Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 Utlönd Stuttar fréttir i>v Forsætisráöherra Armeníu skotinn til bana í þinghúsinu í gær: Morðingjarnir gáfust upp fyrir lögreglunni Vígamenn sem réðust inn í þing- húsið í Jerevan, höfuðborg Armen- íu í gær, og drápu forsætisráðherra landsins og aðra háttsetta embættis- menn leystu gísla sína úr haldi í morgun og gáfust sjálfir upp fyrir lögreglunni. „Allir gíslarnir eru frjálsir,“ sagði Hasmik Petrosjan, talsmaður Armeníuforseta við fréttamenn þeg- ar hann tilkynnti að endi heföi ver- ið bundinn á umsátursástandið í þinghúsinu. „Byssumennimir voru handteknir og fluttir í öryggismála- ráðuneytið." Byssumennimir vom fluttir burt í langferðabifreið sem naut vemdar brynvarinna herbíla. Nokkrir gislanna voru einnig fluttir burt i bíl en aðrir gengu sjálfir út. Rússar skutu flugskeytum á Grosní Rússneskar herflugvélar skutu i gær flugskeytum á Grosní, höf- uðborg Tsjetsjeníu, samtímis því sem Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti hét því að hryðjuverkastarf- semi yrði upprætt í eitt skipti fyrir öll. íbúar Grosní urðu skelfingu lostnir og reyndu að skýla sér. „Hvað vilja þeir? Hvers vegna gera þeir þetta? Ég vil bara kom- ast burt. Flugskeytin koma niður á fimm mínútna fresti," sagði ung kona sem leitað hafði skjóls í dyragætt. Talsmenn rússneska hersins sögðu að hermenn nálguðust Grosní úr þremur áttum. Interfax- fréttastofan hafði það eftir emb- ættismönnum að hermenn hefðu enn ekki ráðist inn í borgina. 2 milljónir dollara í bætur Niu konum hafa veriö dæmdar nær 2 milljónir dollara í bætur vegna kynjamismunar í golf- klúbbi í Massachusetts í Banda- ríkjunum. í klúbbnum gilda ýms- ar reglur um réttinn til leiks á golfvellinum. Konurnar fengu ekki jafnan aðgang aö vellinum þar sem þær voru settar í flokk með þeim sem hafa takmarkaða aðild. Klúbburinn var opnaður fyrir konum 1992 en þær hafa enn ekki fengið full réttindi. Klúbburinn sagði konumar ekki vilja borga viðbótargreiðslu til að fá þau. Ekki er enn ljóst hvað vakti fyr- ir árásarmönnunum og hverjar af- leiðingar gjörða þeirra gætu orðið. „Það voru engar stjórnmála- ástæður að baki árásinni. Þetta voru bara brjálæðingar sem komu í þinghúsið og frömdu grimmdar- verk sín,“ sagði þingmaðurinn Galust Saakjan við fréttamenn. Jakki hans var ataður blóði. Ódæðismennirnir féllust á að sleppa gislunum og gefast upp eftir samningaviðræður við Robert Kotsjarjan forseta i nótt. Byssumennirnir réðust inn í þinghúsið vopnaðir Kalasjníkov rifflum og skutu Vazgen Sarksjan forsætisráðherra, Karen Demírtsj- an þingforseta og tvo varaforseta Nokkur þúsund íranskra andófs- manna og mannréttindasamtök efndu til mótmæla í París í gær vegna komu Khatamis íransforseta til Frakklands. Þegar á mánudaginn höfðu Frakkar hert gæslu við landa- mæri sín. Mörgum hundruðum Vazgen Sarksjan, forsætisráðherra Armeníu, var skotinn til bana í gær. íranskra útlaga var meinað að koma inn í landið. Að loknum þriggja klukkustunda viðræðum við Jacques Chirac Frakklandsforseta var þvi lýst yfir að báðir forsetamir myndu gera allt sem i þeirra valdi stæði til að bæta til bana. Annar ráðherra, tveir þingmenn og fyrrum ritstjóri féllu einnig I árásinni. Byssumennimir, sem voru undir forystu Naírís Únajans, fyrmm fé- lagsmanns í þjóðernissinnaflokkn- um Dasjnak, sögðu í fyrstu að að- gerðir þeirra væru valdarán. Þeir sökuðu stjórnvöld um að afvegaleiða þjóðina. Þeir kröfðust þess að fá að koma fram í ríkis- sjónvarpinu til að skýra gjörðir sínar. Árásarmennirnir voru fordæmd- ir um allan heim. Mínútuþögn var á allsheijarþingi SÞ og Bill Clinton Bandaríkjaforseti kallaði árásina mikið áfall fyrir þennan heims- hluta. samskipti landa þeirra. Bæði löndin vilja nánari efnahagslega og pólitíska samvinnu. En Khatami er í vanda því múslímar í stjórnarandstöðu í íran eru mótfallnir nánari samvinnu við Vesturlönd. íranskar andófskonur mótmæla komu Khatamis íransforseta til Parísar. Konurnar bera spjöld með myndum af ættingjum sínum. Símamynd Reuter Mótmæla komu Khatamis Morðingi til Færeyja Svo virðist sem franskur lækn- ir, sem gnmaður er um að hafa myrt eiginkonu sína, sé á leið til Færeyja í skemmtibáti. Með hon- um eru tvö böm hans. Maöurinn mun vera á flótta undan lögregl- unni. Ekkert miðaði Hvorki gekk né rak í viðræðum Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Romanos Prodis, forseta framkvæmda- stjómar Evr- ópusambands- ins, um ágrein- ingsmál í við- skiptum. Clint- on og Prodi höfðu gert sér vonir um að kom- ast að sameiginlegri stefnu fyrir fund Alþjóða viðskiptastofnunar- innar í lok næsta mánaðar. Ráðherra segir af sér Rolandas Paksas, forsætisráð- herra Litháens, sagði af sér í gær vegna andstöðu við fyrirhugaða sölu á ríkisolíufélaginu. Búist er við að gengið verði frá sölunni í lok vikunnar. Áfram talað saman George Mitchell, sáttasemjari Bandaríkjastjórnar á Norður-ír- landi, ætlar að halda samninga- umleitunum sínum áfram í dag og þrýsta á deilendur að ná sam- komulagi, að öðram kosti verði friðarumleitunum hætt. Tii varnar Skotapilsum Hópur skoskra Skotapilsafram- leiðenda hefúr ákveðið að skera upp herör gegn illa saumuðum Skotapilsum sem eru á markaöin- um. Sjö framleiðendur af um eitt hundrað hafa gengið í samtökin. Flóttamenn í vanda Talið er að allt að tvö hundruð þúsund flóttamenn frá Austur- Tímor séu í búðum á Vestur- Timor þar sem vígasveitir hlið- hollar Indónesíustjórn gera þeim lífið leitt. Blair í vondum málum Kjötdeilan milli Frakka og Breta gæti komið Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í nokkum vanda þar sem hann gæti misst kjós- endur yfír til íhaldsflokksins sem vill setja samband Bret- lands og Evrópusambandsins á forgangslista breskra stjórnmála. Að sögn Financial Times mun Blair hafa kvartað við Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakk- lands, um að kjötdeilan væri far- in að skaða hann. Sagði af sér vegna Bush Aðalritstjóri bókaforlagsins sem gat út ævisögu Bush, ríkis- stjóra í Texas, hefur sagt af sér. Mjög hefur verið deilt um áreið- anleika bókarhöfundarins. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum: Austurberg 34, 3ja herb. íbúð á 3. hæð (0301), Reykjavík, þingl. eig. Sigurlaug Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Kreditkort hf., mánudaginn T. nóvember 1999, kl. 10.00. Álakvísl 72,3ja herb. íbúð, hluti af nr. 68- 74, Reykjavík, þingl. eig. Edda Dagný Ömólfsdóttir, gerðarbeiðandi Samvinnu- sjóður fslands hf., mánudaginn 1. nóvem- ber 1999, kl. 10.00. Bræðraborgarstígur 49,3ja herb. íbúð á 2. hæð t.h., merkt 0202, Reykjavík, þingl. eig. Lóa Guðjónsdóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Islands hf., mánudaginn 1. nóvember 1999, kl. 10.00. Esjumelur 3, hluti C, Kjalamesi, þingl. eig. Bjöm Jónsson, gerðarbeiðandi Kaup- þing hf., mánudaginn 1. nóvember 1999, kl. 10.00.______________________________ Fjarðarás 11 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Jón Kristján Ólafsson, gerðarbeið- andi Tollstjóraembættið, mánudaginn 1. nóvember 1999, kl. 10.00. Laufásvegur 17, 2ja herb. íbúð á 2. hæð án lóðarréttinda, Reykjavík, þingl. eig. Matthías Matthíasson, Ingibjörg Matthí- asdóttir og Ragnhildur Matthíasdóttir, gerðarbeiðendur Gunnar Hálfdánarson og Lífeyrissjóðurinn Framsýn, mánudag- inn 1. nóvember 1999, kl. 10.00. Laufengi 23, 3ja herb. íbúð, 2. h.f.m. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Anna Þóra Birgisdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóra- skrifstofa, mánudaginn 1. nóvember 1999, kl. 10.00.________________________ Lokastígur 2, 1. hæð, merkt 0101, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Hannes- dóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn l.nóvember 1999, kl. 10.00. Reynimelur 29, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Bjömsdóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands hf., Hellu, mánu- daginn 1. nóvember 1999, kl. 10.00. Sólvallagata 41, 3ja herb. risíbúð, Reykjavík, þingl. eig. Páll Skúlason, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánu- daginn 1. nóvember 1999, kl. 10.00. Suðurhlíð, Mosfellsbæ, þingl. eig. Catrin Annica Engström og Guðmundur Albert Einarsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóð- ur, mánudaginn 1. nóvember 1999, kl. 10.00.____________________________ Vallarás 5, 3ja herb. íbúð á 3. hæð ásamt geymslu á jarðhæð, Reykjavík, þingl. eig. Þuríður Ottesen, gerðarbeiðandi Ibúða- lánasjóður, mánudaginn 1. nóvember 1999, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Álfheimar 30,4ra herb. íbúð á 1. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Símon S. Sigur- jónsson, gerðarbeiðandi Innheimtustofa rafiðnaðarmanna, mánudaginn 1. nóvem- ber 1999, kl. 16.00.___________ Dalaland 14, 50% ehl. í 1. hæð t.h., Reykjavík, þingl. eig. Heimir Þór Sverr- isson, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 1. nóvember 1999, kl. 13.30. Grettisgata 61, Reykjavík, þingl. eig. Þór- unn Osk Rafnsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 1. nóvem- ber 1999, kl. 14.00. Mánagata 22,2ja herbergja íbúð á 1. hæð í A-enda, Reykjavík, þingl. eig. Bjami Methúsalem Ragnarsson, gerðarbeiðend- ur Búnaðarbanki íslands hf. og Glitnir hf., mánudaginn 1. nóvember 1999, kl. 15.00._______________________________ Otrateigur 50, Reykjavík, þingl. eig. Þor- björg Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyr- issjóðurEimskipafél. íslands, Sparisjóður vélstjóra og Tollstjóraskrifstofa, mánu- daginn 1. nóvember 1999, kl. 15.30. Sörlaskjól 40, 3ja herb. íbúð á 1. hæð m.m. og bflskúr, Reykjavík, þingl. eig. Úrsúla Pálsdóttir, gerðarbeiðandi íbúða- lánasjóður, mánudaginn 1. nóvember 1999, kl. 13.30. SÝ SLUMAÐURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.