Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Page 19
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999
19
Fréttir
„Barnagámurinn“ fékk grænt ljós í bæjarstjórn Akureyrar:
Tel að flokksforust-
an hafi kippt í spotta
- segir Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi sem greiddi einn atkvæði gegn gámnum
DV, Akureyri:
„Gámurinn er auðvitað kominn
með stöðuleyfi, fyrir þvi er sam-
þykkt bæjarstjórnar. Það sem ég vil
hins vegar fá fram í dagsljósið til
skoðunar er málsmeöferðin sem
slík. Ég uni ekki þessari málsmeð-
ferð,“ segir Oddur Helgi Halldórs-
son, bæjarfulltrúi á Akureyri, í kjöl-
far þeirrar ákvörðunar bæjarstjórn-
ar að heimila notkun gáms sem inn-
réttaður hefur verið fyrir bama-
gæslu við líkamsræktarstöðina
World Class við Strandgötu.
Þótt þetta gámamál geti sem slíkt
varla talist til stórmála hefur það
veriö eitt „heitasta" málið í bæjar-
kerfmu á Akureyri að undanfómu.
Það hófst þannig að bygginganefnd
samþykkti leyfi fyrir notkun gáms-
ins en þegar málið kom fyrir bæjar-
stjórn bar Oddur Helgi upp tillögu
um að vísa málinu frá. Sú tillaga
var samþykkt með 4 atkvæðum
gegn tveimur, fimm sátu hjá. Þeir
bygginganefnd sem samþykkti að
nýju að heimila notkun gámsins við
líkamsræktarstöðina. Málið fór svo
að nýju fyrir bæjarstjórn nú í vik-
unni og var þar samþykkt með 10
atkvæðum gegn atkvæði Odds
Helga að heimila notkun gámsins.
„Ég á ansi erfitt með að sætta mig
við þennan framgangsmáta, eins og
það að bygginganefnd taki fram fyr-
ir hendur kjörinna bæjarfulltrúa og
samþykkt þeirra í bæjarstjórn. Ég
tel líka að eftir fyrri samþykkt bæj-
arstjómar í þessu máli hafi ein-
hverjir í forustu Sjálfstæðisflokks-
ins kippt í spotta og málið þannig
farið í gang að nýju. Ég kem til með
að afla mér frekari upplýsinga og sé
svo til hvort ég sný mér til félags-
málaráðuneytisins varðandi með-
ferð þessa máls. Það er hún sem ég
er ósáttur við. Ég sætti mig við
stöðuleyfíð fyrir gáminn úr því aö
meirihluti reyndist fyrir þvi i bæj-
arstjórn þegar málið kom þangað
öðm sinni,“ segir Oddur Helgi. -gk
Oddur Helgi Halldórsson: „Uni ekki
þessari málsmeðferð." DV-mynd gk
bæjarstjóri og bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks.
Þremur dögum eftir fund bæjar-
stjórnar var haldinn skyndifundur í
sem greiddu tillögu Odds um frávís- arlistanum, Friðrik Sigþórsson,
un atkvæði utan hans sjálfs voru varabæjarfulltrúi Framsóknar-
Oktavía Jóhannesdóttir af Akureyr- flokksins, og Kristján Þór Júlíusson
„Barnagámurinn" margumdeildi á Akureyri.
DV-mynd gk
Blöndun á staön-
um vaknar aö nýju
DV, Vesturlandi:
Framkvæmdir við 6,8 kílómetra
langan kafla frá Borgarfjai'ðarbrú
og meðfram Hafnarfjalli hafa vakið
talverða athygli. Þar hefur flokkur
frá Borgarverki ehf. í Borgarnesi
verið að fræsa veginn og leggja á
hann nýtt slitlag.Hafa margir öku-
menn lent í hremmingum vegna
þessara vegaframkvæmda.
Vegurinn við Hafnarfjall var orð-
inn gamall og slitinn, byggður upp
fyrir 1980, og því ekki vanþörf á að
laga hann. Sú aðferð sem notuð er
núna, blöndun á staðnum, hefur ekki
verið reynd síðan 1988. Á næsta ári á
svo að halda áfram og lagfæra kafl-
ann að Akranesvegamótum.
„Stærðar fræsari fræsir veginn
niður á 15 sentímetra dýpi. Vegur-
inn hefur bælst og efsta burðarlagið
er að verða ansi fínefnaríkt. Við
þessa fræsingu er dælt heitu biki
sem blandast saman við örlítið af
vatni og við það að kalt vatnið og
heitt bikið blandast verður það að
froðu og hrærist saman við efnið
sem er fræst upp. Þannig verður
þetta efni bikblandað og það verður
til þess að fínefnin sem eru í þessu
hætta aö virka, þau eru fest ef svo
má segja, þetta verður einn sam-
felldur massi,“ sagði Birgir Guð-
mundsson, umdæmisstjóri Vega-
gerðarinnar í Borgarnesi, þegar DV
ræddi við hann.
í kringum 1970 var Sverrir Run-
ólfsson vegagerðarmaður með hug-
myndir um aðferð sem hann kallaði
einmitt „blöndum á staðnum", am-
eríska aðferð sem hann kunni.
Vöktu tilraunir hans gífurlega at-
hygli. Birgir segir að þessi „blöndun
á staðnum" sé í raun ósköp svipuð.
Meining Sverris var að láta sement
binda fínefnin þannig að úr yrði
harður massi en telur það hafa ver-
ið misskilning hjá Sverri á þeim
tíma að hann reyndi að binda sem-
ent við nánast hvað sem var og það
mistókst. -DVÓ
Fjárlagafrumvarp:
Þaö er engin
þensla úti á landi
Einar Oddur Kristjánsson, D-
lista, segir að í fjárlagafrumvarp-
inu sé verið að
reyna að hamla gegn
þenslu. „Við höfum
þó verið að beina
sjónum manna að
því að það sé engin
þensla úti á landi,
því verði að draga
úr framkvæmdun-
um á höfðuborgar-
svæðinu. Það er
samt ekki verið að
hætta viö neinar
framkvæmdir held-
ur aðeins verið að
fresta þeim.
Við eigum auðvit
Einar Oddur
Kristjánsson.
að að vera hræddir við verðbólg- núll,“ segir
una og hún er allt of mikil eins og jánsson.
hún er í dag. Hitt er þó annað að
það er sitthvað að vera hræddur
og láta óttann ná
tökum á sér.
Menn eru örugg-
lega á réttu róli og
ég tel þetta varfæm-
islegt fmmvarp. Það
er t.d. gert ráð fyrir
mjög mikilli minnk-
un á hagvexti. Við
erum að reyna að
koma skuldunum
undir lok næsta árs í
30% af vergri lands-
framleiðslu. Það er
hins vegar ekkert
gott fyrr en þær eru
komnar niður í
Einar Oddur Krist-
-H.Kr
Læknar heita vatnið í Hólminum psoriasis?
Vilja markaössetja heitt vatn
- bæjarfulltrúar segja fjölda manns hafa fengið bót meina sinna
DV, Vesturlandi:
Tillögu þeirra Erlings Garðars
Jónssonar, Davíðs Sveinssonar og
Aðalsteins Þorsteinssonar í bæjar-
ráði Stykkishólms um að hefja und-
irbúning að markaðssetningu á
heita vatninu á Hofsstöðum var ný-
lega vísað til bæjarstjórnar Stykkis-
hólms.
Tillagan hljóðaði þannig: „Við of-
anritaðir bæjarfulltrúar leggjum til
að nú þegar verði hafist handa um
markaðssetningu heita vatnsins
með tilliti til þeirra steinefna og
salta sem Hofsstaðavatnið inniheld-
ur. Ljóst er orðið að fjöldi manns
telur sig fá bót á ýmiss konar húð-
meinum, og þá sérstaklega psorias-
is. Þess vegna þykir rétt með til-
komu sundlaugarinnar að finna
leiðir til að koma á framfæri upplýs-
ingum um gæði þessa vatns og
sundlaugarinnar sem koma til mós
við þarfir þessa fólks.Til þessa
verks þarf að fá markaðssérfræð-
inga og sérfræðing Orkustofnunar
um heilsuvatn, Hrefnu Kristmanns-
dóttur. Samráð skal haft við sjúkra-
húsið, hótelið og aðra ferðamálaað-
ila og auk þess ferðamálafulltrúa
Vesturlands til undirbúnings-
vinnu.“ -DVÓ
Víkingasveit kölluð út:
!,eigubílstjóra ógnaö
- byssan reyndist kveikjari
Rögnvaldur Eiríksson. DV-mynd S
„Ég fór út úr bílnum og áður en
ég vissi af var miðað á mig byssu,“
segir Rögnvaldur Eiriksson, leigu-
bílstjóri á Bæjarleiðum, sem varð
fyrir árás í Reykjavík.
Farþegar Rögnvalds neituðu að
borga gjaldið og steig hann þá út úr
bílnum og elti þá. Hann vissi ekki
fyrr en miðað var á hann byssu. At-
burðurinn átti sér stað á horni Bald-
ursgötu og Freyjugötu. Víkingasveit
lögreglunnar mætti á staðinn og
vígbjóst en eftir að hafa verið afhent
vopnið kom í ljós að þetta var ekki
annað en kveikjarabyssa.
Rögnvaldur fékk þessar upplýs-
ingar hjá varðstjóra nokkrum tím-
um síðar. Þetta er nær daglegt
brauð að viðskiptavinir leigubíl-
stjóra svíkist um gjaldið en eins og
Rögnvaldur sagði „maður lætur
ekki skjóta sig fyrir 1600 krónur!“
Farþegarnir voru góðkunningjar
lögreglunnar. -hól