Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 Sport i>v íslandsmótinu í enduró lauk um helgina: Erfið lokakeppni Síðasta umferðin í íslands- meistaramótinu í enduro fór fram á laugardaginn. Keppnin var haldin á nýju svæði Vél- hjólaíþróttaklúbbsins við Lykla- fell sem klúbburinn fékk úthlut- að fyrir skömmu frá Kópavogi og Seltjarnamesbæ. Svæðið allt er mjög skemmti- legt og býður upp á marga möguleika i keppni sem þessari en eini mínusinn við það er veg- arslóðinn upp að því sem laga þyrfti hið fyrsta. Bryddað var upp á þeirri nýbreytni að hafa sérstaka áhorfendaleið eða „special test“ í miðri keppninni. 7 hringir voru fyrst eknir á undan áhorfendaleiðinni og aft- ur 7 á eftir í öfuga átt. í braut- inni voru svo ýmsar þrautir sem reyndu mjög á keppendur, eins og þungur sandur, grjót og urð, moldarskomingar og djúp- ir forarpyttir. Var það sam- hljóma álit keppenda að keppn- in hefði verið sú skemmtileg- asta en jafnframt sú erfiðasta á árinu. 39 keppendur hófu leik- inn og er það metþátttaka í akstursíþróttakeppni í sumar en aðeins 19 tókst að ljúka keppninni og var það hreinlega vegna þreytu frekar en bilana. Svæðið við Lyklafell er gamalt æfingasvæði hersins úr síðari heimsstyrjöldinni enda var keyrt í gömlum sprengigígum á hluta leiðarinnar. í fyrri hringjunum 7 fóru margir geyst af stað sem varð til þess að menn sprangu á limm- inu og voru það helst þeir sem sýndu jafna keyrslu sem tókst að klára þann hluta. Þegar líða tók á fyrri hlutann fóru moldar- skorningarnir að verða nokkuð grafnir eftir spólið í hjólunum þannig að eina leiðin upp úr þeim var oft að gefa í og sleppa hjólinu í þeirri von að það kæmist upp úr og klifra síðan upp á bakkann. Mynd- Eina leiðin upp úr skurðinum var á stóru gjöfinni og svo var bara að missa ekki takið. uðust biðraðir í skorningunum af þessum sökum þar sem mönnum gekk misvel að komast hreinlega of mikið að reyna að losa hjólin, oft stóð heldur varla meira en stýrið upp úr súpunni. Var það helst að þeir slyppu yfir sem þorðu að vera á stóru gjöfinni en það var samt ekki einleikið þvi engin leið var að sjá hvar var grunnt og hvar ekki. Fóru því leikar svo að aðeins 19 tókst að klára þessu erfiðu keppni og sumir þeirra ekki einu sinn alla hringina en ekið var í þremur stærðarflokkum og einum flokki eldri ökumanna. Þeir sem gátu lokið allri keppninni vora: Einar Sigurðsson, Viggó Viggóson, Guðmundur Sigurðs- son og Sölvi Ámason. Einar Sigurðsson vann þvi allar endurokeppnir sumarsins og er það vel að verki staðið í jafherfiðri íþróttagrein og hún er. Fast á hæla hans sóttu þó oft menn eins og Viggó, Reynir og Guðmundur, auk annarra, en lokastaðan í íslandsmeist- aramótinu varð þessi: Einar Sigurðsson, 60 stig, Viggó Viggósson, 40 stig, Guð- mundur Sigurðsson, 45 stig. Flokkur 1, tvígengishjól með stærri en 220 rúmsentímetra vél: Þar vann Einar allar keppn- irnar og náði því fullu húsi, eða 60 stigum. Flokkur 2, tvígengishjól með minni en 220 rúmsentímetra vél og fjórgengishjól með vél undir 440 rúmsentiímetrum: Jón B. Bjarnason vann loka- keppnina en í þriðja sæti varð Sölvi Árnason og vann hann með 44 stig. Flokkur 3, fjórgengishjól með vél yfir 440 rúmsentímetrum: Þar vann Þór Þorsteinsson síð- ustu keppnina en Helgi Valur . hafði unnið þá fyrstu og varð -myndir TP þvj fsian(jsmeistari með 20 stig Flokkur 4, 40 ára og eldri. Steini Tótu vann lokakeppnina i þeim flokki en íslandsmeistari varð Jón H. Magnússon með 50 stig. -NG 'hfmM a Þa er bara aö stiga af baki og losa græjuna. *■&■■■ ;*s® * • upp ur. Ahorfendaleiðin svokall- aða var ekkert voðalega áhorfenda- væn enda að mestu leyti hraðakstur á grænni torfu og söfnuðust áhorf- endur frekar á þá staði þar sem keppendum gekk illa eins og í seinni hluta keppninnar þegar stóri forarpytturinn fór að verða erfiður. Þegar hátt í 40 hjól eru búin að aka yfir hann 7 sinnum hvert var hann orðinn mikið skorinn og leðjan orö- in mjög þykk þannig að eina leiðin yfir hann var með happa-glappa-að- ferðinni. 23ESE. H wm Jæja, nú sit ég víst fastur. Stundum sátu 3-4 hjól föst í eðjunni Stundum var það líka svo að 3-4 hjól sátu föst í eðjunni og ökumenn þeirra óðu drulluna upp að mitti til að reyna að losa þau, stundum með dyggri hjálp áhorfenda. Reyndist það mörgum hreinlega ofraun að reyna að losa hjólin enda menn orðnir mjög þreyttir og átakið Hann er alveg pikkfastur, þessi fjandi!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.