Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 Spurningin Byrja jólaauglýsingarnar of snemma í ár? Halldóra Stórá húsmóðir: Já, alltof snemma, þær ættu ekki að byrja fyrr en í desember. Guðrún Guðmundsdóttir smur- brauðsdama: Já, mér finnst þær ættu ekki að byrja fyrr en um miðj- an nóvember. | Ólafur Sveinsson fjarskiptavirki: Já, alltof snemma, þær eiga í fyrsta lagi að byrja 1. desember. Þetta er farið að ganga út í öfgar. Karl Sveinsson fjarskiptavirki: Já, alltof snemma, þær ættu í fyrsta lagi að byrja um miðjan nóvember. Arnór Karlsson fjarskiptavirki: Já, alltof snemma, þær ættu ekki að byrja fyrr en 29. nóvember. Örn Egilsson fjarskiptavirki: Já, þær byrja allt of snemma, mættu byrja mánaðamótin nóvember - desember. Lesendur Tennur og bein- þynning Sigurjón Benediktsson. Sigurjón Benediktsson, tann- læknir á Húsavík, skrifar: Mikil umfjöllun hefur verið und- anfarið um áhættu af beinþynningu. Er það vel að vakin sé athygli á heilsu- þáttum sem auð- velt og ódýrt er að bæta. Mikið er vit- aö um þynningu beina, sérstaklega í konum, og afleið- ingar minnkandi beinmassa snerta margar fjölskyldur á ári hverju með brotnum beinum og brostnum von- um. Einn er sá þáttur beinþynningar sem ekki hefur verið bent á í þess- ari umræðu. Það eru tengsl al- mennrar beinþynningar og tann- taps úr kjálkum. Tanntap getur orð- ið vegna beineyðingar umhverfis tennur sem oft er afleiðing tann- holdssjúkdóma. Nú er almennt við- urkennt að almenn beinþynning geti beint og óbeint leitt til tann- taps. Beint með því að minnka bein- festu tanna og valda tannlosi og óbeint með því að auka líkur á tann- holdssjúkdómum sem leiðir til tann- taps sé ekkert aö gert. Tennur hvíla í sætum sínum í kjálkabeininu og festa þeirra þar fer eftir magni og gæðum beins um- hverfis tennurnar. Tannholdssjúk- dómar, sem afleiðing vanhirðu eða annarra sjúkdóma, eyðileggja bein- ið, beinfesta minnkar og tennur Ástand tannvegsins er metið með því að mæla hve mikið af beini hefur tapast. - „Tyggjum okkur í gegn með eigin tönnum," segir í lok bréfs Sigurjóns. losna. Fleiri missa tennur sínar vegna beineyðingar við tennur og tannholdssjúkdóma heldur en vegna tannátu. Almenn beinþynning hjá konum getur skýrt þá ömurlegu staðreynd að íslenskar konur missa fyrr, fleiri tennur en karlar, en verða þó eldri. Er það þversagnarkennt, í ljósi þess að almennt hirða konur betur um tennur sínar, og fara reglulegar og oftar til tannlæknis en karlar. Væntanlega táknar þetta ekki að fleiri tannlæknaheimsóknir leiði til færri tanna og verri tannheilsu heldur kemur hér inn beinþynning og jafnvel barnsburður sem hefur áhrif á tannheilsu kvenna. Mikilvægt er að tannlæknar og skjólstæðingar þeirra átti sig á ein- kennum og afleiðingu beinþynning- ar hvað varðar tannheilsu og komi í veg fyrir sjúkdóma og einkenni þeirra með þekkingu, vilja og fjöri. - Tyggjum okkur í gegn með eigin tönnum. Kynlífsheimurinn springur út - líka á íslandi Petrlna Rós Karlsdóttir skrifar: í DV þann 26.10. 99 kemur fram mikill tvískinnungur að mínu mati. Flennistór forsíöa slær upp ginn- ingartilboði „Milljón á mánuði". Viðtal, en með minni stöfum og ekki eins áberandi, kemur fram, að samkvæmt könnun DV sé yfírgnæf- andi andstaða við nektardansstaði. Síðan, þegar blaðinu er flett, blasir viðtal við eina nektardansmeyna. - Viðtalinu lýkur síðan: „En það má gera ýmislegt fyrir milljón á mán- uði - en bara í nokkra mánuði:,, Á hinni blaðsíðunni er rætt við ýmsa, m.a. eiganda eins nektarstað- anna, sem reynist vera eigandi sama staðar þar sem viðkomandi dansmey stundar sína iðju. Þetta er að minu mati ekkert annað en auglýsing og feliur því ekki undir óháðan frétta- flutning. Það er augljóslega verið að ýta undir og hvítþvo þessa starfs- semi. Réttara sagt kemur þetta mér fyrir sjónir sem stór auglýsing bæði fyrir þennan umrædda staö og einnig fyrir þessa starfsgrein. - Til hverra er verið að höfða með þessu viðtali? Því miður verður þessi þróun alltaf verri og verri og benda má á að í smáauglýsingadálkinum „Atvinna" eru auglýsingar um allskyns losta og lostaspjall og taka núna næstum eina síðu. Óg þetta hefur bara gerst á fimm árum. Við hveiju má búast? Og spyrja má margra spuminga. Ein er t.d. þessi: Ef umræddar dansmeyjar þéna 1 milljón á mánuði er það þá ekki skattskylt? Gegndarlaus gjaldeyriseyðsla Magnús Sigurðsson skrifar: Lítil frétt í dagblaði þess efnis að nú væru allir dollaraseðlar með upphæðinni einn og fimm uppumir í íslenska bankakerfmu. Ástæðan? Jú, íslendingar, sem flykkjast nú til Kúbu allt hvað af tekur, óskuðu eft- ir að kaupa dollara meö þessu verð- gildi til að greiða veittan beina á Kúbu. Með því að greiða með eins eða fimmdollaraseðlum væri síður hætta á að ferðalangar yrðu féflett- ir. Fréttin sýnir hve gífurleg eftir- spum er eftir gjaldeyri hér á landi - eina ferðina enn. Auðvitað er gjaldeyriseyðsla landsmanna gegndarlaus og ómæld- ar eru þær fjárhæðir sem íslending- ar taka út í erlendum gjaldeyri er- lendis með greiðslukortum. Dæmi eru um að menn taki út háar íjár- hæðir beinlínis til að leggja inn á [ir^í»Æ\ þjónusta allan sólarhrinj nt mynd af m sínum sem birt verða á lesendasíðu Það eru ekkl bara dollarar sem nú hverfa úr hirslum bankanna, viðbúið er að senn verði gjaldeyrisskortur fyrir íslenska ferðamenn, segir m.a. í bréfinu. reikninga sína í erlendum bönkum. Og þykjast sleppa vel. íslenskur gjaldmiðill er ónýtur eins og allir vita og því er hann betur kominn í öllu öðm en peningum. íbúðakaup og ferðalög til útlanda em gleggstu dæmin. Einkennilegt hversu stjómvöld em lokuð fyrir þessu. Þau gera ekk- ert til að hefta útstreymi erlends gjaldeyris sem aflað er til fleira en nýrra bíla sem verða að brotajárni hér á landi eftir 4 - 5 ár eins og dæmin sanna. - Og það em ekki bara dollarar sem nú hverfa úr hirslum bankanna, viðbúið er að senn verði gjaldeyrisskortur fyrir íslenska ferðamenn. En þá verður lika skortur á fleiru, og er mál að svo verði - í bili a.m.k. Ræða háskóla- rektors Ragpiar skrifar: Ég var staddur í Háskólabíói sl. laugardag til að vera við útskrift kandídata að loknum prófum. Sam- koman fór hið besta fram og fullt hús að venju við slíkar athafnir, að mér er tjáð. Ræða háskólarektors vakti hins vegar óskipta athygli samkomu- gesta og mátti hreinlega heyra það og sjá á gestum hvernig þeir lögðu við hlustimar við málflutningi hans. Innihald ræðunnar var i þremur stefjum með hnitmiðaðan inngang um menningu þjóðar og ómenningu. Þetta er ræða sem á mikið erindi tO allra landsmanna með birtingu í fullri lengd. - Ein besta ræða sem ég hefi heyrt um árabil, og er þá langt til jafnað. Vonska hlaupin í VMSÍ Norðlenskur verkamaður hringdi: Ég las í DV að formaður VMSÍ hefði gagnrýnt stjómvöld harðlega á yfirstandandi þingi VMSÍ og m.a. viðhaft þau orð að ríkisstjómin og forsætisráðherra ættu að skammast sín fyrir að láta undan þrýstingi og skapa ójafnvægi á launamarkaði. Mér finnst nú að formaður VMSÍ, sem sjálfur sætir harðri gagnrýni fé- laga minna syðra, ætti að fara sér hægt I stóryrðunum. Jafnvel þótt hann þykist vera að hefna harma sinna fyrir hirtingar sem hann hafi orðið fyrir á árum áður, eins og hann segir. Ég tel forystu VMSÍ ábyrgari fyrir láglaunastefnu verka- manna en ríkisstjómina núverandi og forsætisráðherra. Hjónabönd samkynhneigðra eða tvfkvæni? Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Að undanfómu hefur mikið verið rætt um samkynhneigð, hjónabönd samkynhneigðra og þjóðkirkjuna. Mig langar tii að leggja orð í belg af þessu tilefni og nú út frá öðm sjónarhorni. Tvikvæni var gömul norræn hefð en aðeins einu sinni í sögu nútima Evrópu kom það upp á yfirborðið og í framkvæmd að ein- hverju leyti. Það var þegar Adoif Hitler mælti með því árið 1944 að SS foringjar hans mættu tvíkvænast. Fróðlegt væri að heyra af viðbrögð- um þjóðkirkjunnar í skoðanakönnun hvort hún fylgi fremur hjónaböndum samkynhneigðra en tvíkvæni. Ég myndi fyrir mína parta fremur kjósa tvíkvæni að gamalli norrænni hefð. Upphækkun veg- ar að Vatnsenda Steindór skrifar: Mér finnst vera löngu kominn tími til að hækka veginn úr Selja- hverfi upp að Vatnsenda og malbika hann í leiðinni. Vegurinn er sama sem ófær allt árið; miklar holur á sumrin og ófært vegna skafla á vet- urna. Það er nauðsynlegt að bæta þama úr. Bílar sem aka þessa leið í dag fara ilia á leiðinni en freistast samt til að keyra þama. Því fyrr sem þessu verður sinnt því betra. Ein stór flugstöð Steinþór skrifar: Ég las bréf í DV í gær (miðvikudag 27. 10.) eftir Skarphéðin Einarsson um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mörgu er ég þar sammála, öðm ósammála, en læt það nægja um skrif hans að sinni. Eitt er samt stað- reynd varðandi þessa flugstöð sem Skarphéðinn tengir réttilega við sorgarsögu, allt frá byrjun - hún er alltof lítil og erum ekki búin að bita úr nálinni með það á næstunni. Nú er ákveðið að stækka farþegasal fyr- ir komufarþega. En meira þarf tii og það ekkert smáræði. Ég legg nú til að flugstöðin verði öll endurhönnuð upp á nýtt og miðuð við að taka við öllu flugi hér sunnanlands, að innan- landsfluginu meðtöldu. Fyrr eða síð- ar verður það flug flutt til Keflavíkur hvort eð er. Flugstöðina verður því að stækka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.