Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 20
40 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 i Syngur |i Baðið er griðastaður og flestir ef ekki allir njóta þess að vera einir með sjálfum sér þegar þeir baða sig. Bað- venjurnar eru hins vegar afar mismunandi og viðmæl- endur Tilverunnar í dag segja undan og ofan afbað- leyndarmálum sínum. Hélt ég hefði dottað augnablik og skellti mér ofan í: Vatniðvar orðið ískalt Guðrún Eva notar tímann í baðkarinu til hugleiðslu. DV-mynd Pjetur Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur: - sagði Hera Björk Þórhallsdóttir sem notar baðið gjarnan til að ná algjörlega úr sér stressinu Leysir vandamálin í baðkarinu era Björk Þórhallsdóttir er önnum kafin ung kona í sjónvarpsþáttagerð og tón- list. Hún leggur m.a. sinn skerf í þátt- inn Stutt í spunann i Ríkissjónvarpinu og er nú að undirbúa tónleika í Iðnó sem fram fara í nóvember. Fyrir hana er bað því kærkomin afslöppun. „Ég nota baðið oft til afslöppunar og tU að ná algjörlega úr mér stressinu. Þá nota ég ilmolíur og aUt tUheyrandi og hef jafnvel kveikt á kertum. Annars trufla skæru flúrljósin á baðinu mig lítið, ég loka bara augunum og slappa -*^f. Þá finnst mér fínt að syngja í baði. Það er tU dæmis mjög gott að æfa sig fyrir tónleikana sem fram undan eru. Söngurhm hljómar svo skemmtUega í baðherberginu og þar er ég algjörlega ein með sjálfri mér. Þó ég noti baðið oft tU að slappa af, þá geri ég það oft að hugsa um aUt það sem ég hugsa ekki um dags daglega. Ég hugsa t.d. um hvað ég hlakka tU jól- anna, en ég er mikið jólabam í mér. Ég fer líka stundum í bað með Þór- dísi Petru, eins og hálfs árs gamaUi dóttur minni. Það er hins vegar lítU afslöppun. Þá er mikið suUað og mikU vinna að þurrka upp eftir baðið. Það má segja að þá sé eiginlega stórhættu- legt að stíga upp úr baðinu þegar aUt er á floti. Ég man þó ekki eftir neinum sérstökum óhöppum í baðinu. Það kom þó einu sinni fyrir mig að ég var að fara eitthvað út að kvöldi tU og lét renna heitt vatn í bað. Ég var þreytt og þurfti virkUega á því að halda að hressa mig við. Þá hringir síminn og ég svara í hann. Ég lagðist ósjálfrátt út af og steinsofha. Ég hélt ég hefði dott- að augnablik, og rauk fram á bað og skeUti mér ofan í. Þá komst ég að því mér tU skelfmgar að ég hafði sennUega sofið lengur en ég hélt - vatnið var orð- ið ískalt. Þó þetta væri mjög ónotalegt, þá var það einmitt þetta sem ég þurfti, ég hresstist við á augabragði." -HKr. g er algjör baðsjúklingur og fer í bað á hverjum degi,“ segir rithöfundur- inn Guðrún Eva Mínervudóttir sem leggst í baðkarið á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Fyrir utan að liggja mikið í baðkarinu fer hún einnig mikið í laugamar og finnst yndislegt að dóla í heitu pottumnn. „Ég nota tímann í baðkarinu til hugleiðslu. Það er alveg frábært að liggja og láta hugann reika og nota tímann tU þess að leysa úr vanda- málum og verkefnum líðandi stundar," segir Guðrún Eva sem liggur venjulega að minnsta kosti klukkutíma og oft meira í baðkar- inu í senn. Hún mælir með því að fólk fari í bað tU þess að hugsa enda hefur hún leyst ófáar þraut- imar í baðkarinu. „Ég blanda gjarnan rósaolíu og baðmjólk út í vatnið og svo baða ég mig aldrei við rafmagnsljós heldur alltaf við kertaljós," tilkynnir Guð- rún sem er greinUega mikUl róm- antiker í sér. Hún segist vera lítið hrifm af sturtum og vUji helst búa í húsnæði með rúmgóðu baðkari. „Það er engin nautn í því að fara í sturtu. Þegar ég hef lent í því að búa í íbúð sem er ekki með bað- kari þá hef ég ekki verið alveg sátt við lífið,“ segir Guðrún sem býr nú í íbúð við Laugaveginn með frekar litlu en vel nothæfu baðkari. -snæ Ingvar Valgeirsson tónlistarmaður baðar sig kvölds og morgna: Sturtan er leiðinda- uppfinning g er mikiU „baðmað- ur“ og hef verið frá því ég var smágutti heima á Akureyri. Ég eyddi drjúgum tíma æsku minnar í baðkerinu, móður minni tU mikUlar ar- mæðu,“ segir Ingvar Val- geirsson tónlistarmaður sem fer aldrei sjaldnar en tvisvar á dag í bað. Sturtur eru Ingvari ekki að skapi og segist hann forðast þær e f t i r Ingvar notar gjarna tímann í kvöldbaðinu til að lesa sér um áhuga- rð málefni. DV-mynd Pjetur megni. „Sturtan er leiðindauppfinn- ing og mér finnst hreint glatað að standa undir vatnssprænu og baða mig.“ Ingvar er afar vanafastur þegar kemur að baðvenjum. Á hverjum morgni fer hann í snöggt bað og síð- an aftur á kvöldin en þá gefur hann sér jafnan meiri tima. „Baðið á morgnana er nauðsynlegt annars get ég ekki byrjað daginn. Ég hef vatnið aUtaf mjög heitt enda vantrú- aður mjög á gUdi kaldra baða. SkU ekki svoleiðis þjáningarþörf. Á kvöldin eyði ég gjama meiri tima í baðinu og les gítartímarit eða annað gott lesefni mér tU skemmtunar," segir Ingvar. Tónlistin skipar stóran sess í lífi Ingvars; á daginn vinnur hann í hljóðfæraverslun og á kvöldin þeys- ist hann á mUli pöbba þar sem hann spilar á gítar og syngur. En skyldi hann syngja í baði. „Já, oft þegar ég er í góðum filing. Ég hef hins vegar bara einu sinni samið lag í baði. Það varð vinsælt meðal vina minna sem sungu það lengi vel í partíum. Það er aldrei að vita nema andinn eigi eftir að koma yfir mann í bað- inu á ný,“ segir Ingvar Valgeirsson tónlistarmaður. -aþ Hera BJörk Þórhallsdóttir fer oft með dóttur sinni, Þórdísi Petru, í bað. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.