Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Page 4
Nei takk! Ert þú einn af þeim sem lítur vinagengið í Friends-þáttunum öf- undarauga? Við getum hinsvegar fullvissað þig um að það er ekki yfír neinu að öfundast, því það að eiga of marga vini getur hreinlega verið skaðlegt þinni andlegu heilsu. Þetta hafa vísindamenn í Bandaríkjunum fundið út. Við há- skólannn í Michigan var gerð rannsókn á fullt af fólki með mis- munandi stóra vinahópa. í þessari rannsókn kom í ljós að þeim mun fleiri vini sem fólk átti þeim mun óánægðara með lífið var það. Að meðaltali eiga konur fleiri nána vini en menn og það eru þær konur sem ganga um með fílófax- ið fullt af heimilisföngum sem eru hvað óánægðastar. Það að eiga margar vinkonur getur nefnilega verið mjög slítandi sérstaklega þar sem konur finna yfirleitt til mikillar samkenndar með vinkon- um sínum og og fá slæma sam- visku ef þær styðja ekki við bakið á þeim þegar á móti blæs. Öll þessi „vinkonusálarhjálp" kemur hinsvegar oft niður á þeirra eigin lífi. Karlmennimir sem tóku þátt í rannsókninni staðfestu ekki að þeir væra sjálfselskari en konurn- ar heldur finnst þeim það ekki vera á þeirra könnu að leysa úr vandamálum vina sinna. Sem sagt ekki slefa yfir Friends-þáttunum, því þó að það virðist vera rosalega gaman að eiga marga vini þá er það samt mikil vinna að halda í þá, og stór hætta á því að maður verði óhamingjusamur af því að leika sálfræðing fyrir allan vina- hópinn. 6RSN Sverrisson fram- kvæmdastjóri er að koma með þriðja smásagna- safnið sitt í næsta mánuði. En hann er ekki bara merki- íegur rlthöfundur heidur vinnur hann frekar óvenjulega vinnu. Fyrirtækið sem hann rekur sérhæfir sig nefnilega í rekstri símakláms og stefnumótaiína. Fókus tók púisinn á kauða. „Einhvem vegin var það þannig að þegar mig var að dreyma um að verða rithöfundur hér á síðasta áratug var ég mikið að leyta mér að vinnu sem hentaði með skrift- unum,“ segir Ágúst Borgþór Sverrisson, rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Veitunnar-Nýmiðl- un. „Svo í kringum 1990 þá byrjaði ég að vinna hjá Símatorgi. En þá fjallaði sá bransi ekkert um klám heldur bara leiki og markaðsátök. Þessi markaður hrundi síðan eftir nokkur ár og þá fór ég að vinna við textagerð hjá Stöð 2 en hætti því þegar mér bauðst að taka við fyrir- tæki sem sérhæfði sig í þessari nýju símatækni." Nýja símtæknin er auðvitað símaklám og stefnumótalínur sem njóta gífurlegra vinsælda hjá stór- um hópi þjóðarinnar þrátt fyrir að þingmenn og aðrir broddborgarar séu ekki hrifnir af fyrirbærinu. Hvaó meö þig, Borgþór, skammastu þín fyrir vinnuna þína? „Nei, en það verður að viður- kennast að það er stundum óþægi- legt þegar fólk spyr mig hvað ég geri því ég er ótrúlega reglusamur maður og er bara framkvæmda- stjóri þjónustufyrirtækis," svarar Ágúst og bætir því við að starf hans hjá Veitunni sé mjög óper- sónulegt og í raun bara eins og hver önnur skrifstofuvinna. Blindfullur í KR-treyju „Það sem hefur vafist fyrir mér er að ég hef alltaf verið að berjast við að skrifa skáldsögu þegar smá- sagnaformið hefur alltaf hentað mér best. Og um tíma fannst mér sem mér hefði mistekist að verða rithöfundur vegna þessa en núna er ég að verða sáttari," segir Ágúst Borgþór og hann má líka vera það þvi hann er nú að koma með þriðja smásagnasafnið í næsta mánuði. Ágúst kom fyrst fram með smá- söguna Sakna í Tímariti Máls og menningar árið 1987 en sú saga birtist síðan í smásagnasafni hans, Síðasti bíllinn, en það safn gaf hann út sjálfur. Svo gaf Skjaldborg út smásagnasafnið, í síðasta sinn, og nú er væntanlegt safnið, Hring- stiginn, sem Ormstunga gefur út en titilsaga þeirrar bókar birtist í Tímariti Máls og menningar fyrr á þessu ári. En um hvaö ertu aö skrifa? „Þema fyrstu bókarinnar var ut- angarðskenndin. Á þeim tíma sem ég skrifaði hana var ég að vinna á Kleppi og því fjallaði hún mikið um geðsjúklinga, vanrækt börn og fleira í þeim dúr. Næsta bók var með fíknina sem þema og þessi sem er að koma út í næsta mánuði imprar á spumingunni um hvað það er sem móti líf fólks. Er það einstaklingurinn sjálfur, uppeldið, foreldrarnir eða erfðirnar? Tit- ilsagan fjallar einmitt um mann sem er að rifja upp samskipti sín við föður sinn sem hefur átt níu konur og er á geðdeild. Sonurinn hræðist það mest að líkjast föður sínum,“ útskýrir Ágúst og segist vera tómhyggjumaður sem kýs frelsi í stað skandinavískrar fóstru sem vaki yfir samfélaginu. „Ég var til dæmis blindfullur í KR-treyju þegar listamenn voru eitthvað að bardúsa á Eyjabökkum." Nú, ertu ekki náttúruverndar- sinni? „Nei. Mér leiðist náttúra og liður illa úti á landi. Ég hef heldur ekki gaman af landslagi, nema þá helst borgarlandslagi." Ekki með kynlíf á heilanum Ágúst Borgþór er samt sannur íslendingur. Hann hefur átt sömu konuna i 16 ár og á eitt bam með henni og svo er annað á leiðinni. Hann býr í vesturbæmnn og hefur alla tíð verið KR-ingur. Hvað óvenjulega vinnu varðar segir Ágúst að þetta starf sitt hafi bjarg- að rithöfundinum i honum. „Vinnutíminn er mjög hentugur til skrifta og maður kynnist öllum hliðum mannlifsins héma. En ég hugsa ekki meira um kynlíf þó ég vinni hérna og er alls ekki með kynlíf á heilanum. En mér sýnist viss hluti þjóðarinnar hafa mjög mikinn áhuga á kynlífi og hugsa mikið um það. Og þessi hópur virð- ist lifa mjög fiölskrúðugu kynlífi," segir Ágúst og það vottar ekki fyr- ir glotti, heldur undrun á því hve fiölbreytt mannlíf þrífst á Fróni. En var ekkert erfitt aö starta svona nýrri starfsemi? „Jú. Ég vissi heldur ekkert um fyrirtækjarekstur eða ársreikninga þegar ég byrjaði en var samt tek- inn við rekstri nýs fyrirtækis og sat inni á stórri skrifstofu, fyrir framan tölvu og áður en ég vissi af var ég farinn að skrifa ljósbláar sögur og læra allt um rekstur fyrir- tækis. En þetta lærðist fljótt og nú er starfsemin á ákveðnum tíma- punkti. Fyrir ári síðan þá lifði þetta nær einungis á klámsögum en nú era stefnumótin orðin miklu mikilvægari partur af starfseminni og það er mjög jákvætt." Og hvernig eru þessar klámsögur unnar, eru margar konur í vinnu hjá þér? „Að meðaltali vinna tvær konur við að lesa efni. Svo er manni boð- ið efni frá fólki sem hefur eitthvað kynferðislegt að segja. Dæmi um slíkt efni er að einu sinni hringdi í mig stúlka sem hafði sofið hjá kennaranum og lesið söguna inn á segulband sér til skemmtunar." Þetta er sem sagt svoldiö krassandi vinna? „Nei. Þetta er bara skrifstofu- starf og ég hef til dæmis aldrei rek- ist á nakta konu í vinnunni," segir Ágúst að lokum og sest aft- ur við tölvuna til að skrifa smásögur og reka símaþjónustu- fyrirtæki. -MT EN SVO ÞEGAR MAOUR KEMUR. 'fCIR... HVAOA GJALDMIÐIUU ER FYRlR. HAnDAN ? 4 f Ó k U S 15. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.