Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 Spurningin Hvað finnst þér um að alþingi leyfi reykingar í matsal alþingis? Hörður Jónasson sölumaður: Ég er algjörlega á móti því. Andri Þorbjörnsson nemi: Mér finnst það slæmt fordæmi. Halldóra Harðardóttir nemi: Það ætti ekki að leyfa það. Gyða Rós Bragadóttir nemi: Það er fáránlegt. Þórður Sigurðsson aðalritari: Ríkið selur tóbakið svo það á að leyfa reykingar á íslandi. Eiríkur Jónsson nemi: Það er skítt. Lesendur Tilvistarvandi í sjávarplássi - bréf frá Hrísey „Farðu til Hríseyjar ef þú vilt vinna í fiski, þar færðu vinnu,“ var viðkvæðið hjá mörgum vinnumiðlunum. Verður Snorrabúð senn að „stekk“ í Eyjafirði? - Við bryggjusporð í Hrísey. Helgi Sigfússon í Hrísey sendi þennan pistil: Ekki er svo ýkja langt síðan að næga atvinnu var að hafa i Hrísey. Tiundað var í öllum fréttum að næga vinnu væri að hafa í Hrísey. „Farðu til Hríseyjar ef þú vilt vinna í fiski, þar færðu vinnu,“ var við- kvæðið hjá mörgum vinnumiðlun- um. Á örskotsstundu hefur dæmið snúist við. Nú er fátt fólk að vinna í Hrisey og bráðum verður þar enn færra fólk við vinnu. En kerfið er vitlaust og öfundin vex. Kaupfélag Eyfirðinga rak kraft- mikla útgerð í Hrisey. Undir vökul- um augum stjórnenda staðarins þróaðist vinnslan upp í að verða sú besta er þekktist og afraskturinn seldist í fínustu matvöruverslunum beggja megin Atlantsála. Ásamt venjulegri bolfiskvinnslu var i einu horni vinnslusalarins lítil pökkun- ardeild - og hún malaði gull. Hún malaði svo mikið gull að ýmsir vildu ná henni til sín, jafnvel grann- amir sem töldu sig meiri og betri - gátu ekki á sér heilum sér tekið sök- um öfundar Nú fóru í gang merkilegir og óskiljanlegir hlutir. Reyndar vissi enginn neitt í sinn haus. Stjórn- málamenn fóru að haga sér eins og fyrr er greint frá og sérfræðingar í efnahagsmálum hringsnerust og góluðu „færri og stærri útgerðarfyr- irtæki, sameining, sameining, sam- einist útgerðarmenn!" Enn var Kaupfélag Eyfirðinga eins og berg- numinn þurs með enga mótaða stefnu í sínum sjávarútvegsmálum. Félagið orðið reyndar svo skuldugt Valdís Atladóttir skrifar: Mér þótti með eindæmum leið- araskrif Jónasar Kristjánssonar um kjúklingaframleiðslu í DV þann 14. sept. sl. - Fullyrðing um að veik- indasprengja af völdum eins fram- leiðanda hafi orðið í þjóðfélaginu er hrein firra. Eða veit hann ekki um hvað málið snýst? Jónas undirstrikar í grein sinni þau hættumörk campylobacter-sýk- inga sem sett hafa verið í Noregi, sem sé 10%, en ég vil benda á að í viðtali við Jarle Reiersen dýra- lækni, sérfræðing í alifuglasjúk- dómum, í DV 28. júlí sl. segir hann að ráða varð grjótharðan banka- stjóra sem kaupfélagsstjóra. Sem sé: fullkominni gjörgæslu komið á. Nýi kaupfélagsstjórinn sá strax, að allt var í kalda koli og brjóta þyrfti all- an reksturinn upp. Hvað sjávarútveg KEA varðaði leit best út fyrir að „háeffa" hann og færa hann hægt og rólega yfir á Dal- vík, eins og draumur stjórnendanna hafði verið í meira en 10 ár. Eitt hlutabréf ofan í skúffu og Snæfell hf. varð til. Og úlfamir fundu blóð- lykt. Nú þegar eru stöndugir sæ- greifar komnir með klærnar i Snæ- að „um alian heim verði vart við gífurlega aukningu á campylobact- er-sýkingum í fólki, meira að segja á svæðum í Noregi og Sviþjóð þar sem þetta tengist alls ekki kjúkling- um“. Mánudaginn 6. september kemur fram á visir.is fréttatilkyning frá sóttvarnarlækni, Hollustuvernd rík- isins og yfirdýralækni þar sem seg- ir m.a. að rannsóknir bendi til þess að campylobacter-mengun sé ekki bundin við eitt bú heldur öll, með það fyrir augum að hægt sé að ráða niðurlögum þessa vanda, en það er það sem allir vilja, ekki hvað síst fell. Kvótinn þess er nógu eftirsókn- arverður og tapið líka. Ef stjómend- ur KEA hefðu haft bein í nefinu og haft „fólk í fyrirrúmi" eins og nám- skeiðið hét, sem allir starfsmenn KEA sóttu forðum (stjórnendurnir reyndar ekki) þá hefði þetta aldrei komið fyrir Hrísey. Fyrst stjórnendur KEA þurftu endilega að breyta hlutunum þá átti að stofna hlutafélag um útgerð KEA í Hrísey. Þannig hefði þekkingin og öll þróunarvinnan sem Hríseyingar eru búnir að láta af hendi haldist áfram í eynni. þeir sem standa að framleiðslunni. Það hefur oft komið fram í viðtöl- um við þá sérfræöinga sem standa að rannsókninni að rétt meðhöndlun matvæla komi í veg fyrir sýkingu. Við 70 gráður drepst þessi baktería og ég veit af fenginni reynslu að eng- inn kjúklingur verður „ólseigur" vð það hitastig. Frá því ég man eftir hefur verið lögð áhersla á að það ætti að elda fugla- og svínakjöt með þeim hætti og þar að auki ætti að gæta fyllsta hreinlætis en það gerir maður að sjálfsögðu við alla mat- vöru, hvort sem hún hefur einhvem tíma flogið eður ei. Bankabækur í Búnaðarbanka Hanna Pálsdóttir, aðstoðarm. bankastjórnar, skrifar: Vegna greinar sem birtist í DV í gær undir fyrirsögninni „Banka- bækur brátt ógildar og afskráðar" vill Búnaðarbankinn upplýsa eftir- farandi: Banka- bækur verða í gildi i Búnaðar- bankanum eftir- leiðis sem hingað til. í hönnun og gerð á nýju afgreiðslukerfi Búnað- arbankans, sem tekið var í notkun á sl. ári, var sérstaklega gert ráð fyrir möguleikanum á notkun sparisjóðsbóka framvegis vegna þess að Búnaðarbankinn veit að fjölmargir viðskiptavinir kjósa fremur að vera með sparisjóðsbók en bókarlausan sparireikning. Þess vegna býður Búnaðar- bankinn val milli bóka eða bókar- lausra reikninga fyrir eftirtalda innlánsreikninga: Almenna bók, Gullbók, Metbók og Eignalífeyris- bók, (fyrir 65 ára og eldri). Skipstjóri kveinkar sér Elín Guðmundsdóttir skrifar: Ekki er gott að verða atvinnu- laus. Það á að sjálfsögðu við alla þegna þjóðfélagsins. En ég hugs- aöi mitt við lestur fréttar í DV um skipstjóra sem verður nú at- vinnulaus, að sögn, í fyrsta sinn á ævinni, eftir 40 ár til sjós. Ég reikna nú með að þessi góði mað- ur hafi ekki haft nein sérstök lág- laun, a.m.k. ekki á skipstjórnarár- um sínum. Þess vegna vorkenni ég honum ekki þótt hann hafi fest kaup á dýru einbýlishúsi á Þing- eyri. Menn á þessum aldri hljóta að hafa einhverja fyrirhyggju. Ég og minn maður höfum barist i húsakaupum hér í þéttbýlinu og sjáum ekki enn fram úr málunum en munum berjast áfram eins og aðrir. Bestu óskir til Þingeyrar. Gámaþjónustu fyrir öll börn Móðir fimm barna hringdi: Ég las frétt um að á Akureyri hefði verið komið upp aðstöðu fyrir mæður sem fara í likams- rækt þar nyrðra og þurfa að taka börnin með. Boðið er upp á að- stöðu í gámum fyrir bömin á meðan á æfingum stendur hjá mæðrunum. Hvers vegna ekki að taka upp svipaða þjónustu hér í borginni? Ég hef lengi hugsað mér að fara að gera eitthvað fyrir skrokkinn á mér en á bágt með að fara frá þótt tvö bömin séu á leik- skóla. Þrjú yngstu börnin em enn heima og ég þæði sannarlega svona lausn. Ég legg því til að gámaþjónusta verði tiltæk við all- ar stærri líkamsræktarstöðvar. Krafan hlýtur að vera: Gámaþjón- ustu fyrir öll börn. Campylosýking á kjúklingabúi: Engin veikindasprengja Ríkissjónvarpið verði selt Guðbjörg Jónsdóttir skrifar: Þaö var eftirtektarvert að lesa um ályktun sem samþykkt hafði verið á fundi framkvæmdastjórnar Sam- bands ungra jafnaðarmanna nýlega þar sem þeir mótmæltu nýrri ríkis- rekinni sjónvarpsrás. Þetta er eftir- tektarvert vegna þess að enginn annar aðili innan stjómmálaflokk- anna íslensku hefur látið frá sér fara orð um þessa hugmynd Ríkis- útvarpsins, um nýja sjónvarpsrás, sem aðallega er kannski hugsuð sem viðbótarrás fyrir íþróttir sem tröllríða sjónvarpinu í dag. En Samband ungra jafnaðar- manna ályktuðu líka um að hafinn [Ul®fllftn[p)/g\ bJónusta allan sólarhrínginn m Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem blrt verða á lesendasíðu Jafnaðarmenn hafa mótmælt nýrri ríkisrekinni sjónarpsrás og vilja hefja undirbúning að sölu Ríkisútvarpsins - sjónvarps. yrði nú þegar undirbúningur að sölu Ríkisútvarpsins - sjónvarps. Þessi ályktun ungra jafnaðarmanna er feiknalega tímabær, einmitt nú þegar aðrar og nýjar sjónvarps- stöðvar eru aö koma á markaðinn, sumar alfarið áhorfendum að kostn- aðarlausu, þ.e. frí áskrift. Hvar eru nú aðrir stjórnmálaflokkar og spek- ingar þeirra? Margir bíða áreiðan- lega eftir skoðunum þeirra um sölu Sjónvarpsins. Sama forseta áfram Guðjón Sigurðsson skrifar: Ég vil þakka DV fyrir frábæran fréttaflutning af málefnum forset- ans okkar að undanfórnu og sem að mestu leyti má rekja til sam- bands hans við nýja konu sem hann er að þróa tilfínn- ingaar til, ásamt ást á sinni látnu eig- inkonu, eins og harm komst svo vel að orði. Skrif um málið aflt hafa verið lifandi og skemmti- leg og komið því vel til skila sem um var fjallað. Einnig um óheppni forsetans í utanbæjar- ferðinni. Þetta er þjóðhöfðingi sem lætur að sér kveða en bregst jafnframt óvenju skemmtilega við atburðarásinni. Maður fær þó eitthvað fyrir peninginn frá þessu embætti, og öll skemmtilegheitin. ekki fæst það frá pólitíkusunum. Ég myndi kjósa sama forseta áfram bjóði hann sig fram á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.