Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 53 Petri Sakari stjórnar Sin- fóníuhijóm- sveit íslands í kvöld. Síðasta sinfónía Mahlers í kvöld mun andi Gustavs Ma- hlers svífa yfir gestum Háskólabiós. Petri Sakari er aftur mættur til leiks og er gaman aö fyrrverandi aðalhljómsveitarstjóri skuli koma til landsins i kjölfar frábærrar gagnrýni sem geisladiskar Sinfóní- unnar hafa fengiö undanfarið. Á efnisskrá á fimmtudaginn eru tvö verk: Lieder eines fahrenden Gesellen (Söngvar fórusveinsins) og Sinfónía nr. 10. Það fyrra er meðal eldri verka Mahlers frá 1884-1885. Sögupersónan í ljóðaflokknum er hin ráfandi, leitandi manngerð sem víða finnst i verkum frá róman- tíska tímabilinu, sbr. söguhetjur Schuberts í Malarastúlkunni fögru og Vetrarferðinni. Ungur maður, þjakaður af ástarsorg, leitar hugg- unnar í faðmi náttúrunnar. Mahler auönaðist ekki ~~r ' “ að íjúka við io. Toiileikar sinfóníuna fyrir-------------- dauða sinn 1911. Mælti tónskáldið svo fyrir að drögunum að sinfóní- unni skyldi eytt en það var meira en ekkjan gat gert og 1953 fékk tón- listarfræðingurinn Deryck Cooke leyfi Ölmu Mahler til að ljúka við verkið. Einsöngvari á tónleikunum er Raimo Laukka, einn af fremstu barítónsöngvurum Finnlands. í við- henginu er að finna efnisskrá tón- leikanna. Nýjar leiðir í stjórnun bæjarfélaga Dr. Gary D. McCaleb heldur fyrir- lestur um nýjar leiðir í stjórnun bæj- arfélaga í dag kl. 17 í stofu 101, Odda. í fyrirlestrinum mun hann fjalla um leiðir til að leysa vandamál innan mismunandi þrepa bandaríska stjórn- kerfisins. Comedian Harmonists endursýnd Vegna mikillar aðsóknar að sýn- ingu þýsku kvikmyndarinnar Comedian Harmonists sl. fimmtudag mun Goethe-Zentrum á Lindargötu 46 endursýna myndina í kvöld kl. 20.30. Kvikmyndin er frá árinu 1997 og greinir frá samnefndum sönghópi sem haföi aðsetur sitt í Berlín á árun- um kringum 1930 og öðlaðist alþjóða- frægð. Draumar þjóðar í tónlist þjóðar Þjóðhátta- og þjóðlagafræðingurinn Ann-Mari Hággman segir frá söngva- og fiðlungshefð alþýðunnar í sænsku- mælandi byggðum Finnlands í erindi sínu Draumar þjóðar í tónlist þjóðar í fundarsal Norræna hússins í kvöld kl. 20.30. Ráðstefna um öldrunarmál í Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50, kl. 13.30 í dag verður haldin ráðstefna um öldrunarmál. Fyrirlestra og ávörp flytja Magnús_________________ Gunnarsson, **■____i_____ Jón Helgason, 2>3IHKOIIIUr Benedikt Dav- íðsson, Ásgeir Jóhannesson, Jón Eyjólfur Jónsson, Ingvar Viktorsson og Gissur Guðmundsson. Sigríður Skúladóttir fjallar um leikfimi aldr- aðra. Alda Ingibergsdóttir óperusöng- kona syngur, Helgi Seljan flytur gam- anmál og Gaflarakórinn syngur. Sýkingar sem áhættuþátt- ur fyrir kransæðasjúkdóm í dag kl. 16.15 flytur Már Kristjáns- son, sérfræðingur í smitsjúkdómum fyrirlesturinn, Sýkingar sem áhættu- þáttur fyrir kransæðasjúkdóm, í mál- stofu læknadeildar. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags íslands, efstu hæð. Hvemig á að klæðast sari? Indlandsfélagið heldur aðalfund sinn'* aö Fríkirkjuvegi 11, kl.. 20.30 í kvöld. Á honum er ætlunin að fræða félagsmenn og aðra, sem áhuga hafa, hvernig á að vefja um sig sari á falleg- an hátt. Astró: Skari skrípó og Rödd Guðs Fjórða og síðasta TALkvöldið fer fram á Astró í kvöld. Þar munu vinningshafar undanfarinna TALkvölda stíga á svið og leggja allt á sig til að kitla hláturtaugar við- staddra ásamt Rödd Guðs á X-inu 977 og Skara skrípó sem munu halda endum saman, einnig mun Þossi mæta á staðinn með chill-tónlist og koma liði í dansgír eftir að gríninu lýkur. Keppendur hafa farið á kostum fyrir framan troðfullt hús undanfarna fimmtudaga og er óhætt aö fullyrða að aðeins það besta mun koma fram á sjálfu úrslitakvöld- inu. Dómnefnd hefur staðið í ströngu við að velja þá brandarasnillinga sem eiga að taka þátt, enda hefur þátttaká farið fram úr öllum vonum. Ljóst er að keppn- _________________in verður hnífjöfn og spenn- Qlrnm mfa n ■ r anc** Því aö Þeir sem komust í OKemmiamr Úrslit hafa gjörsamlega legið undir feldi undanfama viku við að breyta og betrumbæta atriðin sín. Verðlaun fyrir það að vera langfyndnasti maðurinn á íslandi eru veg- leg. Húsið verður opnað kl. 21. Ljóð og djass á Nauthóli í kvöld mun Djasstríó Árna Heiðars leika valinkunn- an vetrardjass á Kaffi Nauthóli milli þess sem skáldin Andri Snær Magnason, Davíð Stefánsson og Steinar Bragi lesa við kertaljós úr nýjum óútkomnum verkum sínum. Djasstríóið skipa þeir Ámi H. Karlsson (píanó), Tómas R. Einarsson (kontrabassi) og Matthias MD. Hemstock (trommur). Dagskráin hefst kl. 20.30. Aðgang- ur er ókeypis. Skari skrípó sér um að halda hlutunum gangandi á úr- slitakvöldinu. Víða skúrir eða haglél Norðaustan 10-15 m/s og slydda eða él norðvestantil og úti við norð- urströndina. Suðvestlæg átt í öðmm landshlutum, 13-18 m/s suðvestan- Veðrið í dag lands fram eftir degi, en annars hægari vindur. Víða skúrir eða haglél, en úrkomulitið austanlands. Hiti 1 til 7 stig, en vægt frost norð- vestantil síðdegis. Höfuðborgar- svæðið: Suðvestan 10-15 m/s og skúrir eða haglél. Minnkandi suð- vestanátt síðdegis. Hiti 1 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.26 Sólarupprás á morgun: 08.59 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.52 Árdegisflóð á morgun: 09.17 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 5 Bergstaöir alskýjaö 3 Bolungarvík snjóél á síð. kls. 11 Egilsstaöir 1 Kirkjubœjarkl. rigning 2 Keflavíkurflv. skúr 5 Raufarhöfn skýjaó 1 Reykjavík skúr 4 Stórhöföi skúr 4 Bergen skúr 10 Helsinki hálfskýjaö 0 Kaupmhöfn alskýjaö 11 Ósló skýjað 9 Stokkhólmur þoka í grennd 2 Þórshöfn skúr á síö. kls. 7 Þrándheimur rigning 7 Algarve hálfskýjaö 20 Amsterdam þokumóöa 10 Barcelona hálfskýjaö 15 Berlín skýjaó 10 Chicago heiöskírt 11 Dublin léttskýjaó 5 Halifax léttskýjaö 2 Frankfurt þoka 5 Hamborg þokumóóa 10 Jan Mayen þoka 2 London lágþokublettir 11 Lúxemborg skýjaö 6 Mallorca léttskýjaö 14 Montreal léttskýjaö -1 Narssarssuaq skýjaó -2 New York heiöskírt 8 Orlando heiöskírt 16 París lágþokublettir 7 Róm lágþokublettir 8 Vín skýjaö 9 Washington heiskírt 2 Winnipeg heiöskírt 0 Oddsskarðsgöng lokuð Hálka eða hálkublettir eru á heiðum á Vestfjörð- um og einnig hefur verið hálka á Norðurlandi og Austurlandi, annars er yfirleitt ágæt færð á þjóð- vegum landsins. Vegna vinnu i Oddsskarðsgöngum Færð á vegum verða þau lokuð á milli kl. 8 og 19 til 29. október. Vegfarendur aki yfir skarðið á meðan. Hálendisveg- ir era nú flestir lokaðir en einstaka era þó færir fjallabílum. Ástand vega 4*- Skafrenningur m Steinkast 0 Hálka ® Vegavinna-aögát b Öxulþungatakmarkanir Q2) ófært Œl Þungfært © Fært Ijaliabílum írena Líf Litla telpan sem er í fangi brosandi systur sinnar, Mareyjar Þóru, fæddist 27. ágúst kl. 01.06. Hún var við fæðingu 3490 Barn dagsins grömm og 52 sentímetrar. írena Líf á auk Mareyjar Þóra tvær systur; Hera Sól og Gunnur Rún heita þær. Foreldrar systranna era Guðrún B. Sigurjóns- dóttir og Hafsteinn Svein- bjömsson. dags^l^ Charlize Theron leikur eiginkonu geimfarans. Eiginkona geimfarans í The Astronaut’s Wife sem Stjörnubíó sýnir leika Johnny Depp og Charlize Theron hjónin Spencer og Jillian Amacost. Hann er geimfari og hún bamakennari. Líf þeirra umhverfist þegar Spencer er heimtur úr helju í einni geimferðinni. Jillian er ekki rótt, hún finnur ekki fyrir jafn nánu '///////// Kvikmyndir tilfinningasambandi við eiginmanninn og forðum og henni finnst hann vera farinn að haga sér undarlega, sér- staklega er henni órótt þegar hún fer að fá hroðalegar draumfarir sem allar beinast að því að eigin- maður hennar sé ekki sá sem hún giftist. Þegar Jillian verður ófrísk að tvíburum aukast áhyggjur hennar enn frekar þar sem hún hefur sömu tilfmningu fyrir hin- um ófæddu bömum og eigin- manninum, að þetta séu ekki bömin hennar... Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: American Pie Saga-bíó: Konungurinn og ég Bíóborgin: October Sky Háskólabíó: Baráttan um börnin Háskólabíó: Bowfinger Kringlubíó: South Park... Laugarásbíó: The Sixth Sense Regnboginn: Út úr kortinu Stjörnubíó: Hlauptu, Lola, hlauptu """ "" A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SfMA 550 5000 Gengið Almennt gengi LÍ 28. 10. 1999 kl. 9.15 Einíng Kaup Sala Tollqengi Dollar 71,050 71,410 72,410 Pund 116,600 117,200 119,320 Kan. dollar 48,260 48,560 49,450 Dönsk kr. 10,0210 10,0760 10,2100 Norsk kr 9,0460 9,0960 9,2890 Sænsk kr. 8,6390 8,6870 8,7990 Fi. mark 12,5247 12,5999 12,7663 Fra. franki 11,3526 11,4208 11,5716 Belg. franki 1,8460 1,8571 1,8816 Sviss. franki 46,5100 46,7700 47,3400 Holl. gyllini 33,7923 33,9953 34,4441 «- Þýskt mark 38,0751 38,3039 38,8096 jt. líra 0,038460 0,03869 0,039200 Aust. sch. 5,4118 5,4443 5,5163 Port. escudo 0,3714 0,3737 0,3786 Spá. peseti 0,4476 0,4503 0,4562 Jap. yen 0,682000 0,68610 0,681600 írskt pund 94,555 95,123 96,379 SDR 98,330000 98,92000 99,940000 ECU 74,4700 74,9200 75,9000 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.