Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Qupperneq 10
10
f enhmg
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999
Hinir heittelskuðu
Á tónleikum í íslensku óperunni í gær-
kvöld sungu þær Elín Ósk Óskarsdóttir
sópran og Rannveig Fríða Bragadóttir
messósópran um unnusta sína í dúett úr óp-
erunni Cosi fan tutte eftir Mozart. Á meðan
héldu þær á stórum myndum sem þær
horfðu hugfangnar á, en áheyrendur sáu
bara bakhliðamar. 1 lokin kom þó í ljós að
maður strax að kórinn er greinilega í prýði-
legu formi, raddirnar vel þjálfaðar og veiku
hlutar tónlistarinnar einstaklega fagurlega
sungnir. Rannveig Fríða var hér í aðalhlut-
verki og söng afar fallega - enda er hún yf-
irleitt mjög örugg uppi á sviði, hefur góða
tækni og túlkar margt á áhrifaríkan hátt.
Aríuna úr La clemenza di Titto eftir Mozart
Kolbeinn Jón Ketilsson, Gerrit Schuil, Rannveig Fríða Bragadóttir og Elín Ósk Óskarsdóttir
fyrir úrvalstónlist í íslensku óperunni.
þetta voru myndir af þeim Gerrit Schuil,
nýráðnum listrænum stjórnanda íslensku
ópemnnar, og Bjama Daníelssyni, nýbökuð-
um óperustjóra. Skelltu áheyrendur þá upp
úr, enda óvænt uppákoma.
Ásamt Elínu Ósk og Rannveigu Fríðu
kom fram Kolbeinn Jón Ketilsson tenór,
einnig söng Kór íslensku óperunnar, en
stjómandi kórsins var Garðar Cortes. Píanó-
leikarar voru Gemit Schuil og Claudio Rizzi.
Fyrst var flutt atriði úr óperunni Orfeus
og Evridís (Ah, se intorno a questíuma fu-
nesta) eftir Gluck, og síðan arían Che faró
senza Euridice úr sömu óperu. Þar heyrði
Tónlist
Jónas Sen
söng hún bæði hreint og afslappað, og
Habaneran úr Carmen eftir Bizet var frá-
bær, röddin eins og hún átti að vera og leik-
urinn tælandi. Á hinn bóginn var of mikið
haft fyrir aríunni úr Öskubusku Rossinis,
skalarnir að vísu hreinir, en virkuðu ein-
hvern veginn ekki nógu hættulegir. O don
fatale úr Don Carlos eftir Verdi söng Rann-
veig Fríða aftur á móti glæsilega, af tækni-
legri fullkomnun og með miklum dramatísk-
um tilþrifum.
Kolbeinn Jón Ketilsson tenór flutti fyrst
aríuna Durch die Walder, durch die Auen úr
Der Freischútz eftir C.M. von Weber, og
gerði margt vel. Stemningin var hetjuleg,
enda hefur Kolbeinn kröft-
uga, karlmannlega rödd sem
hristir gólf og veggi. Hann
var þó helst til grófur og
saknaði maður óneitanlega
flnlegu blæbrigðanna. í aríu
Don José (La fleur que tu
míavais jetée) úr Carmen
söng hann allt í sama styrk-
leika, og í aríu Gabriele úr
Simon Boccanegra eftir
Verdi var hann góð-
ur þegar hann söng
sterkt, en sýndi
litla tilfinningu fyr-
ir hinu lýríska.
Best var E lucevan
le stelle úr Toscu
eftir Puccini, þar
voru línumar í tón-
listinni skýrar og
fallegar. _______
Elín Ósk Óskarsdóttir
kom fyrst fram í aríu Fior-
diligi úr Cosi fan tutte,
Come scoglio, og var nokkuð
óstyrk þó krafturinn væri
mikill. Á hinn bóginn var
aría Leonore (Díamor sullí-
ali rosee) úr II Trovatore eft-
ir Verdi öldungis frábær, lý-
rikin himnesk og raddbeit-
ingin fullkomin, hvort sem
sungiö var sterkt eða veikt. Aría Leonoru úr
Valdi örlaganna eftir Verdi (Pace, pace mio
Dio) var sömuleiðis stórkostleg, einnig arían
úr Cavaleria rusticana eftir Mascagni (Voi
lo sapete, o mamma).
Kórinn var til fyrirmyndar undir stjóm
Garðars Cortes, raddir ávallt í ágætu jafn-
vægi og söngurinn tær. Píanóleikaramir
stóðu sig sömuleiðis með prýði, og vora
þetta í heild skemmtilegir tónleikar.
Óperutónleikarnir í íslensku óperunni verða
endurteknir í kvöld kl. 20.30.
íslenska tríóið og Einar
Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 eru tónleikar á
vegum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaða-
kirkju. Þar leikur Einar Jóhannesson klar-
inettuleikari ásamt íslenska tríó-
inu verk eftir Mozart, Brahms og
Beethoven.
íslenska tríóið skipa Nína Mar-
grét Grímsdóttir pianóleikari,
Sigurbjörn Bernharðsson fiðlu-
leikari og Sigurður Bjarki Gunn-
arsson knéfiðluleikari. Þau hafa
ferðast víða um heim undanfarin
ár og getiö sér firnagott orð fyrir
leik sinn. Þau leika saman hið glæsilega „Erki-
hertogatríó" fyrir flðlu, knéfiðlu og píanó eftir
Beethoven og er gaman að segja frá því að þetta
verk var á dagskrá fyrstu tónleikanna á vegum
klúbbsins í Melaskólanum 7. febrúar 1957. I
tríói Mozarts fyrir klarínettu, lágfiðlu og píanó,
„Kegelstatt-trió“, og tríói Brahms fyrir klar-
ínettu, knéfiölu og píanó kemur Einar Jóhann-
esson til liðs við íslenska tríóið.
Björk
sjá áheyrendum
DV-mynd Pjetur
Stuð á sviðinu
Fyrstu tónleikarnir í grænni áskriftarröð
Sinfóníuhljómsveitar íslands voru haldnir í
gærkvöldi. í grænu röðinni er boðið upp á
létta og aðgengilega tónlist sem allir hafa
gaman af, eins og segir í kynningu, og átti
það svo sannarlega við um þessa tónleika.
Að minnsta kosti fjölmenntu óperettu- og
söngleikjaunnendur á tónleikana og var
húsið fullskipað. Einsöngvarar vom þau
Hanna Dóra Sturludóttir sópran og Bergþór
Pálsson bariton og stjórnandi var Bemharð-
ur Wilkinson.
Fyrri hluti efnisskrárinnar samanstóð af
atriðum úr valinkunnum Vínaróperettum
og hófst hún á forleiknum úr Leichte
Kavallerie eftir Franz von Suppé og var
hann ágætlega fluttur þótt á stundum væri
jafhvægi miUi hljóðfærahópa ekki eins og
best verður á kosið. Einhvem veginn bland-
aðist hljómur þeirra ekki nógu vel og slag-
verkið var á tíöum allt of yfirþyrmandi fyr-
ir hljómburð bíósins. í Cancan-dansi Offen-
bachs, sem var siðasta verkið fyrir hlé, örl-
aði einnig á þessu ójafnvægi þótt í heild
væri leikur sveitarinnar góður og afar fjör-
mikill í endannv Leiðarar klarinettu, óbós,
sellós og flautu áttu þar einkar fallegar
sólóstrófur, svo og konsertmeistari kvölds-
ins, Szymon Kuran.
Bergþór Pálsson.
Hanna Dóra Sturludóttir.
Tónlist
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
Hanna Dóra og Bergþór hófu söng sinn í
Traumwalz eftir Oscar Straus og gerðu það
ljúflega með huggulegri sveiflu. Sömuleiöis
var Schenkt man die Rosen eftir Karl Zeller
vel flutt af þeim þó maður hefði á tilfinning-
unni að Bergþór fyndi sig ekki alveg nógu
vel. Hljómmikil rödd hans barst þó mun bet-
ur en Hönnu Dóra sem týndist stundum,
sérstaklega á neðra sviðinu, en að öðru leyti
voru þau einkar vel samstiht. Fyrir hlé söng
Bergþór Gem hab’ich die Frau’n gekússt eft-
ir Lehár og gerði það ágætlega en virkaði
nokkuð stífur og hraðabreytingar ósannfær-
andi og ósamtaka. Tónmyndun hans var
líka stundum svolítið ýkt, hreint og beint
eins og hann væri að reyna of mikið, og var
það leiðigjamt, sérstaklega í enda hendinga.
Hið undurfagra Keiser meine Seele sein
eftir Tobert Stolz var hrífandi í meðfórum
Hönnu Dóru sem söng svo fallega og mús-
íkalskt að maöur hreinlega fékk tár í augun.
Allur söngur hennar í gærkvöld einkenndist
af mikilli fágun og öryggi.
Eftir hlé var skipt um gír og farið yfir í
ameríska söngleiki. Forleikurinn að Show-
boat eftir Jerome Kern var prýðilega leikinn
og jafnvægið í góðu
lagi. Þau Hanna og
Bergþór sungu síðan
hvort sitt lagið úr verk-
inu, Can’t help loving
that man þar sem lif-
andi og afslappaður
flutningur söngkonunn-
ar var hreint framúr-
skarandi og Ol’man
river, en fyrir flutning
á því lagi hældi gagn-
rýnandi Bergþóri í há-
stert fyrir ekki svo
löngu síðan. Ég ætla að
gera það aftur þó svo að
ég sé ekki frá því að
túlkunin hafi verið ýkt-
ari í þetta sinnið og
kannski svolítið yfir
markið.
Eftir það færðist virkilegt fjör í leikinn.
Candide-forleikurinn eftir Bernstein var
skemmtilega fluttur af sveitinni og var tölu-
vert stuð á sviðinu á köflum. I got rhythm
eftir Gershwin var hreint út sagt stórkost-
legt, söng- og leikgleðin geislaði af flytjend-
um og söngvaramir fóru á kostum í frjáls-
legri sviðsframkomu. You will never walk
alone eftir Richard Rogers var að sama
skapi glæsilega flutt af Hönnu og Bergþóri
en þau sungu einnig sitt lagið hvort úr
South Pacific, hiö hugljúfa Some enchanted
evening sem var ákaflega fallegt í meðfömm
Bergþórs og Happy talk sem Hanna Dóra fór
létt og skemmtilega með. Sveitin var líka vel
með á nótunum allan tímann í leik sínum í
sönglögunum undir öruggri stjóm Bem-
harðar. Það er óhætt að lofa þeim ágætri
skemmtun sem ætla á tónleikana á morgun
(kl. 16) en þá verða þeir endurteknir.
og Svana á Hofsósi
Björk Jónsdóttir söng-
kona og Svana Víkings-
dóttir píanóleikari halda
tónleika í félagsheimilinu
Höfðaborg á Hofsósi á
morgun kl. 16. Efnisskrá-
in er fjölbreytt, þar eru ís-
lensk og norræn sönglög,
franskir kaffihúsasmellir,
Vinarljóð og lög úr banda-
rískum söngleikjum.
Hörkuklumpnrinn
Á sunnudaginn kl. 14 verður sýnd sænska
kvikmyndin Dunderklumpen (Hörkuklumpur-
inn) í fundarsal Norræna hússins. Þetta er leik-
in mynd, ætluð bömum og fullorðnum, með
teiknuðu ívafi. Aðalpersónurnar em
Hörkuklumpurinn, strákurinn Jens, álfurinn
Blómahárið og Jorm jötunn. Myndin var gerð
1974. Hún er með sænsku tali. Aðgangur er
ókeypis.
Opið Borgarleikhús
I tilefni af opnun nýbyggingar við Kringluna
verður opið hús í Borgarleikhúsinu á morgun.
Húsið verður opnað kl. 13 og eftir kl. 14 verður
gestum boðið að sjá brot úr sýningum á Stóra
og Litla sviðinu á hálftíma fresti fram til kl. 16,
auk þess sem leiðsögumaður stjómar skoðunar-
ferðum um húsið fyrir þá sem þess óska, á milli
kl. 14 og 16. í skoðunarferðunum skýtur ýmis-
legt óvænt upp kollinum og mega þátttakendur
eiga von á að rekast á persónur úr sýningum
Leikfélags Reykjavikur á ólíklegustu stöðum!
í forsal leikhússins getur fólk sest niður og
keypt sér kaffi og meðlæti
meðan bömin fylgjast
með flugi Péturs Pan og
átökum hans við sjóræn-
ingja á Stóra sviðinu.
Húsinu verður lokað
kl. 17, en kl. 19 hefst sýning á Litlu hryllings-
búðinni. Uppselt er á þá sýningu en enn eru ör-
fáir miðar til á sömu sýningu kl. 23 um kvöld-
iö.
Bókmenntadagskrá
Á sunnudaginn kl. 16 hefst bókmenntadag-
skrá með fimm finnskum rithöfundum í Nor-
ræna húsinu. Þetta eru þau Timo Ernamo,
Jakko Heinimaki, Tapio Koivukari, A.W.
Yrjana (einn vinsælasti rokktónlistarmaður
Finna) og Asta Piiroinen sem öll eiga sameigin-
legt að taka sjálf sig ekkert alltof hátíðlega. Boð-
ið verður upp á tónlist og orð vel krydduð með
grallaraskap og prakkarastrikum, eins og segir
í fréttatilkynningu. Dagskráin verður á finnsku
og íslensku og aðgangur er ókeypis.
Rithöfundamir tengjast allir litlu forlagi í
Finnlandi, LIKE, sem hefur vakið mikla athygli
undanfarin ár fyrir bækur sínar. Það er helsti
útgefandi íslenskra bókmennta í Finnlandi. í
haust koma út á vegum þess verk eftir Einar
Má Guðmundsson, Vigdísi Grímsdóttur og Þór-
arin Eldjám.
Vindarnir sjö
Á sunnudaginn kl. 15 verða Vindamir sjö eft-
ir Stanislav Rostotskíj sýnd í bíósal MÍR, Vatns-
stíg 10. Kvikmyndin var gerð í Moskvu 1962 og
fjallar um heimsstjrjaldarárin í Sovétríkjunum
og hvemig alþýða manna brást við mótlæti og
grimmd stríðsins af hugprýði. Myndin er talsett
á ensku. Aðgangur er ókeypis.
Umsjón
Silja AJalsteinsdóttir