Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Side 21
1 triS I l vegna ofbeldis í kvikmyndum? „Sko, ekkert frekar út af bíó- myndum en fréttatímum sjón- varpsstöðvanna. Það er nú þannig samkvæmt lögum að ef myndin er bönnuð innan 16 þá mega krakkar ekki sjá myndina þó svo að þau komi með foreldrum sínum. Við fylgjum þessum reglum og erum að ég held mun strangari en til dæmis vídeóleigurnar. Ég held að við sjáum margt ljótara í sjón- varpi og tölvuleikjum en nokkurn tímann bíómyndum." Þannig að þú ert aldrei meö slœma samvisku? „Nei, alls ekki, það er frekar að leikstjórarnir ættu að hafa slæma samvisku ef einhver ætti að hafa hana. Þannig að það þýðir ekkert að gera mig að einhverjum ofbeld- issegg." Þegar fólk labbar af bíósýningu þá lítur salurinn yfirleitt út eins og svínastía, eru íslendingar óþrifnir? „Já, þeir eru það. íslendingar ganga mjög illa um. Við reynum að þrífa eins og við getum á milli sýninga en það er svo skrítið að við erum með ruslatunnur á víð og dreif um salinn en það er eins og enginn nenni að láta rusl í þær. Þetta er ósiður sem við höfum vanið okkur á.“ í bandarískum bíómyndum er oft veriö aö kela á aftasta bekk. Kela íslendingar á aftasta bekk? „Ég hef aldrei séð neitt svoleið- is en hins vegar var Kringlubíó ekki búið að vera til í marga daga þegar brjóstahaldari fannst úti i sal. Það var einhver sem sá ástæðu til að skilja hann eftir og sennilega hefur eitthvað verið í gangi.“ Heldur þú aö þaó hafi barn kom- ið undir í Kringlubíói? „Það er aldrei að vita,“ svarar Einar brosandi. Jóhanna Kristjánsdóttir verslunarstjóri # <r\ L L Hugsa Islendingar vel um heils- una? „Þeir eru farnir að gera það og það er mikil breyting frá því þeg- ar ég byrjaði að vinna hérna fyrir 10 árum því þá voru það bara sér- vitringar sem komu hingað inn. Núna er fólk sér mun meira með- vitandi um heilsuna," segir Jó- hanna Kristjánsdóttir, verslunar- gj stjóri Heilsuhússins í Kringlunni. Er snobb í kringum heilsu? w „Já, það er pínulítið snobb og það hefur aukist og alveg sérstak- lega í kringum matarmenningu. “ $ Eru íslendingar sérvitringar? „Margir spila sig þannig en ég held nú samt að það sé ekki mikið um original sérvitringa." Eru íslendingar of feitir? „Nei, í sjálfu sér ekki en hins vegar eru margir krakkar of feitir og þar er kannski að verða breyt- ing á. íslendingar eru svolítið öfgakenndir, annað hvort eru þeir á fullu í sullfæðinu eða borða bara eintóma hollustu. Fólk er svolítið mikið að gangast undir þessar stöðluðu ímyndir og til dæmis koma oft til okkar huggulegar stúlkur og eru að spá í hvort þær fitna eða hvort matarlystin aukist ef þær borði hitt og þetta. Maður horfir á þær og spyr: hvað ertu að spá?“ 9 Nýtur feitt fólk sömu virðingar og annaö fólk? „Nei, það held ég því miður ekki vegna þeirra ímyndar sem það hefur. Oft er talað um að feitt fólk sé glatt fólk en ég er því miður ekki sammála því, ég held að það sé bara einstaka manneskja sem er þannig." Þarft þú oft aö fegra sannleik- ann í þínu starfi? „Nei, það geri ég ekki. Það er best að segja bara sannleikann, það er besta sölutrykkið.“ Hvaö meö í lífinu sjálfu? „Fólk gerir það mikið en ég reyni að tala út frá eigin sannfær- Áhöfn Krinqlunnar hvern annan. Maður verður að taka ábyrgð á eigin gjörðum." Trúir þú á heimsendi áriö 2000? „Nei, ég held að það sé frekar byrjun á einhverju nýju og enn þá betra. Ég held að heimsendir sé sem betur fer ekki í nánd,“ svarar Jóhanna og við skulum vona að hún hafi rétt fyrir sér. ingu, rétt eins og ég geri í búð- inni.“ Trúir þú þá ekki á guö? „Jú, ég held það bara. Það er voðalega þægilegt að vita til þess að það er einhver annar sem stjórnar þessu. Ég held nú samt ekki að það sé öllu stjórnað fyrir okkur, ég held að við höfum val og það er mikils virði því þá er ekki hægt að skella skuldinni á ein- óformlegum fatnaði. Komdu og skoðaðu 14 metra háa klifurvegginn okkar og ísbjörninn og láttu fara vel um þig við stærsta arin á islandi. Komdu í Nanoq og fáðu þér rétta útbúnaðinn til að geta notið íslenskrar náttúru til fulls. Vertu til! BAKPOKAR Hugið að þeirri terð sem fara á, árstíma o.fl. þegar bakpoki er valinn. Hann þarf að rúma allan nauðsynlegan búnað án þess að vera of stór. Gætið þess að þyngdarpunktur bakpokans sé sem næst þyngdarpunkti líkamans. ^4 NÁNOQ> Kringlunni 4-12 ■ www.nanoq.is 15. október 1999 f Ókus 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.