Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Síða 28
______lAhöfn JB^Knngluiiníir Rósa Margrét Sigursteinsdóttir afgreiðslustjóri: í nóvember Hœ, Rósa, er ekki gaman aó vinna í Kringlunni? „Hæ. Jú, Kringlan er nafli alheims- ins og að vinna á sambærilegum vinnustað annars staðar er örugglega frekar liflaust. Hér er alltaf eitthvað að gerast, allt iðandi af lifi og svo byna jólin hjá okkur af fullum krafti um miðjan nóvember," svarar Rósa Margrét, afgreiðslustjóri í íslands- banka, brosandi. Þú ert afgreiöslustjóri, í hverju felst þaó starf? „Ég sé til þess að afgreiðslan renni ljúft í gegn um daginn og að allt sé til staðar þannig að viðskiptavinurinn fái þá þjónustu sem ætlast er til í lítilli bankaaf- greiðslu.“ Eru ekki íslenskir kúnn- ar, svona almennt, alveg hundleióinlegir? „Nei, það finnst mér alls ekki. Þeir eru yfirleitt mjög þægilegir og mjög kurteisir," svarar Rósa og greinilegt er að þjónustu- lundin er henni í blóð bor- in. Góóæri er á allra vörum, sem starfsmaður í banka hlýtur þú aó finna fyrir því, eóa hvaó? „Ég veit nú ekki hvað á að segja um það. Ég per- sónulega finn fyrir litlum mun og svo er alltaf spurning hvað i góðærinu felst.“ Tannlœknar hugsa oftast betur um tennurnar sínar en aðrir. Hugsar þú betur um peningana þína en gengur og gerist? „Ég veit ekki hvort ég hugsa neitt betur um peningana mína en gengur og gerist en ef maður passar að eyða ekki meira en aflað er þá er maður í góðum málurn." Eiga íslendingar og peningar vel saman? „Það þarf ekki annað en að líta í kringum sig í þjóðfélaginu. Eg held að íslendingar, sem og aðrar þjóðir, og peningar eigi vel saman. Ég veit ekki hver ætti ekki samleið með pen- ingum.“ Heldur þú aó þjóöfélagiö eigi eftir að breytast mikiö á nœstu 100 árum? „Já, það held ég og það þarf ekki annað en að bera saman nútímann við árið 1950 til að sjá breytingar og ég held að það eigi eftir að verða miklar breytingar á næstu öld en samt veit ég ekki hvort breytingarn- ar eigi eftir að gerast eins hratt og þær hafa verið að ger- ast.“ Hvernig breytingar ertu aö tala um? „Bæði jákvæðar og neikvæðar. Það eru tvær hliðar á öllu. Ég held til dæmis að tæknimál muni þróast mjög mikið og í þjónustu munu mannleg samskipti minnka." Áttu þér draum, Rósa? „Ég átti mér draum um að verða dýralæknir en svona fer ævin oft öðruvísi en hún átti að fara. En dreymir ekki alla um að verða ham- ingjusamir? Ég er ham- ingjusöm og því má ég vel við una,“ svarar Rósa. Sigurður Karlsson öryggisvörður: r ekki í lögguleik í hverju felst starf þitt, Siguróur? „Það felst í því að gæta öryggi búðarinnar og sjá til þess að fólk sé ekki að stela og einnig í því að brosa og bjóða góðan daginn,“ svar- ar Sigurður Karlsson, öryggis- vörður í Hagkaupum og fyrrver- andi landsliðsmaður í frjálsum. Þegar þú sérð einhvern grunsam- legan, hversu viss þarftu að vera að hann sé að stela til aó þú megir stökkva á hann? „Alveg 100%, ég þarf að vera það viss að ég hreinlega hafi séð hann stinga inn á sig. Ég má ekkert gera fyrr en viðkomandi er kominn út úr búðinni því ef ég gerði það inni í búð- inni gæti viðkomandi bara sagt að hann hafl bara verið að geyma hlut- inn og ætli að borga hann.“ Hefur þú lent í einhverju krassandi? „Ég hef nú bara unnið í tvær vik- ur hérna en samt komið upp tvö þjófnaðarmál. í öðru málinu var ég i kaffi og stelpan sem leysti mig af þurfti að skokka á eftir honum. í hinu málinu leystist allt á friðsam- legan hátt.“ Þaö hlýtur nú aö koma aö því að þú þurfir aö elta einhvern, er það ekki? „Jú, eflaust, og ef þjófnaðarmál koma upp þá gerir maður það sem þarf að gera. Ef þjófurinn var að stela 100 króna hárnælu þá er nátt- úrlega spurning hversu langt mað- ur á að ganga en ef hann var að stela dýrum hlut þá kalla ég á að- stoð.“ og glœsilegri agkaup í Kringlunni hefur opnað ný eftir umtalsveröar breytingar. • Meira vöruúrval. • Ný vörumerki. • Ný deild með myndbandsspólur, tölvuleiki og geisladiska. • Ný, sérstök deild fyrir herra á aldrinum 16-25 ára. • Stærri leikfangadeild. • Stærri snyrtivörudeild • Meira rými undir rúmfatnað, handklæði og búsáhöld. Veri& velkoniin þ°r sem gomon er oð verslo HAGKAUP Meira úrval - betri kaup f Ó k U S 15. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.