Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 13 Líkamsrækt Það er ákaflega óhollt að vera of þungur. - Þetta stendur í mörgum bókum og hefur verið rannsakað 1 átjánhundruð há- skólum í útlöndum. Of þungt fólk fær hjartaáfall ef það gengur hratt upp stiga. Á leiðinni mæð- ist það ákaflega. Flestir deyja á sjö- undu hæðinni, en þá hætta þeir að mæðast. En svona er lífið. En það þarf víst ekki að vera svona því að um daginn var potað inn um bréfarifuna mína, sem er of smávaxin fyrir Moggann, auglýsingapésa frá ágætri líkamsræktarstöð sem ætl- aði með réttu mataræði og hollri hreyfingu að láta mig - allt að því hverfa - á sjö vikum. Virðisaukaskattur innifalinn Stöðin var sem sagt reiðubúin að fækka aukakílóunum mínum, breyta hlutfalli vöðvamassa og fitu til hins betra og svo átti þar að auki að gera hitt og annað, sem ég skildi ekki, en hefði ábyggilega gert mér gott ef ég hefði notfært mér það. Allt þetta ætlaði stöðin að gera á álíka löngum tíma og menn eru að ganga fimmtíu kílómetra með mjaðmahnykk á ólympíuleikum. í lokin var þess getið, að ef maður lifði hremmingamar af gæti mað- ur orðið kyntröfl á þremur mánuð- um sléttum. - „Vá,“ hugsaði ég. Einnig fannst mér jákvætt hvað þetta kostaði lítið. Ef maður keypti 48 mánaða kort kostaði þetta nánast ekki neitt. Utlit Eins og aflir vita á maður ekki að líta út eins og maður lítur út. Miðað við aldur og fyrri störf, eins og stundum er sagt, flnnst mér að ég ætti að líta út eins og Sean Connery. Ég lít hins vegar út eins og bensíntankur. En samkvæmt bæklingnum góða á mér að takast að verða eins í vextinum fljótlega og Arnold Schwarzenegger af því að ég er ekki kvenfólk. Kvenfólkinu á að takast, á tvöfoldum hraða hljóðsins, að verða í vextinum eins og hrifuskaft. Til að ná þessum ár- angri á að fetta sig og bretta í þar til gerðu húsnæði á pöllum og spinningi. Svo fer maður í ljós og verður útfjólublár. Þetta gerir maður í áföngum og byrjar hægt og rólega. Það er ekki talið hollt að drepa sig hratt. Ef marka má bæklinginn kostar það sáralítið að togna og fá harð- sperrur en þar að auki getur mað- ur fengið til liðs við sig einkaþjáif- ara ef maður vifl til dæmis slita í sér hásin á þremur sekúndum eða svo. En það verður að borga fyrir það aukalega. Að þessu loknu er mönnum ráðlagt að teygja sig. I mínu ungdæmi helst sem minnst og fór létt meö það, teygði sig aldrei kerfisbundið, stundaði ekki aðra líkamsrækt en þá sem fólst í erfiðisvinnu til sjáv- ar og sveita og fékk borgað fyrir það. - Skít á priki. Samt fitnaði mað- ur og hlutíollin á milli vöðva og líkamsfitu brengluðust svo ræki- lega með árunum að samkvæmt ástandi mínu í dag, miðað við út- reikninga líkamsræktarstöðva sem vilja manni allt hið besta fyr- ir hæftíega þókn- un, ætti ég að vera dauður fyrir löngu. En þrátt fyrir alla útreikninga sér- fræðinga likams- ræktarstöðva heimsins er al- mennt álit á mínu heimili að ég sé lifandi. Hins veg- ar er stundum kvartað yfir því að ég láti það ekki nógu oft og ræktíega í ljós. En það er auðvitað önnur saga. Benedikt Axelsson Kvenfólkinu á að takast á tvöföldum hraða hljóðsins að verða í vextinum eins og hrífuskaft með því að fetta sig og bretta á pöllum og spinningi, segir Benedikt m.a. Kjallarinn Benedikt Axelsson skólasafnskennari í mínu ungdæmi gerði maður „í mínu ungdæmi gerði maður helst sem minnst og fór létt með það, teygði sig aldrei kerfisbund- ið, stundaði ekki aðra líkams- rækt en þá sem fólst í erfiðis- vinnu til sjávar og sveita og fékk borgað fyrir það. “ Stjórnarskrá Það er erfitt að hengja bakara fyrir smið en þeir fáu einstaklingar innan stjórnkerfisins sem sjá og eða þykjast sjá gallana en halda samt áfram að koma aftan að sak- lausu fólki þeir verða að taka af skarið og ganga út og neita að vinna óhæfuverkin, vtíji þeir vera menn. Hver er sinnar gæfú smiður. Kvótakerfið hrynur Umfang þeirra máia sem eru að gerjast um þessar mundir gegn óréttlæti og ofbeldi í nafni laga og viðgengist hefur vegna einangrun- ar og fjárskorts þeirra sem hvað harðast hefur verið brotið á er gríðarlega mikið en mun brátt brjótast fram með afli réttlætisins. Það er öllum landsmönnum ljóst sem eitthvað þekkja til innan geira sjávarútvegsins að öll lögin sem kvótakerfið byggist á hafa orðið til á fundum hagsmunaðtía þess, svo sem á fiskiþingum. Fyrirmæli um framhaldið eru síðEU send til löggjafans og verða að lögum sem síðan er breytt jafn- vel á mánaðarfresti, ef það hentar hagsmunaðilum. Hundurinn í þessu rugli öllu liggur svo grafinn í fátækt íslendinga á hæfum for- ystuaðilum í stjómarandstöðu- geiranum. Það er hastarlegt að einn maður sem er auk þess kominn á þann aldur að hann ætti að geta farið að slappa af skuli sjá sig tilneydd- an að grípa inn í allt ruglið, reyna að freista þess að bjarga því sem hægt er í þágu komandi kyn- slóða. Þetta er viðingarvert og ætti að vera í há- vegum haft af al- menningi í stað þess að of margir veitast að hon- um, án þess að veita því athugli að of margir búa i litlu glerhúsi, sem gæti brotnað undan smá steinvölu. Mál mitt á hendur Þróunarsjóði Það mun verða byggt upp á eft- irtöldum greinum í stjórnar- skránni, gr. 65 og 67, 72 og 7. í öll- „Þjóðargjöfín í ár ætti að vera full viðurkenning, bæði í orði og á borði, á fyrsta kafla laga um stjórn fískveiða. Arður upp á 10% af uppvegnu afíaverðmæti ætti að verða hlutur samfélagsins. Það má meta á 7 milljarða króna ár- lega, miðað við núverandi heildar- afíamagn.u lýðveldisins um þessum grein- um er að finna ástæður sem mót- mæla þeirri máls- meðferð sem flestir urðu að þola af hálfu Þróunarsjóðs í árás hans á smá- bátaflotann og hófst haustið 1996 og átti að standa fram að áramótum 96-97 en var framlengt í tvö og hálft ár. Máli þessu mun verða flýtt svo sem unnt er hér heima því það mun verða út- kljáð fyrir ákveðn- um mannréttinda- dómstóli. Atlaga Þróunar- sjóðs hófst með blekkingum því sannleikurinn er sá að árásin hófst meö meira kappi en forsjá og veigamiklar upplýsingar gefnar sem ekki var staðið við. Þetta vita of margir til að unnt sé að þræta. Eru til svo lokaðir menn? Það eru beinlínis heimskir menn sem halda að það gangi að vissir aðilar geti hirt milljarða frá sameign þjóðarinnar með þeim hætti að selja atvinnumöguleik- ana frá byggðarkjömum og þorp- um á landsbyggðinni og gert fast- eignir verðlausar. Að fáeinar fjöl- skyldur geti eignað sér landgrunn- ið og spillt því að vild með yfirdregnum veið- arfærum og nýtt það innan 200 mílnanna eins og sjálfendurnýj- andi fiskeldisstöð. Það er óhugsandi, jafnvel á íslandi, að almenning- ur horfi lengur upp á slíkt athæfi. Það sýður bráðlega upp úr. Þjóð- argjöfin í ár ætti að vera fufl viðurkenning, bæði í orði og á borði, á fyrsta kafla laga um stjóm fiskveiða. Arður upp á 10% af uppvegnu aflaverðmæti ætti að verða hlutur samfé- lagsins. Það má meta á 7 milljarða króna ár- lega, miðað við núver- andi heildaraflamagn. Aflaheimtíi- dir ættu að vera bundnar við bæi og byggðarlög í kringum landið og skiptast niður sem aflahámark á öll skip og báta viðkomandi heimabyggðar og ekki fylgja skipi eða bát sé skipið selt. Þannig helst rétt verð báta og skipa. Sala og leiga aflaheimilda er hneyksli sem ætti nú að enda með uppgjöri og innheimtu af hálfu þjóðarinnar á hendur þeim er hafa notað aðstöðu sína til að sölsa undir sig fjárhæðir og eignir í nafni ólaga sem standast ekki sið- ferðismat heiðarlegs fólks. Garðar H. Björgvinsson Kjallarinn Garðar H. Björgvinsson útgerðarmaður og báta- smiður Meö og á móti Hækkun bensínsverðs Hækkun bensínverös nú um 1-2 kr. Irtrann mælist misjafnlega fyrir eftir örar og mikk ar bensínhækkanir síðustu mánuöi. Frá upphafi árs og þar til um síöustu mánaöa- mót hækkaöi 95 oktana bensín um 25 pró- sent oöa úr 70,20 krónum í 87,70 krónur. Meginhluti hækkunarinnar fór beint í ríkis- kassann vegna vörugjalds sem er 97 pró- sent. Af þeim 17 krónum sem bensínlrtrinn hækkaöi á þessu tímabiii tók ríkissjóöur 11 krónur til sln í gegnum vörugjaldið. í takt viö erlend- ar hækkanir „Hækkunin nú er alveg í takt við hækk- un bensín- verðs á heims- markaði síð- astliðinn mán- uð. Þessi hækkun mifli mánaaða kem- ur tiltölulega seint fram hér og er alls ekki óþörf eins og gefið hefur verið í skyn. Þessi hækkun er í algjöru lágmarki ef hækkanir síðastlið- inn mánuð eru skoðaðar. Aimars höfum við hjá Skeljungi varpað fram þeirri hugmynd að verð- breytingar á bensíni hér á landi verði meira í takt við verðbreyt- ingar á heimsmarkaði, þ.e. hækki og lækki örar og fylgi þannig betur erlendum verð- sveiflum. Það eru allar tæknileg- ar forsendur til staðar vilji menn fara þá leið. Hin olíufélögin hafa hins vegar verið þessu mótfaflin. Hækkanir á árinu hafa verið í kring um 25% hér á landi á þessu ári meðan hækkun á heimsmarkaðsverði hefur verið í kring um 100 prósent. Þannig að því fer fjarri að við göngum of geyst fram í hækkunum. Þær eru í lágmarki og engan veginn hægt að tala um hækkunargleði af okkar hálfu.“ Engin þörf á hækkun nú „FÍB fylgist á hverjum tíma með þróun bensínverðs á heimsmarkaði. Ef við tökum meðalverð sept- ember og ber- um saman við meðalverðið í ágúst þá erum við að horfa á örlitlar verðbreytingar. I upphafi september lækkaöi bensínverð nokkuð hratt en hefur síðan stigið mjög ört síðustu viku. En þegar litið er á meðalverð era breyting- ar milli mánaða ekki miklar. Það er því okkar mat að engin bein þörf sé fyrir verðbreytingum núna, verðbreytingar sem miðað er við erlendis séu hverfandi. Síð- an höfum við eðlilega horft til yf- irlýsingar ríkisstjómarinnar um að hún hyggist lækka vöragjaldið á bensíni og leggja frumvarp þess eðlis fyrir Alþingi strax i október. Ef framvarpið fer hratt í gegnum þingið, eins og menn gera sér von- ir um, hefði verið eðlilegt að menn hefðu látið þessa örlitlu leiðréttingu á bensínverði koma fram þá. Það er engin sú sveifla á markaðnum nú að hún knýi á um verðhækkun." -hlh Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@fF.is Reynir Guðlaugs- son, innkaupastjóri hjá Skeljungi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.