Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 Fréttir sandkorn Flugleiöir máta nýja búninga á allt starfsliðið: Flugmennirnir fá taugaáfall - segir flugfreyja sem er í sjöunda himni með búninginn Við misstum viðskiptin við Flugleiðir í sumar. Þeir tóku Balenchia i París fram yfir okk- ur,“ sagði Ásbjörn Björnsson, klæðskeri í Fasa, sem saumað hef- ur einkennisbúninga fyrir starfs- lið Flugleiða undanfarin ár en hef- ur nú misst þann spón úr aski sín- um. „Ég tel að við höfum staðið okkur vel og þjónað fyrirtækinu af kostgæfni. Flugleiðir voru með lokað útboð vegna búninganna og þar lutum við í lægra haldi,“ sagði Ásbjörn, klæðskeri í Fasa. Starfsfólk Flugleiða er þessa dagana í óðaönn að máta nýju búningana frá París og þeir sem reynt hafa lýsa yfir mikilli ánægju með árangurinn sem náðst hefur hjá klæðskeranum i París. Eða eins og ein flugfreyjan orðaði það: „Þetta er smart og klæðilegt en ég held að flugmennirnir eigi eftir að fá sjokk eða taugaáfall. Búningarn- ir þeirra eru dálítið framúrstefnu- legir.“ Katla Steinsson, sem sér um skipulagningu búningaskiptanna hjá Flugleiðum, er þögul sem gröf- in þegar spurt er um nýju ein- kennisbúningana. Skilaboðin frá Kötlu eru þess efnis að nýju bún- ingamir verði kynntir almenningi og fjölmiðlum 9. nóvember næst- komandi. Þá er fyrirhugað að fljúga skraut- og sýningarferðir til Flugmenn mátuðu „framúrstefnu" búninga sýna í gær. Ekki var að merkja að þeir fengju áfall. allra viðkomustaða Flugleiða og kynna þar nýju línuna í útliti starfsfólks Flug- leiða. Verða tvær áhafnir fé- lagsins einvörð- ungu í slíku kynningarflugi næstu vikurnar. í höfuðstöðv- um Flugleiða er farið með bún- ingaskiptin sem hernaðarleynd- armál enda vænta stjórn- endur fyrirtæk- isins mikils af útlitsbreyting- unum. Enginn utanaðkomandi á að fá að sjá nýju búningana fyrr en skraut- og sýningarflug- in hefjast 9. nóv- ember. Einar Ólason, ljós- myndari DV, brá sér hins vegar niður á Hótel Loftleiðir í gær og mátaði nokkra búninga með aðstoð ljós- myndavélarinn- ar. -EIR Flugfreyjurnar mættu í gær til að máta hina glæsilegu búninga. Þær voru himinlifandi með fötin. DV-myndir E.ÓI Fingraför Ofurviðkæmt mál er í gangi í Neskaupstað þar sem fingrafór hafa verið tekin af obba starfs- manna Síldarvinnslunnar hf. Starfsmennirnir hafa mátt und- irgangast þetta vegna þjófnaðar á tölvubúnaði sem framinn var í fyr- irtækinu. Mörg- um þykir sem niðurlæging verkafólksins sé mikil og óþörf. Stella Steindórs- dóttir trúnaðar- maður sagði við DV að spurning væri um lögmæti aðgerðanna. Það þykir nokkuð skondið að formaður verkalýðsfélagsins á staðnum, Jón Ingi Kristjáns- son, fæst ekki til að segja orð um málið sínu fólki til vamar. Hann er nefnilega lögga með for- mannsdjobbinu ... Úr boltanum Skemmtistaðaflóran í Reykja- vík tekur sífellt breytingum og nýir staðir skjóta upp kollinum. í desember murr verða opnaður nýr skemmtistaður í grennd við Gauk á Stöng í Tryggvagötu. Aðal- maðurinn á hin- um nýja stað er knattspyrnumað- urinn og alþingis- maðurinn fyrr- verandi, Ingi Björn Alberts- son. Ingi Bjöm sem þjálfaði Val á síðustu knattspyrnuvertið mun nú snúa sér í ríkari mæli að veit- ingahúsarekstri sem hann er þó ekki ókunnugur enda einn af eig- endum Gauks á Stöng. Ekki er vitað hvað staðurinn, sem á að höfða til 25 ára og eldri, mun heita en gárungi nokkur stakk upp á Hættur í boltanum ... íslenskar getraunir: Metpottur í boði - fyrsti vinningur allt að 65 milljónir Á morgun veröur fyrsti vinningur í getraunum hærri en nokkru sinni fyrr. Enginn tippari náði 13 réttum um síðustu helgi og því verður fyrsti vinn- ingur tvöfaldur. Þær 27 miiljónir sem voru í fyrsta vinningi síðastliðinn laugardag verða lagðar við söluna í þessari viku og býst Haraldur Haralds- son, framkvæmdastjóri íslenskra get- rauna, við því að fyrsti vinningur verði allt að 65 milljónum króna. „Þetta er i þriðja skipti sem fyrsti vinningur verður tvöfaldur frá því að sænska getraunafyrirtækið Svenska Spel sameinaðist Islenskum getraun- um árið 1991,“ segir Haraldur. „Fyrst gerðist það 5. ágúst árið 1995. Þá var enska knattspyrnan ekki hafln og fyrsti vinningur varð aðeins 36,4 milljónir króna. Aftur gerðist það 3. október 1998 og þá voru á seðlinum landsleikir og leikir úr neðri deildum í Svíþjóð og varð fyrsti vinningur 43,3 milljónir króna. Nú er fyrsti vinningur tvöfaldur í þriðja sinn og salan hefur verið stígandi. Á seðlinum eru enskir leikir og má því búast við góðri sölu og þar sem 27,2 milljónir króna færast milli vikna má búast við því að fyrsti vinningur nái nýju hámarki og er ég að gæla við 65 mifljónir," segir Harald- ur. Hæsti vinningur sem hefur verið Haraldur Haraldsson, framkvæmda- stjóri íslenskra getrauna, býst við því að fyrsti vinningur verði 65 milljónir í tvöföldum potti. DV-mynd Teitur greiddur út fyrir 13 rétta hjá íslensk- um getraunum er 15,3 milljónir króna og kom vinningurinn á 48 raða sjálf- valsseðil sem kostaði 480 krónur. -E.J. Warnerbros Vegur rithöfúndarins Ólafs Jóhanns Ólafssonar hefur ekki í annan tíma verið meiri. Hann hefur nú tekið við stjórnartaum- um margmiðlunarþáttar Warner Bros-samsteypunn- ar sem veltir marg- foldum flárlögum íslands. Ölafur Jó- hann mun þó hvergi láta deig- an síga í ritun skáldsagna og þjóðin mun áfram fá að njóta verka hans. Ólafur Jóhann er að öllu jöfnu brosmildur maður en nú hefur bros hans enn breikkað. Warnerbros heitir það núna ... Sami maður varð í tvígang fyrir barðinu á þjófum: Bíræfnir bílþjófar á Njálsgötunni - stálu fyrst kerrunni en síðan jeppanum hálfum mánuði seinna „Ætli þjófana hafi ekki vantað bíl til að draga kerruna," segir Þröstur Ottósson sölumaður sem orðið hefur óþyrmilega fyrir barð- inu á þjófum undanfarnar vikur. Þröstur býr á Njálsgötu 31 og varð fyrir því fyrir hálfum mánuði að forláta kerru var stolið af lóð hans. „Það hefur þurft tvo fjleflda menn í að ná kerrunni út í götu. Hún var full af grjóti og níðþung. Að auki voru ruðningar við lóða- mörkin vegna framkvæmda í göt- unni og því hafa þjófarnir þurft að draga hana með handafli út á götu,“ segir Þröstur. Hann segir kerruna kosta hátt í 200 þúsund og út af fyrir sig sé það tjón tilfinnanlegt. Hann segist hafa svipast um eftir kerrunni en án ár- angurs. Aðfaranótt mánudags hafði enn ekkert bólað á kerrunni þegar enn dró til tíðinda á sama Kerran góða sem þjófarnir stálu fyr- ir nokkrum vikum. ...og jeppann hirtu þeir aðfaranótt mánudags. vettvangi við Njálsgötuna. „Þegar ég vaknaði á mánudags- morguninn var hvarf kerrunnar enn í huga mér enda hafði ég svip- ast um eftir henni dögum saman. Ég Þröstur Ottósson sölumaður er ráð- þrota eftir að þjófar hafa í tvígang stolið af honum. Fyrst kerrunni en síðan jeppanum. DV-mynd Teitur átti alls ekki von á þeim ósköpum sem enn áttu eftir að dynja yfir mig. Mig rak í rogastans þegar ég kom út og sá að jeppinn minn var horfinn úr innkeyrslunni. Þarna höfðu ver- ið þjófar á ferð að nýju en nú var tjónið tilfmnanlegra þar sem bíllinn kostar um 1,5 milljón krónur. Und- anfarna daga hef ég verið að svipast um eftir bæði jeppanum og kerrunni en hvorugt fundið. Þetta er engu líkt sem ég hef áður lent í. Ég veit ekki hverju þeir stela næst,“ segir Þröstur sem kært hefur báða þjófnaðina til lögreglu án þess þó að neitt hafi verið upplýst. „Mér sýnist lögreglan vera algjör- lega máttvana í málinu," segir hann. Þess má að lokum geta að bifreið- in er af gerðinni Toyota Landcru- iser, árgerð 1988, og ber einkenn- istaflna LF-972. -rt Flýgur Hrafninn? Slagurinn um tilnefningar til óskarsverðlauna er nú nánast útkljáður. Myrkrahöfðinginn, stórmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar leikstjóra, verður frum- sýnd í bílabiói í menningarbænum ísaflrði á sunnu- dagskvöldið. Öll- um bæjarbúum er boöið til frum- sýningarinnar en óljóst er hvoi-t Hrafn sjálfur verður viðstaddur. Það þótti mörgum skondið að framleið- andinn, Friðrik Þór Friðriks- son, mætti ásamt Ara Kristins- syni, tökumanni á Skjá eitt, til að kynna myndina en leikstjór- inn var víðs fjarri. Það er túlkun einhverra að ekki sé full sátt á milli leikstjóra og framleiðanda. Nú er spurt: Flýgur Hrafninn vestur? ... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom @íf. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.