Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 22
42 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 Sviðsljós % *► KLAUSTRiÐ ANNO MCMXCIX Veitinga- og skemmtistaðurinn Klaustrið Klapparstig 26 • Sími 552 6022 Brasilíska ofurfyrirsætan Susana Werner tók þátt í mikilli tískusýningu á helsta breiðstræti Ipanemahverfis í Rio de Janeiro í vikunni. Susana var kappklædd, eins og myndin ber með sér, svona miðað við það að verið var að kynna strandfatatískuna fyrir komandi ár. Susana þessi var eitt sinn kærasta fótboltakappans Ronaldos. Cruise í vanda á hengiflugsbarmi Ofurhuginn Tom Cruise komst heldur betur í hann krappan þegar hann var við kvikmyndatökur í Utah. Kapp- inn rann niður snarbratta fjalls- hlíð þar sem hann var að klifra fyrir nýjustu myndina sína. Sem betur fer var hann í öryggislínu, að kröfu kvikmyndafyrirtækis- ins, og slapp því bara með skrekkinn. Cruise er þekktur fyrir að leika sjáifur áhættuat- riði sín, þar á meðal ástarsenur á móti eiginkonunni. Börnin björguðu lífi Jacksons Hollands- drottning óttast djarfar myndir tm. Beatrix Hollands- drottning hefur beðið hollensku leyniþjón- ustuna að kanna hvort orðrómur- inn um að til séu nekt- armyndir af Maxima Zorregui- eta eigi við rök að styðjast. Sé það rétt er ekki víst að sonur drottningar, Willem Alexander, fái að trúlofast stúlkunni sem kemur frá Argentinu. Víst þykir að Maxima, sem er 28 ára, hafi skemmt sér við og viö áður en hún kynntist prins- inum. Þegar hafa verið birtar myndir af henni dansandi, daðr- andi og reykjandi í hinum ýmsu veislum. Stúlkan átti einnig kærasta. Prinsinn hefur reyndar átt vingott við aðrar stúlkur sjálfur. Og sumum Hollendingum þykir allt í lagi að hann eignist lífsglaða stúlku. Brio Alumina- kerruvagn 2000-árgerð er komin. . S i M I 5~~5 3 3 3 6 6 Poppstjarnan Michael Jackson seg- ir í nýlegu viðtali að hann myndi hafa svipt sig lífi hefði hann ekki átt böm- in sín tvö. Jackson hefur átt erfitt að undanfórnu. Hann varð þrumu lost- inn þegar eiginkona hans, Debbie Rowe, sótti um skilnað frá honum. Nokkram dögum eftir að vitneskja barst um skilnaðinn aflýsti Jackson tvennum tónleikum sem fyrirhugaðir voru á gamlárskvöld. Hann ætlaði að syngja bæði á Nýja-Sjálandi og á Hawaii. Jackson hefur einnig frestað útgáfu nýju plötunnar sinnar. Hún kemur ekki út fyrr en í mars. Eftir þriggja ára hjónaband var hún búin að fá nóg. Debbie og Michael Jackson bjuggu ekki saman. Jackson hafði ekki samband við hana og hún fékk næstum aldrei að hitta börnin sín tvö, Prince Michael og Paris Mich- Michael Jackson og Debbie Rowe. Símamynd Reuter ael. Jackson greiddi Debbie um háifan milljarð íslenskra króna fyrir að fá forræðið yfir bömunum. Hann sást nýlega með soninn á götu i Beverly Hills. Jackson var að venju svartklæddur og með munnhlíf en sonurinn ungi, sem er ljóshærður eins og móðir hans, fékk að ganga um án munnhlífar. Þóttu það tíðindi vegna hræðslu foðurins við veirur og bakteríur. Feðgamir fengust við eina af uppáhaldsskemmtunum pabbans, leikfangakaup. Risastórt býli Jacksons í Kaiifomíu er í raun skemmtigarður. Þar elur hann bömin upp með aðstoð fjölda starfsmanna. Meðal verka starfsmannanna er at- hugun á loftinu i húsinu. Þess þarf að gæta að það sé ekki mengað. Rúmsenur Ally gera allt vitlaust Siðavandar frúr í Ameríku hafa ekki undan að jesúsa sig yf- ir ástaratriði í lögmannasjón- varpsþættinum Ally McBeal, sem íslenskir sjónvarpsáhorf- endur kannast við. Frúmar voru ekki vanar svona hegðun frá hinni bráðfyndnu Ally sem Calista Flockhart, tággrönn að vanda, leikur af stakri snilld. Og það á besta útsendingartíma. En svona era Bandaríkin í dag. Slúður um Harry og Vilhjálm í tölvupósti í Eton Kennarar í Etonskólanum, þar sem bresku prinsamir Vilhjálmur og Harry stunda nám, hafa verið að rannsaka hvort eitthvað sé hæft í ásökunum um að nemendur hafi sent slúður um prinsana í tölvupósti innan skólans og til vina utan hans. Flestir nemendanna í Eton, sem er rándýr einkaskóli, hafa tölvur á herbergjum sínum. Hefur þeim tek- ist að senda skilaboð sem ekki er hægt að rekja. Haft er eftir einum nemendanna að slúður um prinsana hafi borist á milli. Það hafi þó ekki veriö neitt sem þeir ættu að verða leiðir yfir. Fréttin af rannsókninni barst út eftir að reynt var að selja dagblaði myndir af herbergi Vil- hjálms í skólanum. Sá sem reyndi að selja myndimir og upplýsingar um Vilhjálm hafði vingast við prinsinn og síðan myndað herbergi hans. Myndasmiöurinn vildi fá 12 milljónir króna fyrir sinn snúð. PlatínJazz íkvöld! -----j--j-j-------i---- * leit.is íslenska leitarvélin á Internetinu ¥ —I--|—|—- Hvað viltu finna á Netinu? Frasier í botnlangaskurði Bandaríski sjónvarpsleikarinn Kelsey Grammer, sem leikur hinn sívinsæla geðlækni Frasier, lét fjar- lægja úr sér botnlangann í snar- hasti í síðustu viku. Grammer er nú heima hjá sér að jafna sig. Leikar- inn hafði verið hálfslappur í nokkra daga þegar hann fór sjálfur á sjúkrahús síðastliðinn fóstudag. Læknar töldu ráðlegast að skera hann upp þegar í stað. Töf varð á upptökum þáttanna vegna þessa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.