Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Page 35
« Baltasar Kormákur leikur Friörik sem fylgir Sól til Tyrklands. Þaö er alveg víst að mörgum leikur forvitni á að sjá tyrknesku myndina Baráttan um börnin (Split) sem gerð er í samvinnu við íslensku kvikmyndasamsteypuna. Ástæðan er sú að fyrirmyndin er Sophia Hansen og raunir hennar við að reyna að fá dætur sína heim til íslands. Eins er víst að mörgum kemur sjálfsagt á óvart frásögu- mátinn en Tyrkir líta málið öðrum augum en við. í byrjun myndarinnar kynnumst við Sól Jensen og Halil Atesh sem stofna heimili á íslandi og eignast tvær dætur, Rúnu og Önnu Maríu. Tíu árum síðar eru komnir brestir í hjónabandið og Halil grunar rétti- lega að Sól standi í ástarsambandi við Friðrik. Sól sækir um skilnað og fær forræði yfir bömunum. Á eintali við guð sinn heitir Halil á Allah og lofar að til- einka honum líf sitt og dætra sinna fái hann þær til sín. Röð atvika verður til þess að Sól stingur upp á því að Halil fái stúlkurnar til Tyrk- lands í sumarfrí. þetta er það síðasta sem Sól sér til dætra sinna. Örvæntingar- full tilraun Sólar og Friðriks til að ræna dætrunum fer út um þúfur og þeim er vísað úr landi. Þrátt fyrir að stúlkurnar sakni móður sinnar gengur þeim vel að aðlagast nýju umhverfi og Halil nýtur virðingar og fyrirtæki hans blómstrar. Þrem- ur árum síðar fær Sól leyfi til að fara aftur til Tyrklands. Tveir íslenskir leikarar leika i myndinni, Baltasar Kormákur og Halldóra Bjömsdóttir. Aðrir leikar- ar eru tyrkneskir og þekktust eru Mahir Gunsiray og Bennu Gerade sem leika Halil og Sól. -HK W •x bíódómur Frítt s Svo illa gerð og kjánaleg er þessi mynd að maður spyr sjálfan sig í forundran hvers vegna í ósköpun- um henni hafi tekist að verða til yf- irleitt? Svarið hlýtur að liggja hjá Farrelly-bræðrum sem notið hafa mikillar velgengni með ófor- skömmuðum forsum sínum, Dumb and Dumber og There’s Something About Mary. Miramax virðist hafa gefið þeim frítt spil að þessu sinni með eitthvert gamalt handrit sem ömgglega á sér einhverjar rætur í Regnboginn - Outside Providence ★ Þriðji engillin fundinn Eftir miklar vangaveltur þar sem mörg nöfn hafa verið nefnd er loks búið að ákveða hver verður þriðji engillinn í Charlie’s Angels: The Movie. Sú sem hafði sigur í samkeppn- inni um hlutverkið er breska leikkonan Thandie Newton sem siðast lék titilhlutverkið í Beloved. Langt er síðan ákveöið var að Drew Barrymore og Cameron Diaz yrðu hinir englarnir tveir. Þá er einnig næstum víst að Bill Murray muni leika yfir- mann stúlkanna. Handrit að myndinni skrifa Ryan Rowe og Ed Solomon en þeir skrifuðu handritið að Men in Black á sín- um tíma. Fleiri X-files kvikmyndir Nú logar allt í málaferlum á milli Davids Ducknovys og Gilli- an Aanderson og framleiðenda hinna geysivinsælu X-Files þátta og segja Ducknovy og Anderson fram- leiðendur hafa haft af þeim pen- inga. Hvernig sem þessum málaferlum lýk- ur þá hefur Chris Carter, upphafsmaður X-files, tilkynnt að þótt hætt verði við að gera sjón- varpsþættina þá verði gerðar kvikmyndir með Ducknovy og Anderson í hlutverkum Mulder og Scully og segir hann að kröf- urnar sem gerðar eru á hendur honum og hans manna komi ekki kvikmyndagerðinni við og þrátt fyrir allt séu þau öll góðir vinir og hann hafi skrifað hand- ritið að næstu kvikmynd í sam- starfi við David Ducknovy. Nýjasta serían í X-files röðinni sú sjöunda hefst í Bandaríkjun- um um helgina. bemsku þeirra bræðra. Þeim tekst hins vegar engan veginn að vinna úr þessum efnivið þannig að úr verður tilgangslaus haugur af klisj- um og yfirþyrmandi amatörbragur á öllu saman. Ekki bætir úr skák að myndin er auglýst sem „hin nýja óforskammaða gamanmynd frá Farrelly-bræðrunum". Þessi innihaldslýsing jaðrar við vömsvik því það er ekkert óforskammað við þessa mynd nema sú hugmynd að bjóða hana fram til sýninga. Vandræðaunglingurinn Tim (Hatosy) er sendur í finan einka- skóla til að klára síðasta árið í menntó. Hann yfirgefur kmmma- skuðið Pawtucket og minnipoka- mennina vini sína með söknuði en kynnist svo umsvifalaust sambæri- legum lánleysingjum í hinum fína og stranga einkaskóla. Ekki verður honum heldur skotaskuld úr að komast yfir flottustu píuna í skólan- um þrátt fyrir að vera heldur ógæfu- legur allur. Faðir hans (Baldwin) er grófur pípari, móðir hans skaut sig þegar hann var ungur og bróðir hans er í hjólastól. Ekkert er unnið úr þessu frekar utan hvað þeir feðg- ar deila einu sinni um móðurina og hvað það var sem gerðist. Ekki svo að öllum standi ekki hjartanlega á sama. Heimavistarstjórinn er týpískur leiðindapúki og situr um Tim til að gera honum lífið leitt og að lokum tekst honum að koma strák í slæma klemmu - en hei! - það blessast að lokum og allir lifa hamingjusamir eftir. Þrátt fyrir hina algeru flatneskju tekst leikurunum á einhvern óskilj- anlegan hátt að gæða persónur sín- ar nokkurri hlýju, þannig að sam- vistirnar við þetta fólk verða á end- anum ekki svo slæmar. Hins vegar hefur þetta allt verið gert svo allt of oft áður og stundum miklu betur, svo alvarlegt dómgreindarleysi hlýtur að hafa hrjáð hina skondnu bræður sem ættu frekar að halda áfram því ágæta verki sinu að byggja lánleysingjum þessa heims ódauðlega minnisvarða. Leikstjóri: Michael Corrente. Handrit: Corrente, Peter Farrelly, Bobby Farrelly. Aðalhlutverk: Shawn Hatosy, Alec Baldwin, Amy Smart. Ásgrímur Sverrisson Kringlunni 15. október 1999 f Ókus 35

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.