Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 19 Sport - keppt í Grindavík eftir langt hlé Þriðja og síðasta umferð DV- sport heimsbikarmótsins í torfæru verður ekin á morgun, laugardag- inn 2. október. Upphaflega var fyrir- hugað að keyra þessa umferð í Englandi en þar sem ekki tókst að ljúka samningum við kostendur þar frestast Englandsferðin en ákveðið hefur verið að keyra lokaumferðina í Grindavík. Þar er torfærukeppnis- svæði sem ekki hefur verið notað í nokkur ár en verður nú tekið gagnið aftur. Staðan í mótinu er nokkuð opin eftir tvær fyrstu umferðirnar en þó ínu í torfæru: staoa eins og árangur hans þar sýnir er hann snjall ökumaður og ætti á góð- um degi að fara létt með að tryggja sér titilinn. Ætla að klára dæmið Grindavík „Eg ætla að kyla a þetta og reyna að vinna keppnina og mótið,“ sagði Gísli Gunnar Jónsson þegar rætt var við hann í vikunni. „Mér líst ágætlega á að keppa í Grindavík og ætla að klára dæmið þar. Ég er bú- inn að yfirfara Arctic Trucks bílinn og er hann tilbúinn í slaginn. Reyndar þurfti ég að skipta um skiptingu eftir HeUukeppnina þar sem hún var ónýt. Ljónsstað- arbræðurnir fara létt með að laga hana fyrir keppnina," bætti Gísli við. Islandsmeistarinn nykryndi, Gisli G. Jonsson, missir hér stjórn á Arctic Trucks jeppanum sínum í annarri umferð heimsbikarmótsins í Jósefsdal. Þessi velta varð afdrifarík og kostaði Gísla forystuna í mótinu. DV-myndirJAK . _ Benedikt Óskar Ásgeirsson hefur átt misjöfnu gengi að fagna á fyrsta keppnisári sínu en hann hefur þó oft sýnt tilkomumikil tiiþrif. hefur Gunnar Egilsson á Cool fjög- urra stiga forystu á næsta mann, Gísla G. Jónsson. Gísli er þegar bú- inn að tryggja sér íslandsmeistara- titilinn en hann lenti í miklum erf- iðleikum í annarri umferð heims- bikarmótsins sem haldin var í Jós- efsdal á ágúst. Þar velti Gísli Arctic Trucks bílnum sínum tvisvar og voru þær veltur hrikalegar. Bíllinn skemmdist mikið en þó tókst Gísla og aðstoðarmönnum hans að lappa upp á bílinn það mikið að honum tókst að ljúka keppninni. Gísli á góða möguleika á titlinum ef honum gengur vel og Gunnari Egilssyni ekki eins vel. Verður Gunnar með? Þegar DV hafði samband við Gunnar í vikunni sagðist hann ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvort hann yrði með á morgun. Gunnar hefur tekið það rólega í sumar, einungis tekið þátt í tveimur keppnum heimsbikarmótsins en Gunnar Pálmi Péturs- son er í forystu götubíla- flokksins og hefur þar þrjú stig umfram Gunn- ar Gunnarsson á Trúðn- um. „Ég er ekkert farinn að kíkja á „Doktorinn“,“ sagði Gunnar Pálmi þeg- ar haft var samband við hann. „Ég þarf að fara að tappa vatninu af drifun- um eftir Hellukeppnina. Þá þarf ég að byrgja mig upp af öxlum. Ég setti nýja öxla í bílinn fyrir Hellu og þeir splundruðust allir, Þeir voru allt of stressaðir. Ég held að það sé betra að hafa notaða öxla sem eru famir að mýkjast aðeins. Ég vil helst ná titlinum og ætla mér það. Ég þarf bara að passa mig að verða ekki of værukær, það er alltaf hætta á því þegar maður er á toppnum," sagði Gunnar Pálmi að lokum. Eins og fyrr sagði verður keppnin við Grindavík og hefst klukkan 11. Þá verða eknar tvær brautir en kl 13.00 hefst seinnihluti keppn- innar og verða þá hinar sex brautimar eknar. -JAK Gunnar Pálmi verður vafalaust búinn að tappa vatninu af drifunum fyrir Grindavíkurkeppnina en hann stefnir á heimsbikartitilinn í götubílaflokki. Gunnar Gunnarsson hefur sýnt mjög góðan akstur f síðustu keppnum sumarsins. Hann er í öðru sæti götubílaflokksins. Gunnar Egilsson hefur fjögurra stiga forskot á Gísla G. og leiðir keppnina. I I I I I I I I L Afmælisleikur Knattspyrnuráös Reykjavíkur í tilefni af 80 ára afmæli KRR (stofnað 1919 ) verður efnt til knattspyrnuleiks milli Reykjavíkurúrvals, stjórnað af Atla Eðvaldssyni, og úrvalsliðs af landsbyggðinni, stjórnað af Ólafi Þórðarsyni, á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. Þetta er fyrsti stórleikurinn á hinu nýja gervigrasi. Leikurinn hefst kl. 18.00. Allir eru velkomnir, enginn aðgangseyrir. Stressaðir öxlar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.