Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Blaðsíða 32
>
Sölukössum er lokað
kl. 19.30
á laugardögum
og dregið
kl. 19.45
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999
Eyjaíjarðarsveit:
Alvarlegt um-
ferðarslys
^ Dy Akureyri:
Mjög alvarlegt umferðarslys varð
í Eyjafjarðarsveit í gærkvöld, á
móts við Kristnes. Bifreið var þar
ekið aftan á traktorsgröfu.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu mun áreksturinn hafa verið
mjög harður. Einn maður var í bif-
reiðinni sem ók á traktorsgröfuna
og liggur hann alvarlega slasaður á
sjúkrahúsinu á Akureyri. Ökumann
traktorsgröfunnar sakaði ekki. -gk
Stjórnarmenn í Stoke:
Neita ekki
samkomulagi
Stjórnarmenn í Stoke neituðu því
ekki i morgun að gengið hafi verið að
tilboði íslenskra fjárfesta í meirihluta
hlutaflár í félaginu. Að því er Martin
Spinks, blaðamaður The Stoke Sentin-
el, sagði í samtali við DV i morgun
vildu stjómarmennirnir þó heldur
ekki staðfesta að samkomulag heíði
tekist eins og sagt var í Ríkissjónvarp-
inu í gærkvöld. -GAR
- Harðari
andstaða
í Helgarblaði DV er rætt við Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur, um þau
mál sem hæst hefur borið frá því i síð-
ustu sveitarstjómarkosningum,
vanda Samfylkingar og harðari and-
stöðu minnihlutans en var á síðasta
kjörtímabili. Edda Sóley Óskarsdóttir,
framkvæmdastjóri landssamtaka for-
eldra, Heimila og skóla, segir frá starf-
semi félagsins og verkefninu Fyrir-
myndarforeldrum. Sagt er frá tveimur
fótluðum myndlistarmönnum, þeir
heimsóttir á vinnustofu þar sem þeir
undirbúa sýningu og fjallað er um
^sameiningu björgunarsveitanna í
landinu. Litið inn á æfingu á Frankie
og Johnny í Iðnó og vetrardagskrá ís-
lenska dansílokksins kynnt.
Leikarar í leikritinu Glanna glæp í Sólskinsbæ voru að vonum ánægðir eftir vel heppnaða frumsýningu er Ijósmyndari DV smeilti af þeim mynd í gærkvöld.
DV-mynd E.ÓI.
\ \æM
I® JW S i \ 'A \j V$'*.i mr •
Þrjú af stærstu VMSÍ-félögunum stefna aö samstarfi:
Nýtt „Flóabanda-
lag“ í uppsiglingu
- hef engar formlegar fregnir af þessu, segir Björn Grétar
DV, Akureyri:
Fjölmennur félagsfundur í
Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnar-
firði hefur samþykkt að taka eigi
upp samstarf við Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Keflavíkur og Eflingu
stéttarfélag í Reykjavík um gerð
næstu kjarasamninga þar sem fé-
lagssvæði þessara þriggja félaga
liggi saman og þau séu á sama at-
vinnusvæði. Öruggar heimildir DV
segja að sams konar tillaga muni
verða samþykkt i hinum félögun-
um tveimur og að innan raða
Verkamannasambands íslands sé
litið á þetta mál þannig að félögin
séu í rauninni að slíta sig frá
Verkamannasambandinu.
„Ég vil ekki svara því hvort hér
er um að ræða vantraust á forustu
VMSÍ, en mér er mikið í mun að
hér á svæðinu verði sem mest sam-
komulag í komandi kjarabaráttu,
ekki síst ef til átaka mun koma,“
segir Sigurður T. Sigurðsson, for-
maður Hlífar. Hann bendir á að
Björn Grétar Sigurður T. Sig-
Sveinsson. urðsson.
Hlif og Dagsbrún hafi áður haft
með sér samstarf í kjarabaráttu og
bendir á fræga baráttu í verkfóll-
um á árunum 1955 og 1962 í því
sambandi.
í næstu viku verður haldinn for-
mannafundur innan Verkamanna-
sambandsins. Þar er talið að í odda
muni skerast og niðurstaða þess
fundar geti jafnvel leitt til form-
legrar útgöngu félaganna þriggja
úr VMSÍ. En ætla félögin þrjú að
ganga út?
„Ég fullyrði ekki neitt í þessu
máli í hvaða átt sem er, en það er
ekki hugmynd mín í dag að svo
verði, hún kann þá að koma frá
öðrum ef af verður. Það er af mörg-
um talin mjög vænleg gjörð að fé-
lögin þrjú taki sig saman, en klofn-
ingur verður ekki að mínu frum-
kvæði,“ segir Sigurður T. Sigurðs-
son.
Kemur í Ijós
Félögin sem um ræðir eru þrjú
af fjórum stærstu aðildarfélögum
VMSÍ og Verkamannasambandið
verður ekki svipur hjá sjón verði
þetta að veruleika, en málin munu
skýrast í næstu viku. „Ég hef eng-
ar formlegar fregnir haft af þessu
máli og það verður bara að koma í
ljós hvemig þetta mál fer. Ákvörð-
unarrétturinn er hjá hverju félagi
fyrir sig, þannig er íslenska kerfið,
og ég hef ekki meha um málið að
segja,“ sagði Bjöm Grétar Sveins-
son, formaður Verkamannasam-
bandsins, þegar DV ræddi þetta
mál við hann.
-gk
Skelfiskur
hættir
Skelfiskur ehf. á Flateyri hefur sagt
upp öllu sínu starfsfólki og vinnsl-
unni verður lokað á næstu vikum. í
gærkvöld var
haldinn fúnd-
ur með starfs-
fólki þar sem
því var til-
kynnt um
þessa ákvörð-
un og að
áform væru um sameiningu við sam-
bærilegan rekstur á Þórshöfn. Sam-
einingin er háð samþykki hluthafa og
lánardrottna. Starfsfólki til lands og
sjávar var boðið að flytja með reksh-
inum til Þórshafnar en skip Skelfísks
mun halda austur í næsta mánuði. Jó-
hann Þór Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Skelíisks, sagði í samtali við DV
í morgun að niðurstaðan væri sú að
hverfa frá Flateyri.
„Þetta eru á milli 20 og 30 störf þeg-
ar verksmiðjan er rekin á fuUum af-
köstum. Við sögðum upp í gær 18
manns en þar af eru 8 útlendingar.
Þetta er auðvitað sárt en ekki annað
til ráða en að sameinast kúfiskdeild
Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. í vor
verður lokun verksmiðjunnar á Flat-
eyri endurmetin," segh Jóhann sem
sjálfur mun fylgja rekstrinum austur.
Lokun Skelflsks er enn eitt áfallið
sem Vestfirðingar verða fyrh í at-
vinnumálum. Skelfiskur er næst-
stærsta atvinnufyrirtækið á Flateyri
og aðeins Básafell stærra. Þar eru
einnig blikur á lofti og eignasala í full-
um gangi. -rt
Veðrið á morgun:
Hvassviðri
vestan-
lands
Á morgun verður nokkuð
hvöss norðaustanátt víða vestan-
lands, hvassast á Vestfjörðum.
Heldur hægari vindur austan-
lands. Rigning með köflum norð-
an- og austanlands en úrkomulít-
ið suðvestan til.
Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig.
Veðrið í dag er á bls. 29.
MERKILEGA MERKIVÉLIN
brother pt-i2qq_
fslenskir stafir
5 leturstærðir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentborðar
Prentar í tvær linur
Verð kr. 6.603
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Spánn