Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 9 Stuttar fréttir i>v Samráð olíufélaga Færeysku olíufélögin Shell og Statoil hafa haft ólöglegt verðsam- ráð og ber að hætta því. Þetta er niðurstaða skoðunar færeysku samkeppnisstofnunarinnar á verðlagningu olíufélaganna. Shell hefur kært úrskurðinn. Landnemana burt Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, hefur ákveðið að uppræta fimmtán ólög- legar landnema- byggðir gyðinga á Vesturbakk- anum. Tuttugu og sjö land- nemabyggðum verður hins vegar leyft að vera áfram þar sem þær eru, að sögn háttsetts embættismanns á skrifstofu forsætisráðherrans. Reiði hjá SÞ Ráðamenn hjá Sameinuðu þjóð- unum lýstu yfir reiði sinni og hneykslan í gær vegna morðsins á starfsmanni samtakanna. Mað- urinn, 38 ára Búlgari, vann sér það eitt til saka, að því er virðist, að segja eina setningu á serb- nesku á götu i Pristina í Kosovo. Bók Oskars selst vel Bók eftir Oskar Lafontaine, fyrram leiðtoga þýskra jafnaðar- manna, selst nú eins og heitar lummur. í bókinni ræðst La- fontaine meðal annars að Schröder kanslara. Engar vísbendingar Talsmaður SÞ á Austur-Tímor segir að ekki hafl fundist neinar vísbendingar um að vígasveitir sambandssinna hafi framið grimmileg fjöldamorð, eins og staðhæft hefur verið. Hague í hægribeygju WUliam Hague, leiðtogi breska íhaldsflokksins, fékk á baukinn frá tveimur fyrrum þungavigtar- mönnum í flokknum, þeim John Major og Chris Patten. Þeir sögðu að Hague og flokk- urinn hefðu tekið hættulega hægribeygju í Evrópumálunum. Full yfirráö Igor Sergejev, varnarmálaráð- herra Rússlands, tilkynnti í gær að markmið Rússa væri að ná fullum yfirráðum yfir Tsjetsjeníu. 11 ára í varðhald 11 ára drengur hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald í Colorado í Bandarikjunum. Ná- grannakona kærði drenginn fyrir kynferðislega misnotkun á 5 ára systur hans. Sjálfstæðisyfirlýsing Þingið í Abkazíu lýsti í gær yf- ir sjálfstæði. Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna segir niðurstöðu þjóöaratkvæðagreiðslunnar frá 3. október ólöglega. Útilokar Þjóðarflokkinn Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, sagði í gær að Þjóðarflokknum yrði ekki boðin þáttaka í samningavið- ræðum um fjár- lagagerð. Ástæðan er yfir- lýsing Piu Kjærsgaard, leiðtoga Þjóðar- flokksins, um að vísa eigi úr landi fjölskyldum nýbúa sem gerast sekir um ítrek- aða glæpi. Milljón e-töflur 49 voru handteknir og hald lagt á milljón e-töflur er fikniefna- hringur var upprættur. ísraelsk lögregla greindi frá þessu í gær. Fíkniefnahringurinn flutti efiii til V-Evrópu og Bandaríkjanna. Útlönd Mandelson fundaöi með deiluaðilum á Norður-írlandi: Friðarsamningar eini valkosturinn Peter Mandelson, nýskipaður ráð- herra málefna Norður-írlands í bresku ríkisstjórninni, lýsti því yfir á fyrsta starfsdegi sínum i gær að ekkert gæti komið í staðinn fyrir friðarferlið í héraðinu. Mandelson, sem er sestur aftur í ráðherrastól eftir tíu mánaða eyði- merkurgöngu, hélt til Belfast í gær þar sem hann ræddi við leiðtoga bæði kaþólikka og mótmælenda. Hvorki hefur gengið né rekið í að hrinda friðarsamkomulaginu frá því í fyrra, sem kennt er við föstu- daginn langa, i framkvæmd. Þar er um að kenna tregðu skæraliða við að láta vopn sín af hendi og fastsetja tímaáætlun um afvopnunina. Mandelson bar mikið lof á for- vera sinn í starfi, Mo Mowlam, og varaði deiluaðila við að ekki gæti neitt komið í staðinn fyrir friðar- samkomulagið sem hún átti þátt í að gera. „Það er enginn annar valkostur, það er engin varaáætlun. Það er annaðhvort samkomulagið eða ekk- ert,“ sagði Mandelson, með Mowlam sér við hlið, á fundi með frétta- mönnum á þeim stað þar sem frið- arsamkomulagið var undirritað í fyrra. Nýi ráðherrann þykir snjall mað- ur og gerir Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, sér vonir um að hann geti blásið nýju lífi í friðar- samkomulagið. Mandelson sagði af sér ráðherra- embætti í desember síðastliðnum eftir að hafa fengið tugmilljóna króna lán til fasteignakaupa hjá samráðherra. Mandelson var þá iðnaðar- og viðskiptaráðherra og var ráðuneyti hans á þeim tíma að rannsaka hinn ráðherrann. Hillary og Bill Clinton hlustuðu af áhuga á það sem fram fór á fundi í Hvíta húsinu í gærkvöld. Fundarefnið var upp- lýsingatækni og erfðatækni og áhrif þeirra á daglegt Iff. K simon RAFSOL SKIPHOLT 33 • REYKJAVÍK SÍMI: 553 5600 www.rafsol.is Stjórnarkreppa í Austurríki: Þjóðarflokkur slítur samstarfi Þjóðarflokkurinn í Austurríki ákvað í gærkvöld að hætta stjórnar- samstarfi með Jafnaðarmanna- flokknum. Leiðtogi Þjóðarflokksins, Wolfgang Schússel, hafði lýst því yf- ir fyrir kosningarnar að flokkurinn myndi segja sig úr stjóminni yrði hann ekki ofar en í þriðja sæti. Lokaúrslit þingkosninganna í Austurriki urðu þau að Frelsis- flokkur Jörgs Haiders varð í öðra sæti ásamt Þjóðarflokknum. Hlaut hvor flokkur 52 þingsæti en Jafnað- armannaflokkurinn 65 sæti. Græn- ingjar fengu 14 þingsæti. Jafnaðar- mannaflokkm'inn hefur útilokað samstarf við Frelsisflokkinn og því blasir við erfið stjórnarmyndun. Utanríkisráðherra ísraels, David Levy, tilkynnti í gær að ísraelsk yf- irvöld myndu slíta diplómatísku sambandi við AusturrJki yrði Frels- isflokkurinn með i stjóm. Haider hefur lýst yfir aðdáun sinni á stefnu Adolfs Hitlers. Levy hitti Schússel í Luxemborg síðastliðinn mánudag og greindi honum þá frá því hver viðhrögð ísraela yrðu. Lagði Levy á það áherslu að leiðtogar Austurríkis bæru ábyrgð á því að Haider komist ekki í stjóm. Schússel svaraði með því að leggja áherslu á að Austur- Stjórnarflokkarnir neita að starfa með Jörg Haider. Símamynd Reuter riki væri ekki nýnasískt land. Ekki hefði verið um andgyðinglegan áróð- ur að ræða i kosningabaráttunni. Viktor Klima, kanslari Austurrík- is og leiðtogi Jafnaðarmannaflokks- ins, fullvissaði Ehud Barak, forsæt- isráðherra ísraels, um það um helgina að flokkur sinn myndaði ekki stjóm með flokki Haiders. Motorlift 2000 Rofi á vegg Tvær fjarstýringar Neyðarstop Tilboð Kr. 17.990 HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.