Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Page 15
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 15 Hvað hefur breyst? Það var ekki í tísku að finnast Eyjabakkar náttúrugersemi árið 1993 þegar lögin um mat á umhverfisáhrif- um voru afgreidd frá Alþingi. Hugmyndin að þeirri lagasetningu er ekki íslensk að upp- runa. Hún kom fram í kröfu frá Evrópusam- bandinu í Brussel i tengslum við aðild ís- lands að evrópska efnahagssvæðinu. Þeg- ar umhverfisnefnd Al- þingis undirbjó laga- setninguna, þá voru ekki deilur í þjóðfélag- inu um Fljótsdalsvirkj- un. Þá var stefnan sú, að Kjallarínn Gunnlaugur Stefánsson í Heydölum „Vinstrí stjórn Steingríms Her- mannssonar 1988-91 vann kröft• uglega aö undirbúningi Fljóts- daisvirkjunar En þaö var Hjörleif- ur Guttormsson, þá iönaöarráö- herra, sem lagöi til viö Alþingi áriö 1981 aö virkjunin yröi heim- iiuö.u „Ef Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon skipta um skoð- un í stóru máli, þá verða þeir að skýra það út með rökum,“ segir Gunn- laugur m.a. í greininni. leiða orkuna eftir línum á staur- um um hálendið suður á Keilis- nes. Ætlunin var að byggja stórt álver á höfuðborgarsvæðinu. íbú- um og fjölmiðlum í Reykjavík og Reykjanesi þótti ekki vanþörf á, til þess að efla atvinnulífið á suðvest- urhominu á krepputímum. Þá höfðu fjölmiðlar og stjórnmála- menn ekki efni á að fmnast Eyja- bakkar fallegir. Efnahagslegur ávinningur var gæðunum æðri. Undanþegin umhverfismati Fmmvarp til laga um umhverf- ismat var stærsta verkefni um- hverfisnefndar á þinginu 1992-93. Ég var formaður nefndarinnar og stýrði þeirri vinnu. Fmmvarpið tók umfangsmiklum breytingum í með- fórum nefndarinnar. Nefndin starfaði ein- huga og í góðri sátt og lagði mikla vinnu í málið. Nú hafa deilur vaknað um bráðabirgðaákvæði II þar sem ffam- kvæmdir samkvæmt leyfum útgefnum fyrir 1. maí 1994 em ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Öllum má ljóst vera að Fljótsdalsvirkjun var og er á meðal þeirra ffamkvæmda, enda framkvæmda- leyfi útgefið 24. Apr- II 1991 og fram- kvæmdir hófust sama ár. í um- ræðum í nefnd- inni voru ýmsar framkvæmdir nefndar sem undir þetta ákvæði myndu falla. Voru þá gjarnan nefnd stór verk í vega- gerð og Fljóts- dalsvirkjun. Það höfðu staðið yfir deilur um legu línustæðis frá virkjuninni yfir há- lendið. En sú deila var leyst í sátt og góðu samkomulagi. Nú á að byggja álver á Austurlandi Eyjabakkar hafa ekki mikið breytt um útlit síðan 1993. En efna- hagslífið á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið mikinn fjörkipp m.a. vegna þess að umsvif álvera á svæðinu hafa verið stóraukin. Nú er brýn nauðsyn á að efla atvinnu- lifið á landsbyggðinni. Mikilvægm- þáttur í þeirri uppbyggingu er að halda framkvæmdum áfram við Fljótsdalsvirkjun og reisa álver á Reyðarfirði. Landsbyggðarfólk verður að sitja við sama borð varðandi atvinnuppbyggingu og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Umræður um umhverfísmál voru afar líflegcir á árunum 1988- 93. Um það vitnar stofnun embætt- is umhverfísráðherra og siðar stofnun umhverfisnefndar Alþing- is. Þeir sem nú skipta um skoðun í afstöðu sinni til Fljótsdalsvirkj- unar verða að finna sér trúverðug- ari rök en þau, að þeir hafi loks þroskast í afstöðu sinni til um- hverfismála. Ég get ekki varist þeirri hugsun, aö ástæða þess að einhverjir hafi skipt um skoðun og leggist nú gegn frekari virkjun- arframkvæmdum sé sú, að nú hafi víglína hagsmunaþungans breyst: Fljótsdalsvirkjun á ekki að skila raforku og fjölgun starfa á höfuð- borgarsvæðið heldur á Austur- land. Er þá auðveldara fyrir stjómmálamenn og reykvíska fjöl- miðla að skipta um skoðun? Hverjir bera ábyrgð Vinstri stjórn Steingríms Her- mannssonar 1988-91 vann kröftug- lega að undirbúningi Fljótsdals- virkjunar En það var Hjörleifur Guttormsson, þá iðnaðarráöherra, sem lagði til viö Alþingi árið 1981 að virkjunin yrði heimiluð. Þannig tók Hjörleifur fyrstur stjórnmálamanna forystu fyrir virkjunarframkvæmdunum og studdi síðan ríkisstjómina sem undirbjó framkvæmdir og gaf út virkjunarleyfið. Þess minnist eng- inn maður að Steingrímur J. Sig- fússon sem gegndi embætti land- búnaðar- og samgönguráðhera í þeirri ríkisstjórn, hafi þá mótmælt eða verið með sérstaka fyrirvara gagnvart virkjunaráformum. Ef Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon skipta um skoðun í stóru máli, þá verða þeir að skýra það út með rökum, en hætta að láta í veðri vaka að þeir hafi alltaf verið á móti mál- inu. Fótspor þeirra í stjórnmálum vitna um allt annað. Gunnlaugur Stefánsson Maðkur í mysu Landsbankans Svo furðulegt sem það má kall- ast hefur fyrrverandi formaður stjómar ríkisbankans - Lands- banka íslands - og núverandi með- stjómandi undir forystu fram- sóknarmannsins, Helga S. Guð- mundssonar í Landsbanka íslands hf., hafið lögsókn gegn lögmanni í Reykjavík vegna meintra æru- meiðandi ummæla hans um að hann hafi sem stjómarmaður haft áhrif á afgreiðslu mála í bankan- um. Til hvers era stjórnarmenn? Þetta gefur til kynna, að ekki sé útilokað að hægt sé að fá réttar upplýsingar um afgreiðslu mála í Landsbankanum, en þar hefir að jafnaði verið þagað þunnu hljóði um slík mál um langan tíma. Almenningi þykir eðlilegt að upplýsingar um afgreiðslu mála hjá ríkisbönkum ættu að vera auð- sóttar, en stjórnmálamenn era á annarri sköðun og láta af klíku- skap slík mál líða um dal og hól. Alþingismenn hafa verið ótrúlega afskiptalitlir um að fá fram réttar upplýsingar um afgreiðslu slíkra mála og hafa þá ekki gegnt þing- skyldu sinni gagnvart almenningi. Hér skulu nefnd nokkur dæmi um slík mál: Bolungarvík Það er á engan hallað þegar sagt er að Einar heitinn Guðfinnsson hafi byggt upp Bolungarvík. Hann skildi þar eftir sig mjög öflug fyr- irtæki til lands og sjávar sem með aflaheimildum mætti telja a.m.k. um 12-15 milljarða virði en töpuð skuld við Landsbankann eftir að- förina var talim vera 100 milljón- ir króna. Eftir að talsmenn EG hf. höfðu á fundi 1 ársbyrjun 1993 gengið frá sam- komulagi við bankastjóra Landsbankans um fjármál fyrir- tækisins, m.a. að breyta nokkru af skuldum í hluta- fé, voru þeir vart komnir vestur aftur þegar skeyti barst frá bank- anum þar sem öllum viðskiptum var sagt upp og krafist fullrar greiðslu á öllum skuldum við bankann sem fyrirtækið gat að sjálfsögðu ekki uppfyllt. Lands- bankinn var eini aðilinn sem synj- aði um nauðasamninga og yfirtók hann allar eignir EG hf. og hirti allan kvóta fyrirtækisins án greiðslu. Sverrir Her- mannsson hefir lýst því yfir að hann hafi þarna hvergi nærri komið. Hverjir vora það sem stóðu að baki þessarri aðför að fyr- irtækjum EG hf. í Bolungarvík? Voru það framsóknarmenn í Landsbankanum? Var þetta hefiidarað- gerð framsóknar- manna eftir hrun SÍS?. Á þessu era engar skýringar aðr- ar en þær að Lands- bankinn hefir ávallt verið rekinn af fram- sóknarmönnum sem lengst af hafa litið á bankann sem deild í SÍS og SÍS lagt honum til bankastjóra í sam- ræmi við það. Eftir nokkrar hrókeringar í duldum heimi fjár- málafyrirtækjanna era fiskikvótar EG hf. nú komnir til Grindavíkur. Loðnuskipið Júpíter Skömmu fýrir aðför Landsbank- ans að fyrirtækjum EG í Bolungar- vík hafði tekist samkomulag við besta loðnuskipstjóra landsins, Hrólf Gunnarssonar, um að skip hans skyldi gert út frá Bolungar- vík til að afla hráefnis fyrir loðnu- verksmiðju EG hf. þar. Eignar- hlutföll vora þannig að loðnuverk- smiðjan átti 47.5%, Hrólfur 47.5% og skipstjórinn á Júpíter 5%. Lands- bankinn setti skipið í sölu og Hrólfur var hæstbjóðandi fyrir 275 milljónir. Fram- sóknarmenn í Lands- bankanum seldu samt vinum sínum á Þórs- höfn skipið með 29.000 tonna loðnu- kvótum fyrir 250 milljónir. Fáum mán- uðum síðar var þetta metið á 800 milljónir. Var þetta ástæðan fyrir aðför Lands- bankans að fyrirtækj- um EG hf.? Töldust þetta heiðarleg við- skipti í stærsta banka landsins? - Hvers vegna var Sverrir fjarri? Kaup aldarinnar á OLÍS: Eftir áralangan undirróður Shell gegn Olís, tókst þeim árið 1986 að telja Landsbankann á að setja sjálfstæð- ismönnum í stjórn Olís úrslita- kosti þar sem krafist var uppgjörs á skuldum við bankann. Var Shell gefið tilboð um að kaupa meiri- hluta hlutafjár Olis fyrir 93 millj- ónir en Shell gerði bankanum gagntilboð um lækkun um 15 milljónir. „Ofurhuginn" Óli í Olís gekk hins vegar inn í tilboð bank- ans og græddi um 2 milljarða á þeim viðskiptum. - Það er víða maðkur í mysunni hjá Landsbank- anum. Önundur Ásgeirsson „Landsbankinn var eini aöilinn sem synjaöi um nauöasamninga ogyfir- tók hann allar eignir EG hf. og hirti allan kvóta fyrirtækisins án greiöslu. Sverrir Hermannsson hef- ir lýst því yfir aö hann hafi þarna hvergi nærri komiö.“ Kjallarinn ,Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstj. Olís Ágúst Kr. Björns- son, sveitarstjóri í Súöavík. Með og á móti Fjórðungsþing Vestfirðinga segir minka valda bændum miklum búsifjum og lífríkinu ómældu tjóni og hefur skorað á stjórn- völd að leita allra leiða til að út- rýma tegundinni. M.a. vilja Vest- firðingar að könnuð verði notkun líftækni og erfðafræði í barátt- unni gegn minkastofninum. Eins og nasistar „Árlega veldur minkur miklu ómældu tjóni í lífríki og náttúru íslands auk þess sem hann veldur búsifjum hjá bændum og skaðar afkomu þeirra. Hann fer eins og ryksuga um viðkvæmt lífríkið. Drápsárátta minksins er langt umfram þörf hans til að veiða sér til matar og minn- ir framganga hans i lífríkinu helst á útrýmingarherferð nasista. Þess vegna er nauðsynlegt að spyrna fast við fótum og hindra að hann valdi óbætanlegu tjóni í ís- lenskri náttúru. Óafsakanlegt er að gefast upp í þessari baráttu og mikOvægt er að leita allra leiða i þessari baráttu. Þar koma mjög til álita leiðir í liftækni og erfðavís- indum. íslenskt hugvit og íslensk- ir visindamenn eru að skipa sér í fremstu röð erföavísinda. Nýta ber þekkingu færustu vísindamanna til að finna einfalda og örugga leið til að eyða minknum úr lífríkinu. Ábyrgð yfirvalda er mikil í þessu máli. Minkur var fluttur inn með sérstöku innflutningsleyfi gegn skilyrðum um einangrun. Síðan hefur hann dreift sér um allt land og gengur laus í lífríkinu. Því verða yfirvöld að stórauka framlög tO veiða og rannsókna tO að þróa nýjar, árangursríkar, markvissar og óyggjandi leiðir tO að útrýma mink.“ Útrýming fráleit „Samkvæmt ákvörðun Alþing- is voru minkar fluttir til íslands í upphafi fjórða áratugar þessar- ar aldar. Marg- ir töldu þá að þessi eldisdýr þyldu ekki líf utan búra á ís- landi og hætt- an væri því lít- 0. Annað kom þó í ljós. Hið blauta ísland var og er kjör- land þessara dýra, sem kunna hvergi betur við sig en í vatni. Minkur- inn er svokaOað óðalsdýr. Hann lifir dreifður um aOt land en myndar hvergi þétt samfélög. Að reyna að útrýma dýri með slíka lífshætti er fráleitt og ekkert nema sóun á tjármunum almenn- ings. Hins vegar verðum við, úr því sem komið er, að reyna aö Ofa með minknum og finna leið- ir til að lágmarka það tjón sem hann hugsanlega veldur. Þá ættu stjórnvöld að læra af þessu dæmi að varast lítt hugsaðan innflutn- ing nýrra lífverutegunda til landsins eða að sleppa erfða- breyttum lífverum lausum en um þær gOdir hið sama og nýjar tegundir." -GAR Þórir Haraldsson, líffræöingur og menntaskólakenn- ari á Akureyri. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því aö ekki er tekið við greinum í blaðiö nema þær ber- ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.