Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 25 Myndasögur Fréttir Eg er orðinn of seinn á mikilvægt stefnumót. Er nokkuð að fyrir utan sasrindi i hálsinum? Myndband Bjarkar Guðmundsdóttur: Keppir um verðlaun á MTV-hátíðinni Myndband Bjarkar Guðmunds- dóttur, „All Is Full of Love“, keppir um titilinn besta myndbandið árið 1999. Hin árlega MTV-tónlistarhá- tíð, þar sem eru veitt verðlaun fyrir 17 flokka í tónlist, meðal annars bestu söngkonunni, besta söngvar- anum, bestu hljómsveitinni og besta myndbandinu árið 1999, verður haldin 11. nóvember næstkomandi. Fyrir nokkru var tilkynnt um til- nefningar í þá ellefu flokka af sautján sem veitt eru verðlaun fyr- ir. Auk myndbands Bjarkar eru það íjögur myndbönd önnur sem til- nefnd eru. Það er myndband Aphex Twin, „Windowlicker", myndband Blur, „Coffee and TV“, myndband Fatboy Slim, „Praise You“, og loks myndband George Michael og Mary J. Blige, „As“. -DVÓ % Hinn aldni en styrki starfsmaður og verkstjóri Lýður Magnússon. DV-mynd Guðfinnur Eldhress á áttræðisaldri Honum eru enn falin störf sem al- gengt er að aðeins ungum og frísk- um mönnum séu ætluð. Þó er hann Lýður Magnússon kominn á sjötug- asta og sjötta aldursár og mætir snemma dag hvem til starfa í slát- urhúsinu á Hólmavík. Á þessu hausti lýkur hann flmmtugasta og áttunda starfsári sínu i sláturhúsi á Hólmavík. Aðeins þrjú haust hafa fallið úr frá fermingarárinu hans þegar hann fyrst hóf að starfa. Tvö haust var hann við sjómennsku og eitt haustið var hann að byggja sér fjárhús á jörð sinni, Húsavík í Kirkjubólshreppi, þar sem hann hóf búskap 1954, en hefur nú eftirlátið syni sínum og tengdadóttur eignar- jörð þeirra hjóna. Milli sláturtíða starfar hann í kjötvinnslu Norðvest- urbandalagsins á Hólmavík og slær sjaldan slöku við. - Guðfinnur »leit.is og þér munuð fimia... ...yfir 300.000 íslenskar vefsíður. Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Einholt Meðalholt Stórholt Stangarholt Bolholt Skipholt Laugaveg 168-178 Hátún Álfhólsveg 106-149 Fögrubrekku Álfaheiði Vantar einnig á biðlista í gamla miðbæinn og nágrenni. ÉÞ>| Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.