Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Side 9
Palli lætur fara vel um sig í stóln- um á hárgreiðslustofunni Krista, sem er á 3. hæð í Kringlunni. Þar tekur á móti honum hárgreiðslumeistarinn Sibbi sem er maðurinn á bak við lúkkið hans. „Ahh, frábært að koma hingað og láta nostra aðeins við sig. Það er búið að vera algjör Kleppur að vera til upp á síðkastið, allt of mikið að gera. Þannig að það er ekkert lítið friðandi að sitja hérna í stól og láta nudda á sér hárrótina," segir Palli með brosandi letisvip. Páll Óskar er tiltölulega nýkominn heim frá London þar sem hann var ásamt friðu fóru- neyti að klára að taka upp nýju plöt- una. Hann er allt í öllu á plötunni, fjármagnar hana og gefur út, sér u.þ.b. um allt sem hægt er að sjá um. \ 'i Eg fíla að vera með svipuna á samstarfs-fólki mínu! Ég get orðið svo mikið fokking bitch í stúdíóinu. . fjóli Aftur út úr skápnum „Ég er mjög hress með út-1 komuna á plötunni og vona að það heyrist hvað það er búið að liggja mikið yfir henni. Við byrjuðum fyrst að leggja línur í apríl og erum búnir að vera að síðan. Lokafrágangurinn fór fram úti en prógrammeringar, yf- irseta og rifrildi fóru öll fram hérna heima.“ Með Palla á plötunni eru nokkrir af eðaltónlistarmönnum Frónar, m.a. Jóhann Jóhanns (Lhooqari), Barði Jóhanns (Bang Gangari) og Herb Legowitz (Gus Gussi). „Þar sem ég spila ekki á|pein hljóð- færi, nema röddina mína, og kann ekki einu sinni að lesa nótur var ekki vitlaust að fá smá hjálp. En ég söng mér til óbóta í stúdíóinu, ég fékk ekk- ert frí. Það er enginn búinn aö vera heilagur á plötunni: „Ég er lagahöf- undur, ég er pródúsant, ég er blabla.“ Menn bara komu með hugmyndir og köstuðu síðan boltanum á milli sin. Þetta var mjög góð blanda, Jóhann hefur prógrammeringartæknina, hann er gangandi borgarbókasafn af hljóðurp, Herb Legowitz er plötusnúð- urinn og taktaráögjafinn og Barði er húmoristinn, alveg sjúklega góður lagahöfundur. Líklega besti lagahöf- undur sem hefur komið upp á yfir- borðið hérna í langan tíma. Annars er ég í rauninni að koma aftur út úr skápnum, í þetta skiptið sem pródúsant. Ég er farinn að hafa puttana í fleiru og núna fer ekki neitt inn án þess að það fari í gegnum mitt nálarauga, ekki eitt hijóð. Ég fila að vera með svipuna á samstarfsfólki minu! Undir þeim kringumstæðum er ég mjög hissa yfir því að þessir gæjar hafið virkilega meikað að vinna með mér. Ég get orðiö svo mikið fokking bitch i stúdióinu. En það sem skiptir mestu máli er að gagnrýna vinnuna strax frekar en að gefa plötuna út sisona og heyra svo alla þjóðina segja: “Nýja platan hans Palia tottar!” Klúbbatúr eftir Eurovision Eins og flestir muna eftir fór Páll Óskar út fyrir hönd íslands í Eurovision-keppnina árið 1997. Hann vann hana kannski ekki en kláraði dæmið. Og svo dundu gyliiboðin yfir hann í kjölfarið. „Já, já. Ég fékk tilboð frá Þýska- landi, Énglandi og Skandinavíu en sagði nei við þessu öllu. Ég átti ekki að fá algert “listrænt frelsi” í hljóðverintf. Ég ákvaö frekar að klára þetta dæmi í umhverfi sem ég þekki með fólki sem ég þekki.“ En hvað gerðirðu eftir Eurovision? „Eftir Eurovision fór ég í tónleika- túr um Evrópu. Þar spilaöi ég aöal- lega á gay klúbbunum. Ég var svona að tékka á víbrunum, sjá hvort það vildi mig einhver. Ég var líka að sjá hvort það sé einhver annar söngvari í poppinu þama úti sem er að gera. sömu hluti og á sömu forsendum og ég. Ég fann engan og ekki bransagaur- arnir heldur. En það er fyrst núna sem ég þori aö gera eitthvað í þessu úti. Ég hef ekki heldur verið með nógu mikið af frumsömdum iögum fyrr en núna. Þannig aö núna er ég kominn í stuð fyrir þetta popprugl! Ég er bæði kominn í stuö til að leika þennan bransaleik við stóru peninga- kallana og til að semja fleiri lög. Mál- ið er að i fyrsta sinn er ég að senda frá mér efni sem mér finnst að ég hefði ekki getað gert meira við. Ég drullað- ist loksins til að ramma inn mitt attitúd." Sveitti vörubílstjórinn með vindil- inn Sibbi hárgreiðslumeistari tekur sér smá pásu meðan hann leyfir litnum að malla á hausnum á Palla. Liturinn sem Sibbi er að setja í hann er fjólublár. „Þetta er kannski ekki beint fjólublátt, heldur kemur svona Cadbury’s fjólu- blár blær á hárið á ljós- myndum og í ljósi. Það f verður þannig þema á plötu- f umslaginu. Svo verð ég klæddur ^ paliíettum og í her- ^ mannaskóm." Pallí- ettudressið og hermanna- skómir eru engin tilviljun, allt er þetta úthugsað hjá honum Palla: „30% af öllu klámi sem búið er til í heiminum er gay klám. Þetta klám samanstendur alltaf af sömu erkitýp- unum, þú hefur nett sveitta vörubíl- stjórann með vindilinn og þriggja daga skeggið. Svo er það alltaf sami hornaboltagaurinn, í svolítið skítug- um búningi. Og þeir halda alltaf utan um klofið á sér. Þetta eru alltaf ein- hverjir ofurkarlmannlegir gaurar, sem er mjög hailærislegt þegar það er auðséð að það eru algjörar drottningar sem sitja fyrir á þessum myndum. Það er eins með konur í klámbransanum, þær þykjast vera til í tuskið hverja mínútu dagsins. Það er bara svo ömurlegt þegar fólk er að ljúga að sjálfu sér, svona er ekki raun- veruleikinn. Þama er bara gay fólk að ijúga að öðra gay fólki og ég er ekki að fila það! En allavega er pælingin í sambandi við lúkkið sú að ég er í gróf- um hermannaskóm og hot pants, en þær eru úr pallíettum! Svo er ég með massíft silfurgel sem glampar á þannig að við erum svolitið að leika okkur með þetta. Þetta er sem sagt skot á klámbransann og fólk sem lætur ljúga að sér í gegnum hann.“ Leikhúsmeðöl popparans Sibbi er maðurinn sem sér um hár- ið og málninguna á Páli Óskari. Hann sá einmitt lika um útlitið á Seif, sem og í Eurovision en þá fór hann með honum út. Eins og áður er málningin sem Páll Óskar er með utan á plöt- unni mjög glyskennd. En hann segist einmitt nota málninguna ásamt öðru sem tæki. „Ég er mjög hress með að vera með smá hakgrann úr leikhúsi, ég var í öllum leiklistarhópum sem ég komst i þegar ég var yngri." „Þú lékst náttúrulega Gúmmí Tarz- an sjálfan hjá Leikfélagi Kópavogs," skýtur Sibbi inn í. „Já, min fyrstu spor í sviðsljósinu. En í gegnum leiklistina lærði ég margt, eins og að ná sambandi við áhorfendur og að nýta mér tól leik- hússins, eins og hár og málningu. Ég fila poppstjörnur sem nýta sér leik- húsmeðöl, þær eru einfaldlega ekki margar sem gera það. Ég get nefnt t.d. Freddie Mercury, David Bowie, Madonnu og Eurythmics. Þessi eru/voru öll rosaleg á sviði. Það eru ekki margir popparar samtímans sem gera þetta.“ Þarna grípui’ Sibbi fram í fyrir Palla og segir honum að fjólublái lit- urinn hafi ekki náð að koma alveg nógu vel i gegn. Þetta er náttúrulega ekki alveg nógu gott þar sem Spotiight sjóvið er daginn eftir og myndatöku- tömin á næstu dögum. Þeir ákveða að hittast daginn eftir og reyna aftur og ná að klára þetta mál. Palii vill líka klippa sig smá en Sibbi segir það verða að bíða framyfír myndatökur. Sjálfur lauma ég mér út af hár- greiðslustofunni áður en einhver brjálaöur klippari ákveður að gera heiminum greiða með þvi að losa hann við hreiðriö mitt. -hvs Pöddulh Leikjatnlvan vinsæla Steinaldar mennirnir VHS Myndband ú Tvær sígildar £.!í5i»U myndirmeö ' ■ .i/liSMv("‘■■Vj. Steinaldar- monnunum |CJjWMCT vinsælu! Ein vinsælasta mynd Disney. Með íslensku talii Þessi frábæra leikjavél fæst alltaf á besta verðinu í Kaffivél Geisladiskar Nefhárasnyrtir Spice Girls Karaoke. Þessi er Kaffið verður ekkert betra þó kannan verði dýrari Eitthvað sem marga vantar en þeir þora ekki að kaupa Örbylgjuofnar Hljómflutningstæki VTCD 800 THOMSON •2x10RMSwött • Útvarp segulband -JWjTrVjlL, FM/MW/LW C%\ lJtj Wl/lff Ttj Geislaspilari • Fjarstýring (Aj Sjónvörp á betra 20 lítra 800 wött Snúningsdiskur 14" Black FST Myndlampi Isl. Textavarp Scart-tengi ( Tengi fýrir leikjavél Fjarstýring ^ BT opnar í N Reykjanesbæ n.k. laugardag v kl. 10:00 átá BT Reykjanesbæ Hafnargötu 31 • Sími 421 4040 Vefur: www.bt.is • BT Skeifunni ■ S: 550-4444 BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Kringlunni - S: 550-4499 www.visir.is 15. október 1999 f Ókus 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.