með þá Daníel Pollok og Ingólf Júlfusson sinn upp á hvorn arminn. A föstudaginn flutti Metró úr Hallarmúlanum í nýtt og betra húsnæði f Skeifunni 7. Af þessu tilefni var slegið upp léttri veislu í hinum nýju húsakynn- um. Bergur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Metró, hélt létta tölu í tilefni dagsins. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri og Edda Kristjánsdóttir, kona hans, voru meðal gesta á frumsýningu nýju fslensku kvikmyndarinnar, Ungfrúin góða og húsið, sem I frumsýnd var f Háskólabfói á 1 föstudaginn. Ungfrúin góða og húsið í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur var frumsýnd í Háskólabíói á föstudaginn. LeikkonanTristan, Stefán Arni úr Gus Gus, Vídas og fatahönnuðurinn Fil- ippía voru meðal frumsýningargesta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.