Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Qupperneq 38
í Frakklandi er það ekkert grín að vera kona. Þingkonan Christine Boudin fór til dæmis að gráta þegar samstarfsmenn hennar niðurlægðu hana í þinginu og umhverfisráðsstýran, Dominíque Voynet, fær að finna fyrir því að vera kona. Margrét Elísabet Ólafsdóttir kíkti á fund með kvikmyndastýrum og athugaði hvernig þeim líður í kvikmyndabransanum. Kvikmyndir, konur og völ I fyrra var mér boðið að ganga í fé- lag sem er eins og sniðið fyrir mig. Það eina sem ætlast er til af mér sem félaga - þó enginn neyði mig til neins - er að mæta á kvikmyndasýningar um það bil einu sinni í mánuði og drekka kampa- vín á eftir. Þetta fina félag heitir Les Lumiéres og var stofnað fyrir fimm árum af fræknum breskum fréttaritara hér í París, Edward Bohr, og frægum kvikmyndaframleiðanda, Daniel Tosc- an de Plantier, sem nú gegnir því starfi að kynna franskar kvikmyndir í útlöndum. Meðlimir félagsins eru ailir erlendir fréttaritarar hér í Frakklandi og er það eina skilyrðið fyrir inngöngu í félagið - að vera útlenskur blaðamað- ur sem skrifar í útlensk blöö. Rétt eins og fyrirmynd félagsins, Golden Globe (þetta er metnaðarfullt félag), veitir Lumiéres kvikmyndaverðlaun einu sinni á ári, rúmum mánuði áður en frönsku César-verðlaunin eru veitt. Á þessu ári steig félagið það framfaraspor að vera með verðlaunaafhendinguna í beinni útsendingu á ljósvakasjónvarps- stöð - í stað kapalstöðvar áður - og spá rétt til um Césarinn. Það verður hins vegar að segjast eins og er að Lumiéres hafa ekki beint sama vægi og Golden Globe. Kvikmyndaleikstýrur Það voru ekki margir félagsmenn mættir á fyrsta umræðufund félagsins, Les Lumiéres, í síðustu viku með þrem- ur frönskum kvikmyndaleikstýrum og einum framleiðanda - af kvenkyni - til að ræða stöðu kvenna í kvikmynda- gerð. Kvikmyndaleikstýra segi ég alveg vUjandi þvi hér í Frakklandi hefur mikU umræða verið að undanfómu um kvengervingu orða sem tákna starfs- heiti og stjómunarstörf. Kvikmynda- leikstýra hljómar ágætlega á frönsku (réalisatrice) en hið sama verður ekki sagt um kvenkynsútgáfuna af ráðherra sem mikið er rifist um - enda fimm „Tónninn var í anda þeirra sem telja að kvenréttindabaráttunní sé lokið. Konur séu þar sem þær langi til að vera, meðal annars í kvikmyndum. Þetta sjá- ist best á því að þær eru áberandi í hópi nýrr- ar kynslóðar franskra kvikmyndaleikstjóra." „Orðahríðin á ráðherrann hefur hneykslað marga en mest þó nokkrar kon- ur sem stofnuðu sam- tökin Varðtíkur. Þær hafa það markmið að berjast gegn niðurlægjandi orðanotkun karlmanna þegar þeir tala um kon- ur, auk þess sem þær vilja beita sér fyrir breyttri ímynd kvenkyns- orða, eins og tíkur. “ konur í ríkisstjóm sem enginn veit hvernig best er að ávarpa. Frönsku kvenráðherrarnir eru allar miklir skörangar þó ólíkar séu og hafa allar lent einhvem tíma í sviðsljósinu á þessum rúmu tveimur árum sem þær hafa setið í ríkisstjóm. Mest áberandi i fjölmiðlum er þó vafalaust umhverfis- ráðherrann Dominique Voynet. Henni er ekki aðeins stillt fram sem talsmanni ríkisstjórnarinnar þegar gefa þarf fjölmiðlum diplómatísk svör um innbyrðis ágreining, málaflokkur hennar er viðkvæmur. Ráðherrann hef- ur þurft að sæta sérlega grófum árás- um frá skotveiðimönnum sem vakið hafa mikla athygli, hvort sem um hefur verið að ræða innbrot á skrifstofur hennar eða munnlegar árásir þar sem hún er uppnefnd hóra og beðin um að fLetta sig klæðum og þekkjast jafnvel dæmi þess að þær hafi verið notaðar í sjálfu þinginu. Orðahríðin á ráðherr- ann hefur hneykslað marga en mest þó nokkrar konur sem stofnuðu samtökin Varðtíkur. Þær hafa það markmið að berjast gegn niðurlægjandi orðanotkun karlmanna þegar þeir tala um konur, auk þess sem þær vilja beita sér fyrir breyttri ímynd kvenkynsorða, eins og tíkur. Öll þessi umræða virðist hafa farið fram hjá frönskum kvikmyndaleikstýr- um sem greinilega kannast ekkert við framkomu á borð við þá sem konur í stjórnmálum þurfa að glíma við. Á fundi Lumiéres sátu þær fjórar, Tonie Marshall (Pas trés catholique), Venus Beauté (Institut), Claire Devers (Max et Jérémie) og Emilie Deleuze (Peau Neuve) með framleiðandanum Fabienne Vonier á rauðum sófum og fullyrtu að þessi umræða um kynferði kvikmyndaleikstjóra ætti engan rétt á sér. Það skipti engu máli hvort kvik- mynd væri búin til af konu eða karli. Slíkt væri algjört aukaatriði. Það eina sem skipti máli væru gæði myndarinn- ar. Það var vissulega auðvelt að vera sammála þeim stöllum og freistandi að taka undir viðhorf þeirra. Eftir því sem á umræðuna leið voru því bæði þátt- takendur í sal og á sófum orðnir sann- færðir um að allt tal um kynferði kvik- myndaleikstjóra væri óspennandi tíma- skekkja. Konur hefðu sannað sig og það sæist best á því að þær byggju til alls konar myndir en ekki neinar „konu- myndir", ekki frekar en karlar byggju til „karlamyndir". Og á endanum vora allir farnir að vorkenna kvikmynda- leikstýrunum fyrir að vera þarna sem fulltrúar annarra kvikmyndaleikstjóra af kvenkyni og enginn vissi lengur hver tilgangur umræðnanna var. Ekki treyst fyrir peningum Tónninn var í anda þeirra sem telja að kvenréttindabaráttunni sé lokið. Konur séu þar sem þær langi til að vera, meðal annars i kvikmyndum. Þetta sjáist best á því að þær era áber- andi í hópi nýrrar kynslóðar franskra kvikmyndaleikstjóra. Öll umræða um kynferði sé því ekki aðeins þreytandi heldur óþörf. Það sé einstaklingurinn sem skipti máli. En þó margt hafi áunnist í kvenréttindabaráttunni og konur séu orðnar þreyttar á því að tala fyrst um sjálfar sig sem konur og svo sem eitthvað annað þá tala tölumar sínu máli. Því gátu konumar við pall- borðið ekki neitað þó að þær neituðu að gera mál úr því. Þrátt fyrir vaxandi íjölda kvenna í franskri kvikmyndaleikstjórastétt eru þær enn sem komið er ekki nema brot af heildinni. Af þeim 70 frönsku mynd- um sem frumsýndar vora á fyrri helm- ingi þessa árs voru aðeins níu eftir konur. Það getur ekki talist hátt hlut- fall. Það er líka staðreynd að kvenfólk- ið býr aðallega til litlar myndir (lesist ódýrar) og svokallaðar höfundarmynd- ir. Ástæðan er einfaldlega sú, því neit- ar engin, að þær hafa ekki sama að- gang að fjármagni og starfsbræður þeirra. Þeim er ekki treyst fyrir háum peningafúlgum. Það kemur því varla fyrir að kona hafi úr að spila hundruð- um milljóna til að búa til stórmynd (lesist dýr mynd). Nýjasta kvikmynd Diane Kurys, Böm aldarinnar, sem fjallar um ástarsamband George Sand og Alfred de Musset, er líklega þessi fræga undantekning sem sannar regl- una. Það kom hins vegar skýrt fram í þessum umræðum að leikstýrurnar töldu skýringuna á þvi að kvenkyns kvikmyndaleikstjórar eru óvenju margir í Frakklandi vera þá að í land- inu eru einfaldlega framleiddar fleiri kvikmyndir en í flestum öðrum lönd- um heims. Einhvern veginn fannst manni sú stað- rey nd s t i n g a nokkuð í stúf við þá fullyrðingu að það skipti engu máli af hvað kyni leikstjórinn er. Kannski má segja að það skipti engu máli þegar myndin er orð- in til en ein- hver ástæða er fyrir því að konur eru færri en karlar í þessari stétt. Enginn viðstaddra vildi kannast við að ástæðan væri sú að kona ræki sig á fleiri veggi en karlmaður í sömu sporum. Þær fullyrða að allt sé þetta spurning um að hafa gott handrit sem geti sannfært framleiðandann. Kynferði hafi þar engin áhrif. Claire Devers beindi athyglinni í aðra átt og benti á að það væri miklu erfiðara fyr- ir konur að vera tæknimenn eða fram- leiðendur en leikstjórar. Enn sé litið á tæknina sem karlafag og hið sama megi segja um framleiðsluna sem höndlar með peninga. Þessir síðast- nefndu hafa völdin. Það sjáist best í Hollywood þar sem konur era útilokað- ar frá leikstjórn af ráðandi karlaveldi. í samanburði við bandarískar konur era þær frönsku því í draumastöðu, kannski vegna þess að samskipti kynj- anna era á öðram nótum hér en í henni Ameríku. í Frakklandi er talið bæði sjálfsagt og nauðsynlegt að beita sjarma í samskiptum. Þetta á ekki síst við um kvikmyndabransann, segir Ton- ie Marshall. Leiðindadrósin og krafan Kvikmyndaleikstýrurnar vilja því ekki kannast við að hafa þurft að sæta sams konar meðferð og umhverfisráð- herrann. Claire Devers endar þó umræð- una á því að vitna í litla reynslusögu sem segir meira en margar fuilyrðingar: „Þegar kona er með kröfur um vönd- Mimi Leder er ein af fáum kvenleikstjórum í Banda- ríkjunum og leikstýröi m.a. Deep Impact. Þaö veröur samt aö segjast eins og er aö hingað til hafa kven- leikstjórar átt mjög erfitt upp- dráttar í Banda- ríkjun- um. uð vinnubrögð er hún kölluð frekja en þegar karlmaður fer fram á slíkt hið sama er einfaldlega sagt að hann sé kröfuharður. Ég held að karlmenn noti svona orðalag þegar þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja við konur,“ heldur hún fram og hristir af sér móðgunina. Engin þeirra kannaðist við hafa grátið undan særandi orðum sam- starfsmanna sinna, líkt og þingkonan Christine Boudin í fyrravetur þegar þingmenn hæddust að henni í ræðustól eftir að gaullistar höfðu stillt henni upp sem fuiltrúa afturhaldsafla flokksins í umræðum irni lagafrumvarp um sam- búðarsáttmála en könnuðust svo ekk- ert við að hafa sömu skoðanir. Þó má reikna með því að slíkt hafi einhvern tíma átt sér stað í kvikmyndabransan- um. Það er hins vegar engin lygi að franskar konur fá aðgang að því sem þær ætla sér hafi þær nógu sterk bein og þann jámvilja sem þarf til að standa af sér tortryggið augnaráð, alls kyns prófanir og niðurlægjandi háðsglósm- starfsbræðra sinna - þegar barist er um völd. Margrét Elísabet Ólafsdóttir, frá París wrm. MUSIC TELiVISION Á MTV EUROPi MUSIC AWARDS í BOÐI FARÐU INNÁ VÍSIR.IS e>nx>pe ITluSÍC AWdS 1 11II IHM AWAlttl IN llll WOHUt f ó k u s 15. október 1999 38

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.