Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 9 I>V Ótlönd Heimsbikátf^ motlð ITORFÆRU, Lokaumferð Lokaumferð Heimsbilcarmóts DV í torfæru / \ . , október. —^ W■—ir —,nn 2‘oWobe »9 M werta etaar ^ verður gert hlé og heppnlun. haldið álram kluhhan 13. —feaÉm www.visir.is/motorsport önaust jyrir flito Gríðarleg hersýning var haldin í Peking í morgun í tilefni hátíðar- haldanna. 50 ára afmæli Kínverska alþýðulýöveldisins: Hátíð undir eftirliti „Sósíalisminn er eina leiðin til að bjarga Kína,“ þrumaði Jiang Zemin, forseti Kína, i morgun af svölunum á Hliði hins himneska friðar þar sem Mao Zedong lýsti yfir stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins 1. október 1949. í tilefni 50 ára afmælishátíðarinn- ar var í morgun haldin gríðarleg hersýning í Peking. Orrustuþotur, sprengjuflugvélar og eldsneytisvél- ar flugu yfir Torgi hins himneska friðar. Er forsetanum var ekið út af torginu í límósínu eftir Stræti hins eilífa friðar fram hjá hundruðum brynvagna og hermanna hrópaði hann: „Hvemig haíið þið það, félag- ar?“ „Þjónið þjóðinni," svöruðu her- mennimir áður en þeir hófu röskan gæsagang. Ráðgert var að um 500 þúsund óbreyttir borgarar tækju á eftir þátt í skipulagðri hátíðargöngu á svæð- inu. Með hersýningunni vill forset- inn styrkja stöðu sína og kynda undir þjóðemiskennd hjá borgur- unum. Ekki eru þó allir hrifnir. Kostn- aðurinn vegna hátíðarhaldanna er talinn geta numið miiljörðum ís- lenskra króna. Gríðarlegt öryggiseftirlit hefur verið í Peking undanfama daga. Stómm hluta borgarinnar var lok- að þegar í gær. Þeir sem búa nálægt miðborginni vora settir í útigangs- bann um miðjan dag í gær. Þeir mega ekki einu sinni opna glugga. Þeir sem dvelja á hótelum nálægt Torgi hins himneska friðar máttu ekki vera á herbergjum sínum í morgun á meðan hersýningin stóð yfir. Yfirvöld óttuðust leyniskyttur. Fjarskiptabúnaður fyrir farsíma og boðtæki var tekinn úr sambandi af ótta við fjarstýrðar sprengjur. Stríðsvagnarnir vöktu upp sárs- aukafullar minningar hjá mörgum Pekingbúum. Þeir minntust blóð- baðsins á Torgi hins himneska frið- ar fyrir 10 áram. Pekingbúar era þó ánægðir með andlitslyftinguna sem borg þeirra hefur fengið. Götur hafa verið breikkaðar og gangstéttir lagfærð- ar. íbúarnir eru einnig ánægöir með hreina loftið. Þeim 25 verksmiðjum, sem mest mengun kemur frá, var skipað að loka fyrir 10 dögum. Him- inninn varð að vera heiður vegna flugsýningarinnar í dag. Giuliani í mál út af Maríumynd Rudolph Giuliani, borgarstjóri í New York, hefur höfðað mál til að koma listasafninu í Brooklyn- hverfi úr húsakynnum i eigu borgarinnar. Borgarstjórinn varð svo móðgaður og reiður þegar for- ráðamenn safnsins neituðu að fjarlægja umdeilda Maríumynd af samsýningu breskra listamanna sem verður opnuð á morgun. Maríumyndin er skreytt með fílakúk og rifrildi úr klámtímarit- um. Kaþólikkar hafa margir hverjir reiðst með borgarstjóran- um sínum og saka safnið og lista- manninn um að ráðast ómaklega að kaþólikkum. Hert öryggisgler hefur nú verið sett fyrir framan hina umdeildu mynd. Toríæran

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.