Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 Sviðsljós Kata kostar hálfan milljarð Kvikmyndaleikarinn Michael Douglas verður að greiða gífurlegar fjárhæðir til þess geta gengið að eiga Catherine Zeta-Jones. Ástæðan er sú að skilnaðurinn við eiginkonuna, Diöndru, verður ekki ódýr. Hjónin hafa verið skilin að borði og sæng í tvö ár en eru enn gift á pappírunum. Diandra, sem hefur verið eiginkona Michaels í 22 ár, viil fá að minnsta kosti 5 miUjarða íslenskra króna í sinn hlut. Það er sú upphæð sem Michael þarf að greiða til að geta eignast Kötu sína. Þokkadísin Kata og Michael höfðu vonast til að geta opinberað trúlofun sína á sameiginlegum afmælisdegi þeirra beggja, 25. septemher síðastiiðmn. Það var ekki hægt þar sem ekki var húið að semja við Diöndru. Kata og Michael geta ekki gifst fyrr en Michael fær skilnað frá Diöndru. Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer stillti sér upp fyrir Ijósmyndara þegar hún kom til verðlaunahátíðar bandaríska tímaritsins GQ í New York í vikunni. Fyrirsætan var tíguleg að vanda. Símamynd Reuter Jennifer Lopez og Puff Daddy trúlofuð Jennifer Lopez og Puff Daddy, eða Sean Coombes eins og hann heitir í raun, eru leynilega trúlofuð ef marka má fréttir erlendra slúður- blaða. Á Puff að hafa beðið um hönd sinnar heittelskuðu í síðustu viku. Nú skreytir hönd hennar glitr- andi demantshringur sem mun hafa kostað nálægt 10 milljónum ís- lenskra króna. Það voru aðeins nán- ustu vinir kærustuparsins sem vissu af trúlofuninni. Einn þeirra segir í viðtali við blaðið Sun að haldin verði viðhafn- armikil brúðkaupsveisla. Puff Daddy hefúr verið kvæntur áður. Samkvæmt vinum hans hafði hann ekki mikinn áhuga á að festa sig en það var áður en hann hitti Jennifer. nl43! 1985. Akureyrl: HöldurM., siml46l 3000. Egllssteílr: Bita- og biMlssalan M, slml lílasalan BHavtk. slml 4317800. Veslmannaeylar. Bílaverkstædiö Bragglnn, slmi 461 1535.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.