Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 15 Hagsýni einbúans Sífellt fleiri kjósa sér þann lífsmáta að halda einir heimili til frambúðar eða til styttri tíma. Öðr- um hrýs hins vegar hugur við til- hugsunina um að búa einir og öll- um þeim byrðum og skyldum sem einbýlinu fylgja. Víst er að í flestum tilfellum er íslenskt samfélag frekar sniðið að þörfum kjarnafjölskyld- unnar heldur en einbúans. Það er því mikill misskilningur að þeir sem búi einir hafi alltaf meiri fjár- ráð en þeir sem búa með öðrum og eiga e.t.v. böm því þótt einbúinn þurfi bara að sjá fyrir sjálfum sér og sleppi við að greiða leikskólagjöld, háa matarreikninga og allskyns út- gjöld sem fylgja fjölskyldunni kem- ur ýmislegt í staðinn sem hann þarf að greiða. Það er nefnilega alveg jafn dýrt fyrir einbúann að koma sér upp húsnæði, kaupa bíl og greiða fasta reikninga, eins og af- notagjöld og áskrift að dagblöðum og kjarnafjölskylduna. Munurinn er þó sá að einbúinn þarf að greiða fyrir þessa hluti einn en fjöl- skyldan hefur í flestum tilfellum tekjur frá fleiri en einum til að reiða sig á. Fjármálin skipulögð Jafnvel þótt fjárhagurinn sé ekki svo slæmur að nauðsynlegt sé að lifa eftir nákvæmri fjárhagsáætlun alla daga er sniðugt halda nákvæmt bókhald, t .d. í einn mánuð, til þess að sjá í hvað pening- arnir fara. Það getur nefnilega kom- ið þér óþægilega á óvart hvað ýmis lítilfjörleg atriði, s.s. leigubílar, skyndibitar eða bíóferðir, kosta þeg- ar saman kemur. Ef til vill þarftu ekki að breyta neinu í heimilishaldi þínu en e.t.v. sérðu að þú gætir sparað t.d. með þvi að smyrja nesti með í vinnuna, taka strætó eða leigja þér frekar spólu í stað þess að fara í bíó. Skoðaðu líka vel öll gjöld sem bankinn þinn leggur á þig, s.s. útskriftargjöld, gjald fyrir notkun hraðbanka og gjöld fyrir debetkorta- notkun. Ef til vill getur þú minnkað þessi gjöld, t.d. með því að grennsl- | ast fyrir um hvaða banki leggur á lægstu gjöldin og t.d. með því að taka meira út af debetkortinu í einni færslu í stað þess að nota það í tvær minni færslur. WfSgiggií Borgaðu strax leggðu Þeir sem búa einir þurfa að miklu leyti að borga sömu reikninga og þeir sem eru í einhvers konar sambúð. Þess vegna er mikilvægt fyr- ir einbúann að sýna hagsýni í fjármálum. Borgaðu reikningana, s.s.greiðslu- kortareikning- inn, rafmagns- reikninginn, símareikning- inn o.s.frv. strax og þú færð útborg- að. Annars gætir þú „óvart“ eytt pen- ingunum í eitthvað annað. Þar með ertu kominn í vítahring dráttarvaxta og van- skilagjalda. Reyndu einnig að leggja fyrir þótt ekki sé nema lít- inn hluta launa þinna í upphafl mánaðarins. Þú get- ur alltaf gengið í þennan sjóð þegar líður á mánuðinn ef harðnar á dalnum. Kosturinn við að leggja fyrir er sá að sú upphæð vill „gleymast" í amstri hversdagsins þegar hún er ekki lengur í veskinu. Hins vegar manstu alveg örugglega eftir henni aftur ef þú þarft á henni að halda td sérstakra nota. Það getur líka verið skynsamlegt að láta bankann draga ákveðna upp- hæð af laununum mánaðarlega td að leggja inn á sérstakan reikning. Skoð- aðu bara vel hvaða banki býður bestu kjörin í þessum efnum. Þá er bara að hefjast handa við skipulagningu fjármálanna. Það er aldrei að vita nema það leynist falið fé í fjármálum heimdisins. Stórinnkaup fyrir lítið heimili Jafnvel þótt þú búir einn getur ver- ið hagstætt að kaupa stórar pakkn- ingar af vörum sem hægt er að geyma. Kauptu stóra pakka af morg- unkomi, kexi, eldhúspappír, sjampói og öðru slíku því yfirleitt borgar þú hlutfadslega minna fyrir stærri pakkningamar. Þeir sem eiga bd ættu að kaupa mikið inn í matvöruversluninni einu sinni í viku eða svo í stað þess að kaupa inn á hverjum degi. Það „slæð- ist“ nefndega margt í innkaupakörf- una sem ekki átti að fara í hana ef keypt er inn á hveijum degi. Auk þess sparar það bensín að fara ekki í innkaupaleiðangur á hverjum degi. Einnig er gott ráð að búa til inn- kaupalista áður en þú ferð að versla - og halda sig við hann. Listinn kemur í veg fyrir að þú kaupir eitthvað í hugsunarleysi og senndega kemur hann líka I veg yfir að þú kaupir mik- ið af óhodustu sem ekki lítur vel út á listanum. Mundu líka að það er óráð- legt að fara svangur að kaupa í mat- inn. Matseld einbúans Þótt þú búir einn getur verið hag- kvæmt að eiga góðan frysti og fyUa hann af mat sem geymist vel, t.d. brauði, kjöti og fiski. Það getur nefni- lega verið freistandi að sleppa því að elda ef isskápurinn er tómur og þá er skyndibitinn eða örbylgjumaturinn ekki langt undan. Slikir réttir era hins vegar yfirleitt mun dýrari en heimatdbúinn matur. Ef þér leiðist að elda á hverju kvöldi er ráð að kaupa t.d. mikið af hakki eða fiski og búa td talsvert magn af aUskyns réttum, t.d. fiski- bollum og kjötboUum, skipta þeim niður í hæfilega skammta fyrir einn og frysta tU þess að nota síðar. Þá er auðvelt að grípa rétta magnið úr frystinum og fljótlegt að hita upp ódýra og heimatUbúna máltíð. Hagkvæmt er að taka með sér nesti í vinnuna, t.d. grófar samlokur með áleggi, jógúrt eða ávexti í stað þess að stökkva út í sjoppu eftir skyndibita. Þú sparar bæði stórar upphæðir á þessu og auk þess er líklegt að þér líði betur líkamlega og línurnar verði fallegri. AUs kyns brauðmeti er stór hluti af mataræði íslendinga nú td dags. Þar er íslenski einbúinn engin und- antekning og líklegt er að þeir sem búi einir borða jafnvel meira brauð en gengur og gerist, fái sér t.d. sam- loku í kvöldmat í stað ýsu með kart- öflum. Það getur því verið hagkvæmt að baka brauðin sjálfur, annað hvort á gamla mátann í ofni, eða í brauð- bakstursvél. Vélin kostar sitt en hún er fljót að borga sig upp þar sem mik- ið er borðað af brauði. Samnýting er hagkvæm Jafnvel þótt þú búir einn kemur það ekki í veg fyrir að þú getir samnýtt ýmsa hluti með vinum eða ættingjum. Hvernig væri td dæmis að þú og vinnufélagar þinir skiptist á að aka td vinnu í stað þess að aUir aki einir í sínum bílum á sama vinnustað. Slíkur ferðamáti, sem bæði er hagkvæmur og umhverfis- vænn, er aUs ekki nógu algengur hér- lendis þótt hann hafi fest rætur er- lendis. Einnig er sniðugt að hringa í Gulu línuna eða önnur upplýsingafyrir- tæki þegar þig vantar einhvem hlut sem þú ert ekki alveg viss hvar fæst í stað þess að eyða dýru bensíni í að fara á miUi staða í leit að hlutnum. Stundum koma svoköUuðu „2 fyrir 1 tdboð" frá hinum ýmsu fyrirtækj- um þar sem þú kaupir einn hlut og færð annan frían með. Ef þú býrð einn hefur þú kannski ekkert með tvo eins geisladiska að gera eða tvær pitsur. Þá getur verið sniðugt að fá vin eða kunningja sem býr einn td að taka þátt i tdboðinu og deda kostnað- inum með þér. Ef þú hefur aukaherbergi í íbúð- inni gætir þú líka t.d. leigt það út og þar með lækkað reikningana. Það er því hægt að samnýta ýmsa hluti og lifa hagsýnu lifi þótt þú búir einn ef hagsýnin og hugmyndaflugið eru td staðar. -GLM Hollráð fyrir heimilið Ef þig vantar trekt, t.d. vegna tómstundaiðju, er óþarfi að stökkva út í búð og kaupa eina slíka. Ráð er að skera stút af plastbrúsa og nota hann sem trekt. Hinn hluta brúsans má nota undir eitt eða annað, s.s. nagla eða skrúfur. Flísalagt borð Er borðplatan orðin sködduð og óásjáleg? Taktu nákvæmt mál af henni og kauptu leirflísar td að lima á hana. Þegar flísamar hafa verið límdar á stærstan hluta borðs- ins kaupir þú lista úr málmi eða góðum viði og klæðir brúnir borðs- ins með honum. Leirflísarnar þola flest og því þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af glasaförum eða sígar- ettublettum. Jógúrtþeyta Ef ætlunin er að þeyta rjóma en þeytirjómi er ekki til á heimdinu er ráð að blanda saman 1/2 lítra af jógúrt, 3 eggjahvítum og 150 g af strásykri. Þeytið eggjahvíturnar uns þær verða stinnar, hlandið sykrinum saman viö og síðan jógúrtinu. Blandan bragðast vel, t.d. með blönduðum ávöxtum. Rjómi til reiðu Óþarfi er aö henda femu með af- gangsrjóma. Betra er að heda hon- um í ísmolapoka og setja síðan í frysti. Þá áttu adtaf rjómamola td- búinn t.d. í sósu og súpur. Ruslapokar Sjálfsagt er að nota plastpoka undir úrgang sem bleyta er í. Ann- an eldhúsúrgang má setja í poka úr dagblöðum. Þá er dag- blaðið brot- ið saman og límt síð- an með ódýru lím- bandi á langhliðinni og annarri skammhliðinni. Gott er að útbúa nokkra poka af þessu tagi í einu td þess að eiga þá tdtæka þegar á þarf að halda. ís í mjólkurfernum Ef ís er búinn til i heimahúsum er tdvalið að nota tómar mjólkur- fernur undir hann. ísblöndunni er hedt í hreina fernu og síðan er henni stungið í frystinn. Fernan er síðan skorin utan af ísnum áður en hann er borinn á borð. Þurrmjólk í bakstur Ef mjólkina vantar má auðveld- lega nota þurrmjólk og vatn í stað- inn í baksturinn. Þá er mjólkurduft- inu blandað saman við mjölið. Of mikið salt Ef götin á saltbauknum eru í stærra lagi má setja hrísgrjón í baukinn með saltinu. Þá sleppir baukurinn ekki jafn miklu salti í hvert skipti og saltið hleypur ekki saman vegna raka. -GLM HEILSUDRYKKUR MEÐ ÁVAXTABRAGÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.