Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 Sport Svíinn Henrtk Larsson. markaskorari Celtic. fær hér óbiíðar viðtökur frá varnarmanni Hapoeí í ieik iióanna í ísrael í aærkvöfd. Reuter Bjarni Jóhannsson þjálfar Fylki: Tek við góðu búi Bjami Jóhannsson knattspymu- þjálfari skrifaði í gær undir 2ja ára samning við úrvalsdeildarlið Fylk- is. Bjami hefur sem kunnugt er þjálfað Eyjamenn undan- farin þrjú ár með frábæram árangri en liðið varð tvíveg- íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari undir hans stjóm. Bjami tekur við af Ólafl Þórðarsyni, sem þjálfaði Fylki tvö síðustu tímabil en er nú orðinn þjálfari ÍA. Bjami var áður með Fylkisliðið árið 1994. „Ég tek við góðu búi af Ólafi en liðiö vann í sumar sannfærandi sig- ur í 1. deildinni undir hans stjóm. Það er búið að ganga frá samning- um við alla leikmenn og við munum skoða það á næstu dögum hvort við þurfúm að styrkja hópinn eitthvað fýrir næsta tímabil," sagði Bjami við DV eftir undirskriftina. Bjami hefúr náð best- um árangri aifra þjálíara í tíu liða efstu deild en hann hefur stýrt liðum sínum til 40 sigra og 14 jafntefla í 72 leikjum. Hann þjálfaði fyrst Þrótt í Neskaup- stað 1985, síðan Tindastól 1987-1990, Grindavík 1991-1992, var aðstoðar- þjálfari Ásgeirs Sigurvinssonar hjá Fram 1993, þjálfaði Fylki 1994, Breiðablik 1995 og ÍBV frá 1997 til 1999. -VS Birkir lánaöur til Lustenau Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður ÍBV, hefur verið lánaður til austurriska A-deildarliðsins Austria Lustenau. Aðalmarkvörður félagsins varð fyrir meiðslum og ljóst er að hann verður frá i einhvern tíma. Forráðamenn félagsins settu sig í samband við Birki og úr varð að Eyjamenn samþykktu að leigja hann í vetur. Reiknað er með að Birkir leiki sinn fyrsta leik fyrir Lustenau um helgina. -GH Badminton: Þrju stefna á Sydney Þrír islenskir badmintonmenn freista þess í vetur að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem frarn fara í Sydney næsta haust. Það era þau Tómas Viborg, Brynja Pétursdóttir og Sveinn Sölvason, og þau dvelja öll erlendis í vetur við æfingar og keppni. Tómas er í Sviþjóð þar sem hann er lykilmaður í Umeá, öðru sterkasta félagsliði Svía. Brynja og Sveinn eru bæði með félögum í Ár- ósum og öll þrjú munu þau taka þátt i 12-15 alþjóðlegum mótum í vetur. Til að komast á leikana þarf að vera ofarlega á heimslista Alþjóða badmintonsambandsins næsta vor, en hann er byggður á frammistöðu á alþjóðlegum mótum. „Það er erfitt að segja nákvæm- lega til um sæti en það komast 29 keppendur í einliðaleik og um 100 keppendur alls á leikana. Efstu 16 komast beint, en eftir það er kvóti á þjóðimar og hversu hátt okkar fólk þarf að komast fer því eftir því hve margir frá sterkustu þjóðunum verða í næstu sætum þar á eftir," sagði Broddi Kristjánsson landsliðs- þjáffari. Á nýjum heimslista sem kom út fyrir nokkrum dögum er Sveinn í 96. sæti og Tómas í 142. sæti í karla- flokki og Brynja er í 154. sæti í kvennaflokki. Sveinn var áður í 68. sætinu og hin í betri sætum en að undanfornu hefur verið mikið af mótum í Asíu og keppendur þaðan því margir hækkað sig talsvert. Nú er hins vegar tímabilið að hefjast í Evrópu og þá breytast hlutföllin á listanum á ný. -VS Goran endurráðinn hjá Stjömunni Goran Kristófer Micic skrif- aði í gær undir tveggja ára samning sem þjálfari knatt- spyrnuliðs Stjörnunnar sem vann sér á dögunum sæti í úr- valsdeildinni. Hann hefur stjómað Garðabæjarliðinu und- anfarin tvö ár. „Þetta hefur allt gengið sam- kvæmt áætlun til þessa. I fyrra var markmiðið að gefa ungum leikmönnum reynslu og búa í haginn fyrir framtíðina, og í ár var stefnan sett á að komast upp. Það tókst, og ég er sérstak- lega ánægður með það vegna þess að þetta er fyrsta árið sem ég er aðeins þjálfari, ekki leik- maður líka. Á næstu árum er stefnt að þvi að festa Stjörnuna í sessi sem sterkt úrvalsdeildar- lið, komast þar í efri hlutann og hætta þessu flakki á milli deilda sem hefur einkennt liðið undan- farin ár. Við ætlum llka að fá Garðbæinga á völlinn, þeir hafa látið sig vanta, en ég er viss um að þeir mæta vel þegar liðið fer að ná betri árangri,“ sagði Gor- an í samtali við DV. Hann sagði enn fremur að Garðbæingar ætluðu að styrkja lið sitt fyrir átökin næsta sum- ar. „Við verðum með sama hóp, að meðtöldum þeim Boban Rist- ic og Dragoslav Stojanovic sem verða kyrrir, og munum bæta við nokkrum sterkum leik- mönnum fyrir slaginn í úrvals- deildinni," sagði Goran Kristó- fer Micic. -VS Goran Kristófer Micic. þjálfari Stjörnunnar. 'J.Í- UEFA-BIKARINN 1. umferð, síðari leikir: (samanlögð úrslit i svigum) Levski Sofia - Hajduk Split 3-0 (3-0) Bologna - Zenit Petersburg 2-2 (5-2) Slavia Prag - Vojvodina ... 3-2 (3-2) Kilmarnock - Kaiserslaut. . 0-2 (0-5) St. Johnstone - Mónakó ... 3-3 (3-6) Ferencvárosi - Teplice .... 1-1 (2^4) Spartak Trnava - Graz AK . 2-1 (2-4) Lens - Maccabi Tel-Aviv .. 2-1 (4-3) Widzew Lodz - Skonto Riga 2-0 (2-1) Shakhtar Donetsk - Roda . . 1-3 (1-5) Bröndby - Amica Wronki . 4-3 (4-5) Kryvbas Kryvy - Parma ... 0-3 (2-6) Karpaty Lviv - Helsingborg 1-1 (2-4) Gautaborg - Lech Poznan . 0-0 (2-1) Nantes - Ionikos .........1-0 (4-1) Ankaragiicu - Atletico Mad. 1-0 (1-3) Juventus - Omonia Nicosia 5-0 (10-2) 01. Ljubljana - Anderlecht . 0-3 (1-6) Leeds - Partizan Belgrad . . 1-0 (4-1) Zimbru - Tottenham........0-0 (0-3) Newcastle - CSKA Sofia ... 2-2 (4-2) Hapoel Tel-Aviv - Celtic . . 0-1 (0-3) Celta Vigo - Lausanne .... 4-0 (6-3) Lokomot. Moskva - Lyngby 3-0 (5-1) Lierse - Zíirich .........3-4 (3-5) Dukla Banská - Ajax.......1-3 (2-9) Legia Varsjá - Anorthosis . 2-0 (2-1) Servette - Aris Saloniki ... 1-2 (3-2) Fenerbache - MTK Búdap. . 0-2 (0-2) Werder Bremen - Bodö ... 1-1 (6-1) Rapid Wien - Inter Bratisl. 1-2 (1-3) Club Brugge - Hapoel Haifa 4-2 (5-5) AEK Aþena - Torpedo Kut. 6-1 (7-1) Grasshoppers - AB ........1-1 (3-1) AaB - Udinese.............1-2 (1-3) Dinamo Búkarest - Benfica 0-2 (1-2) Lyon - HJK Helsinki.......5-1 (6-1) Osijek - West Ham.........1-3 (1-6) Vitesse - Beira Mar.......0-0 (2-1) Sporting Lissab. - Viking S. 1-0 1-3) PAOK - Lokomotiv Tbilisi . 2-0 (9-0) Panathinakíos - Gorica ... 2-0 (3-0) Deportivo - Stabæk........2-0 (2-1) Mallorca - Sigma Olomouc 0-0 (3-1) Vitoria Setubal - Roma ... 1-0 (1-7) Helgi Sigurdsson skoraði fyrra mark Panathinaikos í 2-0 sigrinum gegn Gorcia. Arnar Grétarsson lék síðasta hálf- tímann í liði AEK sem burstaði Torpedo, 6-1. Arnar var ekki á meðal markaskorara hjá AEK. Rikharóur Daðason og Auðun Helgason iéku báðir allan timann fyrir Viking Stavanger þegar liðið tapaði fyrir Peter Smeichel og félög- um hans í Sporting, 1-0. Norska liðið fer hins vegar áfram i keppninni eft- ir 3-0 sigur á heimavelli. Pétur Marteinsson og lið hans Sta- bæk er hins vegar úr leik eftir 2-0 tap gegn Deportivo La Coruna á Spáni en Stabæk vann fyrri leikinn, 1-0. Pétur lék allan tímann í liði Stabæk. Darren Huckerby tryggði Leeds sig- urinn gegn Partizan Belgrad. Alan Shearer og Paul Robinson skoruðu mörk Newcaste í 2-2 jafntefl- inu gegn CSKA Sofia. Hapoel Haifa sló Club Brúgge út á útimarkareglunni -GH Draumalið DV 1999: Eyþór fer til Frakklands - með Samvinnuferðum-Landsýn, aðrir vinningshafar fá úttekt í Spörtu Eyþór Ragnarsson, þrítugur Kópavogsbúi, datt í lukkupottinn í draumaliðsleik DV 1999. Lið hans, Seifu’46, fékk flest stig á tímabil- inu, alls 131 í umferðunum 18 í úr- valsdeildinni. Eyþór fékk því aðalvinninginn, sem er ferð fyrir tvo með Sam- '*> vinnuferðum-Landsýn á stórleik Frakklands og íslands í Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu sem fram fer í París laugardaginn 9. október. Aðrir vinningshafar í drauma- liðsleiknum fá úttekt í Spörtu að launum. Þeir fá gjafabréf send heim á næstunni. Vinningshafarn- ir eru eftirtaldir: 1.-4. umferð: Gísli Tryggvi Gíslason, Akureyri, Yorkes, og Birgir Örn Ólafsson, Hveragerði, FC Sól. 5.-9. umferð: Jóhannes Sigurðs- son, Vestmannaeyjum, Gullborg. 10.-14. rnnferð: Halla Björk Ragn- arsdóttir, Kópavogi, Hallgerður. 15.-18. umferð: Gísli Tryggvi Gíslason, Akureyri, Yorkes. Reykjavik: Halldór Jónsson, Feiti bakvörðurinn. Suðvesturland: Einar Árni Sig- urðsson, Seltjarnarnesi, FC Spart- akus, og Guðjón Árnason, Hafnar- flrði, Lídds. Vesturland: Kristín Jónsdóttir, Akranesi, Ó 6. Norðurland: Þorvaldur Freyr Friðriksson, Raufarhöfn, Lions- klúbburinn Diddi. Austurland: Bjartur Sæmunds- son, Neskaupstað, Explorer. Suðurland: Arilíus Smári Hauksson, Vestmannaeyjum, Jenna. Skiptingar Eyþórs gerðu útslagið Eins og hjá öðrum sigursælum framkvæmdastjórum byggðist sig- ur Eyþórs í draumaliðsleiknum á góðri uppstillingu og markvissum innáskiptingum. Lið hans, Seifu’46, var þannig skipað í upphafl íslandsmótsins og á eftir fara stig leikmannanna í sumar: Hjörvar Hafliðason, Val............-36 ívar Bjarklind, ÍBV.................18 Indriði Sigurðsson, KR.............. 5 Guðmundur Brynjarsson, Keflavík . -1 Alexander Högnason, ÍA ............-13 Hreiðar Bjarnason, Breiðabliki .... 35 Sigþór Júlíusson, KR................17 Páll V. Gislason, Leiftri............3 Arnór Guðjohnsen, Val...............28 .Marel Baldvinsson, Breiðabliki .... 11 Kristján Brooks, Keflavlk ..........35 Þetta lið hefði að óbreyttu endað í 13. sæti með 102 stig. En það sem gerði útslagið fyrir Eyþór voru þrjár breytingar sem hann gerði á liðinu eftir þrjár umferðir i úrvals- deildinni. Hann seldi þá Alexander, Pál og Amór og keypti i staðinn þessa þrjá: Sigursteinn Gíslason, KR...........23 Sinisa Kekic, Grindavík.............7 Bjarki Gunnlaugsson, KR ...........50 Eyþór fékk að sjálfsögðu ekki þau stig sem þremenningarnir höfðu þegar hlotið, en skiptingam- ar gáfu honum 29 stigum meira en upprunalega liðið hefði fengið og það réð því að Eyþór fer í drauma- ferðina til Frakklands næsta fóstu- dag ásamt stóram hópi íslenskra knattspýrnuáhugamanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.