Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 Útlönd Kjötstríðsmenn bíða eftir vís- indamönnunum Ráðamenn í Frakklandi og Bretlandi drógu í gær úr yfirlýs- ingum sínum í kjötstríðinu á meðan beðið er eftir niðurstöðu vísindamanna um hvort óhætt sé að láta breskt nautakjöt ofan í sig. Frakkar teija að svo sé ekki en Bretar eru á öðru máli, segjast hafa útrýmt kúafárinu. Búist er við að vísindamenn ESB kveði upp úrskurð sinn í dag. Stjóm Tonys Blairs í London vill leysa málið án langvinnra málaferla. Franski landbúnaðar- ráðherrann, Jean Glavany, sagði að Frakkar myndu viðhalda bann- inu þar til vísindamenn segðu ann- að en leysa mætti málið með hert- ara eftirliti og betri merkingum. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Tunguholt, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Líf- eyrissjóður Austurlands og Ingibjörg Jó- hannsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Austurlands, mánudaginn 1. nóvember 1999 kl. 14,15. SÝSLUMAÐURINN Á ESKMRÐI Uppboð á óskilahrossum Neðangreind hross verða boðin upp hjá Hestamannafélaginu Fáki, Víðivöllum, Víðidal, Reykjavík, mánudaginn 8. nóvemberkl. 14.00 Brún hryssa vet- urgömul, leirljós hestur, ca 6 vetra, og 2-3 vetra rauðstjömótt hryssa. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK, Þjóöarsorg í Armeníu eftir morð á ráöamönnum: Krefjast höfuðs innanríkisráðherra Yfirmenn herafla Armeníu hafa kraflst þess að fá höfuð innanríkis- ráðherrans og fleiri háttsettra emb- ættismanna á silfurfati í kjölfar skotárásarinnar í þinghúsinu í fyrradag þar sem forsætisráðherr- ann og fleiri ráðamenn voru drepnir. „Þetta var samsæri gegn full- veldi Armeníu og framtíð þjóðar- innar,“ sagði í yfirlýsingu frá varn- ar- og innanríkisráðuneytunum og frá öryggislögreglu ríkisins. Fánar voru í hálfa stöng í Armeníu í morgun vegna morðsins á Vazgen Sarksjan forsætisráð- herra og nokkrum háttsettum emb- ættismönnum. Robert Kotsjarjan Armeníuforseti lýsti yflr þriggja daga þjóðarsorg og í tilkynningu frá skrifstofu hans kom fram að hinir myrtu leiðtogar yrðu bomir til grafar 31. október. Allt var með kyrrum kjörum í höfuðborginni Jerevan í morgun. Armenskir þingmenn á leið út úr þinghúsinu eftir að vígamenn höfðu látið þá lausa í gærmorgun. Morðingjarnir réðust inn í þing- húsið í fyrradag og hófu skothríð úr öflugum rifílum. Þeir voru undir forystu sérviturs blaðamanns, Nairis Únajans, og er talið að með aðgerðum sínum hafi þeir viljað mótmæla spillingu stjórnvalda, fátækt og því sem þeir kölluðu blóðsugum á æðstu stöð- um. Byssumennirnir héldu tugum gísla í þinghúsinu þar til þeir gáfust upp fyrir lögreglunni í gær- morgun. Nairi Únajan sagði fréttamanni Reuters skömmu fyrir handtökuna að þeir hefðu ráðist inn í þinghús- ið til að koma í veg fyrir tortím- ingu armensku þjóðarinnar. „Þjóð okkar er að deyja út,“ sagði hann. Stjómmálaskýrendur í Jerevan sögðu að forsætisráðherrann hefði verið sá sem fór með raunveruleg völd í landinu og að þar væri skarð fyrir skildi. 27. OKTÓBER 1999. Þúsundir Gvatemalabúa heiðruðu í gær guðinn Maximon þar sem blandast saman spænsk-kaþólsk hefð og forn hefð mayaindíána. Af þvítilefni fékk konan á myndinni sér einn „El Puro“, eins og þarlendir kalla vindil þennan. Trú- aðir telja að Maximon geti liðsinnt mönnum í ástarmálum, peningamálum og viðskiptum. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Austurberg 38, 2ja herb. íbúð á 3. hæð merkt 0303, Reykjavík, þingl. eig. Sig- urður Rúnar Magnússon, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Ríkisútvarpið og V0- skiptatraust hf., þriðjudaginn 2. nóvember 1999 kl. 15.00. Eyjabakki 11,4ra herb. íbúð á 3. hæð f.m., Reykjavík, þingl. eig. Reistará ehf., geið- arbeiðendur Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 2. nóvember 1999 kl. 15.30. Fífusel 24, Reykjavík, þingl. eig. Kristján Auðunsson, gerðarbeiðendur íslandsbanki hf. höíúðst. 500, Landsbanki íslands hf., höfúðst., Lífeyrissjóður starfsm Rvkborg- ar, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 2. nóv- ember 1999 kl. 16.00. Hrafnhólar 6, 3ja herb. íbúð á 2. hæð merkt C, og bflskúr merktur 030115, Reykjavík, þingl. eig. Ragna Stefanía Finnbogadóttir, geiðarbeiðandi Hrafnhól- ar 6-8, húsfélag, þriðjudaginn 2. nóvem- ber 1999 kl. 16.30. Iðufell 2, 3ja herb. íbúð á 3.h. t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Sævar Öm Björg- vinsson og Sigurey Agatha Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Toll- stjóraskrifstofa, þriðjudaginn 2. nóvem- ber 1999 kl. 14.00. Klukkurimi 3, 2ja herb. íbúð 2. frá vinstri á 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Kjartan Reynir Hjaltason og Linda Kristín Páls- dóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Landssími íslands hf., innheimta, og Toll- stjóraskrifstofa, þriðjudaginn 2. nóvem- ber 1999 kl. 13.30. Leirubakki 34, 89,9 fm fbúð á 2.h. lengst til vinstri m.m, Reykjavík, þingl. eig. Sigtún 7 ehf., gerðarbeiðandi íbúðalána- sjóður, þriðjudaginn 2. nóvember 1999 kl. 14.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Hótar sjálfs- morðsárásum Tsjetsjenski stríðsherrann Sjamil Basajev hótaði í gær hefndarárás- um á Rússland. „Ég hef sett saman hryðjuverka- sveit með sjálfsmorðsárásarmönn- um. Sveitin mun hefna flugskeyta- árásarinnar á markaðstorgið í Grosní í síðustu viku og annarra árása á óbreytta borgara. Það verð- ur auga fyrir auga og tönn fyrir. tönn. Við ætlum að sigra í stríðinu en það er ekki nóg,“ sagði Basajev. Rússar eru jafnharðir í sinni af- stöðu. „Við erum komnir hingað og munum aldrei yfirgefa staðinn," sagði Igor Sergejev, varnarmálaráð- herra Rússa, í heimsókn hjá rúss- neskum hermönnum í Tsjetsjeníu, samkvæmt frétt Itar-Tass fréttastof- unnar í Rússlandi. Rússar létu í gær sprengjum rigna yflr Grosní. Tsjetsjeninn Basajev hótar sjálfs- morðsárásum í Rússlandi. Símamynd Reuter Stuttar fréttir dv Hvattir til að hamstra Yfirvöld í Japan hvetja íbúa landsins til að hamstra mat og drykk, vasaljós, sáraumbúðir, út- vörp og rafhlöður fyrir árþús- undamótin vegna mögulegs 2000 vanda. Vernd sjúkraskráa Bill Clinton Bandaríkjaforseti mun brátt kynna áætlun rnn nýj- ar reglur sem miða að því að vemda betur persónuupplýs- ingar í sjúkra- skrám. Áætlun- in kemur á sama tíma og og læknar, sjúkrahús, lyfsalar og heilsu- vemdarstöðvar samtengja í aukn- um mæli þær upplýsingar sem þau búa yfir, oft án vitundar sjúk- linga. Tryggingafélög krefjast einnig æ oftar aðgangs að upplýs- ingunum. Mótmæia niðurskurði Þúsundir ellilífeyrisþega efndu í gær til mótmæla í Berlín gegn niðurskurði Gerhards Schröders Þýskalandskanslara og stjórnar hans. Níðmyndir strokaðar út Menntamálaráðherra ísraels, Yossi Sarid, sagði í gær að stroka ætti alla neikvæða umfjöllun mn araba úr ísraelskum skólabókum. Hvatti hann nágranna ísraela til að gera það sama gagnvart ísrael. Ofbeldi starfsmanna Unglingar á bamaverndarstofn- unum í Noregi segja starfsmenn stofnananna slá þá, sparka í þá og beita þá kynferðislegu ofbeldi. Lofar óspilltri stjórn Nýr forseti Indónesíu, Abdurra- hman Wahid, lofar því að ný stjóm landsins verði óspillt. Verði ráðherra grunaður um mútuþægni verður hann að segja af sér, að því er forsetinn sagði i sjón- varpsræðu. Fyrir utan þinghúsið í Jakarta söfnuðust í gær hundr- uð manna sem mótmæltu því að félagsmálaráðuneytið hefði verið lagt niður. Forsetinn fór til móts við mannfjöldann í golfbíl til að ræða við mótmælendur en líf- verðir hans komu í veg fyrir sam- ræðurnar. Bannað að fara til Gaza Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, dró í gær til baka ferða- leyfi palestínska skæruliðaleið- togans Hawatmeh til Gazasvæðis- ins og Vesturbakkans. Hawatmeh lýsti á miðvikudaginn yfir stuðn- ingi við vopnaða baráttu gegn ísr- ael. Hljóðritinn fundinn Hljóðriti einkaþotu kylfingsins Paynes Stewarts fannst í gær. Ekki em taldar miklar líkur á að upplýsingar úr honum skýri or- sök flugslyssins á mánudaginn. Viðræður á N-írlandi David Trimble, leiðtogi mót- mælenda á N-írlandi, sagði í gær að engin meiri háttar tíðindi hefðu orðið í friðarviðræðunum undir stjórn bandaríska sátta- semjarans Georges Mitchells. Neitar að fara Herstjómin í Pakistan hefur beðið Nawaz Sharif, forsætisráð- herrann sem rændur var völdum, um að yfirgefa landið og hætta í stjórnmálum. Sharif hefur hins vegar neit- að að verða við bón herstjómarinnar, að því er eiginkona hans, Kulsoom Nawaz, greindi frá. Sharif er nú i stofu- fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.