Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Síða 34
é Maðurinn §em gerði kókaín vinsæit Johnny Depp náði sér vel á strik i maflumyndinni Donnie Brasco. Þessi metnaðarfulli leikari, sem ekki lætur bjóða sér hvað sem er, hefur greini- lega kunnað vel við andrúms- loftið því hann hefur nú sam- þykkt að leika að- alhlutverkið í Blow en sú mynd er byggð á sönn- um atburðum sem leiddu til þess að kókaín varð ailt í einu vinsælasta dópið snemma á áttunda áratugnum. Leikur Depp George Jung sem vóir í nánu samstarfi við kóka- inbaróninn Carlos Escobar. Spánska leikkonan Penelope Cruz leikur eiginkonu hans, James Gandolfini leikur föður hans og John Leguizamo leikur félaga hans í smyglinu. Leik- stjóri verður Ted Demme (Life) sem segir myndina vera and- hverfu ameriska draumsins. Tökur heflast á fyrstu mánuð- um næsta árs. Madonna með enskan hreim? Madonna er alltaf að lýsa því yfir að hún ætli sér að leika meira í kvikmyndum en lætur svo ekki verða af því þótt ekki skorti hana tilboðin. Hefur hún ekki sést á hvíta tjaldinu síðan hún lék Evu Peron í samnefndri kvikmynd. ' Nú hefur verið til- kynnt að hún ætli að leika í e n s k r i kvikmynd Quadrille s e m byggð er á leikriti eftir Noel Cowerd snemma á næsta ári og munu tökur fara fram í London. Sjátfsagt fer um marga Cowerd-aðdáendur sem þessa dagana eru að halda upp á aldarafmæli þessa vin- sæla leikskálds. Leikstjórinn Gavin Millarer er þó alls óhræddur og segir að hlutverk- ið sé vel skrifað, með góðum húmor og gefi Madonnu tæki- færi til að sýna hvað í henni býr. Áður en kemur að Qu- adrille munum við sjá Madonnu leika í The Next Best Thing þar sem mótleikari hennar er besti vinur hennar, Rupert Ev- erett. > Meg Ryan í 20 miJljón dollara flokklnn Sagt er það sé alira peninga virði að fá Meg Ryan í róman- tíska gamanmynd og það er greinilega sannfæring aðstand- enda Proof of Life sem gerð verður á næsta ári og Taylor Hackford mun leikstýra. Hafa þeir að sögn boðið Ryan 20 milljón dollara fyrir að leika í myndinni og jafnar hún þar með met Juliu Roberts. Myndin er í anda The Bodyguard og fjallar um lög- reglumann sem verður ástfang- inn af konu manns sem hann er að frelsa. Ekki hefur enn verið' ákveðið hver fer með karlhlutverkið en nafn ástr- alska leikarans Russels Crowes hefur verið í umræðunni. Áður en Ryan kemur til með að leika í Proof of Life mun hún leika í This Man, This Woman, en tökur á henni hefjast eftir áramót. kvikmyndaferli hans. Hann lék síð- an aftur undir stjórn Blake Ed- wards í grínvestranum Sunset. Þrátt fyrir að fyrstu tvær mynd- ir Bruce Willis gengju ágætlega var hann enn þá fyrst og fremst þekkt- ur sem sjónvarpsstjarna. Þetta breyttist með Die Hard, þar sem hann lék löggu sem tekst á við hóp hryðjuverkamanna sem hefur tek- ið fjölda fólks í gíslingu í stórhýsi í Los Angeles. Myndin ruddi braut- ina fyrir hasarmyndir tíunda ára- tugarins og þetta var í fyrsta skipti sem áhorfendur fengu að sjá þetta mikinn hraða, hávaða, sprengingar og læti. Myndin sló hressilega í gegn og Bruce Willis var orðinn að eftirsóttum stjömuleikara. Bruce Willis hefur á ferli sínum reynt ýmislegt í kvikmyndum og sóst eftir metnaðarfullum hlutverk- um með fram hasarmyndunum. Hann hefur tekið áhættu í hlut- Bruce Willis í hlutverki Malcolm Crowe í The Sixth Sense. Bruce Willis fæddist 19. mars árið 1955 í bandarískri herstöð í Vestur-Þýskalandi en flutti til New Jersey með foreldrum sínum tveggja ára að aldri og ólst þar upp. Lék hann síðar í skólaleikritum og þróaði með sér leiklistarbakterí- una. Árið 1977 fékk hann hlutverk í Off-Broadway leiksýningunni Heaven on Earth og hætti þá námi. Ekki skaust þó ferillinn af stað með miklum hvelli og Bruce Willis fékk litið að gera í leiklistinni næstu árin, lítil hlutverk í leikritum og auglýsingum af og til. Hann gat ekki framfleytt sér með leiklistinni og vann m.a. sem öryggisvörður og barþjónn. Loks fékk hann aðalhlut- verk í stórri leiksýningu árið 1984 í leikritinu Fool for Love, og var síð- an valinn úr hópi 3000 leikara í hlutverk einkaspæjarans David Addison í rómantísku gamanþátt- unum Moonlighting, og lék þar á móti Cybill Shepherd. Þrátt fyrir stöðugar erjur aðalleikaranna og höfundar þáttanna voru þeir mjög vinsælir þau fjögur ár sem þeir voru á dagskrá. Árið 1987 giftist Bruce Willis leikkonunni Demi Moore, en þau áttu bæði eftir að verða stórstjörn- ur á tíunda áratugnum. Þau voru eitt af langlífustu stjömupörunum í Hollywood en draumurinn var úti fyrir um ári þegar þau tilkynntu skilnað eftir 11 ára hjónaband. Þau eiga þrjár dætur. Moonlighting opnaði Bruce Willis leið inn I kvikmyndimar og hann lék sitt fyrsta aðalhlutverk í kvik- mynd sama ár og hann giftist Demi Moore. Hann hafði reyndar fengið smáhlutverk í tveimur myndum nokkrum ámm áður, en farsi Blake Edwards, Blind Date, þar sem hann lék aðalhlutverkið á móti Kim Basinger, telst þó vera upphafið á First Deadly Sin, 1980 Blind Date, 1987 Sunset, 1988 Die Hard, 1989 Look Who’s Talking (rödd), 1989 In Country, 1989 Die Hard 2,1990 Look Who’s Talking too (rödd), 1990 The Bonfire of the Vanities, 1990 Mortal Thoughts, 1991 Hudson Hawk, 1991 Billy Bathgate, 1991 The Last Boy Scour, 1991 The Player, 1992 Death Becomes Her, 1992 Striking Distance, 1993 North, 1994 Color of Night, 1994 Pulp Fiction, 1994 Nobody’s Fool, 1994 Die Hard with a Vengeance, 1995 Four Flooms, 1995 Last Man Standing, 1996 The Fifth Element, 1997 Armageddon, 1997 The Siege. 1998 The Sixth Sense, 1999 verkavali og stundum farið flatt á því og leikið í misheppnuðum myndum. Síðustu árin hefur hann þó einbeitt sér að hasarmyndum og leikið í nokkrum af vinsælustu kvikmyndum áratugarins. Hann er þó ákveðinn i að setja hasarmynd- irnar á hilluna í bili og ætti að geta það áhyggjulaust þar sem The Sixth Sense er næstvinsælasta kvikmynd ársins í Bandaríkjunum, aðeins nýja Star Wars-myndin er vinsælli. bíódómur Laugarásbíó / Sambíóin — The Sixth Sense er þessi sjald- gæfa tegund Hollywood kvikmynd- ar; greindarleg, blæbrigðarík og full af göldrum, en fellur um leið inní hefðir hins yfirnáttúrlega þrillers. Þetta er saga þar sem sam- líðan og leit að endurlausn er teflt gegn ótta og eftirsjá svo úr verður tregablandin ástar- og þroskasaga. Allt er þetta sett fram í búningi ógnþrunginnar spennu og úr verð- ur firnasterk blanda sem heldur manni á sætisbríkinni allt til enda. Malcolm Crowe (Willis) er barnasálfræðingur sem verður fyr- ir skotárás á heimili sínu af fyrr- verandi sjúkling sínum sem taldi sig ekki fá þá meðferð sem hann þurfti. Við sjáum hann næst fást við nýtt mál, ungan dreng sem virðist eiga ýmislegt sameiginlegt með sjúklingnum sem skaut á hann. Drengurinn Cole (Osment) hefur skyggnigáfu, sér látið fólk allt í kringum sig og það sem honum finnst verra; það vill honum eitt- hvað. Cole er stöðugt í greipum ótt- ans og finnst sem hann geti engum trúað fyrir þessu leyndarmáli sínu. Crowe tekst þó að fá það uppúr honum og reynir að koma drengn- um til hjálpar, fá hann til að horfast í augu við gáfu sína og nota þá krafta sem hann býr yfir. Á sama tíma þarf Crowe að fást við vandamál í hjónabandi sínu, starf hans hefur tekið allan hans tíma og konan hans virðist hætt að tala við hann en stefnir í samband við ann- an mann. Bruce Willis, það ólíkindatól, á hér afar góðan dag. Helsti styrkur hans sem leikara felst í afar jarð- bundinni nálgun, hann hefur til að bera ákveðna þyngd og innri ró sem gerir það að verkum að hann virkar vel í lausbeisluðum ýkjusög- um og verður nokkurskonar akkeri þeirra. í þessari mynd sem fer yfir mörk hins yfirskilvitlega, svífur yfir honum dapurleg reisn, við finnum að hann skynjar örlög sín og hins skyggna pilts en máttur hans til að lækna nær aðeins svo langt. En það er hinn ungi Haley Joel Osment sem kemur verulega á The Sixth Sense ★ ★ ★ óvart. Hlutverk hans er stórt og afar krefjandi, það krefst ekki að- eins góðrar tímaskynjunar og réttra viðbragða þegar við á heldur einnig hæfileikans til að hlusta. Og Osment er ekki bara góður, hann er einfaldlega frábær. Hann býr ekki aðeins yfir fágætum styrk og einbeitingu heldur tekst einnig að opna sýn inní afar hrellda sál sem að lokum tekst að finna hugrekki til að takast á við það sem lífið hef- ur lagt honum á herðar. Samleikur þeirra Willis er sömuleiðis af- bragðs góður, Willis talar aldrei niður til hans heldur nálgast hann sem jafningja og Osment endurg- eldur það traust með vöxtum. Lokakafli myndarinnar opnar áhorfandanum nýja sýn á alla sög- una og er sérlega vel undirbyggður að því leyti að hann kemur okkur í algerlega opna skjöldu en blasir engu að síður við mest allan tím- ann. Þetta er feykilega vel heppnuð mynd, örugglega ein af þeim bestu á árinu. Leikstjórn og handrit: N. Night Shyamalan. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Haley Joel Osment, Toni Collette, Olivia Williams. Ásgrímur Sverrisson. f ó k u s 15. október 1999 * 34

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.