Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 Sviðsljós I>V Fjárkúgari stal barnamyndum Fjárkúgari krefst 100 þúsund dollara fyrir aö afhenda ekki dag- blöðum myndbönd með leik Michaels Jacksons við börnin sín tvö. Myndböndunum var stolið úr hótelherbergi í París þegar Jackson var þar í fríi í júlí síðastliðn- um. Á myndböndunum má sjá Jackson leika sér við Prince Michael og Paris Michael Katherine heima í Kaliforniu og í Euro Disney fyrir utan París. Söngvarinn saknaði ekki mynd- bandanna fyrr en hann fékk sím- hringingu fyrir nokkrum dögum frá fjárkúgaranum. Bandarískt kvöldblað hefur einnig hringt til skrifstofu Jacksons og sagst hafa að- gang að myndböndunum. „Það er einhver sem reyn- ir að selja myndböndin hæstbjóðanda," segir tals- maður Jacksons, Howard Rubenstein. Jackson ætlar ekki að greiða fjárkúgaranum og þrýstir nú á dagblöð og sjónvarpsstöðvar sem íhuga birtingu. Hyggst hann stefna þeim sem birta myndbönd- in. PlatínJazz íkvöM KLAUSTRIÐ A N N O M C M X C I X Veitinga- og skemmtistaðurinn Klanstrið Klapparstíg 26 • Sími 552 6022 Ráð Pamelu til sonanna: Gerið ekki eins og við Tommy Pamela Anderson vill gera allt til þess að strákamir henn- ar tveir likist ekki henni og eig- inmanninum, Tommy Lee. Fyrr- verandi síilíkongellan og rokk- arinn vilji að synir fái sér virð- ingarverð störf og lifi reglusömu lífi. Pamela getur hugsað sér að Brandon, sem er 3 ára, og Dyl- an, sem er 18 mánaða, geri upp- reisn gegn foreldrunum og ger- ist bókasafnsfræðingar eða end- urskoðendur. í viðtali í desemberblaði tíma- ritsins Jane segir Pamela að hún vilji senda synina í góða skóla svo að þeir læri góða hegð- un. Hana læri þeir ekki heima. „Við eru oft jafn barnaleg og þeir. Kasti þeir mat í kringum sig gerum við það líka. Ef við er- um á veitingastað og Brandon vill borða eins og hundur gerum við það öll,“ greinir Pamela frá. Hún er viss um synirnir læri betri mannasiði seinna. „Þeir eiga að fá að ganga í góða skóla svo þeir sjái að fólk hegðar sér ekki svona almennt.“ Bæði Pamela og Tommy eru enn gæddi þeim hæfileika að sjokkera fólk. Það sýndu þau til dæmis þegar þau sýndu klám- myndir af sjálfum sér. Tommy var á sínum tima dæmdur í fang- elsi fyrir að hafa slegið Pamelu fyrir framan börnin. Hann er nú sagður hættur drykkju og sækir námskeið þar sem kennt er hvemig hemja eigi æst skap. Tommy var áður trommuleikari í hljómsveitinn Mötley Crue. Pamela segir í viðtalinu að þau vilji ekki breyta villtum lífs- háttum sínum. „Ég sé okkur fyr- . ir mér, gömul og tannlaus á bekk, með húðflúrið okkar og allt. Það mun enn sjást að við er- um svöl.“ Hún sér þau einnig fyrir sér með afsagaðar haglabyssur fyrir framan húsið þeirra og menn Pamela vill að synirnir verði bókasafnsfræð- þora ekki fram hjá þar sem þar ingar eða endurskoðendur. búi vitleysingar XY7D Fókus á Netinu c'y/i Lífiö eftir vinnu Tónlist Dr. Love Tíska Veitingahús Leikhús Myndlist Dr. Gunni Sáli Karpið Leikir Sjáðu lífið í Fókus á Vísi.is Á Vísi.is er Fókus djarfara, ferskara og umfram allt aðgengilegra. Með Fókus við höndina getur þú fylgst með tísku, menningu, tónlist, næturlífinu, kvikmyndum og öllu því sem gerir lífið skemmtilegra. Þeir sem njóta lífsins til botns njóta þess að lesa Fókus á Netinu. Fylgstu með Fókus ...daglega á Netinu! visir.is Notaðu vísifingurinn! Lögmenn fyrrverandi Playboygellunnar Önnu Nicole Smith kröfðust þess fyrir rétti í vikunni að hún fengi allt að 820 milljónir dollara af eignum olíubarónsins Howards Marshalls. Anna og Howard höfðu verið gift í 14 mánuði þegar hann lést. Sonur olíubarónsins segir að hún eigi ekki að fá einn eyri af auðæfunum. Símamynd Reuter Kjóll Monroe á milljón dollara Kjóllinn sem kvikmyndadísin Marilyn Monroe klæddist er hún söng „Til hamingju með afmælið herra forseti" í afmælisveislu Johns F. Kennedys í maí 1962 seldist á rúma 1 milljón dollara á uppboði hjá Christie’s í New York. Er það mesta verð sem fengist hefur fyrir klæðisplagg á uppboði. Metið átti áður blái flauelskjóll- inn sem Díana prinsessa bar er hún dansaði við John Travolta í veislu í Hvíta húsinu 1985. Sá kjóll seldist fyrir rúma 220 þúsund dollara. Demantshringurinn sem Joe DiMaggio gaf Marilyn er þau giftust 1954 fór á rúma 770 þúsund dollara á uppboðinu í New York.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.